Tíminn - 23.01.1963, Side 2
ii tM'!
llh
CHARLIE CHAPLIN óttast
miög um framtíð dóttur sinnar,
þar sem hann telur Líklegt, að
hún hverfi í skugga hans sjálfs,
ef ekkert verði að gert. En Ger-
aldina er gædd miklum listhæfi-
lcikum og á skilið að skapa sér
sína eigin framtíð', öllum óháð.
Geraldinu, sem nú dvelur við
nám í ballettskóla í Englandi,
hefur verið bannað að hafa nokk
ur blaðaviðtöl, láta ljósmynda
sig eða annað þess háttar, þar
sem Chaplin telur, að það geti
haft skaðleg áhrif á listferil henn
ar. En allar fregnir af henni nú
sem stendur byggjast á því, að
hún er dóttir föður síns. —
Myndin hér að neðan er af Gcr
aldinu ásamt tvcimur öðriim
ncmendum við ballcttskólann,
þegar þær komu opinbcrlega
fram í London fyrir skömimi.
ChapSín og cSóttir
saman í kvikmynd
Charlie Chaplin á sem
stendur i mjög harðri bar-
áttu við sjálfan sig. Ástæð-
urnar fyrir þessari baráttu
eru Chaplin-nafnið og fram-
tíð hinnar átján ára gömlu
dóttur hans, Geraldinu, en
hún er mikið uppáhald hjá
honum.
Nýlega töluðu þau bæði við
biaðamenn á heimili Chaplins í
Lausanne. Á meðan Geraldina lá
makindalega í sólbaði í garðin-
um skýrði Charlie blaðamönnum
frá vandræðum sinum. Hann
langar til að móta og þróa þá
listhæfileika, sem Geraldina
óneitanlega hefur, en hann er
einnig hræddur um, að hún
muni hverfa í skuggann fyrir
frægð hans.
— Við höfum á prjónunum,
að gera stóra hluti saman, áður
•en langt um líður, sagði hann.
Ég hef næstum lokið við hand-
rit að kvikmynd, sem Geraldina
mun fara með aðalhlutverkið i.
En ég mun um leið gera allt,
sem í mínu valdi stendur til að
koma í '-eg fyrir, að frægð mín
eyðileggi framtíð hennar.
— Það er erfitt fyrir hana, að
standa sífellt í skugganum af
mér, meðan hún er að reyna að
skapa sitt eigið nafn, s4m hún
ríkulega verðskuldar.
— Ef '&g' væri ekki dálítið
strangur, mundi hún aldrei fyrir
gefa mér síðar meir. Ég vil að
hún njóti æsku sinnar. Hún hef-
ur rétt lokið við skólann, og það
er engin'ástæða til þess, að hún
kasti sér strax út í hringiðu
lífsins.
— Það gegndi öðru máli með
mig, þegar ég var ungur, en ein-
mitt þess vegna vil ég, að börn
mín hafi það ekki á sama hátt.
Þó að Chaplin sé svo mjög
hræddur um að skemma börn
sín, er honum næstum ómögulegt
að neita þeim um nokkurn skap-
aðan hlut.
— Einn daginn neita ég
þeim um eitthvað, og afleiðingin
er svo sú, að ég sef ekki í margar
nætur, þangað til ég gef mig og
læt þetta eftir þeim.
Þessar eru ástæðurnar fyrir
því, að Charlie hefur hlaðið múr-
vegg í kringum dóttur sína, en
stendur sjálfan sig svo að því
öðru hverju, að reisa stiga upp
að veggnum.
— Geraldina, heldur hinn 72
ill
iljjpl
|il iljl I
I H ii Í3"
■ :
:
11
m
IHSH
".í'. '
ára gamli grínleikari áfram, ei
fremst af þeim öllum, en þar á
hann við þau átta börn, sem
hann á í Lausanne:
Ekki fullþroskuð
— Hún kann miklu bctur við
sig í gallabuxum, heldur en dýr-
um kjólum, heldur hann áfram,
og hann verður mjög æstur, þeg
ar hánn talar um framtíðarmögu
leika Geraldinu, en þeir eru ekki
svo litlir. Með miklum útskýring
um og handatilburðum sagði
hann svo frá efni hinnar nýju
myndar.
— Þetta á að verða hárbeitt
skopmynd í litum, fjallar um
gamlan trúð, sem endurreisir
frægð sína, og Geraldina leikur
dóttur hans í myndinni.
Síðan bætir hann hugsandi
við:
— Það er að segja, ef cg verð
þá enn á lífi, og get séð um
myndina.
Eftir öllum kringumstæðurr
ið dæma ætti Geraldina óhjá-
kvæmilega að auka enn á frægð
fjölskyldunafnsins. Hún er af-
komandi tveggja mikilhæfra ætt
stofna. Öðrum megin er hin
feimna og gáfaða Eugene
O’Neili fjölskylda og hinum
megin Chaplinfjölskyldan með
sína ólmu og fjörugu, skapgerð.
Uppstökk
í bili hugsar Chaplin aðallega
um það, að hæfileikar Gerald-
inu eyðileggist ekki og að hún
njóti góðrar þjálfunar.
í þeim tilgangi stundar Ger-
aldina nám við The Royal
Sehool of Ballet og lifir áhyggju
lausu lífi.
Hún er uppstökk eins og faðir
hennar, en hún er líka fljót að
jafna sig aftur.
Hún er feimin, en hún hefur'
járnvilja. Hún hefur þegar kom
izt að raun um það, að það að
bera Chaplinnafnið i London
hefur í fylgd með sér heilan her
skara af ljósmyndavélum.
En Charlie segir, að enn þá
þurfi þau mikið á Geraldinu að
halda heima við.
Fer í opinberar heimsóknir
Þegar Oona, hin 38 ára gamla
Framhald a 15. síðu
Skálda hin nýja
I
Furðu lítið er enn rætt um
hina svokölluðu framkvæmda
áætlun, sem stjómiarflokkam-
ir hafa verið að tönnlast á
allt kjörtímabilið, að væri í
smíðum og væri alveg að koma
til framkvæmda. Nú er sagt, að
hún sé á næstu grösum og er
full ástæða til að ætla að hún
komi fyrir kosningiarmar, því
flesrtum er nú Ijóst odðið, að
þessi „framkvæmdaáætlun“ á
að vera ný tegund af „blárri
bók“ — útfærsla á bláu bók-
inni, sem íhaldið hefur gefið
út fyrir hverjar bæjarstjórnar-
V kosn.ingar { Reykjavík. Auð-
vitað á allt það, sem kemur í
þessari nýju Skáldu ,að fram-
kvæmiast eftir koslningar —
og efndirnar á loforðunum
verða sjálfsagt mjög í sam-
ræmi vi'ð efndirnar á loforð-
um bláu bókarinnar i Reykja-
vík.
Því verra sem ástandið
verður, hví sfórkost-
legri veróa loforðin
Þessi nýja Skálda er úr-
ræðið, scm stjórnarflokkarn-
ir eygja nú til að fleyta sér
yfir kviksyndi næstu kosn-
in,ga. Þeir finna að straumur
kjósenda liggur frá þeiin
vegna hins mikla samdráttar
í framkvæmdum cg mikillar
kjaraskerðingar almennings.
Þess vegna verður að lofa bót
og betrun á öllum sviðum og
festa rækilegia á blað — hæfi-
lega myndskreytt stórvirkj-
um. í bláu bókunum f Reykja-
vík hefur það nefnilega sann-
azt, að því verra sem ástandið
verður, því stórkostlegri verða
loforðin.
Það er þegar komið fram,
að „framkvæmdaáæflunón“ á
aðeins að verðia blekkingar-
plast. Það er sem sé ekki veitt
ein einasta króna til hinnar
nýju framkvæmdaáætlunar á
fjárfögum þessa árs, sem inarg
oft var lofað í fyrstu að kæmi
til fnamkvæmda á síðasta ári
og síðan og nú, að komi til
framkvæmda á þessu ári. —
Sumir mundu vilja segja, að
brezka lánið ætti að nota í
framkvæmdaáætlunina. Það
hrekkur þó skammt til að full-
nægja hinni miklu þörf, sem
orði.n er á Iánsfé eftir allar dýr
tíðarráðstafanir ríkisstjórnar-
inmar og vegna samdráttar í
nauðsynlegustu framkvæmdum
eins cig húsnæðisbyggingum og
framleiðslutækjum, Sem ekki
ve-ður komizt hjá að leggja
mikið fé í á .næstunni. Menn
gera sér bezt ljóst, hve ger-
samlega er búið að gerbreyta
öllum grundveWinum í þjóðar-
búskapnum, þegar borið er
saman annars vegar 240 millj-
ón króna Iánið frá Bretlandi
og hins vegar, hvað kosta
myndi nú að koma upp mann-
virkjum eins otg Áburðarverk-
siniðjunni, Sementsverksmiðj-
unni og síðustu virkjuninni
við Sogið, svo fátt eitt sé
nefnt af stórátökunum áður en
núvera.ndi valdasamsteypa tók
við völdum. — Brezka lánið er
sem krækiber í dýrtíðarhít-
inni.
JákvæHa leiðin
Til að leysa þennan vanda,
sem nú er komið í, þarf meira
en nýja kosninga-Skáldu. Til
að mæta vandanum og þeim
hækkunuin, sem óhjákvæmi-
lega h'ljóta að vera fram undan,
þarf stórt, átak. Það verður að
fara hina jákvæðu leið til jafn-
vægis. Enginn skyldi halda, að
Framhuló a bls 13
T í M I N N , miðvikudaginn 23. janúar 1963
2