Tíminn - 23.01.1963, Page 7

Tíminn - 23.01.1963, Page 7
mmm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson, Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu Afgreiðsia. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasimi: 19523 Ai. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Tvö íslenzk Evrópumet í mánaðarblaði Félags íslenzkra iðnrekenda, íslenzkur iðnaður, birtust nýlega tölur um hækkun í % á fram- íærslukostnaði í nokkrum Evrópulöndum á tímabilinu júlí 1961 — júlí 1962. Tölur þessar voru teknar úr októ- berhefti International Financial Statistics. Þessar tölur líta þannig út: Belgía 2% Bretland 5% Danmörk 8% Finnland 6% Frakkland 6% Holland 2% ísland 11% Ítalía 5% Noregur 6% Sviss 5% Svíþjóð 6% Vestur-Þýzkaland .... 4% Þetta yfirlit bar það ótvírætt með sér að ísland er það Evrópulandið, þar sem dýrtíðin eða framfærslukostnað- urinn hefur aukizt mest á þessum tíma og stafar það fyrst og fremst af hinni tilefnislausu gengislækkun stjórn- arinnar í ágúst 1961. En „viðreisnarstjórnin” á íslandi á fleiri Evrópumet. Síðastliðinn föstudag skýrði danska blaðið ,,Politiken“ frá því, að tvö Evrópuríki hefðu lækkað hjá sér forvexti, Svíþjóð úr 4% í 3V2% og Grikkland úr 6% í 5V2%. Blað- ið rekur síðan hverjir forvextir séu annars staðar í Evrópu. og byrjar þá upptalningu með því, að , ,rekor4diskontoen (metforvextirnir) er den islandske”. Taflan í ,,Politiken“ lítur annars þannig út: ísland 9% Danmörk 6V2% Finnland 6% Austurríki 5% Frakkland 3V2% Belgía 3V2% Ítalía 3V2% Holland 3V2% Noregur 3V2% Svíþjóð 3V2.% Vestur-Þýzkaland .... 3% Portúgal 21/2% Svifis 2% öllum má vera ljóst hvaða áhrif þetta Evrópumet i vaxtaokri hefur á getu fyrirtækja og einstaklinga til að auka atvinnurekstur sinn og greiða sanngjarnt kaup. Framsýnin Stjórnarblöðin ráða sér ekki fyrir yfirlæti síðan de Gaulle gerði sig líklegan til að bregða fæti fyrir inn- göngu Breta í EBE. Þau segja: Þarna sjáið þið, hvað ís- lenzka stjórnin var framsýn að ákveða að bíða átektá og fresta fram yfir kosningar að taka ákvörðun um hver afstaða íslands til EBE ætti að vera' En á þessari sögu eru nokkrir smíðisgallar. Hinn fyrsti er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi strax láta sækja um fulla aðild sumarið 1961, en því var frest- að þá, m.a. vegna andstöðu Framsóknarmanna. Hinn annar er sá, að Alþýðuflokkurinn vildi láta sækja um aukaaðild strax í fvrravetur, en því var frestað, enn m.a. vegna andstöðu Framsóknarmanna. Hinn þriðji og mikilvægasti er svo. að stjórnin ákvað að fresta ákvörðunum fram yfir kosningar, því að hún vildi ekki sýna stefnu sína ljóslega fyrir þær. MYND þessi var tekin af þeim WILSON (tii vinstri) og BROWN á flugvellinum í London síðastliðinn laugardag. Wilson var þá að koma úr fyrirlestrarferð um Bandaríkin, en Brown var að leggja upp í ferðalag ti> atvinnuleysbhéraða í N-Englandi, til að kynnast ástandinu þar. Mikil atliygli beinist nú að því, hver muni verða eftirmað- ur Gaitskells sem formaður þitiigflokks brezfea Verkamanna flokksins og þá jafnframt for- sætisrá'ðherra 'Bretlands, ef flokkurinn sigrar í næstu kosn- ingum, en það er talið vel sennilegt. Fyrst um sinn mun varafor- maðurinn, George Brown, gegna formannsstöðunni eða þangað til að formannskjör hef ur farið fram, en líklegt er tal- ið, að því verði alltaf lokið fyr- ir 15. febrúar. Brown mun að sjálfsögðu gefa kost á sér sem formanns- efni og það styrkir aðstöðu hans. að hann hefur verið vara formaður undanfarin ár. Það styrkir einnig aðstöðu hans, að hann hefur náin tengsli við verkalýðshreyfinguna og hefur verið foringi þeirra þing manna Verkamannaflokksins, sem eru í tengslum við hana Brown byrjaði ungur að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna, ei m. a. styrkti hann til verzlun arskólanáms. Henni á hann þa? lika að þakka, að hann var ko? inn á þing 1945. en þar hefur hann átt sæti síðan Brown sem er 48 ára gamall, er góðui ræðumaður, þægilegur op spaugsamur í kynningu, þykir laginn samningamaður, en á það til að vera ógætinn í orð- um og hefur því stundum tal- að af sér. Hann er því umdeild- ur sem forsætisráðherraefni, þótt hann þyki hafa marga kosti s.em flokksforingi. Hann hefur verið talinn heyra til hægra armi fokksins, en það hefur þó nokkuð breytzt í seinni tið. Líkegasti keppinautur Browns er Harold Wilson, sem hefur keppt við hann um vara- formennskuna undanfarin ár. JAMES GALLAGHAN Hann er 46 ára gamall, hag- fræðingur að menntun, var um 'Skeið verzlunarmálaráðherra í stjórn Attlees, en fór úr henni með Bevan. Hann hefur til- heyrt vinstra armi flokksins. Wilson er talinn skarpgáfaður og mesti ræðumaður Verka- mannaflokksins. Meðal almenn- ings er hann miklu þekktari en Brown. Hann þykir því yfir- leitt álitlegri sem forsætisráð- herraefni en Brown. Það mun hafa verið ráðið, að Wilson yrði utanríkisráðherra, ef Gaitskell myndaði stjórn. Sú skoðun mun eiga talsvert fylgi i Verkiamannaflokknum, að heppilegt gæti verið að forð ast baráttu milli Browns og Wilsons og skipa sér því um einhvern þriðja manninn. Þá mun helzt koma til greina James Callaghan, sem hefur verið talinn fjármálaráðherra- efni flokksins. Hann er 50 ára að aldri, háskólamenntaður Hann er hins vegar litið þekkt- ur meðal almennings. Sum ensku blöðin virðast hallast að því, að Wilson verði fyrir valinu, því að hann sé vænlegastur til að vinna sér álit sem forsætisráðherraefni Þegar þeir Brown og Wilson kepptu um varaformennskuna síðastl. haust, fékk Brown 133 atkv., en Wilson 103: TÍMINN, miðvikudaginn 23. janúar 1963 J z

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.