Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 5
1 IÞRDTTIR ' RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON mar sigraði í jaldarglímunni í fyrrakvöld 1. febrúar, fór 51, Skjaldarglíma Ár- manns fram í íþróttahúsinu að Hélogalandi. Heildarsvipur glímunnar var nokkuð góður og skemmtileg tilþrif áttu sér stað í sumum glímunum. — Skjaldarhafi varð Hilmar Bjarnason, UMFR, en Sveinn Guðmundsson, Ármanni, ann- ar og Gunnar Ingvarsson, einn ig í Ármanni, þriðji. . Andreas Bergmann, varaformað ur íþróttabandalags Reykjavíkur, setti 51. Skjaldarglímuna á föstu- dagskvöldið með stuttri ræðu og sagði m. a.: Skjaldarglíma Ánnanns er mik- ilsverður viðburður í íþróttalíf- inu hvert ár og það hefur aukið gildi, að hefð skuli vera komin á slík mót. Viðreisn glímunnar með lilkomu íþróttafélaganna var sá neisti sem tendraði bál áhuga til iðlcana annarra greina íþrótta. Enn fremur kvað Andreas sjálfsagt að minnast þeirra andans manna, er í''orðum og skrifum efldu áhuga fyrir glímunni með þjóðinni. Að lokinrji setningaræðu Andr- éas Bergmann hófst glíman. Til leiks voru mættir fimm glímumenn frá tveim félögum, Glímufélaginu Ármanni og Ungmennafélagi Reykjavíkur. Tveir skráðir þátt- takendur kepptu ekki að læknis- ráði. Engin glíma var áberandi ljót, en ef geta ætti einstakra glímna og glímumanna, þá má segja að skjaldarhafinn Hilmar Bjarnason, hafi nú glímt betur en oft áður, pó staða hans að glímunni hafi ekki verið lýtalaus. Aðalbrögð hans eru hælkrókur hægri á vinstri, innanfótar, og rétt krækja, en klof bragð vinstri fótar varð þó úr- slitabragð í einu tilfellj. í glím- unni við Gunnar Ingvarsson virtist Hilrnar bresta þol, er komið var fram í miðja lotu og er sennilega erfiðri æfingaaðstöðu um að kenna. Hilmar var elzti þátttakánd inn, kominn yfir þrílugt, og hefur 'nlotið mikla keppnisreynslu í I er ungur maður, tvítugur að aldri. glímumótum síðustu 14—15 árin. Hann var léttari hinum glímu- Sveinn Guðmundsson varð ann- mönnunum, fimur og shöggur, en ar að vinningum. Hann fékk ekki skortir keppnisreynslu. Léttleiki jafn mikið út úr sínum glímúm og | hvíldi yfir glímum hans, en það oft áður og hlaut fall fyrir Hilm- dugði þó ekki til sigurs. Verður arj úr sjálfs sín bragði og litlum! sjálfsagt skemmtilegt að fylgjast snúningi af Hilmars hálfu. Sveinn ' með honum frekar. glímir alla jafna vel en þarf að fá | Vinningar skiptust þannig; . meira úthald. Aðalbragð hans er hægri fótar klofbragð og felldi hann Hannes á því mjög snögg- lega, er þeir tóku saman. Þá beitt; hann mjaðmarhnykk til úr- síita sem fyrsta bragði, í annarri glímu. Gunnar Ingvarsson varð þriðji í glímunni. Hann var yngsti þáttak- andinn, aðeins 18 ára gamall, en náði þó þessum árangri. Gunnar stendur vel að sínum glimum, er sterkur, fimur vel og snöggur en skortir keppnisreynslu. í glímu þeirra Hilmars, einu glímunni, sem verulega kvað að í mótinu, kom í Ijós, að þeir voru mjög jafnir og varð úr biðglíma. Síðari hluti lotunnar var þó Gunnars, og varðist skjaldarhafinn tvívegis við gólf. Nokkur eftirvænting ríkti um úrslit þessarar glímu, því hefði Gunnar sigrað, myndu þrír hafa orðið jafnir að vinningum og þurft að glíma til úrslita. Hannes Þorkelsson er gamal- reyndur glímumaður og sterkur. Hann gerði margt betur í þessu móti en oft áður og glímur hans1 við Hilmar og Gunnar voru allgóð- ar, en hann gæti verið mýkri og bragðfleiri. Guðmundur Freyr Halldórsson Dagblaðið MYND öll blöðin (complete) tíl sölu. Upplýsingar á afgreiðslu Tímans. HEILSURÆKT „ATLAS" 13 æfingabréf með 60 skýringar- myndum — allt í einni bók. Æf. ingakerfi Atl'as er bezta og fljót virkasta aðferðin til að efla heil- brigði, hreysti og fegurð. Æfinga tími 10—15 mínútur á dag. — Árangurinn mun sýna sig eftir vikutíma. — Pantið bókina strax í dag — hún verður send um hæl. — Bókin kostar kr. 120.00. Utanáskrift okkar er: HEILSURÆKT ATLAS, PÓST. IIÓLF 1115, REYKJAVÍK. Ég undirritaður óska eftir að mér verði sent eitt eintak af Heilsurækt Atlas og sendi hér með gjaldið, kr 120,00 fvinsam- lega sendið þsð I ábyrgðarbréfi eða póstávisun). Heilbrigði, hreystii Nafn: fegir Heimili: 1. Hilmar Bjarnason UMFR 4 2. Sveinn Guðmundsson, Á 3 3. Gunnar Ingvarsson, Á., 2 4. Hannes Þorkelsson, Á., 1 5. Guðm. F. Halldórsson, Á 0 Andreas Bergmann afhenti verð laun að glímum loknum, sagði nokkur orð að lokum og sleit síð- an mótinu. Glímustjórnin var: Guðmundur Ágústsson og yfirdómari Skúli Þorleifsson. Mótið fór vel fram. Áhorfendur voru miðlungi margir. Hörður Gunnarsson. Andreas Bergmann afhendir sigurvegaranum, Hilmari Bjarnasyni verð- laun að keppni lokinni. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson), MERKIÐ ER HEKlu merkið hefur frá upphafi tryggt betra efni og betra snið. Amer- ísku Twill efnin hafa reynzt bezt og eru því eingöngu notuð hjá HEKLU. STUH.AUK.iiN jala SANNAR VÍNSÆLDIR VÖRUNNAR Auglýsingasimi TiMANS er 19-5-23 rfMINN, sunnudagur 3. febrúar 1963. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.