Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu, Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka t stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 A1 greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Lánin til íbúðabygginga Meðal þeirra mála, sem nú liggja fyrir Alþingi, er þingsályktunartillaga frá 9 þingmönnum Framsóknar- flokksins um endurskoðun laga um lánveitingar til íbúða- bygginga. Tillagan, sem er flutt í sameinuðu þingi, hljóð- ar á þessa leið: „Alþingi álvktar að kiósa fimm manna milliþinga- nefnd, hlutbundinni kosningu, til þess að endurskoða öll gildandi lög um lánveitingar til íbúðabygginga í landinu. Nefnd skal gera tillögur að nýrri löggjöf í þessum efnum, er m. a. hafi það markmið: að auka lánveitingar til byggingar nýrra íbúða, svo að unnt verði að lána til hverrar íbúðar af hóflegri stærð, hvar sem er á landinu, % hluta af bygging- arkostnaði; að jafna aðstöðu manna til lánsfjár þannig, að heild- arlán geti orðið svipuð til hvers manns, miðað við sömu stærð íbúða, hver sem hann er og hvar sem hann býr; að greiða fyrir mönnum með lánveitingum til að end- urbæta íbúðir svo og að kaupa íbúðir til eigin nota. Nefnd leggi tillögur sínar fyrir næsta reglulegt Alþingi. Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði." 1 greinargerð þeirri, sem fylgir tillögunni, er það rak- ið m. a., að þau lán, sem Byggingasjóður ríkisins eða stofnlánadeild Búnaðarbankans veita nú til íbúðabygg- inga, hrökkva ekki einu sinni fyrir þenn hækkunum, sem orðið hafa á byggingakostnaði síðan 1958. Svo miklu verr nú en þá eru þeir því orðnir staddir, sem af litlu efnum brjótast í því að eignast eigið húsnæði. Hin mikla hækkun byggingarkostnaðar, sem „við- reisnin“ hefur valdið, hefur leitt til þess að öll núgild- andi lög og lagaákvæði um aðstoð við íbúðabyggingar, eru orðin ófullnægjandi og úrelt. í tillögu Framsóknarmanna er það mark sett, að lán íil hverrar íbúðar af hóflegri stærð nemi % hlutum af byggingarkostnaði. Þetta er gert víða erlendis og ætti að vera eins hægt hér, ef rétt er haldið á málunum. Þessi tillaga Framsóknarmana er tvímælalaust eitt allra stærsta málið, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þess vegna ber að vænta, að hún fái afgreiðslu og stjórnar- liðið sýni meiri stórhug en þann. að lán, sem veitt er t;l íbúðabygginga, hrökkvi tæpast ívrir auknum bygg- mgarkostnaði síðan 1958. En þó það yrði tryggt, að slík eridurskoðun laganna færi fram, er það eftir sem áður ógert að afla fjár til byggingastarfseminnar á þessu ári, því að hin nýju lög munu eigi geta komið til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári. Þess vegna verður að fjalla sérstaklega um fjáröflunina og lánveitingarnar í ár. Tungur tvær Óttti stjórnarflokkana við Framsóknarflokkinn birt- ist nú með ýmsu móti. Annað veifið er því haldið fram, að Framsóknarflokkurinn sé undirlægja kommúnista og sækist eftir að mynda stjórn með beim. Hitt veifið er því haldið fram, að Framsóknarflokkurinn sé mesti hægri flokkur og meini ekki neitt með „vinstra bros- inu“. Þannig segir Alþýðublaðið um Þórarin Þórarins- son í gær, að hann hafi gerzt fvlgismaður kommúnista „eingöngu í blekkingarskyni“. en sé í rauninni hinn mesti íhaldsmaður. Áður hafði blaðið þó haldið öðru fram. T í M I N N, sunnudagur 3. fcbrúar 1963. — Walter Lippmann ritar um Hvers vegna er de Gaulle and- stæður vestrænni samvinnu? DE GAULLE VIÐ VERÐUM að líta á heim- inn gegn um allt önnur gler- augu en við erum vanir, ef við viljum skilja de Gaulle og nýjustu athafnir hans. Hann er andstæður nálega allri þeirri stefnu, sem við Bandaríkjamenn höfum fylgt síðan stríðinu lauk, og hann er staðráðinn í að sundra meginþáttum þeirrar sam- vestrænu stefnu, sem verið hefur að þróast síðan kalda stríðið hófst. Þessar ákvarðanir hafa ver ið að þróast í huga de Gaulle hershöfðingja um langt skeið. Hann er íhaldssamur á gamla há-evrópska vísu. Það þýðir, að honum eru ógeðfelld ýmis nítjándu-aldar-fyrir- bæri, eins og lýðræði fjöldan um til handa, þingræði, frjálst framtak, félagslegt öryggi og leitin að alþjóðleg- um friði. í hans augum eru gömlu þjóðirnar hinn varan- legi kjarni menningarinnar og af þeim sökum hefur hann þá trú, að kalda stríðið við Rússland bolsévíkkanna sé að eins stundarfyrirbæri. Hið gamla Rússland muni' iifa hernám bolsévíkkanna af 'á sama hátt og Frakkland liföi af hernám nazista. ENDA þótt de Gaulle sé auð vitað mikill and-kommúnisti, hefur honum aldrei vaxið í oaugunj(þ^,ð afl, sem kommún- istar hafa sýnt, og hann hef- ur áíltáf litið á kalda stríð- ið sem augnabliksviðhorf í sögu menningarinnar. Þess vegna efast hann ekki um, að Rússland veröi innan tíð- ar reiðubúið að koma á friði við vestrið ef til vill fyrr en við þorum að gera ráð fyrir. Bak við öll hans umsvif vakir sá fasti ásetningur, að tryggja, að það verði hann en ekki forseti Bandarikj- anna, sem gengur frá hinum væntanlega friði „frá Atlants hafi til Úralfjalla.“ Það er viðsjárverð stað- reynd, að de Gaulle skuli líta á kalda stríðið sem stundar- fyrirbæri, en aðrir vestrænir leiðtogar telja það varanlegt. í þeirra augum táknar skipt- ing heimsins nýja heims- mynd. Tilgangur stefnunnar er að standa gegn kommún- ismanum og efla um leið blómlega menningu hórua meg in járntjalds. Þessum árangri verði því aðeins náð, að vestr ið skipuleggi þær þjóðir, sem andstæðar eru kommúnism- anum. De Gaulle hefur ekki geðj- azt að þróun ýmissa stofnana eftir stríðið, vegna þess, að hann hefur aldrei trúað því, að kalda stríðið væri varan- legt. f hans augum er eining arhreyfing vestursins gegn- sýrð tilfinninga- og íhlutunar semi. Hún sé ónauðsynleg, því að kommúnistahættan sé ofmetin. Rússland kommún- istanna sé ekki nægilega sterkt til þess að sigra vestr- ið, — og de Gaulle gæti nú bætt því við, að loks hefði Krustjoff játað þetta sjálfur. ENN FREMUR ber að minn- ast þess, að viðgangur þeirra stofnana, sem verið er að mynda, veltur á stuðningi og forustu Bandaríkjanna. í aug gMMNMMMWK urn de Gaulle stendur menn- ing Bandarikjanna ekki á svo háu stigi, að þau séu fær um forustu hinnar vestrænu menningar. Hann hefur því tjáð sig andstæðing allrar uppbyggingar hinnar vest- rænu stefnu eftir stríðið, enda er hann nú óumdeildur stjórnandi auðugs og trausts Frakklands. Vissulega er honum ljóst, að þörf verður enn um sinn fyrir NATO sem hernaðarsam tök. En hann er ekki hrifinn af einingarhugsjón samtak- anna og hefur því dregið meiri hluta franskra her- sveita undan yfirráðum NA TO. Hann er andstæður Efna hagssamfélagi Evrópu, hvort sem það er hugsað sem yfir- þjóðlegt, á vísu þeirra Jean Monnet og Paul Henri Spaak, eða sem kjarni verzlunar- svæðis, sem nær yfir Evrópu og Suður- og Norður-Ameríku að hætti þeirra Kennedys og Macmillans. De Gaulle er andstæður At- lantshafssamfélaginu. Eg á dálítið erfitt með að sætta mig við það. Frakklandi hef- ur tvívegis verið bjargað vegna þess, að það er hluti Atlantshafssamfélagsins sem Bandaríkin hafa seilzt yfir runinn upp. De Gaulle kýs að er andsnúinn þeim áhrifum, sem þessir leiðangrar hafa veitt Bandarjkjunum á ev- rópsk málefni. Hann er auð- vitað andstæður því að nota Sameinuðu þjóðirnar sem brú milli hinna gömlu stór- velda og nýju ríkjanna. Hann er á móti því að hætta kjarn orkutilraunum. Og hann er á móti stefnu okkar um að tala, tala og tala við Krust- joff um afvopnun, Laos, Berlín og hvað annað, sem er. VIÐ HLJÓTUM þvi að spyrja sjálfa okkur, hvort þessif mikli maður, sem hefur svo oft reynzt hafa rétt fyrir sér, geti nú verið með öllu veg- villtur. Eg fyrir mitt leyti, vill ekki telja að svo sé. Hann gerir sig sekan um alvarlega skyssu og hún er sú, að hann horfir á sjóndeildarhringinn án þess að veita því, sem nær er, nægilega nánar gætur. Það er alveg efalaust satt, að samkomulag við valdhafana í Moskvu sé væntanlegt, ein lrvern tíma. Þetta gerist senni lega vegna framvindu mála í Sovétríkjunum, vegna breytinga á jafnvægi máttar- ins, og ef til vill vegna þrýst- ings frá Rauöa-Kína. En tími málamiðlunarinnar er ekki hafið til að verja. De Gaulle horfa fram hjá þeirri stað- reynd, að breyting til batn- aðar í viöhorfum milli aðil- anna pr miklu líklegri, ef eining liins vestræna heims er vaxandi, en ólíklegri, ef hann er allur sundraður og í molum. ÞVÍ víðtækari sem vestræn eining er, því færari verð'ur hinn vestræni heimur urn að koma á málamiðlun. í þeirri samanþjöppuðu, litlu Evrópu sem de Gaulle óskar eftir, er ekkert rúm fyrir Stóra-Bret- land og Norðurlönd. En þar er heldur ekkert rúm fyrir Austur-Evrópu-þjóðirnar, sem síðar eiga eftir að sameinast Evrópu aftur. Efalaust eru úreltir ýmsir þættir þeirra ráðstafana sem gerðar hafa verið eftir stríð- ið. Enn fremur er óttinn að dvína, en hann var hinn upp haflegi aflgjafi. Engu aö síð- ur ber að gæta þess, að megin samvinnan er ekki aðeins tæki til nota í kalda stríðinu, heldur er hún góð í eðli sínu og ber með sér fyrirheit um rýmra og betra líf ótölulegs fjölda manna. Við verðum því aö snúast til andstöðu við andstöðu de Gaulle, af góöum og gildum ástæðum að okkar dómi. Okk ur mun mistakast ef það álit okkar er rangt, aö viljinn til vestrænnar einingar sé öflug B ur og vaxandi. En þaö er eng- n in ástæða til að ætla að okk- D ur skjátlist. Ástæða er til að H ætla að hann standi einn sér, H jafnvel innan meginlands- w samfélaga sex-veldanna. Vest jg ur-Evrópa er að miklum | meirihluta — að undantekn- 1 um Adenauer persónulega — g andstæð Evrópumynd de a Gaulles, en samkvæmt henni 9 á að ýta stóru, vinsælu stjórn | málaflokkunum, kristnum £ demokrötum, frjálslyndum i demokrötum og Sociai-demó- krötum til hliSar, meðan hin | ar örlaganku ákvarffanir eru ® teknar í Elysée-höllinni í m París. k 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.