Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 14
I
V.
I
ÞRIDJA RIKID
WILLIAM L. SHIRER
þettá ekki rétt. „Þegar ég fyrst
áitti Öitler," segir August Kubi-
zek, í minningum sínum um æsku
daga þeirra í Linz, „var and-sem-
itistni hans þegar orðinn áberandi
. . . Hitler var fastmótaður and-
semitisti, þegar hann fór til Vín
ar, og enda þótt reynsla hans í
Vín hafi getað styrkt þessa tilfimA
in.gu, þá varð hún sannarlega ekki
orsökin til hennar."
„Svo", segir Hitler, „kom óg til
Vínar".
— Uppfullur af öllum þeim
áhrifum, sem ég varð fyrir . . .
niðurbeygður af þjáningum mín-
um og minna líka, veittist mér
engin innsýn í innra líf fólksins
í þessari risastóru borg. Enda þótt
á þessum tíma væru nær því 200
þúsund Gyðingar [ Vín af þeim
tveimur milljónum manna, sem
þar bjuggu, sá ég þá ekki . . . Enn
þá auðkenndi ekkert Gyðinginn í
mínum augum nema trú hans, og
þar af leiðandi, vegna mannlegs'
umburðarlyndis, hélt ég fast við
skoðanir mínar um að ráðast ekki
á trúarbrögð, hvorki í þessu til-
felli né öðrum. Mér virlist því það,
sem blöð and-semitsita í Vín skrif-
uðu í þessu sambandi, ósamboðið
menningarerfðum þeSsarar miklu
þjóðar.
Dag nokkurn, skrifar Hitler, var
hann á reiki í miðbænum. „Skyndi
lega sá ég fyrir framan mig draugs
lega veru, í svörtum KAFTAN og
með svarta barta. Er þetta Gyðing
ur? var það fyrsta, sem mér kom
í hug. Því vissulega höfðu þeir ekki
litið svona út [ Linz. Ég athugaði
manninn laumulega og með var-
kárni, en því lengur sem ég starði
á þetta útlendingslega andlit og
rannsakaði nákvæmlega hvern
dráttinn eftir annan í andlitinu
þeim mun meir tók hin uppruna-
lega 'Spurning mín á sig annað og
nýtt form: Er þetta Þjóðverji?"
Auðvelt er að geta sér til um
svar Hitlers. Hann staðhæfir þó,
að áður en hann hafi svarað þess-
ari spurningu, hafi hann ákveðið
„að reyna að draga úr efasemd-
unum með því að hverfa til bók-
anna“. Hann sökkti sér niður í
and-semitískar bókmenntir, en af
þeim var nóg [ Vín um þessar
mundir. Síðan sneri hann aftur út
á strætin til þess að fylgjast nán-
ar með þessu „fyrirbrigði1-. „Hvert
sem ég fór“, segir hann, „og hvar
sem ég var, byrjaði ég nú að sjá
Gyðinga, og því fleiri sem ég sá,
þeim mun greinilegar urðu þeir
auðkenndir í augum mínum frá
öðrum mönnum . .-. Síðar átti mér
oft eftir að verða illt af að finna
lyktina af þessum KAFTAN-
klæddu mönnum".
Næst segist hann hafa tekið eft
ir hinum „siðferðilega bletd, sem
var á þessu útvalda fólki . . . Átti
sér nokkurs staðar stað lastafullt
líferni eða óþrifnaður [ nokkurri
mynd, svo ekki væri þar að finna
a. m. k. einn Gyðing? Þótt þú
skærir með varfærni á slíka mein-
semd, þá fannstu eins og víur í
rotnandi líkama, oft blindaðan af
hinu skyndilega dagsljósi —
Júða!“ Hann segist hafa komizt að
raun um, að Gyðingarnir báru að
mestu leyti ábyrgðina á vændi og
hvítri þrælasölu. „Þegar ég í
fyrsta sinn", heldur hann áfram,
„komst að raun um. að Gyðingur
var hinn kaldrifjaði, blygðunar-
lausi og útspekúleraði stjórnandi
þessarar viðbjóðslegu lastasölu
meðal úrhraks stórborgarinnar,
rann mér kalt vatn milli skinns
cg hörunds".
„Smátt og smátt", segir Hitler,
„byrjaði ég að hata þá . . . Mér
var þetta tími stærstu andlegra
breytinga, sem ég hef nokkru
smni orðið a-ð ganga í gegnum.
Ég hafði hætt að vera óákveðinn
heimsborgari, og var orðinn að
and-semetis(a“.
Til síðasta dags átti hann eftir
að verða blindur og ofstækisfull-
ur í þessu sambandi. Síðasta yfir-
lýsing hans, skrifuð aðeins fáum
klukkustundum áður en hann l.ézt,
hljóðaði upp á lokaaðgerðir gegn
Gyðingum, sem bæru ábyrgð á
stríðinu, sem hann sjálfur hafði
hafið, og sem nú var að gera út
af við hann og Þriðja rikið. Þetta
brennandi hatur, sem átti eftir
að smita svo marga Þjóðverja í
ríkinu, leiddi að lokum til fjölda-
morðs svo ægilegs og svo víðtæks,
að það skildi eftir ljót ör á heims-
menningunni, sem vissulega á eft-
ir að sjást, svo lengi sem nokkur
maður lifir.
Vorið 1913 hvarf Hitler fyrir
fullt og allt á brott frá Vín, til
þess að búa í Þýzkalandi, þar sem
hjarta hans hafði ætið verið, að
hans eigin sögn. Hann var 24
ára, þegar þetta var, og öllum
nema sjálfum honum hlýtur að
hafa fundizt hann algerlega mis-
heppnaður. Hann hafði ekki orð-
ið málari né arkitekt. I-Iann hafði
ekki orðið neitt, að því er öllum
virtist, nema flækingur — sérvitr-
ingur, bókhneigður, það var þó
rétt. Ilann átti enga vini, enga
fjölskyldu, hafði enga vinnu, og
átti hvergi höfði sinu að að halla.
Samt sem áður bar hann í brjósti
óslökkvandi sjálfstraust og djúpa,
brennandi köllun.
Ef til vill fór hann frá Austur-
ríki til þess að komast unda-n her-
þjónustu. Ekki var þetta vegna
þess að hann væri raggeit, heldur
vegna þess að hann hafði viðbjóð
á því að þurfa að gegna herþjón-
ustu með Gyðingum, Slövum og
öðrum minnihlutaflokkum í rík-
inu. í Mein Kampf segist hann
hafa farið til Miinchen að vori
1912, en þetta er rangt. í lögreglu
skrám er hann skráður sem bú-
settur í Vín þar til í maí 1913.
Ástæðurnar, sem hann sjálfur
færir fyrir brottför sinni, eru
nokkuð stórorðar:
Innri afstaða mín til Hapsborg-
aranna breyttist stöðugt . . . ég
hrökk undan sambræðslu þjóð-
flokkanna, sem átti sér stað [ höf-
uðborginni, þessari blöndu Tékka,
Pólverja, Ungverja, Berba og Kró-
ata, og alls staðar voru Gyðingar
og meiri Gyðingar. Mér virtist
borgin vera holdi klætt dæmi um
vanhelgun kynþáttanna . . . Því
lengur sem ég bjó í þessari borg,
þeim mun meira jókst hatur mitt
á þessari útlendingablöndu, sem
byrjuð var að éta sundur undir-
■stöður germanskrar menningar . .
Af þessum ástæðum kviknaði
sterkari og sterkari löngun í
brjósti mínu til þess að fara til
þess staðar, sem leyndustu þrár
æsku minnar höfðu beinzt að og
duiin ást hafði dregið mig til.
Örlög hans í landinu, sem hann
elskaði svo heitt, áttu eftir að
verða slík, að jafnvel hann sjálf-
an hefði aldrei getað dreymt um
það í hans stærstu draumum.
Hann var, og átti eftir að verða,
þangað til stuttu áður en hann
varð kanslari, útlendingur form-
lega séð, Austurríkismaður í
þýzka ríkinu. Það er aðeins hægt
að skilja Hitler, sé litið á hann
'sem Austurríkismann, sem náði
lögaldri á síðasta áratugnum, áður
en veldi Hapsborgaranna leið und-
ir lok, sem ekki tókst að festa ræt
ur í hinni menntuðu höfuðborg
þess, sem tileinkaði sér alla hina
fráleitu hleypidóma og hatur, sem
þá ríkti meðal þýzkumælandi öfga
manna og mistókst að gera sér
grein fyrir, hvað var sæmandi,
heiðarlegt og virðingarvert meðal
mikils meirihluta samborgara
sinna, hvort.sem þeir voru Tékk-
ar, Gyðingar eða Þjóðverjar, fá-
tækir eða ríkir, listamenn eða
handverksmenn.
Vafasamt er, hvort nokkur Þjóð
verji frá norðanverðu landinu,
frá Hínarlöndum í vestri, frá Aust
ur-Prússlandi eða jafnvel frá Bay-
ern í suðri, hefði getað haft í
blóði sínu og huga nákvæmlega
sams konar blöndu og þá, sem rak
Adolf Hitler áfram til þess frama,
lega bættist við allt þetta ríku-
sem hann að lokum náði. En vissu
legur skerfur af óumdeilanlegu
hugviti.
En vorið 1913 höfðu gáfur hans
ekki tnn látið á sér kræla. Hann
22
aftur, sagði ég afsakandi:
— Það var kjánalegt af mer
að segja þetta, sagði ég. — Ég
vissi, hvemig Eli'siabeth verður
við, þegar minnzt er á dauðann.
Ungfrú Abby leit alvörugefin
á mig.
— Það er Elisabeth, sem er
óeðlileg að þessu leyti, ég er sahn
færð um, að hún veit eitthvað ...
— Hvað er að? spurði Ger-
trude. Eg leit furðulostin upp. Eg
hafði ekki heyrt hana koma.
— Það leið yfir Elisabethu,
sagði ég stuttaralega.
Elisabeth opnaði augun. —
Hvers vegna í ósköpunum leið yf-
ir mig? Spurði hún rugluð.
— Ég veit það ekki, þér hefur
brugðið að sjá slönguna, hugsa ég,
svaraði ég og sá viðurkennandi
blik [ augnaráði ungfrú Abbyar.
— En þú ert búin að ná þér
núna. Hvar er slangan? spurði
Gertrude, gekk að slöngunni og
sparkaði í hana. Svo bað hún pilt-
inn að fjarlægja hana.
Elisabeth sat á veröndinni með
okkur, en hún var enn ákaflega
föl.
Þetta var síðasti sólardagurinn.
Morguninn eftir urðum við að
hlaupa heim að húsinu, rigningin
var svo mikil. Og síðan sátum við
í dagstofunni og fórum meira og
meira í taugarnar hvert á öðru.
Sjounda daginn skein sólin aft-
ur, og Gertrude sagði, að hún og
Sylvester yrðu að skreppa snögga
ferð til Mbabanes. — Viltu lána
mér bílinn þinn., Elisabeth? spurði
hún.
— Auðvitað, þú veizt, að þú
þarft ekki að 'Spyrja, sagði Elisa-
beth hraðmælt.
— 0, ég veit ekki — hann er
nú keyptur fyrir þína peninga,
sagði Gertrude þurrlega.
Ég leit ósjálfrátt á ungfrú Abby
og ég sá hatur í augum hennar.
Ég skalf. Eg hafði samúð cneð
Clare Breton Smith
ungfrú Abby. Hún átti svo lítið
og svo virtist sem Gertrude ætti
svo mikið. Við horfðum á eftir
bílnum, síðan afsakaði ég mig og
gekk út [ kofann minn til að hvíl-
ast um stund. Ég vissi, að ungfrú
Abby þætti vænt um að geta ver-
ið ein með Elisabethu stundarkorn
án þess að eiga á hættu. að ein-
hver truflaði þær.
13. KAFLI.
Mér alveg að óvörum kom Guy
að sækja mig daginn eftir. Klukk
an var að verða fimm, þegar hann
ók upp að húsinu. Elisabeth hrað,-
aði sér út að glugganum og ég
heyrði gleðina í rödd hennar, þeg-
ar hún kallaði upp:
— Það er Guy.
Ég fór með henni út á vcrönd-
ina. Guy steig út úr rykugum bíln-
um og mér fannst hann líta hálf
kvíðandi á mig.
— Fyrirgefið, hvað ég kem
seint. Ég festi bílinn á nokkrum
'Stöðum og til að kóróna allt
sprakk hjá mér.
— Ertu kominn að sækja
Frances? spurði Elisabeth mæðu-
lega.
Hann brosti. — Nú hafið þið
haft hana svo lengi, að mér finnst
röðin vera komin að mér.
Ég sneri frá og gekk inn í hús
ið. Af hverju þurfti hann að segja
annan eins lygaþvætting á svona
töfrandi hált.
Gertrude gekk fram hjá mér,
þegar ég reikaði sem í blindni
inn um dyrnar. Hún snart létt
hönd mína.
— Svona, 'svona, barn, sagði hún
undurlágt. — Þú mátt ekki áfell-
ast þau fyrir neitt. Guy er bara
karlmaður og Elisabeth er mjög
ung. Þú kemst áreiðanlega yfir
það — þau líka.
Ég stóð grafkyrr, sem stirðnuð
væri, gat ekki trúað mínum eig-
in eyrum. Loks leit ég við, en Ger-
trude var þá komin út og stóð á
tali við Guy.
Ég gekk inn í dagstofuna og
settist. Hafði Gertrude raunveru-
lega sagt þessi orð? Og hafði ég
kannski ímyndað mér, að svo virt-
ist sem hún nyti þess . . . að það
gleddi hana?
Allir voru á einu máli um, að
það væri of framorðið til að leggja
af stað heimleiðis um kvöidið. Og
þetta reyndist verða skemmtileg-
asta kvöld mitt á Amanzimaningi.
Það var orðið áliðið, þegar við
gengum til náða. Þjónn hafði bætt
rúmi inn í kofann minn. Við vor-
urn þögul, meðan við afklæddum
o^kur. Áður en hann slökkti á
lampanum, sagði hann:
— Líður þér betur núna?
— Miklu betur, þakka þér fyrir,
sagði ég kuldalega,
— Þú trúir mér núna? En hvað
mér fannst hann tala hátt.
— Guy, gerðu fyrir mig . .
— Þú verður að trúa mér. Guy
hækkaði enn röddina.
— Gott og vel, fyrst þú segir
það, flýtti ég mér að segja — Ég
er þreytt, góða nótt.
Ég lá grafkyrr og reyndi að
líkja eftir djúpum rólegum andar-
tökum þess, sem sefur. Kannski
var Guy jafn hræddur við mig og
ég við hann? Við urðum að horf-
ast í augu við, að hann var hrif-
inn af Elisabethu, ef samlíf milli
okkar ætti að halda áfram. En það
var viðbjóðslegt. Það eina, sem
ég vissi fyrir víst, að ég gat ekki
talað um það.
Ég hrökk upp. Mér fannst hit-
inn inni óþolandi. Ósjálfrátt gekk
ég út að hálfopnum glugganum.
Þar stóð ég sem niðurnegld.
Það var einhver á ferli fyrir ut-
an. Einhver iæddist fram hjá kof-
anum.
Það var aldimmt. Tungl var ekki
á lofti.
En ég sá skuggamynd mannveru
. . sveipaða ullarteppi.
,Ég stóð kyrr andartak og starði
út. Mér fannst sem fossniðurinn
gáraði himininn.
Kofarnir okkar voru í röð. Fyrst
ur var okkar, síðan Elisabethar,
þá ungfrú Abbyar og loks kofi
Gertrudes Veran hafði komið út
úr húsinu og gekk nú fram með
hinum. Svo kom mér í hug það,
sem Gertrude hafði sagt, að inn-;
fæddir verðir væru oft á ferli á
nóttunni.
Ég hefði_ getað skellihlegið af|
feginleik. Ég lagði mig aftur og
hlýt að hafa sofnað strax Nokkru
síðar vaknaði ég aftur. Einhver j
var að kveikja á eldspýtu.
Og svo heyrði ég angistarvein.
— Þetta er annað hrópið, sagði t
Guy rólega. — Þessar bölvaðar
eldspýtur. Svo tókst honum að
kveikja á lampanum. — Hvað
gerði ég af vasaljósinu mínu?
Hann fann það og klæddi sig í
flýti [ slopp. — Vertu kyrr hér,
skipaði hann.
Eins og honum dytti það í hug!
Ég smeygði mér í inniskó og
slopp og hljóp út á eftir honum.
Ljósið frá kofanum okkar visaði
okkur leiðina. Dyrnar á kofa Elisa
bethar stóðu einnig opnar. Og ég
heyrði rödd Sylvester rétt fyrir
framan mig.
— Ungfrú Abby, ungfrú Abby,
kallaði hann og barði harkalega
að dyrum. En hann fékk ekkert
svar.
— Hvað hefur komið fyrir!
hrópaði ég.
Elisabeth tók utan um mig. —
Ég veit það ekki. Við heyrðum
tvö voðaleg skelfingaróp, sérstak-
lega var það fyrra óttalegt.
Elisabeth virtist ekki síður
hrædd en ég.
Nóttin var niðdimm umhverfis
okkur. Svo heyrði ég, að Guy og
Sylvester brutu upp dyrnar og
Guy hrópaði; — Guð minn góður!
Við hlupum að kofanum.
— Xomið ekki hérna, kallaði
Sylvester. — svo heyrðum við
högg, Guy sótbölvaði . . svo var
eintóm ringulreið þar inni.
— Ungfrú Abby ungfrú
Abby, kveinaði Elisabeth.
— Já, ekki koma hérna nálægt,
Elisabeth. hrópaði Sylvester, —
það er slanga hérna inni.
Við fórum frá dyrunum og um
14
l
T í M I N N, sunnudagur 3. febrúar 1963.