Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 6
Samningum hætt i í Briissel v Ekkl hefur verið rætt um ; annað meira seinustu dagana ' um heim allan en þann at- í burð, að síðastl. þriðjudag var hætt viðræðum, sem , höfðu farið fram í Briissel ' milli Breta og EBE, um hugs- anlega aðild Breta að banda- laginu. Viðræðunum var hætt vegna þess, að Frakkar töldu : tilgangslaust að halda þeim | áfram, þar sem Bretar væru 1 bersýnilega ekki við því bún- ir að ganga í EBE að sinni. Þessi afstaða Frakka gerði frekari viðræður þýðingar- lausar að sinni, því að ekk- ert ríki fær inngöngu i EBE, nema öll rlkin, sem fyrir eru. séu þvi samþykk, Þessar viðræður milli Breta og EBE höfðu staðið í eina fimmtán mánuði, þegar þeim var hætt. Viöræðurnar sner- ust fyrst og fremst um það, hvaða skilyrði EBE myndi setja, ef Bretland sækti um inngöngu, eða kannske greini legar sagt, hvaða undanþág- - ur Bretar gætu fengið frá Rómarsáttmálanum, ef þeir gengju 1 EBE. Það kom I ljós, að Bretar vildu fá allveruleg- ar undanþágur og var aug- Ijóst, þegar fram í sótti, að þeir myndu fremur sækja í sig veðrið en slaka til, m. a. vegna pólitíska ástandsins heima fyrir. Það var þvi á vissan hátt rétt hjá Frökk- um, að Bretar virtust ekki undir það búnir að ganga í EBE að sinni. Það mun þó ekki hafa verið þetta, er réði endanlega afstöðu Frakka, heldur hitt, að þeir telja hlut sinn verða meiri og traustari innan EBE næstu misserin, ef Bretar eru utan bandalags lns. Það er líka án efa rétt. Frestur, en ekki slit Mikið hefur verið spáð og spjallað um það síðan þessir atburðir gerðust, hvað muni nú taka við. Sennilegast virð- ist það, þótt ýmsar viðræð- ur kunni að fara fram, að lítið verið aðhafzt allra næstu mánuðina, en síðan verði samningatilraunir Breta og EBE hafnar að nýju, t d. að afstöðnum kosningum í Bret- landi. Það, sem fram hefur komið seinustu daga, bendir allt til þess, að samningar milli Bretlands og EBE verði fyrr eða síðar hafnir að nýju. Frakkar sjálfir hafa tekið fram, að hér sé frekar um frestun en samningsslit að ræða, og að þeir telji aðild Breta að EBE alls ekki útilok- aða síðar. Hin fimm ríkin í EBE lýsa ÖH yfir því, að þau séu fylgj- andi aðild Breta að EBE. Bandaríkin lýsa einnig yfir þvl, að stefna þeirra sé enn óbreytt, að því leyti, að þau telji aðild Breta að EBE æski lega. Brezka stjórnin sjálf lýsir yfir þvi, að hún ætli sér ekki að snúa baki við Evrópu. Hallstein .formaður stjórn arnefndar EBE, héfur lýst því yfir, að „viðræður um að- ild Breta verði hafnar að nýju.“ Allt þetta og fleira bendir til þess, aö viðræðunum um aðild Breta að EBE sé aðeins hætt að sinni, en ekki til frambúðar. Þau lönd, sem búin voru að sækja um aðild eða aukaaðild að EBE munu líka í trausti þess ekki ætla að draga umsóknir sínar til baka að sinni. ísland og EBE Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið á undan, bendir flest til þess, að við- ræður Breta og EBE verði aft ur hafnar eftir nokkum tíma — sennilega aðeins eftlr nokkra mánuði — og að meiri líkur verði til þess þá en nú, að þær beri einhvern árang- ur. Og hver sem niðurstaðan verður af viðræðum Breta og EBE, þá er það staðreynd, að EBE er til og mun halda á- fram að vaxa. Löndin I Ev- rópu, sem standa utan þess, verða því að taka ákvörðun um það fyrr en síðar, hvaða afstöðu þau vilja hafa til þess, þ.e.a.s. hvort þau vilja hafa viðskipti við það á grund velli einhvers konar aukaað- ildar eða tolla- og viðskipta- samnings- Undanskilin eru hér þau lönd, sem vilja stefna að fulln aðild. Hvað ísland snertir, er það alveg víst, að á næstu fjórum árum verður að ráða þvi til lykta, hvaða háttur verður á viðskiptum þess við EBE, þ.e. hvort þau eiga að vera á grundvelli aukaaðildar eða tolla- og viðskiptasamnings. Því þurfa íslenzkir kjósend ur að átta sig vel á þessum málum fyrir kosningarnar í vor og marka þá afstöðu sem skýrast, hvora leiðina þeir aðhyllast heldur. Kosningarn ar í sumar geta orðið seinasta tækifærið, er kjósendum gefst til þess að láta þetta álit sitt í ijós. Inngöngubeiðni afstýrt Það er ljóst,^ þyí:,?e$i hef- ur gerzt á uhdanfÖrniHn ár- um, að tvívegis hefur litlu munað, að sótt væri um fulla aðild eða aukaaðild íslands að EBE. Um mánaðamótin júlí— -ágúst 1961 heimtaði ríkis- stjórnin ákveðin svör um það, af vissum félagasamtökum, hvort þau vildu að sótt yrði um fulla aðild að EBE. Svar- anna var krafizt innan hálfs mánaðar. Málið var lagt þann ig fyrir, að annað var helzt talið útilokað en að sótt yrði um fulla aðild og munu svör- in flest hafa verið jákvæð. Á sama tíma og þetta gerðist, birti Mbl. hverja forustugrein ina á fætur annarri, þar sem talið var nauðsynlegt að sækja um fulla aðild sem fyrst. Þá samþykkti þing Sam bands ungra Sjálfstæðis- manna að sótt skyldi um fulla aðild að EBE. Allt þetta sýn- ir, að það hefur munað mjóu á þessu stigi, að ríkisstjórnin ryki i það að sækja um aðild að EBE. Nokkru eftir áramótin á s.l. vetri hóf svo Alþýðuflokkur- inn baráttu fyrir því, að sótt yrði um aukaaðild að EBE. Flokksstjórn Alþýðuflokksins gerði ályktun um málið, þar sem lagt var eindregið til, að ísland sækti um aukaaðild- Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra lét Alþbl. jafn- framt hafa það eftir sér, að ísland mætti ekki draga lengi að leggja fram umsókn sína um aukaaðild eftir að Norð- menn hefðu lagt inn inntöku beiðni sína. Það er tvímælalaust, að af- staða Framsóknarflokksins réði miklu um það í bæði þessi skipti, að horfið var frá því að sækja um aðild eða aukaaðild að EBE. Framsókn arflokkurinn hefur einn flokk anna lagt áherzlu á, að beðið yrði átekta í lengstu lög. Stjórnarflokkarnir vilja aukaaðild Umræður þær, sem hafa orðið um þetta mál á Alþingi og í blöðum undanfarið, hafa verið hinar gagnlegustu. Þær hafa greinilega leitt í ljós, að stjórnarflokkamir fylgja ein-, dregið aukaaðildarleiðinni. — Þeir hafa að vísu sagt, að þeir vildu ekki útiloka tolla- og viðskiptasamningsleiðina á þessu stigi. En jafnhliða því að þeir hafa gefið þessa mála myndayfirlýsingu, hafa þeir fundið tolla- og viðskipta- samningsleiðinni allt til for áttu. Þeir hafa ekki átt nógu sterk orð til að fordæma Framsóknarflokkinn fyrir það, að hann hefur lýst fylgi sínu við þá leið. Þeir hafa jafnvel borið Framsóknar- mönnum á brýn, að þetta stafaði af því, að þeir væru undirlægjur kommúnista! Af þessu geta menn vel ráð ið, hvað ofan á yrði í þessum efnum, ef stjórnarflokkarnir fengju því einir ráðið, hvað valið yrði. Þeir myndu velja aukaaðildina og það mjög nána aukaaðild. Það er aug- ljóst af allri framkomu þeirra. Hver er munurinn? Ýmsir spyrja um, hver sé aðalmunurinn á tolla- og við skiptasamningi annars vegar og aukaaðild hins vegar. Þessu er mjög greinilega svar að í skýrslu þeirri. sem Gylfi Þ. Gíslason gaf Alþingi, í nafni ríkisstjórnarinnar 12. MENN OG nóvember s.l. Gylfi Þ- Glsla- son upplýsti að aukaaðUdih þyrfti ekki aðeins að byggj- ast á tolla- eða frlverzlunar- bandalagi, heldur mjmdi hún einnig kosta „samninga um viðkvæm mál eins og rétt út- lendinga til atvinnurekstrar hér á landi og innflutning er- lends fjármagns og erlends vinnuafls.“ Gylfi sagði enn fremur: „Ef tollasamningsleiðin er I farin kemur hins vegar aldrei I til slíkra samninga." Þetta er meginmunurinn á þessum tveimur leiðum. Fram sóknarflokkurinn álítur, að íslendingar eigi ekki að sækj ast eftir samningum um „rétt útlendinga til atvinnurekstr ar hér á landi og innflutning erlends fjármagns," en hér er átt við einkafjármagn. — Þess vegna eigi hiklaust að taka tolla- og viðskiptasamn- ingsleiðina fram yfir aukaað- ildina, þótt ef til vill næðust ekki eins mikil tollahlunnindi á þann hátt. Mismunandi trú á land og þjóð Hvað er það, sem veldur hinni mismunandi afstöðu stjórnarflokkanna og Fram- Si'tknarflokksins til aukaað- ildar og tilheyrandi samninga um atvinnuréttindi útlend- inga á íslandi? Því er fljótsvarað. Það kem ur hvað eftir annað fram hjá forráðamönnum stjórnar- flokkanna, að þeir telja ekki aðeins eðlilegt, heldur nauð- synlegt að veita erlendu einka fjármagni og erlendum at- vinnurekstri inn í landið. — Það, sem þessari afstöðu veldur, er fyrst og fremst trú leysið á land og þjóð, eins og Helgi Bergs benti á nýlega. Þessir menn trúa ekkl nægi- lega á landið, ekki nægilega á þjóðina, ekki nægilega á framtak íslendinga eða hæfi- leika þeirra til tæknimennt- unar. Því vilja þeir í vaxandi mæli fela útlendingum for- sjá þessara mála. Þeim virðist það alls ekki ljóst, að þvl myndi fylgja varandi ósjálf- stæði íslendinga, ellegar þá, að þeir telja sjálfsforræðið ekki svo mikils virði. Framsóknarmenn trúa hins vegar á, að íslendingar séu vel færir um að byggja land sitt einir. Framsóknarmenn telja reynsluna einmitt sanna það, að þá hafi þjóðinni vegn að bezt og uppbyggingin I landinu orðið mest, þegar ís- lendingar hafa verið einir um hituna. Viðhald sjálfsforræðis ins sé bezta trygging vaxandi framfara og batnandi lífs- kjara í landinu. Við þetta bætist svo, að ýmsir forráðamenn stjórnar- flokkanna trúa því, að stjórn arfarið í löndum EBE verði afturhaldssamt og auðvalds- sinnað og þvi verði það styrk ur fyrir afturhaldsöfl hér, því nánara sem við tengjumst EBE. Þetta á áreiðanlega mik inn þátt í því, að þessir menn öska sem nánastrar aukaað- iidar. X é T f M I N N, sunnndcgur 3. febrúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.