Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 13
Copyright: Dagens Nyheter
og Tí'minn.
Hungurganga Kínverja
Framhald af 9. síðu.
Látum tæknimennina ákveða.
Áður var það alvanalegt, að á
kvarðanir í verksmiðjum væru
ekki teknar af tæknimönnum,
heldur á fjöldafundum að til-
lögum foringjanna. Þennan
hátt á nú að leggja niður, en þó
láta sem í hann sé haldið. Það
er gert með því að leggja aðra
merkingu í orðið „fjöldi", sem
í munni flokksmanns á við um
alla, sem ekki eru í flokknum.
Rauði fáninn getur skrifað á
þennan hátt: — Fjöldaaðferðin
hefur alltaf verið aðferð flokks
vors. Við hlustum á fjöldann,
einkum vísindamenn og tækni
fræðinga“.
Glæsilegt heljarstökk.
Tæknimönnum ber „vinna,
völd og ábyrgð“ er enn fremur
sagt. Tæknimenn eiga að
stjórna tæknimálum iðnaðar-
ins. Yfirverkfræðingurinn á að
vera æðsti dómarinn um tækni
leg vandamál og aðrir menn
annars staðar í stiganum að
fara eftir ráðum hans.
Um ástæðumar til þessarar
línu skýrir blaðið stutt og sk'ýrt
frá. „Reynslan hefur sýnt“,
segir í sambandi við það, að
tæknimönnum beri völd og á-
byrgð, „að einungis á þennan
hátt er hægt að auka fram-
leiðslu sósíalisks fyrirtækis".
Jú, það hefur reynslan svo
sannarlega sýnt. Eins og
skuggi að baki þeirra nýju skip
ana, sem nú er verið að gefa,
blasir við myndin af þeirri ó-
reiðu, sem þarf að koma í lag.
En framar öðru sýna þær,
þrátt fyrir illa dulbúnar full-
yrðingar um óskeikulleika, að
kommúnistastjórn Kína ætlar
sér að læra af mistökum sínum.
Tóninn í þessum greinum er
ekki sersfaklega vongóður. En
sá andi.' Sem ráðizt er gegn ;
vany'áhúhi með, fær útlend-
ing til að líta á greinarnar sem
heimildir um vonir og fögn-
uð.
Hver er á stjórn-
pallinum?
(Framhaid i.f 9. síðu j
mikill. Það er líkt og sigur-
vegari hafsins og gæti verið
stolt og giæsilegt í einu og öllu.
Litumst svo um í þessum
frábæra farkosti úthafanna.
Það er hrein nautn og fögnuð-
ur að skynja hve fullkomið og
markvis,,t allt er á þessu fleyi.
Hver mannleg ósk virðist upp-
fyllt hvort sem hún er sann-
gjörn eða ósanngjörn að
minnsta kosti handa miklum
hluta áhafnar, sem hefur náð
tökum handa sér á þægindun-
um.
Bókasöfn og blöð, hljómleika-
salir og leikhús, bænaklefar,
símar, útvaip, sjónvarp og dans-
salir. Það er ekkert í fljótu
bragði séð eftirskilið, sem hé-
gómagjörn og nautnasjúk
manneskja gæti óskað sér.
En á göngu okkar um skip-
ið, ættum við svo að líta upp á
stjórnpallinn.
En — en hvað er þetta? þar
sést enginn — ekki nokkur lif-
andi sála, og enginn við stýrið
— enginn skipstjóri — enginn
stýrimaður — og stýrishjólið
sveiflast autt og dautt fram og
aftur fyrir straumi og stormum.
Og þótt nú virðist stormahlé, þá
er kjölfarið krókótt í allar áttir
og alls staðar gætu verið
grynningar og boðar.
Og hvergi sést land. En úti
við sjóndeildarhringinn í austri
og vestri dregur kolsvartar blik
ur upp á himininn.
Ætli það yrði ekki hræðileg
umturnan meðal samferðafólks
ins, ef við kæmum og segðum
þeim frá þessari ægilegu upp-
götvun.
Enginn mundi treysta nein-
um okkar fahþeganna, til að
takast á hendur stjórn á svona
stórkostlegum knerri, með svo
margbrotnum útbúnaði og flók-
inni samsetningu.
Og enginn mundi trúa slíku
ábyrgðarleysj og fjarstæðu.
En er það ekki einmitt slíkt
ábyrgðarleysi, sem blasir hvar
vetna við augum í smáu og
stóru alltof víða? Hvað er að
segja um skipin, sem steypast í
logni og steyta stjórnlaus á
skerjum um hábjartan dag?
Hvað er að segja um bílana og
bifreiðarstjórana, sem rekast
á í umferðinni í hundruðum á
hverjum mánuði í lítilli borg og
valda milljónatjóni, slysum og
bana, sorgum, angist og sárum.
Hvað er að segja um heimilin,
sem vinna það fyrir andartaks
hvíld eða næði að láta börnin
afskiptalaus og mæla upp í
þeim undanhald og pretti frá
skyldu og störfum?
Og ihvað er að segja um ver-
öld og þjóðhöfðingja, sem set-
ur metnað sinn í kapphlaup um
vopna- og drápstækja útbúnað
og tilbúning, sem á skammri
stund gæti eytt öllu lífi jarð-
kringlunnar?
Er ekkj alls staðar stjórn-
laust fley á ferð án takmarks,
án stefnu, eða annað verra, hafa
ekki meira og minna brjálaðir
farþegar stolizt á stjórnpall
öðru hvoru og gert allt enn
ægilegra?
Hvernig væri að hafa það
eins og lærisveinar Krists forð-
um, biðja hann að predika í
stafninum og stýra snekkjunni
miklu í rétta átt eftir leiðar-
merkjum sannleikans að strönd
um góðleikans og réttlætisins?
Þá yrðu að minnsta kosti vopn-
in brotin mélinu smærxa.
Árelíus Níelsson
Prentvél
Til sölu Miehle-prentvél sjálfílögð
pappírsstærð 57x87 cm.
SETBERG, Freyjugötu 14, sími 17667.
Heildverzlunin Hekla h.f., sími 11275.
Útgerðarmenn - Fískimenn
Smíðum stáiskip 20—200 brúttó rúmlestir
STÁLSKIPASMHJAN KF.
Hafnarbraut — Kópavogi
Símar: 38260 og 22964
UNGLINGUR ÚSKAST
Unglingur, piltur eða stúlka, óskast nú þegar til
sendistarfa.
Upplýsingar á skrifstofu ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29.
Reykjavík, 2. febrúar 1963
Skrifstofa ríkisspítalanna
T í M I N N, sunnudagúr 3.*febrflar 1963. —
13