Tíminn - 17.02.1963, Side 2

Tíminn - 17.02.1963, Side 2
1 AFGREIÐSLUMENN Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða afgreiðslu- menn til starfa við farþegaafgreiðslu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Góð málakunnátta nauðsynleg. Eiginhandarumsókn, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist starfsmannahaldi Flugfé- lags íslands, Aðalskrifstofunum við Hagatorg fyr- ir þ. 1. marz. n.k. ÁRSHÁTÍÐ Félags Þingeyinga í Reykjavík verður í Lido, föstudaginn 22. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Skemmtiatriði: Söngur, Þingeyingakvartett. Ræða: Gunnar Árnason, búfræðikandidat. Almennur söngur undir stjórn Gunnars Sigur- geirssonar. Þingeyingaþáttur, fluttur af Karli Guðmundssyni, leikara. D A N S. Aðgöngumiðar að árshátíðinni verða seldir í Verzl- un Últíma í Kjörgarði, miðvikudag 20., fimmtud. 21. og föstudag 22. febrúar, þann dag til kl. 16. Sömu daga verður tekið á móti borðpöntunum í Lido frá kl. 13,30 til kl. 17. Aðeins við Þingvallavatn Lóð, eða góður sumarbústaður, óskast til kaups við Þingvallavatn. — Leiga kemur til greina. V Tilboð sendist blaðinu fyrir 23 þ.m. merkt: „Þingvallavatn". Allir keppendur á skákþingi Reykjavíkur nota einungis T al-skákklukkur TAL er löggilt keppnisklukka TAL er stórmótaklukka TAL fæst um land allt. Eiríkur Ketilsson Garðastræti 2. HEILSURÆKT „ATLAS" 13 æfingabréf mcð 60 skýringar. myndurn — allt í einni bók. Æí- ingakerfi Atlas er bezta og fljót virkasta aðferðin til að efla heil- brigði, hreysti og fegurð. Æfinga timi 10—15 mínútur á dag. — Árangurinn mun sýna sig eftir vikutíma. — Pantið bókina strax i dag — hún verður send um hæL — Bókin kostar kr. 120.00 Utanáskrift okkar er: HEILSURÆKT ATLAS. PÓST- HÓLF 1115. REYKJAVÍK Ég undirritaður óska eftir að mér verði sent eitt eintak aí Heilsurækt Atlas og sendi hér með gjaldið, kr 120,00 (vinsam- lega sendið það 1 ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn: ................... Heimili: ................ ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Guðs orð Hvað er Guðs orð? er stund um spurt, og er það ekki svo undarlegt, því að ekki væri svo lítilsvert ef unnt væri að skilgreina það á almenn- an og auðskilinn hátt.. Það eru aðallega tvö svör, sem hafa oftast verið gefin við þessari sþurningu. Hið fyrra mætti orða eitthvað á þessa leið: Guðs orð er biblían, það er Heilög ritning. Þar er það iireint og ómengað öllum mannlegum áhrifum. Hitt svarið er nýtízkulegra og gefið af mörgum eftir ná- kvæma yfirvegun. Það mundi vera eitthvað þessu líkt: Guðs orð er sannleikurinn, hvar og hvernig sem hann birtist bæði í skáldskap og vísindum, bæði í náttúrunni og samfélagi manna, jafnvel í orðum þeirra og anda t.. d. í rödd samvizkunnar. Fljótlega kemur í Ijós, að sízt eru þessi svör tæmandi né auðveld til nánari skil- greiningar, þegar kryfja skal til mergjar. Skoðanir manna um bitalí- una sem Guðs orð eru harla mjög skiptar, og rannsókn- ir og gagnrýni hafa bent á það, að t*:r standast ýmiss konar viðhorf, en sannleik- urinn er viðurkenndur sem einn í hverju. máli. Um hið síðara svar mætti aðeins minna á hina fornu og sígildu spurningu Pílatusar: Hvað er sannleikur? Það veröur því ekki • auð- gert sem skyídi að skilgreina hugtakið Guðs orð. Og mætti ef til vill segja, að þar giltu bezt ummæli Luthers, þegar hann sagði: „Að samvizkan upplýst af anda Guðs", yrði óvilhallasti dómarinn í hverju tilfelli. Á þetta skal hér því eng- inn dómur lagður, en vel mætti segja, að síðara svar- ið, að Guðs orð og sannleik- ur sé eitt og hið sama, væri ágætt, ef hugtakið eða hug- sjónin sannleikur yrði skil- greint að gagni. Hér skal því aðeins bent á að þessu sinni, hve Heilög ritning hefur mikið til síns máls til að heita það Guðs orð, sem er og hefur, verið útsæði menningar, framfara og siðgæðis hvarvetna, þar sem vel og rétt er að störf- um staðið. Fáir mundu geta mótmælt því með nokkrum rökum, að hún og kenningar hennar hafa verið frumþáttur i flestu, sem vestræn menn- ing hefur af að státa, allt frá skipulagi og uppbyggingu samfélags og samhjálpar í nú tima velferðarríki, en þar er í snertingu hver reiknings- vél á skrifstofu trygginga og samábyrgða, hver ritvél og takki, hvað þá heldur fólk- ið sjálft, sem þar vinnur. Og ekki mundi þá síður unnt að greina samband biblíunnar og iamningu orða hennar í listum og svokallaðri and- legri menningu, já alla leið inn í rannsóknastofur lækna og lyfjafræðinga, atomsér- fræðinga og uppfinninga- manna að ógleymdum helgi- dómum kirkna og bókasafna, bókagerðar og söngtöfra. Þrátt fyrir allar þær deil- ur, sem um orð og rit biblí- unnar hafa risið, þrátt fyrir alla þá lítilsvirðingu, fyrir- litningu, bönn og ofsóknir, sem orðum hennar hafa ver- ið sýnd og alla þá gagnrýni og niðurrif, sem hún hefur sætt frá kynslóð til kynslóð, hefur hún staðizt. Og hafi nokkur ein bók þannig sann að sig sem hið varanlega ei- lífa orð Guðs, þá er það bibl- ían sem heild. Og margir mundu þeir vera, sem ekki hikuðu að velja hana eina móti öllum öðrum bókum veraldar. Þannig er kraftur hennar, þrátt fyrir allt, sem áfátt og mannlegt kynni að reynast á einhverjum blað- síðum. Reynt hefur verið af há- lærðum vísindamönnum og ritsnillingum að búa til aðra biblíu eða ritningu í nútíma- stíl, sem mundi hæfa upp- lýstri kynslóð á atomöld bet- ur, en árangurinn hefur orð- lð ótrúlega lítill. Sagt er að enskur vísinda- maður hafi gert tilraun með að breyta orðalagi og orða- vali biblíunnar samkvæmt uppgötvunum og heimsmynd nútímans. Þá var byrjunin 1. Mós. eitthvað á þessa leið: „í upphafi gerði Guð áætl- un um sköpun heimsins. Og Guð sagði: Látum nú frumeindirnar sameinast og þéttast, svo að úr verði fastir hlutir og lát- um siðan stjörnur og sólir þróast milljónum saman. Og það varð.“ Um sköpun mannsins sagði hann: Þannig þróaðist mað- ur og kona smám saman frá æðstu dýrategundinni með anda Guðs.“ En ekkert dugði. Fólk vildi ekki hlusta á hann, hversu skynsamlegt sem orðavalið var. Biblían hélt velli með sínu forna og tignarlega lík- ingamáli, sem hver skildi á sinn hátt og átti bergmál frá hjarta til hjarta og kynslóð til kynslóðar. Það gat svo sem verið gott að fá skýring- ar á ýmsu og hvatningu til að skilja og nema. En breyting- ar bættu lítt hið heilaga orð. Og flestir sem bezt þekkja telja sannleikann, Guðs orð ekki hafa fengiö hentugri búning en þiblían gefur, þannig verður hún hið mikla kraftaverk andans á atom- öld. Árelíus Níelsson Afgreiðslumaður Ungur. reglusamur afgreiðslumaður getur fengið vinnu strax við afgreiðslu í véla- og verkfæra- verzlun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt: Afgreiðslustarf — 1382. VÍÐAVANGUR | Verðbólgan fjötruS Gísli Magnússon ritar grein f síðasta tölublað Einherja, er halin nefnir „Verðbólgan fjötr- uð.“ Gísli segir í greininni: „Stjórnarvöld landsins hafa löngum talið það eitt meðal sinna beztu verkefnia, að hafa hemil á allri verðbólgu. Þetta hefu rtekizt misjafnlega, sem kunnugt er. Þegar ekki náðist samstaða í vinstri stjórninni á sínum tíma um viðhlítandi ráð- stafanir í efnahagsmálum vegna andstöðu krata og kommúnista, hlaut stjórnin að víkja. íhalds- stjórnin fyrri, Emils-stjórnin, beið ckki boðanna með að taka aftur þær kauphækkanir, sem sáluféfagar hcnnar í Sjálfstæð- isflokknum og Alþýðuflokkn- um, ásamt Moskóvítum, höfðu áður knúið fram. Mikiö gekk á Mest gekk þó á vig myndun þeirrar íhaldssrtjómar, sem nú er að renna sitt skeið á enda. Þvílíkt brambolt var eigi áður þekkt. Efnahagskerfinu öllu bylt. Álögur margfaldaðar, m.a. með nýjum sölusköttum, sem sumir skyldu gilda aðeins til bráðabirgða, samkvæmt heit- orði hinnar nýju stjórnar, en eru auðvitað innheimtir enn í m dag. Útlán takmörkuð og veru- legur hluti af sparifé þjóðarinn ar tekinn úr umferð og frystur. Okurlögin afnumin, svo að all- ir gætu okrað sem þá lysti, op- inberar lánastofnanir jafnt scm okurkarlar. En kaupgjald allt skyldi standa í stað — eftir að lækkað hafði verið. Árangurinn Nú skyldi þó loksins til skar- ar skríða í orrustunni við verð- bólgufjandann. íhaldsbroddam- ir í Alþýðuflokknum hræktu auk heldur svo hraustlega, að þeir kváðust aldrci mundu ljá máls á því að eiga aðild að rík- isstjórn nema öruggt væri, að verðlag hækkaðí ekki um einn eyri. En hvcrnig fór? Verðlag hefur rokið upp úr öllu valdi. Vísitalan hækkað um 82 stig, sú er áður gilti. Fjárlög velta milljörðum. Tveir af ráðherrum Sjálfstæð isflokksins viðurkenna það, sem allir vita, að ríkisstjórnin hefur farið hinar mcstu hrakfarir og beðið ósigur í bardaganuni við verðbólguna. Einn er þó sá aðili, sem ekki er alveg á þeim buxunum að bera sannleikanum vitni. Þrátt rvrir sí-hækkandi verðlag á vör- um og þjónustu, svo að slíks eu engin.dæmi, lemur aðalmál- gagn íhaldsins höfð’nii við harðgrýti staðreyndanna og synisrur sýnkt og heilagt, að verðbólgan hafi verið kveðin niður. Fae;na9arsöiigur Mbl. Verðbólgan þaut upp eins og eorkúla á haug í skjóli vinstri stjórnarinnar, svo að við blasti þjóðarháski og hrun, er stjórn- in lagði upp laupana. Þetta var arfurinn, sem viðreisnarstjórn. in fékk ‘ hendur. En sú var nú ekki aldeilis loppin. Hún gerði sér hægt um hönd og Iagði verðbólguna í fjötra, líkt ög Loka forðum, svo að nú fær hún eigi tjóni valdið. Þetta er fagnaðarsöngur Morgunbíaðsins — og orðbragð ið við hæfi. Blaðið segir 14. september: „Það má ekki henda að verðbólguófreskjunni verði að nýju bleypt lausri —“ — og fleira ámóta fyrr og síðar. Treysf á heimsku og gleymsku Þeir treysta á heimskuna, Framhahl á 15. síðu. 2 T f M I N N, sunnudagur 17. febrúar 1963. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.