Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 6
Búnaðarþing var sett um s.l. helgi og hefur nú setið á rökstólum elna viku. Þar ber afkomu bænda og búnaðar hæst mála og afstöðuna til
Efnahagsbandalags Evrópu.
A m iðsvetra rprófi
Þessa dagana er miðsvetr-
arprófum að ljúka i barna-
skólum og unglingaskólum,
og síðan koma foreldradagar.
Þá sitja börnin heima, en
foreldrar koma í skólana og
ræða við kennarana. Þetta
er mikilvæg venja, sem tek-
in var upp fyrir nokkrum
árum og hefur vafalítið auk-
ið gagnkvæman skilning,
enda eru foreldrar nú farnir
að sækja vel skólana á for-
eldradögum.
Á Alþingi hafa líka staðið
yfir eins konar miðsvetrar-
próf, þó að þingmenn hafi
ekki enn fengið einkunnir —
nema þessar, sem þeir gefa
hver öðrum svo að segja dag-
lega og ekki eru alltaf háar.
en nærri liggur að segja, að
ríkisstjórnin hafi fallið á
sínu miðsvetrarprófi.Og 1 vik
unni sem leið hélt þingið
sinn foreldradag — þ. e. a. s.
leyfði bömunum að vera
heima á föstudaginn.
Sjálfstæðismál
á dagskrá
Þingfríið var talið stafa af
því, ag fá mál og ekki nijög
brýn lægju fyrir, og vafalaust
hafa þingmenn verið vel að
dagsfríi komnir eftir skorpu
þá, sem staðið hafði í þing-
sölum framan af vikunni.
Þær umræður gátu á engan
hátt talizt veigalitlar. enda
fjölluðu þær um mál. sem:
vafalaust er viðurhlutameira
en flest mál, sem þing-
menn hafa borið sér á góma,
síðan lýðveldið var stofnað,
og að líkindum mun óhætt
að taka undir með Þorsteini
Sigurðssyni, forseta Bunað -
arfélags íslands, er hann
sagði í set'úingarræðu búnað-
arþings, að „hér vœri komiá
á dagskrá eitt mesta sjálf-
stœðis mál, sem íslendingum
liefði að höndum borið um
a.ldir“. Hér er að sjálfsögðu
átt við Efnahagsbandalag
Evrópu, afstöðu íslands til
þess og viðhorf, meðan stofn-
un bandalagsins er í deigl-
unni úti í löndum.
Þetta var framhald um-
ræðna, sem hófust á þihgi
fyrr í vetur um málið, en þau
undarlegu tíðindi gerðust, er
málið var tekið upp að nyju,
að ríkisstjórnin og talsmenn
hennar vildu helzt vikja því
frá, töldu það varla á dag-
skrá lengur og eiginlega úr
sögunni. Allir sjá, að slikar
viðbárur eru reykur eínn. en
í þeim reyk felast aðrar veiga
meiri ástæður, sem stjórnar-
flokkamir vilja ekki segja
berum orðum. Ríkisstjórnin
er smeyk um sig i miklum
umræðum um þetta mál, eink
um umræður, sem snúast um
vinnubrögg þau, sem hún
efur viðhaft í því. Raunar er
málið í þeim þáttaskilum
núna, ag miklu nær hefði
verið, að ríkisstjórnin fagn-
aði því að geta gefið Alþingi
og þjóðinni ýtarlega skýrslu
um aðgerðir sínar og viðhorf
til málsins, og slíka skýrslu á
Alþingi og þjóðin fulla heimt
ingu á að fá. En hún hefur
ekki legig á lausu. Þær litlu
upplýsingar, sem fengizt
hafa hjá ráðherrum, hefur
orðið að toga út úr þeim með
töngum, og oftast ekki feng-
izt önnur svör en þessi: Við
viljum ekki ræða málið, það
er ekki á dagskrá núna, því
hefur verið vikið frá.
Má ekki kjósa um
málið
Þessi undarlega og ein-
stæða afstaða ríkisstjómar í
stórmáli hlýtur að vekja
hverjum manni illan grun. í
slíku örlagamáli væntir þjóð
in þess að sjálfsögðu, að rík-
isstjórn hennar leggi sig alla
fram um að gæta sjálfstæð-
isins og beita allri vizku sinni
til réttrar afstöðu og heppi-
legrar málafylgju, og hefði
stjórnin talið, að þetta hefði
allvel tekizt hjá sér, hefði
henni mátt vera sönn ánægja
að þvi að rekia gang málanna
sem gleggst fyrir þingi og
þjóð og draga ekki af rétt-
mætum afrekum, einkum þar
sem kosningar eru ekki langt
undan.
En i þess stað skríður
stiórnin i skel sína, vill ekki
ræða málið, ásakar aðra harg
lega fyrir að vilja ræða það
og telur það nærri því glæp,
ef aðrir flokkar telja rétt-
mætt að kosningaumræður
snúist að töluverðu leyti um
það og þjóðin hafi það ofar-
lega í huga við kjörborðið. Þó
hafa talsmenn stjórnarinnar
margsinnis viðurkennt, að
þetta sé eitt örlagarikasta
mál, sem nú sé á dagskrá
með þjóðinni, og hvar er
þjóðin stödd, ef taka á örlaga
mál hennar af dagskrá í kosn
ingum? Hvers konar iýðræðis
flokkar eru það, sem beita
sér fyrir slíku?
Þöglir o? viðskotaillir
Talsmenn stiórnarinnar
hafa helzt fært þau „rök“
fram fyrir því að taka málið
af dagskrá hér, að það sé úr
sögunni. þar sem samning-
arnir við Breta hafi strandað.
En þetta er fávíslegur fyrir-
sláttur. því að augijóst er,
að hér er aðeins um stutta
frestun að ræða. og af fregn-
um utan úr Evrópu kemur i
Ijós, að þessi samningsslit
hafa einmitt leitt til enn ákaf
ari umræðna um málið í ýms
um löndum, og hefur þá ým-
islegt komið upp, sem skýrir
gang þess á ýmsum stigum
fram til þessa. Ráðherrar
annarra landa keppast um
að flytja ræður og skýrslur
um það. En íslenzku ráðherr
arnir eru allt í einu orðnir
þöglir, niðurlútir og viðskota-
illir. Þeir voru ekki svona orð
tregir fyrir einu eða tveimur
misserum, þegar þeir prédik-
uðu eins og heittrúarmenn
um það fagnaðarerindi að
komast í EBE og pöntuðu meg
hraði jáyfirlýsing'ar frá öll-
um þeim samtökum. sem
beitt varð til slík.s Og svo átti
að senda inngöngubeiðni með
hraðskeyti.
Hvers vegna var um-
sókn ekki send?
Það vill svo til, að ýmsar
upplýsingar, sem fram hafa
komið hjá ráðamönnum EBE
eftir viðræðuslitin við Breta,
hafa varpað":.nnkktu:ídi^l á
vinnubrögð ' ísleiazkuu tókis-
stjórnarinnar á þessu tíma-
bili. Málið var komið á það
stig í ríkisstjórninni, og flokk
ar hennar og hún sjálf höfðu
gefið um það svo sterkar yf-
irlýsingar, að nú yrði að
sækja um aðild, að flestir
bjuggust við, að stjórnin
mundi senda umsókn hvaða
dag sem væri, enda augljóst,
að hún taldi sig hafa grænt
ljós í því efni. Framsóknar-
menn sögðu stjórninni að
vísu skýrt og skorinort, að
þeir væru á móti aðild og því
lfka á móti umsókn um hana,
en litla von mátti kalla, að
stjómin léti það hefta för
sína. Hins vegar fór það svo,
að umsókn var ekki lögð
fram, og eftir ráðherrafarir
til Bonn og Parísar tók stjórn
in að hægja á sér, draga í
land og svo að hnika söðlin-
um til. Mönnum þótti þetta
þokast til hins betra og töldu
að skynsemi og forsjá hefði
vikið til hliðar hættulegri hvöt
um, sem áður réðu mestu, og
að hér væri aðeins umaðræða
sigur hins góða í ráðherr-
unum sjálfum. Vafalaust ber
enn að líta svo á, en fram-
burðir þýzkra og franskra
ráðherra slðustu daga hafa
gefið til kynna, að hinn betri
maður íslenzkra ráðherra hef
ur í þessu efni fengið nokk-
urn bakstuðning til viðreisn-
arinnar í ráðuneytum þessara
landa, þar sem það var gefið
fyllilega í skyn, að það væri
alveg óþarfi fyrir íslendinga
að hafa fyrir slíkum bréfa-
skriftum, þvi að kannske yrði
ástarbréfið endursent óopn-
áð. En þó að bréfið væri aldr-
ei skrifað hafði gamli maður-
inn í Bonn þótzt skilja það
fullvel, að það stæði ekki á
íslendingum að senda bréfið,
og þess vegna hefur hann a.
m. k. þrisvar sagt það hik-
laust, að íslendingar hafi
raunar sótt um og vilji óvæg-
ir komast i bandalagið. Svona
hafði hann (mis)skilið Is-
lenzka ráðherra, og það hef-
ur reynzt furðulega örðugt
að leiðrétta þann misskilning.
Það má því segja, að ekki
þurfi að fara í grafgötur um
það lengur, að íslenzka ríkis-
stjórnin ætlaði og vildi sækja
um aðild, en það strandaði á
einhverju öðru en henni. Og
um þetta vill hún alls ekki
gefa þingi og þjóð neina
skýrslu og um fram allt forð
ast öll hámæli um afrek sín
í, málinu.
Bonn og París er
valt að treysta
Það er allt þetta, sem gef-
ur þjóðinni fullkomna ástæðu
til þess að hafa þessi mál of-
arlega 1 huga í kosningunum
í vor, og vlssulega er því ekki
að treysta, að stjómin okkar
fái ætíð úti i Bonn eða París
leiðbeiningar um bá málsmeð
ferð, sem yrði fslendingum
farsælust. Þjóðin veit, að
þessari stjóm er ærið trúlof-
unarhætt erlendis, og það er
einmitt vegna ferils hennar i
þessu örlagamáli, að þjóðin
mun kjósa um það i vor, og
það verður lika skiljanlegt,
að stjórnin vilji helzt að
mönnum sé það ekki mjög
ferskt i minni á kosningadag-
inn.
í hinni rökföstu ræðu, sem
Hermann Jónasson flutti í
vikunni sem leið um málið á
þingi, rakti hann vandræða-
feril ríkisstjórnarinnar i
þessu máli stig af stigi, svo
myndin blasti við og einnig
sú hætta, sem þjóðinni hefur
verið stofnað i með þessu
fálmi. Hann sýndi fram á,
hvernig stjórnin hefði veikt
málstað okkar með því að
vera að fitla við að sækjast
eftir inngöngu og gefa í skyn,
að við vildum semja um „við-
kvæm mál“, i stað þess að
lýsa yfir skýrt og skorinort,
hvað það væri, sem við mund
um alls ekki fórna. Hann
sagði m. a.:
„Við eigum einmitt nú þeg-
ar að lýsa yfir því, að við af-
sölum okkur aldrei þeim réttl,
sem viðskiptamálaráðherra
hefur rætt um og fitlar við,
að við kynnum að þurfa að
afsala okkur, og við munum
þá fremur kjósa að standa
utan bandalagsins, heldur en
að gangast undir slíkt rátt-
indaafsal.
En við eigum jafnákveðið
að segja: Við viljum tengjast
bandalaginu með viðskipta-
og tollasamningum“.
Sönnunin á borðinu
Alþýðublaðið fer oft með
hlutverk einfeldningsins í
stjórnarliðinu og upp úr því
gloppast stundum það, sem
slægðaríhaldið forðast að
segja upphátt og á almanna-
færi. Þannig fór einu sinni
enn í forystugrein Alþýðu-
blaðsins í fyrradag. Hún heit-
ir De Gaulle og Hermann.
Þar gýs upp sá sanni hugur,
sem í stjórnarherbúðunum
býr um þetta mál. Þar er ver-
ið að reyna að gera stefnu
Framsóknarflokksins í mál-
inu tortryggilega með þvi að
segja, að það sé sama sjónar-
miðið og kom fram hjá de
Gaulle, að vilja ekki leyfa fs-
lendingum aðild en telja „ein
hvers konar tollasamning“
líklegri leið. í bamalegum
tilraunum sínum til að tor-
tryggja afstöðu Framsóknar-
manna með því að líkja
henni við afstöðu de Gaulle,
gætir ritstjórinn ekki að sér,
og upp gýs sú gremja og reiði.
sem augsýnilega hefur verið
alllengi innibyrgð í stjórnar-
herbúðunum, við de Gaulle
fyrir það að hafa brugðið
fætj fyrir aðildarumsókn ís-
lands. Það kemur l Ifós, að
ríkisstjómin er fokreið yfir
því, að hafa ekki komið að-
ildarrannsókn fram, og þarna
liggur á borðinu skýr sönnun
um það, hvað hún vildi í mál
inu,, og hvað hún ætlaði að
gera, þó að hún hafi slðar
sett upp nýja grimu.
Búnaðarþing
Búnaðarþing hefur nú set-
ið á rökstólum eina viku. Stór
mál þess eru varla komin tii
umræðu enn, en það eru
kjaramál bændanna og af-
Framhald á 15. síðu.
UM MENN OG MÁL
6
T í M 1 N N, sunnudagur 17. febrúar 1963. —