Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 8
ISLENDINGSINS ARFUR VAR Hér si*jr Böðvar Kvaran við skrifborðið í bókaskemmu sinni við svalirnar og les ! fyrsfa dagblaði, sem gefið var út á íslandi. Það hé't Dagblaðið, sem kom út frá 2. okt. 1906 til 9. jan. 1907. Útgefandi var Hlutafélagið, Reykjavík, en ritstjórl hinn fraegi Jón Ólafsson. Margur er maðurinn, sem fær orð í eyra frá eiginkonunni fyrir að láta dagblöð safnast fyrir í svona tvær, iþrjár, fjórar vikur, konurnar kvarta og hvína sí og æ yfir því, að ekki sé nokk ur leið að þrífa húsið fyrir þessu bölvuðum óþverra, sem haugast upp í hverju horni, nóg ' sé nú samt að þurrka af bóka- skruddunum upp um alla veggi. Þetta datt mér í hug, þegar ég kom inn á heimili Böðvars Kvarans, landsins mesta blaða- safnara, eitt kvöldið í vikunni. En sá er raunar allur munur- inn á, að hjá honum standa blöðin ekki í umkomulausum hraukum á skrifborðinu eða gólfinu, nei, þar er nú annar háttur hafður á. Ég hafði hrlngt i Böðvar og spurt hvort ég mætti koma og skoða blöðin hans, mér hefð'i verið sagt, að hann ætti stærsta safnið í landinu. Komdu og skoðaðu í kistuna mína, anzaði Böðvar og vildi þó lítið úr því gera, að hann ætti stærsta blaðasafnið á landinu, en mér væri meira en velkomið að glugga í dótið. Svo hélt ég til hans eitt góðviðriskvöldið, þar sem hann býr við Sóleyjargöt- una með stofugluggana út í Hljómskálagarðinn, háskóla- hverfið og flugvöllinn. Þegar flugvélarnar eru að lenda eða hefjast á loft, renna þær svo nálægt gluggunum, að farþeg- arnir sjást í framhjáleiðinni eins og þeir sitji í næstu stofu. Ég spurði þau hjón, Böðvar og Guðrúnu, hvort þau væru ekki orðin taugaveikluð af að heyra og sjá þessi beljandi ferlíki æða fram hjá gluggunum oft á dag. Nei, nei, svöruðu þau, við erum orðin vön þessu fyrir löngu og finnst eiginlega orðið álíka vænt um flugdrekana og þeir væru heimiliskettir eða geltandi hundar á hlaði, þegar gesti ber að garði. Böðvar er ungur maður, ekki mikið yfir fertugt, og hálf ótrú- legt, að hann sé búinn að safna öllum þeim firnum af bókum, blöðum og tímaritum, sem raun ber vitni. En hann á ekki langt að sækja hneigð til bóka og blaða. Faðir hans var Einar E. Kvaran aðalbókari Útvegsbank ans, fráhærlega vel lesinn mað- ur í fögrum bókmenntum, en hann var sonur Einar H. Kvar- ans skálds og ritstjóra, sem var eitt af stærstu nöfnum í ís- lenzka blaðaheiminum fyrir og eftir aldamót, var fyrst rit- stjóri blaðanna beggja í Winni- peg 1885 og næstu tíu ár, næst ísafoldar í Reykjavík, þá Norð- urlands á Akureyri og loks Fjallkonunnar í Reykjavík nokkur ár. En ritstjóri tíma- ritsins Morguns var hann frá stofnun til æviloka. — Hvenær byrjaðir þú að safna blöðunum? — Það var víst árið 1940, sem ég sneri mér að þessu af alvöru, þótt maður hafi löngu áður Utið bækur og blöð hýru auga. Eg fór strákur stundum á bókauppboðin í Bárunni, þá byrjuðu karlarnir að bjóða í fágætar bækur eina krónu, og pabbi sagði mér, að á hans yngri árum hafi líka verið við kvæði mikilla bókasafnara á uppboðunum í byrjun: „Ætli maður segi ekki tíu aura.“ En þá giltu tíu aurar raunar meira en nú. — En fékkstu ekki mikið af þessum tímaritum og blöðum i arf frá föður þínum? — Nei, ég hef safnað nálega öllu sjálfur. Pabbi var ekki safnari í þeirri eiginlegu merk ingu. Hann átti mikið af bók- um, en hann keypti bækur ein ungis til að lesa þær, kærði sig lítið um aðrar bækur heima hjá sér. — Hvað eignaðist þú fyrst fémætt af blöðum? — Ég byrjaði á tímaritum, og það fyrsta sem ég taldi mik inn feng í, var Almanak Þjóð- minjafélagsins, sem ég keypti á 125 krónur og Nýjar kvöld- vökur á 150 hjá Helga Tryggva syni árið 1940. Hvort fyrir sig mundi nú vera selt á 5—6 þús- und krónur. Helgi Tryggvason hefur verið mörgum safnaran- um hjálparhella, hann má eigin lega kallast faðir íslenzkra blaða- oig tímaritasafnara, manna fróðastur og hefur öll spjót úti að útvega. alveg ótrú- legt, hvað sá maður getur náð í — Hefurðu fengið mikið að blöðum og tímaritum heil í einu lagi? — Nei, það er lítið um það, og þótt mörgum finnist ein- kennilegt, þá kæri ég mig síður um það og ber tvennt til. 1 fyrsta lagi hef ég aldrei haft bolmagn til að kaupa mikið í einu eða komplett blöð, eins og þau eru komin í hátt verð. 1 öðru lagi er ekki nándar nærri eins skemmtilegt að safna með því móti. Það skemmtilegasta við söfnunina er að fikra sig áfram með þetta, það gerir það svo spennandi. Aðal- ánægja safnara er að kaupa smátt og smátt og hafa tals- vert fyrir því. Reyna mikið við að ná í eitt og eitt blað, ætli það sé ekki svipað og um laxveiðimennina, sem kæra sig ekki um að moka veið- inni á land með einhverju móti, heldur fara að öllu með ró og spekt og eftir öllum kúnstarinnar reglum. Eg get nefnt sem dæmi, að ég er búinn að ná saman öllum Klausturpóstinum nema síð- ustu blaðsíðunni. Eg fékk hana ljósprentaða til bráðabirgða, en get ekki talið tímaritið komplet fyrr en upprunaleg síða er komin. Og það getur orðið bið á því. En það verð- ur stór dagur, þegar hún loks kemur og verður áreiðanlega meira gleðiefni en þótt ég hefði fengið ritið allt í einu. — Hver er stærsti fengur. sem þú hefur náð í einu lagi? — Stærsta blaðamagn, sem ég hef fengið í einu, keypti ég úr eigu Guðmundar Gam- alíelssonar, þegar eigenda- skipti urðu að verzluninni. Það var fullur vörubíll af blöðum, og ég fékk það allt fyrir einar 8 þúsund krónur Þetta var fyrir 15 árum. Þeg- ar ég var búinn að vinza úr þessu, fékk úr því m. a. Þjóð viljann gamla og mikið ai Þjóðólfi, seldi svo séra Einari Sturlaugssyni á Patreksfirði afganginn, og það var í 40 kartöflupokum, sem sent var með togara vestur á Patreks- fjörð. Séra Einar gat víst not- að þó nokkuð úr þessu, en talsverðu hefur hann getað fargað, sem ég rakst óvænt ó síðar. Eg var staddur einu sinni upp á gamla loft- inu á Bessastöðuin, þar sem Helgi Tryggvason hefur feng ið inni með blaðasafnið sitt, og þegar ég i«:nni augum eftir einni stæðunni, þykist ég kannast við margt í henni. Þar var þá kominn afgang- urinn úr kartöflupokunum, sem ég hafði sent til séra Ein ars á Patreksfirði og hann hafði ekki brúk fyrir. Helgi hefur víst getað hjálpað mörgum um blað úr því síð- an. — Ertu búinn að binda inn mikið af blöðunum? — Það er nú ekki mikið af öllu þessu magni, og óvíst hvort ég ræðst í að binda dagblöðin. Eg hef látið tíma- rit ganga fyrir og þar næst þau blöð, sem komið hafa út af aðeins eitt eða nokkur tölublöð, og þau eru nú æði- mörg. T. d. á ég rúm 200 fjölrituð blöð, en þó ekki öll heil. Sum blöð hafa byrj- að sem fjölrituð og síðan ver ið prentuð nokkur númer en þó ekki orðið langlíf. Hérna á ég eitt, sem ég veit ekki til, að nokkur annar eigi hér, fjölritað blað, sem nefnist Fönnið, gefið út í Ameríku, kom út aðeins eitt blað. Eg fer að skoða þetta blað, og það kemur upp úr kafinu, að ritstjóri og útgefandi er gamall kunningi vestan af Kyrrahafsströnd, Hallur E. Magnússon, sem látinn er fyrir nokkru háaldraður. Hann var kunnur hagyrðing- ur, sem oft orti og skrifaði gamanbréf í íslenzku blöðin í Winnipeg. Þetta blað er, eins og nafnið bendir til, allt í gríntón og skrifað á „vest- ur-íslenzku“, nafnið líka, vestur-íslenzku á enska orðinu „fun“, sem þýðir gam an eða grín. Það hefst á fréttaskeytum, þar á meðal er þetta: Frá öðrum hnöttum Sérstök loftskeyti til Fönns ins frá sólunni: „Hjer er nýlega formað kompaní með stóru kapítali. Það er samsett af rílesteit- mönnum og öðrum bisness- mönnum. Hefur kompaníið fengið einkarétt til þess að gera bisness með allan hita og allt ljós og er búizt við miklu prófíti, því allir aðrir hnettir verða að fá stöff héð- an.“ Þá kemur svohljóðandi bæjarfrétt: „Jón Jónsson kom til borgarinnar í gær á þeirri bleiku og sagði hann ródina röff austan trekks og mikið trobbel við að opna geiturnar á leiðinni." Blaðið er gefið út í Lundar í Manitoba, 1. okt. 1921, og þessi auglýsing er þar frá „Lundar Billiard-rúm:“ Þegar lífið er töff þegar bisness er sló þegar heimurinn aktar sem fúl. þá má kaupa hér snöff, þá fæst ticket á sjó, þá má drekka og pleia hjer púl. Meðal annarra merkra GUNNAR BERGMANN ___ *_________■ ■ • Opna úr hinni miklu blaðaskrá Böðvars Kvarans: Þessi opna fjallar um nokkra árganga Tímans og sést glöggt, af hve mikilli nákvæmni sk-áln er unnin, enda ekki til önnur slík um íslenzk blöð. T f M I N N, Slllinudaeur 17. fehriínr 19(52 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.