Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER að bæla niður fjrrir fullt og. allt, eða a.m.k. hefta fyrir fullt og *llt, þau öfl, sem stutt höfðu Hohenzollern-einveldið, og vildu ekki viðurkenna lýðræðislegt Þýzkaland: Júnkherra-landeigend- urna og annað úrkast yfirstétt- anna, auðjöfrana, sem drottnuðu yfir iðnhringunum miklu, óaldar- lýðinn úr frelsingjasveitunum, æðstu embættismenn ríkisins, sem starfað höfðu í þágu einveldisins, og svo fyrst og fremst yfirmenn herslns og herráðið. Þeir hefðu orðið að skipta mörgum hinna geysistóru landeignum, sem voru bæði fjárfrekar og óhagkvæmar í rekstri, binda endi á iðnaðarein okunina og kljúfa hringana, og hreinsa burt úr embættismanna- liðinu, dómarastéttinni, lögregl- unni, háskólunum og tiemum alla þá menn, sem ekki vildu þjóna hinni nýju lýðræðisstjórn trúverð- uglega og á heiðarlegan hátt. Þetta gátu Sósíal-demókratarn- ir ekki fengið sig til ag gera, því þeir voru aðallega góðviljaðir menn úr verkalýðsfélögunum, og voru eins og aðrar stéttir Þýzka- lands, gagnsýrðar af vananum af að beygja sig undir yfirrág gam- alla og rótgróinna valdhafa. í staðinn byrjuðu þeir á því að af- sala sér völdunum í hendur þess afls, sem alltaf hafði ráðið yfir Þýzkalandi síðari tíma, hersins. Því herinn hafði enn von um að halda völdum sínum heima fyrir og brjóta á bak aftur byltinguna, enda þótt hann hefði verið ofur- liði borinn á vígvellinum. Og til þess að þetta mætti takast, hófst herinn handa af dirfsku og snar- ræði. Aðfaranótt 10. nóvember, 1918, nokkrum klst. eftir að lýst hafði verið yfir stofnun lýðveld- isins, hringdi sími í vinnustofu Eberts í Ríkiskanslarahöllinni í Berlín. Þetta var aléeg sérstakur sími, því haoa var tengdur við aðalstöðvar hersins í Spa, með sér stakri leynilegri línu. Ebert var einn^ Hann tók upp heyrnartól- ið. „Gröner hér“, sagði röddin. — Söðlasmiðurinn fyrrverandi, sem enn var ruglaður eftir atburði dagsins, er skyndilega höfðu fært honum ófúsum þau völd, sem eft- ir voru í hinu hrynjandi Þýzka- landi, varð upp með sér. Wilhelm Gröner hershöfðingi var yfirmað- ur Ludendorffs, og það var hann sem snemma þennan sama dag í Spa, þegar von Hindenburg mar- skálkur hikaði, hafði afdráttalaust skýrt keisaranum frá því, að hann ætti ekki lengur fylgi að fagna meðal hermanna sinna og yrði því að flýja. Þetta var hugrekkis- verk, og hermannastéttin fyrirgaf honum það aldrei. Ebert og Grön- er voru bundnir böndum gagn- kvæmrar virðingar allt síðan 1916, þegar hershöfðinginn, sem þá hafði yfirumsjón meg hergagna- framleiðslunni, hafði orðið að vinna 1 nánum tengslum við Sósí- alistaforingjann. Snemma í nóv- ember, aðeins fáum dögum áður, höfðu þeir ræðzt við í Berlín um það, hvernig hægt væri að bjarga einveldinu og föðurlandinu. Nú tengdi leynileg símalína þá saman, þegar föðurlandið var hvað dýpst sokkið. Á þessu augnabliki gerðu þeir með sér samning, Só- síalistaforinginn og næst æðsti maður hersins, sem átti eftir að ráða örlögum landsins, enda þótt hann yrði ekki almenningi kunn- ur fyrr en mörgum árum síðar. Ebert samþykkti að koma í veg fyrir að stjórnleysi og bolsévi- smi næðu tökum á ríkinu, og að tryggja það að herinn mætti halda sínum gömlu venjum í einu og öllu. Um leig hét Gröner stjórn- inni stuðningi hersins, til þess að tryggia valdasess hennar og að- stoða hana við að framkvæma á- form hennar. „Mun marskálkurinn (Hinden- burg) fara áfram með yfirstjórn hersins?" spurði Ebert. Gröner hershöfðingi svaraði að svo myndi verða. „Flytjið marskálkinum þakkir stjórnarinnar", svaraði Ebert. Þýzka hernum var borgið, en lýðveldið var glatað, daginn, sem það sá fyrst dagsins Ijós. Að und- anteknum Gröner sjálfum og ör- fáum öðrum þjónuðu hershöfðingj amir því aldrei tryggilega. Að lokum sviku þeir það í hendur nazistanna undir forystu Hinden- burgs sjálfs. Víst er um það, að á þessu augnabliki gengu draugar atburð- anna, sem gerzt höfðu í Sovétríkj- unum nokkru áður, ljósum logum í hugum Eberts og félaga hans Sósíalistanna. Þeir vildu ekki verða þýzkir Kerensky-ar. Þeir vildu ekki láta bolsévikana bola sér frá. Hermanna- og verka- mannaráð voru farin að spretta upp um allt Þýzkaland og taka völdin í sínar hendur, eins og þau höfðu gert í Sovétríkjunum. Það voru þessi ráð, sem 10. nóvember kusu fulltrúaráð fólksins undir stjórn Eberts, og átti ráðið að stjóma Þýzkalandi um stundar sakir. í desember kom svo saman fyrsta þing sovétanna þýzku í Berlín. Þingið sóttu fulltrúar her- manna- og verkamannaráðanna úr öllu landinu, og krafðist það þess, að Hindenburg léti af störfum, fastaherinn yrði leystur upp og í hans stað kærni borgaralegt gæzlu lið, og yfirmenn þess yrðu kosnir af mönnunum sjálfum, en gæzlu- lig þetta væri annars undir stjórn fulltrúaráðs fólksins. Þetta fannst þeim Hindenburg og Gröner of mikið af því góða. Þeir neituðu að viðurkenna völd sovétMþingsins, og Ebert sjálfur gerði ekkert til þess ag fram- kvæma kröfur þingsins. En herinn sem barðist nú fyrir tilverurétti sínum, heimtaði jákvæðari aðgerð ir af hálfu þeirrar stjórnar, sem hann hafði heitig ag styðja. Tveim dögum fyrir jól hélt sveit undir stjórn kommúnistísku Spartakist- anna inn í Wilhelmstrasse, rudd- ist inn { kanslarahöllina og skar í sundur alla' ímalínur þar. — Leynilínan til aðalstöðva hersins var þó enn i lagi, og Ebert fór fram á aðstoð. Herinn hét að senda Potsdam-sctuliðið, til þess 23 að frelsa höllina úr höndum upp- reisnarsveitarinnar, en áður en setuliðið kæmist á vettvang höfðu uppreisnarmennirnir dregið sig til baka til keisarahallarinnar, þar sem Spartakistarnir höfðu aðal- bækistöðvar sínar. Spartakistamir, undir stjórn Karl Liebknecht og Rosa Luxem- burg, tveggja áhrifamestu æsinga manna Þýzkalands, héldu áfram að reyna að koma á Sovétlýðveldi. Herstyrkur þeirra í Berlín jókst stöðugt. Á aðfangadagskvöld hafði uppreisnarsveitinni fyrrnefndu •tekizt auðveldlega að hrekja á brott sveitir frá Potsdam, sem reyndu að koma henni út úr bæki- stöðinni í keisarahöllinni. Hinden- burg og Gröner lögðu hart að Eb- ert, að hann héldi samninginn, sem gerður hafði verið þeirra í milli. Sósíalistinn vildi ekkert frek ar en halda þennan samning. — Tveimur dögum eftir jól skipaði hann Gustav Noske varnarmála- ráðherra, og upp frá því gerðist ekkert það, sem menn, sem þekktu ráðherrana, hefðu ekki mátt bú- ast við. Noske var slátrari, sem hafði komizt í áhrifastöður innan verka- lýðsfélaganna og síðan einnig inn- an vébanda Sósíal-demókrata- flokksins, og hafði orðið þingmað- ur árið 1906. f þinginu var hann viðurkenndur, sem sérfræðingur flokksins í hermálum. Hann var einnig viðurkenndur sterkur þjóð- ernissinni og mikill maður. Max prins af Baden hafði valið Noske til þess að bæla niður uppreisn sjóhersins í Kiel snemma í nóvem- ber, og honum hafði tekizt það. Þessi risavaxni, kjálkabreiði og sterklegi maður, svo fullur af lík- amsþrótti, en ekki ag sama skapi gáfaður — óvinir hans sögðu það vera táknrænt fyrir stétt hans — lýsti því yfir, þegar hann tók við 34 Eg fann, að Nicholas tók um hönd mína og þrýsti og ég dró andann djúpt. — Eg er sVo glöð, að ég fékk að koma til þín í dag, en satt að segja vil ég helzt losna við að fara í boðið. — Við erum að hugsa um að skrópa bæði tvö, sagði Nicholas. — Eg má hvort eð er ekki dansa vegna hjartans, skilurðu. Við höfum það ágætt hérna. — Það er sjálfsagt, Monica brosti allt í einu. — Gott og vel, Dan, kallaði hún. — Hvar ertu? Gerirðu þér ljóst, að við höfum gesti og þeir eru sjálfsagt þyrstir. __ Þakka þér fyrir, Monica, sagði ég. 5. KAFLl Tíminn leið hratt meðan við sátum við arininn og töluðum saman. Nicholas vildi vita allt um mig. Það var svo gott að tala við hann, að ég sagði alltof mikið og rétt þagnaði £ tæka tíð. Hann sagði mér á móti, að hann hefði numið í Cambridge, hefði verið háskólakennari. Síðar hafði hann unnið hjá öryggislögregl- unni og svo hefði hann erft nokkra fjárupphæð. — Og hér er ég. Og ég er feg- inn að ég kom hingað. Það var að mér komið að segja: — Eg líka. — En í stað þess sagði ég: — Eruð þér kvæntur? Eg skildi ekki, hvers vegna ég beið áköf eftir svari hans. Hann hagræddi sér í stólnum og kumraði. — Eg er fæddur piparsveinn. Mamma hefur gefig upp alla von. Ekki það, að ég vilji fara niðr- andi orðum um hjónabandið. Þér voruð hamingjusamlega giftar, ekki satt. Hann hallaði sér fram og kastaði á eldinn. — Jú, ég var það, svaraði ég ringluð. — En þér elskuðuð ekki mann- ANDLIT KONUNNAR Clare Bretön Smith inn yðar, sagði hann rólega. Eg reisti mig upp, byrjaði að segja eitthvað, en hann hélt á- fram og horfði rannsakandi á mig. — Ekki eins og Frances elsk ar Guy. Ef eitthvað kæmi fyrir^ hann, myndi hún ekki lifa það af. j — Eg elskaði Sylvester, and- mælti ég, — ég er bara ólík Frances. — Mjög ólík, sagði hann rólega og horfði stöðugt á mig. — Eg veit, að þér elskuðuð manninn yðar, en þér elskuðuð hann eins og bróður. Hann horfði á mig og ég fann, að ég fölnaði. — Hvernig vissuð þér það? hvíslaði ég. — Hver gat hafa sagt honum það? Eg var viss um að Sylvester hefði aldrei talað um það? En kannski hafði hann sagt móður sinni það og hún aftur sagt frá því? Eg roðnaði og vissi ekki, hvert ég átti að líta. — Enginn'sagði mér. Má bjóða yður sígarettu? Hann kveikti í tveimur sígareftum og rétti mér aðra. — Eg sá það á andliti yðar. Það er eitthvað saklaust yfir yður, eitthvað ósnortið. Það útskýrir allt. Hann lagði höndina á mína andartak. Hún var svo hlý og sefandi. — Veslingurinn litli. Þér voruð mjög ung, ekki satt? Mér fannst ég geta sagt honum það. — Eg var svo veik eftir . . . eftir þér vitið. Eg þoldi engan annan hjá mér en Sylvester. Hann var svo ljúfur og góður. Eg gat treyst honum. En ég vildi ekki eignast barn. Eg gat ekki afborið þá tilhugsun, að barn yrði móður- laust ... — En hvers vegna að hugsa svona? Þér eruð ung og hraust. Þér gætuð eignazt tólf börn án þess að nokkuð yrði aö yður. — En það hvílir einhver bölv- un yfir mér. Eg hikaði við. Kannski myndi hann hlæja að mér, en hann leit aðeins spyrj- anai á mig. — Þeir deyja allir, sem mér þykir vænt um. Fyrst var það . . . Hálsinn á mér herptist saman. — Hvers vegna getið þér ekki takað um afa yðar? spurði hann hreinskilnislega. Mér fannst ég vera að kafna. Eg ýtti frá mér stólnum og reis upp. — Eg . . . ég get það ekki. — Vegna þess að það gerðist eitthvað voðalegt? Sem þér þorið ekki að muna? Eg starði á hann. — Eg held það . hvíslaði ég. — En ég man ekkert, flýtti ég mér að segja. — Eg vil ekkert muna . . . gerið það fyrir mig, talið ekki meira um það. — Fyrirgefið mér, sagði hann einlæglega, tók um hönd mína og lét mig setjast aftur. — Eg ætlaði ekki að vera for- vitinn. En ég held að þér verðið að reyna að muna einhvern tíma. Hann horfði beint i augu mér. — En ekki núna, hvíslaði ég frávita. Hann brosti. — Allt í lagi. Ekki núna. Hann stóð upp og opnaði dyrnar út á svalirnar. — Yndis- legt kvöld. Komið og sjáið. Við stóðum á svölunum. Him- inninn var eins og blátt flauel og stjörnurnar tindruðu. — Ætlið þér að dvelja lengi hér? spurði ég. — Það er undir ýmsu komið. Hann leit á mig. — Þér hafið fallegt hár, Elisabeth. — Er það? Eg gladdist, en fann samtímis til feimni. 1 — Og fallega húð, hélt han.n j áfram. — Þér hafið líka falleg augu — ef þau væru ekki alltaf svona ertnisleg. Eg héld að innst inni séuð þér mjög indæl, litil kona. Eg var á báðum áttum, hvernig ég átti að skilja orð hans. — Eg veit ekki, stamaði ég. — Frances segir það. Og Franc- es er indæl og góð. — Ó, já hún er það. Eg sneri mér að honum. — Eg vildi óska að hún gæti orðið hamingjusöm. — Haldið þér ekki að hún sé ! það? — Guy er svo eigingjarn og sjálfselskur. Frances er hundr- að sinnum of góð fyrir hann. | — Fellur yður ekki við Guy jHann virtist undrandi — Flest- um konum lízt vel á hann. — Tjo, hann er ágætur, sagði i ég hirðuleysislega. — Var Sylvester myndarlegur? spurði hann. Eg reyndi að muna, hvort hann hafði verið það. — Eg veit það eiginlega ekki . . . hann var svo ósköp vinaleg- ur. Hann var svo góður . . hann sagði upp góðri stöðu í London aðeins mín vegna. Við fluttum hingað aðeins vegna heilsu minn- ar . . . þér skiljið. . . Eg sneri mér aftur að honum. —- Það er satt, það hvílir einhver bölvun yfir mér. Ef ég hefði ekki orðið svona veik þá, hefði Sylvester aldrei verið myrtur. Ef ég hefði ekki sent eftir ungfrú Abby, væri hún á lífi núna? — En hvað með afa yðar? Ekki áttuð þér neina sök á dauða hans? Aftur fannst mér sem ég væri að kafna. Eg pataði með höndun- um og fann, að hann tók um þær i— Gerið það fyrir mig . . . — Fyrirgefið. Eg skal einskis I spyrja. Nú verð ég að fara^ Eg ! bý hjá Blandford.hjónunum. Á ép |að skila kveðju til Frances? —- Já, gerið það. Mig langar j að koma og heimsækja hana á morgun — ef hún vill þá taka á móti mér — Og því ekki það . hún þarf að hitta rétta fólkið. — Monica hélt að hún viidi ekki tala við mig. — Monicu skjátlast gersam lega, sagði hann ákveðinn. Eg veit, að Frances þætti vænt um að sjá yður. Hann gekk til dyra og leit síðan 14 T f M I N N, sunnudagur 17. febriiar 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.