Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1963, Blaðsíða 7
I Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framitvænidasljóri Tómas Arnason Ritstjórar: Pórannn Þórarinsson (ábi. Andrés Knstjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Augiýs ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrlfstofui I Eddu liúsinu Afgreiðsla. auglýsingai og aðrai skrifstofui l Banka % stræti 7 Símar 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Al- greiðslusími 12323 — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands t lausasölu kr 4.00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f — Biáa Skjóna Ár og dagar eru nú liðnir síðan ríkisstjórnin sagði framkvæmdaáætlunina svonefndu á næstu grösum. í fyrstu var sagt að hún ætti að koma til framkvæmda þegar á árinu 1962 og síðar a.m k. á árinu 1963. Þessi f.ramkvæmdaáætlun er samt ekki farin að sjá dagsins Ijós enn þá, hún mun áreiðanlega koma fyrir kosningar. Um það skyldi enginn efast, því að hún á ekki að vera annað en kosningaplagg. Hún verður sniðin í samræmi við bláu bækurnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gef- ið út fyrir hverjar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík og fleytifullar hafa verið af loforðum um auknar fram- kvæmdir og myndskreyttar mannvirkjum sem aldrei hafa verið byggð — og fullyrða má um sum þeirra að aldrei hafi hvarflað að meirihlutanum að reisa. Það er engin tilviljun, að á skrifstofunni, þar sem unn- ið er að hinni margboðuðu og marglofuðu framkvæmda- áætlun, gengur hún undir nafninu Bláa Skjóna. Ekki þarf að draga í efa, að það verður lofað stór- kostlegum nýjum framkvæmdum og uppbyggingu hvers konar í Bláu Skjónu. Á miklum framkvæmdum er vissu- lega mikil þörf í nær öllum greinum og möguleikarnir eru margir og ónotaðir enn. Framkvæmdir hafa dregizt stórlega saman á þessu kjörtímabili og t.d. hefur ekki verið ráðizt í neina nýja stórframkvæmd, eins og t.d. orkuver eða verksmiðjur til jafns við Sementsverksmiðj- una, Áburðarverksmiðjuna og síðustu virkjanir við Sog- ið, svo fátt eitt sé nefnt af þeim stórvirkjum, sem ráðizt var í, áður en núverandi valdasamsteypa tók við völd- um. Framkvæmdir, sem ekki verður komizt hjá að ráð- ast í en setið hafa á hakanum, verður að ráðast i á næst- unni og vinna upp þær tafir, sem orðið hafa í uppbygg- írigunni á þessu tímabili, eins og t.d. íbúðarbyggingar, en húsnæðisskortur er nú að verða mjög tilfinnanlegur •/iða — ekki sízt í Reykjavík. En Bláa Skjóna mun lofa bót á öllum sviðurn, ekki sízt þeim, þar sem ástandið er hvað bágbornast, því að reynslan af Dláu bókunum sannar, að því verra sem ástandið verður, því stórkostlegri verða loforðin. Það var eitt af markmiðum „viðreisnarinnar" að draga úr fjárfestingu og framkvæmdum Þeú’ ,,viðreisnarmenn“ töidu fjárfestinguna allt. of mikla. Þer lýstu yfir. er þeir hækkuðu Vextina, að það væri m.a. ráðstöfun til þess að draga úr hinni „óeðlilega miklu fjárfestingu í landinu“. Sparifjárfrystingin var til hins sama og mörg önnur úr- væði, sem ríkisstjórnin greip til og miðuðu að því að draga peninga sem mest úr umferð. Enn þá hafa stjórn- arflokkarnir ekki fengizt til að létta þessum hömlum af. Eftir hina miklu síldarhrotu s.l sumar lýsti einn helzti hagspekingur ríkisstjórnarinnar því yfir í nafni Seðlabankans. að nú væri mikil hætta á „ofþenslu“ í þjóðfélaginu og því yrði að herða enn á inndrættinum og útiánahömlunum. Það eitt hefur komið í veg fvrir. að ríkisstjórnin hafi látið af þessu verða er það. að rikis- stjórnin óttast fylgisaukningu Framsóknarflokksins og sigur hans í kosningunum í sumar, bví að hún finnur og veit, að barátta hans fyrir auknum framkvæmdum og auknum útlánum og fjármagnsútvegun í hinar þjóðhags- lega mikilvægu og nauðsynlegu framkvæmdir, á sterk- an hljómgrunn með þjóðinni Það er þess vegna. sem Bláa Skjóna verður lögð fram nú fyrir kosnmgarnar Stjórnarflokkavnír ætla með henni að reyna að blekkja kjósendur tl að trúa. að stefna stjórn- zrflokkanna i fjárfestingar- og framkvæmdamálum sé hin sama — eða iafnvel helzt til róttækari en stefna Fram sóknarflokksins. — Af reynslu munu kjósendur þó tak? Bláu Skjónu næfilega nátíðlega Blán Skióna getur alr!» ei gert „viðreisnina" að framkvæmdastefnu. JOHN DANSTROPs ... ................. Nasser færir sig upp á skaftið Fyrir dyrum eru ef tii víii stjórnarbyltingar í mörgum ríkjum Miðausturlanda. Nasser og Aref saman eftir uppþotið í írak 1958, er þelr héldu báðir, að valadatka Kassems mundi leiða til samstarfs við Egyptaland. í dag er sá draumur á traustari fótum, en þó á nú að fara að öllu með Þegar Kassem forseta í írak var rutt frá völdum fyr ir rúmri viku og síðan skot inn í Bagdad, varð útvarpið í Kairó fyrst til þess að senda byltingarforingjan- um Aref ofursta hamingju óskir. Nú er hann orðinn forseti íraks. í sömu andrá beindu Egyptar mikilli árás gegn furstunum í Jórdan og Saudi-Arabíu, og sendu núverandi stjórn í Sýrlandi kalda kveðju, en það ríki reif sig úr tengsium við hið sameinaða arabíska lýð- veldi 1 Miðausturlöndum er inn anlandsbaráttan líka í nán- um tengslum við utanríkis- sambúðina. Þaö, sem eftir- tektarverðast er, hlýtur að teljast það, að Nasser skyldi telja sig svo sterkan að sjá sér fært að sýna „löngu lín- una“ í egypzkri utanríkis- stefnu einmitt á sama degi og stjórnarbyltingin í írak varð. Það er enginn vafi á því, að sé mat Nassers á bylt- ingunni í Irak raunhæft, líð ur ekki á löngu þangað til fleiri stjórnir velta úr sessi í Miðausturlöndum. Hvers vegna? Það munu menn skilja, þegar betur er skoöuð núverandi valdaskipt ing þar, en virðist nú hafa lifað sitt fegursta. Alla tíð síðan síðari heims styrjöldinni lauk hefur nyrzta og næststærsta Arabaríkiö — írak — verið eins og gagnstæðuskaut og mótvægi við fyrirætlanir stjórnendanna í Kairó um § að safna öllum Arabaríkjun- um í Miðausturlöndum undir væng sinn og gera Egypta- land að forysturíki þeirra samsteypu. Þetta „jafnvægi“ sem stórveldin studdu beint og óbeint, leiddi frak inn í Bagdad-samninginn 1955, en Egyptaland stóð utan hans. Þessi jafnvægisstefna var komin til sögu áður en Nasser kom til valda og einnig eftir að Kassem tók við stjórnar- taumunum í írak. En upp- reisnin í Bagdad 1958 losaði þó ríkið undan ákvæðum samningsins, og Nasser á- leit, að það mundi leiða þessi tvö stærstu Arabaríki á þess um slóðum til nánara sam- starfs. Sú von brást þó. Kass em hélt mótvæginu við og snerist gegn Nasser-sinnum. sem voru undir forystu Arefs. Af þessum sökum gat Nass er ekki nálgazt Araba-sam- sameiningu sína meira að sinni, og ýmsir töldu að þessi draumur hans væri að engu orðinn. Stefna Kassems hafði einn ig þau áhrif, að furstarnir í Jórdan og Saudi-Arabíu sýndu Nasser meiri mótþróa vegna bakstuðnings þess, er þeir hlutu hjá Kassem — þó að Kassem vildi á hinu leit- inu alls ekki styrkja sjálf- stæði beirra ríkja Hið sama gerðist í- Sýrlandi. þar sem Kassem efldi eftir mætti j andstöðu gegr Masser án t.il •j lits til álit.s á stiórninni í Sýrlandi ' rsWsem+LOíZfíf&tí. rjvwuwn meiri gát. Vegna togstreitunnar, sem varð milli tilrauna Nassers til þess að sameina Araba- ríkin undir væng Egypta- lands, og viðleitni Kassems til þess að treysta vald sitt yfir írak öllu, allt frá Kúrda- landi i norðri til olíusvæð- anna við Persaflóa í suðri og að auka forystu sína fyrir ná grannaríkjum, tókst furst- unum í litlu ríkjunum að halda allvel hlut sínum. Fyr- ir nokkrum vikum skaut þeim orðrómi upp, að Kass- em ætti nú í vök að verjast og leitaði jafnvel stuðnings og betri sambúðar við Kuw- ait og Jórdan. En síðasta misserið hafa ávextirnir á tré Nassers tek- ið mjög að þroskast — og staða hans styrkist jafnt og þétt. Heima hefur hann hert mjög á umtaótaaðgerðum sín um og tekið málin æ meira í eigin hendur. Aswan-stífl- unni miðar vel áfram og þær framkvæmdir eru taldar fremur á undan áætlun. Jafn framt hefur hann farið að knýja æ meira á til úrslita við furstana og fleiri ráða- menn í nágrannaríkjunum. Honum hefur tekizt skref fyr ir skref að styrkja aðstöðu Egyptalands til forystunnar Þetta hefur komið í ljós á ýmsum ráðstefnum þar eystra og eins í afstöðunni til styrjaldardeilu Indverja og Kínverja. En forsenda þess í baráttunni fyrir yfirráðum í Arababandalaginu var sú, að hann ætti ekki í neinum teljandi útistöðum við stór- veldi eða önnur áhrifaríki. Hann hefur því reynt að jafna öll ágreiningsmál við þau og m. a. greitt alla Súes- skuld sína. Einnig var mikil- vægt að bæta sambúðina við Bandaríkin, og Kennedy kom honum þar til hjálpar með því að fara að athuga mögu- leika á því að kippa í lag því, sem úrskeiðis hafði gengið í sambúðinni í Súes-deilunni 1956, en Bandaríkin höfðu verið þar meðábyrg. Undanfarið hafa Banda- ríkin því veitt Nasser vax- andi fjárstuðning og gert honum m. a. fært að greiða skuldirnar við Súes-félagið. Þannig hafa Bandarikin sjálf greitt nokkuð af þeim skaða, sem varð af því, að þau kipptu að sér hendinni með fjárhagshjálp til Aswan-stífl unnar. Þar að auki virðast Bandaríkin orðin því hliðholl að sameiningarstefnan — í einni eða annarri mynd — hæfi bezt i Miðausturlöndum Nasser og stefna hans hafa því hlotið meiri stuðning hin siðari missiri, en áður var. Þetta hefur allt saman treyst Nasser í sessinum á vettvangi alþjóðastjórnmála, § og hann hefur því séð sér I færi á að snúast að næstu | verkefnum. Fyrsta skrefið i Framhald á 13 síðu ið Nasser eæt.i beitt sér vel T f M I N N, sunnudagur 17. febrúar 1963. — 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.