Tíminn - 17.02.1963, Page 9
EKKERT NEMA BÆKUR
í
Bókbandsstofan er í aðalblaðageymslunni I kjallaranum, búln beztu
tækjum, og hér sést frú Guðrún við hln mlklu bókbandspressu.
blaða, sem liér getur að líta,
en átti skamma aevi, er Láki
(Gamanblað), ritstjóri Pétur
J akobsson (f asteignasali).
Komu út tvö tölublöð,
fimmtudaginn 19. júní og
mánudaginn 23. júní 1919.
Allir urðu aðstandendur síð-
ar frægir, því blaðamenn Pét
urs voru Halldór Guðjónsson
frá Laxnesi, Sigurður Einars-
son og Tómas Guðmundsson.
Ekki er þó unnt að sjá, hvað
hver á í blaðinu.
— Tekur það ekki stundum
á taugarnar að standa í
þessu?
— Nei, það er nú eitthvað
annað. Bókasöfnun er eins
og flest tómstundaverk, það
er hvíld frá daglegu starfi og
striti. Sem flestir ættu að
hafa eitchvert slíkt tómstunda
starf. Þeir eru nefnilega æði-
margir, sem vita ekki, að
hverju þeir eiga að snúa hug
anum eða aðhafast, þegar
þeir koma heim frá dags-
verkinu. Eg er svo sem oft
spurður að því, hvað ég sé
eiginlega að púla í þessu, og
ég segi öllum það sama: —
Þetta gerir lífið miklu létt-
ara og skemmtilegra.
— Eg hef líka heyrt, að öll
fjölskyldan taki meira eða
minna þátt í þessu með þér.
— Konan mín er, sem bet-
ur fer. mín hægri hönd í
þessu sem mörgu öðru. Hún
er aðalbókbindarinn minn.
Á stofuveggjunum hanga
stór og falleg teppi og reflar,
og ég hef orð á því, að það
virðist sem einhver leggi
stund á hannyrðir á heimil-
inu. Jú, frú Guðrún viður-
kennir, að þetta sé hennar
handaverk, hún hafi dundað
við það hér á árunum að
sauma þessar myndir eftir
teppum í Þjóðminjasafninu.
En ég hef ekki snert á sliku
í mörg ár, í ein tíu ár, eða
síðan ég fékk vinnu hjá bónd
anum við að binda inn bæk-
urnar, segir Guðrún.
— Kemur svo ekki fyrir. að
þið þurfið að þvo gamlar
bækur? Hvernig gengur það
fyrir sig?
— Það er ekki eins flók-
inn leyndardómur og marg-
ir halda. Okkur gefst nú bezt
að þvo þær upp úr þvottalegi,
klórox-blöndu. Raunar er til
í lyfjabúðum sérstakur lög-
ur til að þvo bækur úr. En
klóroxið er miklu betra.
Blandað með vatni í skál og
óhreinu blöðin lögð í það
nokkra stund, svo koma þau
hvítþvegin upp úr. Ef blöðin
eru fúin og illa farin, þarf
auðvitað að fara ósköp gæti-
lega að öllu, svo að þau skadd
ist ekki meira. Hérna eru t.
d. nokkrir árgangar af Rit-
um Lærdómslistafélagsins ný
komin úr þvotti, líta út eins
og nýútkomnar bækur, þó
voru þau æði skítug, þegar
þau komu í okkar hendur.
— Taka börnin ykkar ekki
einhvern þátt í þessu með
ykkur?
— Þau hjálpa til að viða að
nýlegum blöðum og mánað-
arritunum, þar sem þau fást
á skaplegu verði, segir Böðv-
ar.
— Þá náttúrlega hasarblöð
unum svokölluðu og öllu
því dóti?
— Já, já. Þeim verð ég að
safna líka, og því ekki það?
Þau eru vissulega tímarit og
sannarlega einkenni síns
tima, þótt margir bölsótist út
af þeim. Og ekki er ég að
segja, að þau séu á nokkurn
hátt til fyrirmyndar. Þetta
er auðvitað flest ómerkilegt,
en hvað um það. Þau týna
svo sem mörg tölunni og eiga
máske öll eftir að hverfa,
þegar þjóðin nær meiri
þroska og leggur sér betra til
munns. Ekki kaupi ég þau
efnisins vegna, svo mikið er
víst, kemur varla fyrir, að ég
líti í þau.
— Pást safnarar annars
mikið við að lesa bækur?
— Eg býst nú við, að við
séum flestir lestrarhneigðir.
En það er vitaskuld langt í
frá, að við lesum allt það,
sem við höfum þó mikið fyr-
ir að eignast. Eg held t. d., að
ekki komi til, að ég fari nokk
urn tíma að lesa tímarit um
landbúnað fyrir hundrað ár-
um. Það getur samt kostað
mig mikla fyrirhöfn að safna
þeim saman. L.ióðasöfnurum
finnst ekki allt góður skáld-
skapur, sem þeir þurfa fyrir
hvern mun að komast yfir,
heldur er það einungis vegna
þess. að það flokkast undir
kvæði. og þeir hafa sett sér
það mark að safna öllum
kvæðabókum. jafnt því sem
er dýrasti skáldskapur og
hinu, sem er leirburður. Sión
armið safnara er þannig ann
að en fólks. sem kaupir bæk-
ur til þess fyrst og fremst
að lesa þær. En kvæðasafn-
ara getur verið meira virði
að eignast frámunalega lé-
legt kvæðakver. aðeins ef
það er fágætt. en öndvegis
kvæðabók, sem alls staðar er
til.
— Hvernig farið þið blaða-
safnarar að þvi að vita.
hvaða blöð hafa verið gefin
út á íslandi. er það bókað
einhvers staðar?
— Þar stendur nú einmitt
hnífurinn í kúnni. því að eng
in tæmandi heimild hefur
verið til um það á prenti.
ekki einu sinni í sjálfu Lands
bókasafninu, og það er óskap
lega bagalegt Eg hef s.iálf-
ur orðið að semja mína eig-
in blaðaskrá. Eg byrjaði á þvi
nokkru eftir að ég fór að
safna fyrir alvöru, og eftir 20
ár er hún orðin þrettán skrif
uð bindi. Eftir þvi sem ég
bezt veit er hún sú ýtarleg-
asta af sínu tagi. sem til er.
Landsbókasafnið hefur ekki
komið því í verk að láta gera
slíka skrá, sem er þó í raun-
inni ómissandi blaðasöfnur-
um. Það skýtur dálítið
skökku við, að ýtarlegasta
skrá sem út hefur komið um
íslenzkar bækur, blöð og
tímarit, var gefin út erlendis
Það er hin mikla bókaskrá
Halldórs prófessors Her-
mannssonar yfir Fiske-safn-
ið. Hún hefur komið út í
þrem bindum, og hið fyrsta
sem nær yfir það sem safn-
ið eignaðist fram að 1914, er
langmerkilegust. öllum söfn-
urum ómissandi, það langt
sem hún nær, en hún er auð-
vitað ekki nærri tæmandi.
— Hvað segirðu um sam-
anburð á blöðunum nú og í
gamla daga?
— Ekki er annað hægt að
segja en að blaðamennsku
hafi í flestu farið fram. bæði
eru blöðin orðin ólíkt fjöl-
breyttari og skrifuð af meiri
hógværð. Það er oft talað um
skammirvar í blöðunum á
okkar dögum, en þær komast
ekki í hálfkvisti við það, sem
tíðkaðist um aldamótin og
allt fram um 1930. 1 kreppu-
árunum voru gefin út mörg
blöð, ólíklegustu menn og fé-
lög fóru að gefa út blöð og
létu andstæðinga sína fá það
óþvegið. Margt af því sem
þar stendur, myndi alveg
ganga fram af fólki, ef það
birtist i blöðunum nú. Á þess-
um árum gáfu þeir út blað,
sem þáðu styrk af Reykjavík
urbæ og voru nú ekki að
spara stóru orðin í skömmum
sínum á bæjaryfirvöldin. Þá
fóru undarlegustu karakter-
ar að gefa út blöð eins og t.
d. Okrarasvipuna, Svindlara-
svipuna, Harðjaxl og fleiri.
— Hvað finnst þér
skemmtilegast lestrarefni í
gömlu blöðunum?
— Það er nú svo býsna
margt. Þeir kunnu að koma
fyrir sig orði, blaðamennirn-
ir fyrir og eftir aldamótin,
þeir voru skömmóttir fram
úr öllu hófi, en þeir voru
margir snilldarpennar. Ann-
ars finnst mörgum, sem les
blöðin t. d. um aldamótin,
að auglýsingarnar komi
margar okkur broslegast fyr-
ir. Mér dettur í hug. í sam-
bandi við einn nýjasta varn-
inginn, segularmbandið, sem
farið er að halda að fólkinu,
og á að lækna öll mein og
gera lækna óþarfa, að sams
konar della greip um sig hér
í bæ fyrir aldamótin, þegar
farið var að bjóða „Volta-
krossinn“ svokallaða Hann
Framh á bls 15
Þetta er hillan, esm Ríkarður skar út og Haraldur gaf Böðvari, Útskornar á bókasiðurnar
megin við miðju, eru tvær vísur frá Einari H. Kvaran Þær hljóða svo:
sin hvorum
Öðrum þjóðum auðnu bar
auðsins djúpi lækur.
íslendingsins arfur var
ekkert nema bækur.
Verði þér að andans auð
ótal góðar bækur.
Veröld aldrei verður snauð,
ef vltslns döggvar lækur.
Þetta eru 180 ára gamlar bækur. En þær Ifta út eins og hvítvoðungar,
enda nýkomnar úr baði, engilhreinar. Það er tímaritið Rit Lær.
dómslistafélagsins, voru ekki sem hreinlegust til fara, þegar Böðvar
eignaðist þau eins og þau séu að koma glóðvolg úr þrykkiríinu.
T í M I N N, sunnudagur 17. febrúar 1963. —