Tíminn - 01.03.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.03.1963, Blaðsíða 9
Við leggjum megináherzlu á raunhæfar kjarabætur Kæru Iðjufé'íiaig'ar. í nafni C-lislans — lista lýð- ræðissinnaðra vinstri manna — leyfi ég mér að minnast í stuttu máli á þau atriði í starfsemi félags okkar, sem mér þykja mest að- kallandi og á þann grundvöll, sem ég álít að happadrýgst og affara- sælast verði að vinna á. Það orkar varla tvímælis að hinn harði póli- tíski flokkadráttur, sem orðinn er í nær öllum launþegasamtöku'm, er að verða og er þegar orðinn stéttarfélagsskapnum yfirsterkari. Þessa þróun mála álít ég til mik- illar óþurftar fyrir launþega-sam- tökin. Ég hygg að launþegasam- tökum sé bezt borgið með þeirri stjórn, sem metur félagssamtökin meir, en þann pólitíska flokk, sem stjórn félagsskaparins kynni að fylgja. Og það hlýtur að vera frum krafa Iðjufólks að sú stjórn, sem það velur sér til forystu, setji hags muni þess ofar einhvers stjórn- málaflokks. Það á ekkert skylt við það að stjórnarmeðlimir megi ekki hafa ákveðnar pólitískar skoðanir, heldur það eitt að hags- munir félagsskaparins — hngs- munir Iðjufólks — eiga að sitja í fyrirrúmi hjá þeirri stjórn, sem Iðjufólk velur sér. En er þessu nú svo farið? Hefur núverandi stjórn Iðju látið hags- muni okkar sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum núverandi ríkisstjórn- ar? Ég spyr ykkur öll, hér í þess- um fundarsal, finnst ykkur stjórn Iðju hafa haldið þannig á málum, ag þess gæti, að hagsmuna okk- ar hafi verið drengilega gæít? Ég svara þessu neitandi, ég álft að hagsmuna okkar hafi verið illa gætt, en hagsmunir núverandi rík- isstjórnar látnir sitja í fyrirrúmi. Eða hvernig stendur eiginlega á því að á árunum 1957—8 hafði stjórn Iðju forgöngu um kjara- bætur, en síðan er þessi sama stjórn orðinn taglhnýtingur ann- arra verkalýðsfélaga. Þegar launþegasamtökin sömdu um kauphækkanir á miðju ári 1961 voru þær jafnharðan teknar aftur með nýrri gengislækkun. Höfuðtilgangur þeirrar gengis-! lækkunar var vafalaust sá, að sýna mönnum í eitt skipti fyrir öll, að kaupgjaldsbaráttan svaraði ekki kostnaði, þar sem hækkanirnar væru teknar jafnóðum aftur með hækkuðu vöruverði. En hvernig eru þá kjör Iðju- fólks í dag miðað við 1958 og ’59, kaupmáttur launa er hvorki meira eða minna heldur en 25—30% lak- ari en 1958—9. í hagskýrslum er talið að vísitölufjölskylda þurfi sér til framfærslu kr. 84.417.----- á ári, — nákvæmt er nú talið — þó er húsnæðiskostnaður ekki tal- inn meiri en kr. 10.710 — eða tæp ar kr. 900.00 á mánuði. Nú hefur Iðjuverkamaður kr. 5.660,00 á mán uði, á ári kr. 67.920,00; það vant- ar sem sagt kr. 16.437,00 upp á til þess að hann geti orðið gjaldgeng ur vísitölufjölskyldufaðir ríkis- stjórnarinnar og þessi vísitölufjöl skyldumaður verður að búa á göt unni, hann á nefnilega engar kr 10.710,00 til þess að leigja sér rík- isstjórnar-fjölskylduíbúð. Svona er nú komið fyrir þeim, sem ætla að láta sér nægja 8 st. vinnudag. Finnst Alþýðuflokknum ekki hann hafa haldið vel vöku — Ræða Einars Eisteinssonar, formannsefnis C-listans í Iðjukosningunum ' stefnt að því, að skerða frelsi laun þegasamtakanna til þess að ráða sjálf sínum innri málum. Góðir Iðjufélagar! Við skulurn strengja þess heit, að haga kjara- baráttu okkar á þann veg að við ráðum málum okkar sjálf, því að sjálf er höndin hollust. Eg hef nú rætt um andstöðu stjórnarflokkanna fyrir bættum kjörum okkar og lélegan ái'angur núverandi stjórnar Iðju, fyrir raunverulegum kjarabótum okk- ur til handa. f þessu sambandi vildi ég leyfa mér að minnast á með örfáum orðum hversu ólíkt er farið hjá ríkisstjórn okkar í launamálum og hjá frændum okk ar D'önum. Hjá ríkisstjórn Dana standa fyrir dyrum nýjar efna- hagsráðstafanir, þar dettur ríkis- stjórninni ekki í hug að leggja fram efnahagsáætlanir, nema með fullri vitund forystumanna vinn- andi stétta, jafnvel íhaldssíjórnin brezka, mun vart gera stórfelldar efnahagsráðstaf.anir án samráfs við stéttarsamtökin. Eg vil þvi spyrja. Finnst ykkur íslenzka rík | isstjórnin fara líkt að? Voru laun þegasamtökin spurð þegar sein- ustu gengisfellingu var skellt yf- ir? Nei, og aftur nei. Síðasta geng j jsfelling var hnefahögg f andli! ;illra launþega, og hafði þar að auki engan rétt á sér. Það er har að búa við það, að á sama 'tí I sem þjóðartekjurnar aukast, skuhi kjör launþega fara versnandi. | Hér verður því að brjóta hia í baráttu Iðjufólks fyrir raunveru jlegum kjarabótum. Fyrsta skilyrð- ! ið er að s jórn Iðju verði skipuð á þann hátt, að hagsmunir sitji í fyrirrúmi, og það eitt ráði úr- ' slitum f kjarabaráttunni, Sem leið 1 Framhald a 13 síðu Fimm daga vinnuvika — Ræða Einars Eysteinssonar, formannsefnis C-listans í Iðju-kosningunum EINAR EYSTEINSSON sinni í baráttunni fyrir styltingu vinnuvikunnar. Krafa okkar Iðju- fólks verður að vera sú, að 8 st. vinna á dag nægi fyrir viðunandi lífskjörum, það getur ekki gengið til lengdar að við þurfum að þræla 10—14 stundir á degi hverj um fyrir nauðþurftum og dugar varla til. Á það má benda, að á sama tíma, sem vinnufíminn hér er alltaf að lengjast, búa hliðgtæð ar stéttir í nágrannalöndum qkk- ar við 45 stunda vihnuvikú og er fremur rætt um að stytta þann vinnutíma heldur en að lengja. Á stjórnartímabili íhaldsstjórn- arinnar hefur hvað eftir annað verið gerð árás á samningsrétt verkalýðsfélaganna og launakjör ákveðin af lögskipuðum gerðar- dómi í stað frjálsra samninga, eins og vinnulöggjöfin gerir ráð fyrir. Og ekki hefur verið látið við það sitja, heldur er nú einnig Eg mun ekki ræð'a um stjórn- mál né deilur pólitískra flokka á þessum fundi. Eg álít, ag á fundi sem þessum eigi ag ræða fyrst og fremst um sérmál Iðju og Iðju- félaga. Að vísu er það svo, að það snertir að sjálfsögðu meira og ininna hag okkar launþega, hvern ig landinu er stjórnað, og þau mál megum við ekki láta okkur óvið- komandi. En afstöðu til þeirra mála eígum við að taka aðallega á öðrum vettvangi og við önnur tækifæri, og á ég þar sérstaklega við þingkosningar. Þó verður að 1 gæta þess, að þegar kosið er í verkalýðsfélögum, þurfa kosninga úrslitin samt að vera þau, að ekki sé hægt að túlka þau sem stuðning við ranga stjórnarstefnu. Eg vil í þessu sambandi minna á þá staðreynd, að almenningur hefur orðið fyrir mikilli kjara- skerðingu undanfarin ár af völd- um gengislækkana og annarra að- gerða ríkisvaldsins. Þetta hafa menn orðið að vinna upp með lengri vinnutíma og það hefur þó i ekki nægt. Þetta hefur gerzt, þrát« fyrir vaxandi þjóðartekjur. Það sýnir ótvírætt að sú stjómar- : stetna, sem nú er fylgt, er ekki hagstæð launþegum. Þess vegna viéri það óheppilegt fyrir Ið'jufólk og ánnað launafólk, ef úrslit stjórn arkosninganna í Iðju nú yrðu á þann veg, að hægt væri að telja það sigur fyrir þessa stjómar- stcfnu. En þannig yrði það túlk- að, ef B-listinn ynni á. Eg tel, að það eigi ekki aðeins að vera verkefni félagsskapar eins og Iðju að vinna að kauphækkun- um, þótt sjálfsagt sé, að slikur fé- iagsskapur vinni að því, að laun- þegar fái það kaup, sem þeim réttilega ber á hverjum tíma. Verk Iðja hefur brugðizt í kjarabaráttunni — Ræða Hannesar H. Jónssonar Góð'ir Iðjufélagar! í þeim kosningum, sem nú eru framundan í félagi okkar, hafa komið fram þrír listar, frá komm- únistum, frá stjórn og trúnaðar- ráði og frá lýðræðissinnuðum vinstri mönnum. Nú kann einhver að spyrja sem svo: Er ekki allt í stakasta lagi? Hafið þið ekki fengið hækkað kaup, styttn vinnutíma eða lækk- að vöruverð? Jú, mikil ósköp, kaupið hefur hækkað, en sá bögg- ull fylgir skammrifi, að dýrtíðar- draugurinn, sem „viðreisnar“- stjórnin lofaði að kveða sem ræki legast niður, hefur magnazt svo mjög, að nú lifir helzt enginn a, því kaupi, sem 8 stunda vinnudag- ur lætur í té. Nú verða flestir þeir, sem vinna samkvæmt Iðjutaxta að' leggja á sig 10—12 stunda vinnu- dag og jafnvel lengur, ef þeir eiga að standa straum af þeim sem HANNES H. JÓNSSON kostnaði sem nútíma heimili krefst, og verða þó ekki sakaðir um að safna þeim sjóðum mölur og ryð fá grandað. En nú skulum við athuga hvað- an þær kjarabætur eru komnar, sem við höfum fengið nú á árinu 1962—’63. Eg hygg að enginn geti neitað að þær eigum við að þakka samningum á milli Verkalýðsfé- xagsins Iðju á Akureyri annars vegar og fyrirtækja samvinnu- manna hins vegar. Þessir samn- ingar urð'u til þess, að mörg verka lýðsfélög fengu þessa kjarabót, en stjórn Iðju var ekkert a'ð flýta sér að fá sömu samninga til handa sínum meðlimum fyrr en flest önnur verkalýðsfélög höfðu komið þeim á áður. En hvaða ástæður geta verið fyrir því, að stjórn Iðju hefur látið undir höfuð leggjast að hafa á hendi frumkvæðið um þess- ar kjarabætur, sem henni ber að minu áliti að hafa, vegna þess að þetta er stærsta stéttarfélag iðn- verkafólks á landinu. Það hlýt- framhald á 13 síðu. ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR j efni Iðju á ekki síður að vera það ! að vinna að bættum kjörum á ann an hátt. f þyí sambandi er ég ; hlynnt ákvæðisvinnu og tel hana ! hafa gefizt vel í því fyrirtæki, þar sem ég vinn. Eg tel ákvæðisvinnu ekki aðeins líklega til að tryggja hærra kaup, heldur auki hún líka ! vinnugleð'ina Fólk finnur þá bet- I ur, að góð vinnubrögð bera árang- ! ur í bættum hag. En ég álít að þetta eigi ekki aðeins að koma íram í bættum launakjörum, held ur líka í styttum vinnutíma. Eg hefi unnið hjá fyrirtækjum bæði í Bandaríkjunum, Noregi. og Dan- mörku og kynnzt því, að þar hef- ur iðnaðarfólk haft frí á laugar- dögum, án þess að vinnutími hafi nokkug lengzt hina dagana. eins og hér gerist í þeirn fyrirtækjum, þar sem ekki er unnið á laugar- dögum. Með því ag bæta vinnu- afköstin og vinnuskilyrðin, hafa menn getað stytt vinnutímann, það er, afnumið laugardagsvinn- ■ una, án þess að þetta hafi nokkuð dregið úr framleiðslunni eða kaupið hafi verið lækkað eða unnið hafi verið lengur aðra daga. Þetta álít ég, að þurfi að koma hér, því að það er mjög mikils- vert að geta haft laugardagana fría og geta þá sinnt betur ýmsum nauðsynlegum einkastörfum. Eg held að þessu væri hægt að koma í framkvæmd hjá mörgum eða flestum fyrirtækjum með góðe samkomulagi milli starfsfólks o£ atvinnurekenda, en sennilega kemst þetta þó ekki á nógu fljótt, nema stjórn Iðju taki að sér for_ ustuna í þessum efnum, það yrði að sjálfsögðu miklu áhrifameira en ef starfsfólk einstakra fyrir- tækja reyndi að vinna að þessi hvert á sínum stað, Eg álít, að stjórn Iðju hafi ver ið allt of tomlát í þessum efnuir. og mörgum öðrum á undanförnum árum. Hún hefur orðið tómlátari en ella vegna þess, hve öflugan meirihluta hún hefur haft í stjóm arkosningunum. Eg tel líklegt að fylgi hennar sé enn svo sterkt, að ekki sé líklegt, að henni verði steypt úr sessi að' þessu sinni. En bað á að vera hægt að skapa henni meira aðhald og knýja hana þann- ig til þess að vinna betur. Það verður tvímælalaust bezt gert með því að efla fylgi C-listans. Eg vil láta í ljós undrun mína yfir því, hve hefur verið deilt á for mannsefni C-Iistans, Einar Ey- __ Framhald a 13. elðu. nSstudagur 1. marz 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.