Tíminn - 01.03.1963, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.03.1963, Blaðsíða 4
Síðasta vika verður reykvískum konsertgestum vafalaust lengi minnisstæð, vegna þess að' góðir gestir frá Vínarborg og Þýzka- landi létu mönnum í té þrjár svo ánægjulegar kvöldstundir í sam- komusal Háskólans að menn eiga vafalaust eftir „seinna“ meir að segja bver við annan: „Manstu Seefried, Schneiderhan og König? Og er það sanaarlega ánægjulegt að okkar unga Sinfóníuhljóm- sveit skuli eiga í fórum sínum, þann kraft og þá jafngóðu spila- mennsku, sem hún lét í té á föstu dags- og laugardagskvöldið s.l. und ir stjórn þýzka hljómsveitarstjór- tns Gustav König. Hann heldur fastri hendi um sinn tónsprota og hefir að auki viljastyrk og þann hæfileika að fá fram þag bezta hjá hverjum einstökum, og um leið þann heildarsvip, sem gerir hlut- ina sannfærandi enda þótt hlust- andinn skynji vel ýmsa smá agnúa, sem ekki verða yfirstignir þótt nýr stjómandi standi á pallinum, tókst honum að leiða athyglina frá öllu siíku og að veigameiri atriðum. Eínisskráin var bæði kvöldin sam sett af úrvalsverkum og gerði það sitt til að gera þessa tónleika svo ánægjulega, sem raun varð á. Föstudagstónleikarnir hófust á forleik Mozarts að op. Brúðkaup Figaros, sem hljómsveitin flutti mjög skemmtilega. Tilbrigði J. Brahms vig stef, eftir Haydn er fagurt og rismikið hljómsveitar- verk og mjög vandmeðfarið. — Hin syngjandi laglína í upphafi verksins var í meðferð sveitarinn- er helzt til ofknúin, en mörg til- brigðanna voru skínandi vel leik- in. Irmgard Seefried söng þarna tvær Mozart-aríur. Fyrst aríu Susönnu úr Brúðkaupi Figaros og siðan aðra úr „II re pastore", var söngur hennar í þeim alveg heill- andi, engu ofaukið allt svo tiúverð ugt og eðlilegt. Þá flutti söng- konar ,,I1 tramonto“ eftir Respighi mikig og langt verk, en'ekki að sama skapi skemmtilegt áheyrn- ar. Tvö sönglög R. Strauss, voru ógleymanleg í túlkun söngkonunn- ar. Wolfgang ' Schneiderhan fiðlu- ieikari og eiginmaður Irmgard See- fried lék á þessum tónleikum fiðlu konsertinn 1 A-dúr eftir Mozart. Undrabarnið Wolfi, sem einu sinni lék fyrir Reykvíkinga, er nú orð- inn fullorðinn maður, þi'autreynd- ur og fullmótaður listamaður. Spila mennska hans er hin vandaða og vel unna, túlkunin skrumlaus, þar sém allt er gjörhugsað og krufið til mergjar. Tæknin lctt og hindr- analaus, tónninn bjartur og skýr, sveigja og mýkt mynda óhemju- heilsteyptan leik — A-dúr fiðlu- konsert Mozarts er eitt af fegurstu einleiksverkum, sem skrifuð hafa verið fyrir þetta hljóðfæri, var í höndum listamannsins mjög fagur- lega uppdreginn og aðaláherzlan lögð á einmitt það einfalda og fá- brotna, sem einkennir þetta verk. Á seinni tónleikunum laugardags- kvöldið 23. feb flutti Schneiderhan fiðlukonsert í D-dur eftir Beethov- cn. Þarna birtist ný hlið á lista- manninum frá kvöldinu áður, og var vissulega sú reisn yfir allri hans túlkun sem Beethoven hæfði. Samleikur hans og hljómsveitar- innar var yfirleitt góður, þótt í hæga kaflanum vantaði nokkuð á það jafnvægi í leik sveitarinn- ar, sem svo vandfundið er, ein- mitt í þeim kafla. Hljómsveitin flutti einnig á þess um tónleikum g-moll sinfóníu Moz- arts. Þetta rnikla viravirki, ef svo mætti að orði kveða, sem samt er svo sterklega unnið og meitlað. Iðunnarskórnir eru liprir, vandaðir og þægilegir, Nylonsólarnir „DURALITE" hafa margfalda endingu á viö aðra sóla VeljiÖ lit og lag við yöar hæfi i næstu skóbúð. / Má segja að sú spilamennska hafi verið eins og maður hefði óskað eftir, en varla þorað að vona. Hér var öllu til haga haldið, gott tempo sem*aldrei var slakað á, engin vett- iingatök á neinu og tilviljunin engu látin ráða, og átti hljómsveit- arstjórinn Gustav König örugg- Icga sinn þátt í þeirri skemmtilegu framvindu í leik sveitarinnar, sem hér átti sér stað. Irmgard Seefried söng,á þessum tónleikum, að mestu leyti sömu verkin og kvöldinu áður, og var söngur hennar ekki síðri seinna kvöldið, því hún bókstaflega „for- hexaði“ sína áheyrendur, enda góð aðsókn, stemming og hjartanleg- ar móttökur ekki svo lítið atriði. Þeim aðilum, sem að því stóðu að gefa mönnum kost á að heyra þessa afbragðs listamenn, ber að þakka svo og Sinfóníuhljómsveit íslands sem hefir sýnt og sannað að hún getur hlutina, þegar svo ber und- ir, og þannig svo oft veitt hlust- endum ótaldar ánægjustundir með Ieik sínum. Unnur Arnórsdótttr. ☆ Irmgard Seefried hefir sem ljóða scngkona um alllangt árabil stað- ið, sem fyrirmynd í ljóðaflutningi í hugum þeirra hlustenda, sem áhuga hafa á þeirri tegund tón- listar. Og það að eiga von á að hlýða á söng hennar hér í konsert sal hefir verið mönnum ærið til- hlökkunarefni. Segja má óhikað að söngur hennar á miðvikudag- inn 20. febrúar í samkomusal Há- skólans, hafi veitt áheyrendum þá ósviknu og hjaitanlegu ánægju, sem það er að hlýða á svo fágað- an Ijóðasöng. Irmgard Seefried hefir að vísu ekkert óhemju radd- magn, en raddsviðinu, sem söng- konan ræður yfir, hefir hún algjqrt vald á. Tónmyndun, blæ- brigði og allur styrkleiki fellur í svo eðlilegan farveg, við hina and- legu túlkun ljóðanna, og á því bygg ist ljóðasör.gur í sínu fullkomn- asta formi. Efnisskrám hófst á fjórum Ijóð- um eftir F Schubert, urðu þau heldur daufgerð og líkast því sem söngkonan fyndi ekki sjálfa sig og næði tæplega til hlustenda. Öðru máli var að gegna í flutningi iiennar á „Frauenliebe und Leben“ r.ftir Schumann þessum dásamlega lagaflokki,. sem alltaf vex í vit- und hlustandans. þar sem ljóðið er aðaluppistaðan og tónskáldið vefur sína dásamlegu tóna, líkast dýrmætri umgjörð utan um og leggur ag :okum píanóinu til þá auðlegg, sem segja má að lýsi allt verkið upp Öll átta lögin í þess- um ljóðaflrikki flutti söngkonan af þeirri starku en þó öfgalausu ínnlifun, sem einungis er möguleg, Framhald á 15 síðu. Skipaútgerðin Ms. Skjaldbreift vestur um land til Akureyrar 5. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna og Ólafs fjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Hekla austur um land í hringferg 6. þ.m. Vörumóttaka í dag og ár- degis á morgun til Fáskrúðs- fjarðar Reyðarfjarðar. Eski- fjarðar Norðfjarðar. Seyðis- fjarðar. Raufarhafnar og Húsa víkur. Herðnbrríð vestur um land í hringferð 7 þ.m Vörumóttaka á mánudag og árdegis á þriðjudag til Kópa skers, Þórshafnar, Bakkafjarð ar. Vopnafjarðar. Borgarfjarð ar, Mjóafiarðar Stöðvafjarðar. Breiðdaisvíkur Djúpavogs og Hornafjarðar. Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1963 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um að- stöðugjald. Hefir borgarstjórn ákveðið eftiifarandi gjaldskrá: 0.5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, nýlenduvöruverzlun, kjöt- og fiskiðnaður, kjöt- og fiskverzlun. 0,7% Verzlun, ó. t. a. 0,8% Bóka- og ritfangaverzlun, útgáfustarfsemi Útgáfa dag- blaða er pó undanþegin aðstöðugjaldi. 0,9% Iðnaður, ó t. a„ ritfangaverzlun, matsala, landbúnaður. I, 0% Rekstur farþega- og farmskipa, sérleyfisbifreið’ir, lyfja- og hreinlætisvöruverzlanir, smjörlíkisgerðir. J. ,5% Verzlun með glei'augu, kvenhatta, sportvörur, skart- gripi, hljóð'fæii, tóbak og sælgæti, kvikmyndahús, sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkjagerðir, gull- og silfursmíði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslu- stofur, leirkerasmíði, ljósmyndun, myndskurður, fjöl- ritun, söluturnar og verzlanir opnar til kl. 23,30, sem greiða gjald fyrir kvöldsöluleyfi 2,0% Hvers konar persónuleg þjónusta listmunagerð, blóma- verzlun, umboðsverzlun, fornverzlun, barar billjarð- stofur, söluturnar og verzlanir opnar til kl. 23,30, svo og hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi, ó. t. a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er enn fremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til 'tekju- og eignar- skatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þuifa að senda skatt- stjóra sérstakt framtal til aðstöðugjaids, fyrir 15. marz n.k., sbr. 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykjavík, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfé- lögum, þurfa að senda skattstjóranum í Reykjavík sundur- liðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa með • höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjórans í því umdæmi, sem þeir eru heimilisfastir. yfirlit um útgjöld sín vegna staifseminnar í í Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, «kv ofangreindri gjald- skrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargeið um, hvað af útgjöldunum tilheyrir hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gjöld ber að senda tu skattstjóra fyrir 15. marz n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið svo og skipt- ing í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðu- gjald af öllum útgjöldum skv. þeim i.jaldflokki, sem hæstur er. Tekið skal fram, að hafi gjaldandi fengið sérstakan frest fram yfir 15. maiz til að skila framtan til tekju- og eignar- skatts, gildir sá frestur einnig um skil á framangreindum gögn- um varðandi aðstöðugjald. Reykjavík, 28 febrúar 1963, Skattstjórinn í Reykjavík. TIMANN vantar börn til biaSburðar * eftirtalin hverfi: Langholtsveg (innri hluta). Grlmstaðaholt Seltjarnarnes (Melabraut) Bankastræti J — Sími 12323 og 12504. T I M I N N, föstudagur 1. marz 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.