Tíminn - 01.03.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1963, Blaðsíða 5
 — RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON FH tapaði s Esslingen — Tók þátt í hraðkeppni í gærkvöldi og vann úrvalslið 18:10, en tapaði fyrir Esslingen með 14:12 Handknattleiksflokkur Fim leikafélags Hafnarf jarðar, sem nú er í keppnisför í Þýzka landi, tók í gærkvöldi þátt í h-aðkeppnismóti, sem háS var í íþróttahöllinni í Esslingen, sem er smábær rétt hjá Stutt gart. Þrjú liS tóku þátt í keppn inni og var flokkur FH í öðru sæti — tapaði fyrir Esslingen með 'tveggja marka mun í nokkuð hörðum leik — 14 mörk gegn 12. Þjóðverjarnir náðu nokkurra marka for- skoti í byrjun og tókst FH ekki að vinna það upp, þrátt fyrir góðan endasprett. Eins og kunnugt er eru FH-ing ar í boði Esslingen í Þýzkalandi, en þetta lið keppti í fyrrasumar nokkra leiki hér á landi og tap- aði þeim öllum — sumum þó með litlum mun. Hafa Esslingen-menn | fengið nokkra uppreisn með því i að vinna. FH í gær. Blaðið náði í gærkvöldi tali af Páli Eirík-ssyni — einum kepp- enda FH — og spurði hann um mótið og leikina. Páll sagði, að þrjú lið hefðu tekið þátt í mót- inu, auk FH og Esslingen, úrvals lið úr öðrum félögum í borginni. Leikirnir voru 2x20 mínútur og voru háðir í stórri íþróttahöll þar sem salurinn er 2x40 metrar. Á- horfendur voru margir — á annað þúsund og tóku íslenzka liðinu hið bezta. Meðal þeirra voru 20—30 íslendingar, sem komu til að sjá FH, frá Stuttgart og Karlsruhe. Sigruðu úrvalsliðið Fyrsti leikurinn { mótinu var milli FH og úrvaMiðsins og náði FH strax yfirtökunum í þeim leik og sigraði rfieð miklum mun, 18 mörkum gegn 10. Hraði var mik- ill frá upphafi og skotin höfnuðu jafnt og þétt í marki úrvalsliðs- ins og féllu nokkuð jafnt á leik- menn FH. í hálfleik var staðan 10—4 FH í vil. í síðari hálfleikn- um tóku FH-ingar lífinu með ró — enda aðalbaráttan framundan — og var munurinn þá ekki eins mikill 8—6 fyrir FH. Léku strax við Esslingen FH var óheppið í drættmum þannig, að Iiðið varð nokkuð fljót lega að leika aftur gegn Essling- en-liðinu, sem hér keppti. Þetta varð aldrei verulega skemmtileg- ur leikur, þar sem Esslingen ná'ði þegar í upphafi nokkru forskoti og þegar það var fengið tóku Þjóð verjamir upp þá leikáðferð að i tefja sem mest. Þetta fór { taug- arnar á leikmönnum FH, en þeir fengu lítið að gert og tókst aldrei að komast nálægt þeim leik, sem þeir höfðu sýnt fyrr um kvöldið, nema rétt undir lokin, þegar þeim tókst að snúa 14—9 í 14—12, en HJALTI EINARSSON tapið var ekki umflúið. Bezti mað ur FH í þessum leik var mark- vörðurinn, Hjalti Einarsson, sem varði mark sitt með miklum ágæt HEIMSMET OSLÓ—28.2. NTB — Norðmaður inn Ivar Eriksen, Hamar, setti í kvöld nýtt heimsmet £ 3000 m. skautahlaupi á Bislet-leikvangin- um í Osló. Tími hans var 4:33.0 mín., og bætti hann met Knut Johannesen um 9/10 úr sek. — Metið var sett á móti Osló-félag anna fyrir þátttakendur Noregs í heimsmeistarakeppninni. Annar í hlaupinu var Fred A. Maier á 4:34.6, þriðji Knut Johannesen á 4:34.6 og fjórði Nils Aaness á 4: 36.7 mín. — í 500 m. hlaupinu sigraði Alf Gestvang á 41.6. Ivar Eriksen varð annar á 42.1 sek. — í 1000 m. hlaupi sigraði Magne Thomassen á 1:25.7 min., sem er norskt met. um. Ragniar Jónsson var mark- hæstur — en mörki,n féllu þó nokkuð jafnt á leikmennina. Úrslitaleikurinn Að lokum léku Esslingen og úrvalsliðið til úrslita og var það mjög harður leikur og mátti ekki á milli sjá fyrr en undir lokin og tókst Esslingen að vinna með einu marki yfir 14—13, og hljóta þannig sigur í mótinu. Framan af hafði þó úrval'Sliðið yfir og voru Framhald á 15. siðu. KNAIR Þ0n SMAIR SEU -fc UNDANFARIÐ hafa þrír kornungir drengir vaklS mlkla athygli á skfðamótum hér syðra fyrir mikla leiknl og kunnáttu I íþrótt sinnl. Þeir eru að vísu talsvert minni en keppinautarnir err samt sem áður skipa þeir ósjaldan efstu sætin — og í firmakeppninni á dögunum voru þeir allir framarlega. Það er spá kunnugra, að þeir eigl allir eftir að ná langt og ekki verði mörg ár þar til þeir fara að skáka beztu skíðamönnum okkar. Þessir þrír drengir eru ailtaf saman á skíðum og eiga uppruna sinn að telja til helzta skíðabæjar landsins — Slglufjarðar. — Tveir þeirra, Eyþór, 12 ára og Haraldur, 9 ára, eru synir hins kunna skíðakappa frá Siglufirði, Haraldar Pálssonar, en hinn þriðji heltir Tómas Jónsson, 10 ára, en hann fluttist til Reykjavikur fyrir tveimur árum. Myndirnar hér á síð- unni tók Hörður Jónsson. Á stærri myndinni er Haraidur Pálsson ásamt drengjunum. Talið frá vinstri, Eyþór, Haraldur, Tómas, en á minni myndinni sýnir Tómas leikni sína. J T í M I N N, föstudagur 1. marz 1963. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.