Tíminn - 02.03.1963, Qupperneq 1
N
HÚN NAUÐLENT! SUNNAN HAFNARFJARÐAR|
MEÐ ALUM9NIUMPAPPIRINN
MB-Reykjavík, 1. mari.
ÞYRLA frá varnarliðinu nauð-
lenti í dag á túni i kvosinni sunn
an Hafnarfjarðar. Var flugvélin
á lelð frá Reykjavík til Kefla-
víkurflugvallar er tengsli vlð
blöndunginn bilaði, svo vélin
náðl ekki benzíni.
Þyrlan hafði verið í sjúkra-
flugi á vegum flugmálastjórn
arinnar, skömmu áður en ó-
happið varð. Björn Pálsson
hafði verið beðinn um að
sækja konu á níræðisaldri
vestur að Efri-Brún, sem er
vestur við Gilsfjörð. Taldi
læknirinn vestur þar nauð-
synlegt að koma henni strax
undir læknishendur, þar eð
hún var tekin að lamast. —
Björn gat ekki lent þarna
vesturfrá vegna aurbleytu og
fór þess á leit við flugmála-
stjómina, að hún leitaði til
varnarliðsins í þessu máli. —
Arnór HjálTnarsson, yfirflug-
r nferðarstjóri, hafði sam-
oand við varnarliðið að beiðni
i’lugmálastjóra og var þyrla
suiid vestur. Gekk ferðin vel
í alla staði, þar til þyrlan var
búin að skila af sér sjúklingn
Framh. á bls. 15.
Adenauer er alveg
hissa á
Caulle
NTB-Bonn, 1. marz. , j Bonn, að viðræSuslitin milli i
Konrad Adenauer, kanslari Bretlands og EBE hefðu kom-1
Vestur-Þýzkalands, sagði í jg mjög á óvart,
dag á fundi sambandsráðsins' Hann kvaðst skömmu áður hafaí
rætt málið við de Gaulle í París
og hefði þá skilizt á forsetanum,
að hann teldi, að Bretland yrði
áður en langt um liði meðlimur
EBE.
Adenauer lét þessi orð falla á
fundi í sambandsráðinu, sem hald
inn var til að staðfesta samvinnu-
sáttmála Frakklands og Þýzka-
iands. Sambandsráðið veitti um-
beðna staðfestingu með atkvæðum
sjö sambandsríkja, en þrjú sátu
hjá. Þá skoraði ráðið um leig á
ríkisstjórn landsins að nota sátt-
málann til að knýja fram, að Bret
land fengi mngöngu í EBE.
Adenauer tók iðulega fram í
ræðu sinni, að sáttmáli Frakka
og Þjóðverja hefði engin áhrif
á réttindi og skyldur Þýzkalands,1
sem það hefði tekið á sig i öðrum
samningum, Rómarsáttmálanum j
eða Atlantshafsbandalaginu.
Viðgerðarmenn í viðureigninni við blöndungstengslið. (Ljósm.: Tfmlnn-RE),
LITU UNDAN OG
SVORUÐUENGU
KISILIEV gengur að flugvélinni, ásamt dóttur sinni.
(Ljósm.: TÍMNN-GE)1"
MB-Reykjavík, 1. marz.
Ar BLAÐAMENN og ljós-
myndarar voru árrisulir í morg
un. Upp úr sjö voru þelr fam-
lr að vappa um í húsakynnum
Flugfélags fslands á Reykja-
víkurflugvelli. Þangað vom þá
að koma farþegar, sem ætluðn
með einni af Viscount vélum
félagsins til Kaupmannahafnar.
Ekká voru það þó venjulegir
farþegar, sem höfðu vakið for
vitnl blaðamannanna, heldur
tveir erlendir menn, Lev Kisii
iev og Lev Dimitriev að nafni:
rússneskir sendiráðsstarfsmenn
— sem orðið hafa frægir mjög
síðusto dagana hérlendis og
ekki af góðu.
Þrír Rússar sátu í biðsalnum.
Þeir voru fremur þungbúnir á
svip, allt ungir menn. Þeir
höfðu komið þeirra erinda að
ganga frá farseðlum félaga
sinna og biðu nú komu þeirra.
Sú bið varð alllöng. Fleiri Rúss
ar bættust í hópinn - en ennþá
örlaði ekki á hinum réttu. —
Blaðamenn minntust þess, er
tékkneski njósnarinn fór úr
landi í fyrra, að hann laumað-
ist bakdyramegin um borð, og
bundust samtökum um það, að
þannig skyldu þessir ekki
sleppa. En það reyndist óþarfi.
Klukkan tvær mínútur yfir
átta, átta mínútur fyrir brott-
för, renndu tvær sendiráðsbif-
reiðir í hlaðið. Út úr þeim
stigu hinir „langþráðu" Rúss-
ar ásamt konum sínum, og
meira fylgdarliði. Þeir örkuðu
rakleiðis inn í afgreiðslusal-
inn og tóku við skilríkjum sín-
um af þeim, er þar voru fyrir.
Það vgeri synd að segja, að þeir
gerðu blaðaljósmyndurunum
lífið létt. Þeir höfðu einstakt
lag á því að snúa sér í þá átt,
sem Ijósmyndararnir voru
ekki. Og þótt þeir væru þung-
búnir var ekki trútt um að
örlaði fyrir ofboð litlu brosi
Framh. á bls. 15.