Tíminn - 02.03.1963, Page 6

Tíminn - 02.03.1963, Page 6
MINNING Sigfús Þ. Ofjörð í dag er til grafar borinn að Laugardælum í Ámessýslu hinn kunni brautryðjandi um véltækni í sveitum austanfjalls, Sigfús Öfiörð á Lækjamót'i í Sandvíkur- hreppi, en hann andað'ist eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Selfoss laugardaginn 23. febr. s.l. Fyrirtæki þau og félög, er Sig- fús starfaði lengst og mest fyrir svo sem Flóaáveitufélagið, Rækt- unar-amband Flóa- og Skeiða- manna og Verkfærasjóður Árnes- sýslu, heiðra minningu hans með því að kosta útförina. Sigfús var fæddur 13. febr. 1892 að Austur- hlíð í Gnúpverjahreppi. Voru for eldrar hans hjónin Þórarinn Vig- fússon Öfjörð, Þórarinssonar Ö- fjörð. sýslumanns í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum, Magn ússonar klausturhaldara Þórarins- sonar að Munkaþverá og Guðný Oddsdóttir frá Ey i Landeyjum. Þau hjón bjuggu fyrst i Austur- hlíð, en siðan lengi í Fossnesi. Þau voru vinsæl og vel metin, og var Þórarinn búhöldur góður. — Hlaut hann heiðursverðlaun fyrir jarðabætur Um þær mundir, sem Sigfús fæddist, bjó Guðmundur Jónsson frá Kvoslæk./f Fljótsihlíð ásamt : konu sinni, Guðlaugu Jónsdóttir frá Neistastöðum að Hjálmholts- koti í Hraungerðishreppi. Vinátta ( var mikil milli Austurhlíðar og j Hjálmsholtskotshjóna. og þar sem [ Hiálmsholtskotshjón höfðu þá enn ; ekki eignazt börn, þá buðu þau ; Austurhlíðarhjónum barnfóstur. | Var þessu vináttuboði tekið. og fór Sigfús þá rúmlega misseris- gams’1 að Hjálmholtskoti og ólst þar síðan upp. Naut hann mikils ástríkis af fósturforeldrum sínum cg breyttist það í engu. þót.t þeim sjálfum fæddust börn eins og síð- j sr varð, en börn þeirra voru tvö, j og er annað þeirra á lífi, Guðlaug ; síðari kona Margríms Gíslasonar, ’ fyrrv. lögregluþjóns í Reykjavík. j Hjálmsholtskotshjónin voru sér- staklega barngóð, og fékk Sigfús að njóta bernsku og æskuáranna við tiltölulega meira frjálsræði og eftirlæti en algengt var á beim timum. Ekki var lögboðin barna- fræðsla þá komin til sögu, og var J Sigfús því aldrei í skóla, en tima og tíma var hann hafður við nám hjá Margréti Eiríksdóttur síðar húsfreýju í Haga i Gnúpverja- j hreppi. Margrét var þá nýlega kom in frá námi og var orðlögð fyrir: góðar gáfur og kennarahæfileika. I Sivfús- 'rar strax i bernsku fiör- mikill og hugkvæmur um margt og vildi snemma reyna getu sína við ýmisleg viðfangsefni Sérstaklega leit hann smiðatól fóstra síns hýru auga og reyndi þait við alls konar klambur. Beindist sköpunargáfa ( hans á þessu sviði bæði að tré og i járni. Fóstri Sigfúsar lét sem ekkert væri, þótt nokkur efniviður færi forgörðum og tól brygðu biti í höndum drengsins. Við þetta frjáls ræði, er Sigfús naut í æsku, glædd ist athafnaþrá hans. og hinir með fæddu hæfileikar þroskuðust og sóttu f það horf, sem síðar varð svo gagnlegt samtíðarmönnum hans, er áttu eftir að njóta bæði fiölbreytilegra verka Sigfúsar og leiðsagnar á ýmsum sviðum. í æsku vann Sigfús öll þau störf, er til féllu. Hann var sláttumaður ágætur og ötull við heyskap. Marg ar vetrarvertíðir stundaði hann sjó róðra frá Stokkseyri og Þorláks- höfn og var í því sem öðru hlut- gengur vel. Vefari var hann ágætur, skaut : I1 skyttunni ott og títt og skilaði áferðarfallsgum voðum. Yndi hafði Sigfús af skepnum og var sýnt um að hjálpa og hjúkra sjúk um dýrum. Árið 1920 gekk Sigfús að eiga Láru Guðmundsdóttur frá Sól- heimum í Hrunamannahreppi, og hófu þau ’ búskap þag sama ár á Glóru í Gnúpverjahreppi. Hepp- inn var Sigfús í vali maka síns. Lára er góð kona, sem studdi mann sinn með dáð og drengskap slla tið. Þeim varð 6 bama auðið en misstu eitt þeirra. Öll eru börn in dugmikil og góðir þegnar lands ins og bera merki góðrar ættar og góðra uppeldisáhrifa, en segja má, að frú Lára hafi orðið að inna uppeldisstarfið að mestu ein af hendi vegna sífelldrar fjarveru Sigfúsar frá heimilinu við hin margvíslegu störf út á við. Sigfús unni konu sínni miög. r> - homim var vel ljós sá mikli þáttur, sem hún átti í lífsstarfi hans og að án hennar hefði hann aldrei getað skilað því mikla verki. sem eftir hann liggur. Ekki byrjaði búskap- ur þeirra hjóna vel í Glóru, því að Sigfús veiktist þar af stíf- krampa, sem er allóvenjulegur og illkynjaður sjúkdómur. Töldu læknar litla von um bata, en þó fór svo, að ekki voru úti dagar Sigfúsar og mikið starf átti hinn ungi, lífsþyrsti atorkumaður eftir fð vinna. Næst.a vor fór hann að Syðri-Brúnavöllum og keypti þá jörð. Þá voru erfiðir tímar. Ekki var Sigfús lengi á Brúnavöllum. Seldi hann jörðina og réðist til Flóaáveitunnar, en þá var verið að hefja framkv. við það mikla mann- virki. Hin mikla grafvél, sem hafði verið notuð við aðalskurð Skeiðaá- veitunnar, var flutt niður í Flða og hóf hún að grafa aðalskurð á- veitunnar vorið 1923. Unnið-var í vöktum með vél þessari, en jarð- vegurinn var aðallega brunahraun og kiappir, sem varð að sprengja rr.eð dynamiti. Við þetta vann Sig- fús. Var hann skóflumaður, sem kallað var, og mokaði jarðveginum upp úr skurðinum á sinni vakt og stjórnaði einnig sprengingunum. Skóflumaðtirinn varð að vinna bæði með höndum og fótum við að stjórna mokstrinum og var það hið mesta erfiðisverk. Lýsti Sig- fús því svo. að það væri líkast því að binda hey alla daga. Grefti og frágangi aðalskurðarins var ekki lokið fyrr en árið 1929. Síðan varð að færa út nokkurn hluta hinna miklu ruðninga. Var það verk unnið með dráttarvél á jám- hjólum, og var það fyrsta dráttar- vélin, sem keypt var hér í Flóan um. Fyrsta haustið, sem Sigfús vann við gratvélina, flutti hann að Haga í Sandvíkurhreppi, en fjórum árum síðar að Votmúlanorðurkoti i sömu sveit. Þá jörð keypti hann og húsaði hana að nútíma hætti og gerði þar miklar umbætur og r.efndi síðan bæ sinn Lækjamót. Bjó hann þar svo til dauðadags, en hafði fyrir nokkrum árum af- hent elzta syni sínum, Guðmundi jörð og bú. Eftir að Sigfús kom að Lækjamóti, hófst fyrír alvöru hið umsvifamikla brautryðjanda- starf hans Á ævitíð þeirrar kynslóðar, sem Stgfús tilheyrði, hafa gerzt þær mestu breytingar, sem orðið hafa á lífsvenjum og lífsskilyrðum manna yfii’leitt. Þessar breyting- ar hafa gerzt með þeim hætti, að rnenn hafa alltaf verið að rífa nið- ur og byggja upp að nýju og kasta frá sér því, sem gamalt var, og fá í staðinn nýtt og áður óþekkt. Allt hefur þetta miðað að bættum lífs- skilyrðum. Sigfús Öfjörð féll vel inn í slíka tíma, því að hann átti strax ungur hugsjónir um betri iífskjör fyrir alla. Hann var að því leyti mað'ur fjöldans, að hann vildi láta alla njóta betra lífs og fegurra en fyrri kynslóðir höfðu átt við að búa. Þótt Sigfús væri með öllu ólærð ur til munns og handa, eins og sagt er, þá vildi nú samt svo ein- kennilega til, að hann varð á stóru svæði leiðtogi og brautryðjandi á sviði margvíslegrar véla- og tækni- þróunar, og á vissum sviðum braut hann ísinn fyrir. alja lancjsmenn, | eins og þegar hann árið 19*12 fékk Árna Eylands til þess að panta fyrir sig fyrstu jarðýtuna frá Ameríku, sem keypt var til lands- ins, og hóf með henni jarðræktar- siörf og vegalagningu fyrstur allra manna á fslandi. Slík framsýni og framtak er svo einstakt, að ekki má gleymast. Góðir og traustir stuðningsmenn hollra framfara, þeir Einar Pálsson, bankastjóri, og Gísli Jónsson, hreppstjóri, studdu Sigfús fjárhagslega til þessa verks, en hann var þá enn íremur efnalítill maður. Áður hafði Sjgfús verið með dráttarvél- ar við jarðvinnslu hjá bændum, en nú stækkuðu verkefnin, því að ekki stóð á bændunum að hagnýta hin nýju og stórvirku tæki. Þegar Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða manna var stofnað 1946, tók Sigfús öð sér umráð og eftirlit með vél- um þess og tækjum og verkstjórn ■ við ræktunarframkvæmdimar. — Hafði hann þar til umráða skurð- gröfur og jarðýtur auk ýmissa ann arra tækja, en auk þess tók hann að sér vegavinnuvélar sýslunnar og framkvæmdir á viðhaldi sýslu- vega í miklum hluta Árnessýslu. Þá hafði hann og með höndum við hald á Flóaáveitukerfinu. En Sig- fús fékkst við fleira en jarðýtur, dráttarvélar og skurðgröfur, jarð- ræktarframkvæmdir og viðhald vega. Hann vildi líka koma tækn- inni inn í bæina, inn á sjálf heim- ilin til húsmæðranna. Hann lagði vatnsleiðslur og skolpleiðsiur, kom upp miðstöðvarhitun á bæjum, breytti gömlum eldavélagörmum með því að setja í þær olíukynding artæki, svo að eldiviðar- og ösku- burður hvarf úr sögunni, og ekki var minnst um að vera, þegar vindrafstöðvarnar komu til að bera birtu í dimma bæi. Þá var Sigfús í essinu sínu þegar hann var bú- inn'að reka myrkrið út úr kotun- um, en hann útvegaði og setti upp fjölda vindrafstöðva. Þegar menn báðu Sigfús að út- vega sér þessa og þvílíka hluti, koma þeim upp og kenna sér að nota tæknina, þá spurði Sigfús ckki, hvort eða hvenær menn gætu borgað. Hann gerði allt fyrir alla og ekki sízt fyrir þá fátæku og fór glaður og ánægður að verki loknu, þó að greiðslan kæmi ekki fyrr en seinna. Sigfús Öfjörð var áreiðanlegur maður til orða og verka og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hon- um tókst ótrúlega vel að komast hjá aðkasti sem verkstjóri þeirra stofnana, er hann vann hjá. Þó átti sér stað, að menn hreyttu ónot um til hans, ef þeir þóttust ekki fr vélarnar og tækin til vinnu, þegar þeim kom bezt. Sigfús var, eins og flestir hrekklausir menn eru, nokkuð viðkvæmur fyrir slíku í fyrstu, en tamdi sér hógværð og að láta ekki á sér festa ósann- gjarna dóma. Á æskuárum las Sigfús allmikið og bjó vel að því, enda var hann greindur vel. Hann hafði og þá gáfu sem kom sér vel í starfinu rð vera glöggur mannþekkjari. — Ekki fékkst Sigfús við opinber málefni, nema hann var í hrepps- nefnd frá 1947 til síðasta vors, að hann gaf ekki kost á sér til þeirra starfa lengur. Hann var tillögugóð- ur og vinsæll í því starfi. Sveit- ungar Sigfúsar í Sandvíkurhreppi kunnu vel að meta mannkosti hans og hæfileika. Sýndu þeir honum þann heiður, þegar hann varð sjö- tugur, að þeir létu listamann móta höfuð hans og andlitsdrætti í eir og ætla að láta Byggðasafn Árnes- sýslu fá afsteypu úr gipsi til varð- veizlu. Er þeim slíkur höfðings- skapur til sóma. Sigfús Öfjörð var háttvís mað- ur og tranaði sér hvergi fram, en góðir hæfileikar og mannkostir og jákvæð afstaða til verkefna og framfaramála samtíðarinnar í sam bandi við tækni og bætt lífskjör skipuðu honum í röð meðal fremstu manna í atvinnulífi ís- iendinga undanfarin 30;—40 ár. Það var gróði að kynnast hrein um og heilsteyptum persónuleika Sigfúsar og gott að starfa með hinum bjartsýna umbótamanni, um það ljúka þeir upp ejnum munni, sem með honum störf- uðu að framkvæmdum á félagsleg um vettvangi bændanna. Það er gæfa hverri kynslóð, að eiga slíka menn sem flesta. Eg votta konu hans og börnum samúð mípa. Blessuð sé minning Sigfúsar Öfjörð. Ágúst Þorvaldsson Þegar Sigfús Þ. Öfjörð leggur upp í þá löngu ferð, sem okkur öllum er búin, fyrr eða síðar — vil ég ekki að hann fari svo frá garði, að ekki fylgi honum nokkur kveðjuorð frá mér, svo náinn vin- ur sem hann hefur verið mér og mínum, síðan við komum í ná- grenni ha-ns. Hann var fæddur að Fossnesi [ í Gnúpverjahrepp, 13. febr. 1892, I sonur hjónanna Þórarins Öfjörð, : bónda þar, Vigfússonar, silfur- smiðs og bónda í Ketilhaga Þórar- inssonar Öfjörð sýslumanns og Guðnýjar Oddsdóttur frá Ey í Landeyjum. Fárra vikna fór hann í fóstur að Hjálmholtskoti í Flóa — þar sem hann ólst upp, og tók síðan ástfóstri við Flóann — öðrum sveitum fremur — sem entist til lok-a. 14. sept. 1920 kvongaðist har.n Láru Guðmund-sdóttur frá Sól- heimum í Hrunamannahreppi. Lára er glæsileg myndarkona og að allra dómi, er ha-n-a þekkja, góð kona. Þau eignuðust sjö börn. Tvær dætur misstu þau ungar, en hin komust upp — ein dóttir og fjórir synir — öll mikið dugn- aðar- og myndarfólk — nú öll gift og eiga afkomendur. Um Lækjamótaheimilið vil ég [vitna til hins gamla spa-kmælis — að börnin séu spegilmynd heimil- isins. Þá er sú spegilmynd, sem hér blasir við slík, sem allir for- eldrar geta verið ánægðir með og stoltir af. Þau átta ár, síðan við fyrst sá- umst, er svo lítill hluti af hinni löngu og merku starfssögu Sig- fúsar, að han-a rek ég ekki hér — enda mun það gert af öðrum — en hvenær sem ræktunarsaga Suður- lands verður sögð, verður ekki hjá komizt að hans nafn verði þar oft nefnt, svo mjög sem hann hefur lagt til þeirra mála. Þau munu ekki mörg býlin í niðursveitum Árnessýslu, og raunar víðar um Suðurland, sem ekki bera merki hans. Það má segja, að hann gengi í lið með skapara sínum við að fegra og betra það umhverfi, sem hann fór um, svo að f slóð hans uxu ávallt tvö grös þar sem áður var eitt. Þetta má í sannleika segja að væri hugsjón hans og lífsstarf. Þegar framkvæmdir hófust við Flóaáveituna, var hann þar einn fremstur í flokki. Þar eygði hann uppfylling þeirra draumsjóna sinna að sjá hina miidu sléttu Framhald á 13. síðu. Kostaboð okkar er: 3 árgangar (960 bls.) fyrir 100 kr. SAMTIÐIN býður, þrátt fyrir síaukinn útgáfukostnað, óbreytt áskriftarverð 1963. 10 blöð á ári fyrir aðeins 75 kr. Blaðið flytur: Smásögur, skopsögur, getraunir, kvennaþætti, stjörnuspádóma. skákgreinar, bridge- greinar, samtöl og greinar við allra hæfi. SAMTÍÐIN er heimilisblað allrar fjölskyldunnar. Nýir áskrifendur fá 3 árganga fyrir 100 kr. Póstsendið í dag eftirfarandi pöntun. Eg undirrit. , óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNl og sendi hér með 100 kr. fyrir ár- gangana 1961, 1962 og 1963. (Vinsamlegast sendið þetta i ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn: Heimili: Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN — Pósthólf 472, Rvík. 6 T f M I N N, laugardagur 2. marz 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.