Tíminn - 02.03.1963, Síða 15

Tíminn - 02.03.1963, Síða 15
PRESSUBALLIÐ Ball ársins — Pressuballið, er í kvöld og hefst klukkan 19,00 og er þess vænzt, að allir verði stundvísir. Vínstúkan er opin frá klukkan 18,00. Sú skemmtilega ný- breytni verður á ballinu, að boðn ar verða upp forkunnarfagrar orkideur, sem próf. Níels Dungal hefur ræktað í vermihúsi við Suð urgötu, og geta menn keypt þær til að auka enn á prýði kvenna sinna. Þeir, sem orkideur kaupa fá síðan númer, er dregið verður úr og sá heppni fær söluverð orkideanna. Þá má ekki gleyma skemmtiat- riðunum: Gunnar Gunnarsson, skáld, flytur aðalræðu kvöldsins; Svala Nielsen syngur einsöng; Kristinn Hallsson syngur gaman- kviðlinga eftir Stefán Jónsson og Halldór Blöndal og Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson fara með gamanþátt eftir Harald J. Hamar. Nauðlending Framhald ai i siðu. um og var á leið frá Reykja- víkurflugvelli til Keflavíkur- flugvallar. Þyrlan lagði af stað héðan klukkan 15,17. Eftir 4—5 mín. flug kom bilun í ljós. Náði vélin ekki benzíni og var ekki um annað að gera en að nauð lenda. Þyrlan var þá stödd i þúsund feta hæð, skammt austan við Keflavíkurveginn nýja, sunnan Hafnarfjarðar. Renndu flugmennirnir þyrl- unni skáhallt niður á tún, sem er þarna í kvosinni, vestan veg arins. Tókst lendingin í alla staði vel. Þriggja manna áhöfn var með þyrlunni og sakaði hvorki áhöfn né vél. í ljós kom að tengsli við blöndung- inn hafði brotnað. Skömmu eftir að þyrlan var lent, lenti þar önnur þyrla frá varnarliðinu og hafði hún iméífíerðis viðgerðarmenn og varahluti og var gert við þyrl una þarna á túninu og henni síðan flogið til Keflavíkurflug vallar. Þess má geta, að með þyrl- unni hafði Arnór Hjálmarsson yfirflugumferðarstjóri, sent eina af málmræmum þeim, er íéllu til jarðar í Skaftafells- sýslu á dögunum og Tíminn birti mynd af. Munu yfirmenn ganga úr skugga um, hvort hér sé um að ræða málmræmur frá varnarliðinu. 12 tíma fundur Framhald af 16. síðu. rekstur um kr. 250 þús. og til nýbyggingar við sjúkrahúsjð kr. 1 millj. Lagði hann til að þessu yrði varið, þannig: 1. Til lækkunar á útsvörum kr. 1,000.000,—. 2. Til bókasafnsbygginga'r kr. 250.000,—. 3. Til dagheimjlisbyggingar kr. 100.000,—. 4. Til vamar landbroti kr. 100.000,—. AUar þessar tillögur felldi meiri hlutinn. Til vara lagði minnihlut- inn til að kr. 1 millj. yrði varið til að bvggja upp innri hluta hafn- arinnnr, sem er mikið nauðsynja- mál. Kun var einnig felld. Bæjarútgerðin Tap hennar 1961 og til 31. okt. 1962 nam kr. 5.142,343,—. Hins- vegar voru veiðarfærakaup aðeins kr. 8,97. Laun skipshafna voru kr. 1,2 millj. þótt aldrei hafi ver- ið farið á sjóinn. fnnheimtukostn- aður lögfræðinga og önnur störf þeirra voru ura kr. 500 þús. Fram kvæmrlastjórn. bókbald og ferða- koítnaður kr. 300 þús. Kom margt íúrðulegt í ijós i sambandi við sundurliSun á ýmsum rekstr&rlið- m útgerðarinnar. Af því tiiefni fiutti irdnuiblutinn tillögu urn skip un rannsóknarnefndar til að at- huga fjármál bæjarútgerðtf.únn- ar hin síðari ár og gera um þau ítarlega skýrslu til bæjarstjórnar- innar. Tillagan var felld að við- höfðu nafnakalli. Kratarnir hafa haft mest með bæjarútgerðina að gcra og urðu ókvæða við tillögu þessari. Sjálfstæðismenn þorðu ekki annað en forða krötunum frá rannsókninni. Heildartöp bæjarútgerðarinnar nema nú kr. 32 millj. Aðrar skuld ir eru kr. 7 millj. Bæjarsjóður hef ur þegar greitt eða tekið ag sér að greiða kr. 22,5 millj. Aðrar skuldir nema kr. 16,5 millj. Nýjar skuldir hafa sífellt verið að koma í Ijós og alveg óvlst, hvort öll kurl eru enn komin til grafar. Fram- sóknarmenn lögðu til fyrir nokkr- um árum ag bæjarútgerðin yrði lögð niður og togararnir seldir meðan markaður var fyrir þá. Und ir þær tillögur vildu aðrir flokkar ekki taka. Síðan hefur reksturs- tapið aukizt um kr. 10—15 millj. og heldur áfram. Gjaldendur á Akranesi hafa verið undrandi á þessari ráðsmennsku þæjarstjórn armeirihlutans, enda hefur hún sætt mikilli gagnrýni. Gert er ráð fyrir að kr. 4,5 millj. af út- svörunum í ár fari til að greiða skuldir bæjarútgerðarinnar. Er það 25% af útsvörunum. Litu undan Framhald af 1 síðu. hjá þeim yfir hlaupum Ijós- myndaranna. Svo rann upp sú stund, að farþegar gengju um þorð. — Rússarnir voru I miðjum hóp. Fréttamenn reyndu að fá Kis- iliev til þess ag svara spum- ingum, en hann sagði ekki einu sinni njet. Leit bara I hina átt- ina og talaði við litla dóttur sína, er hann leiddi. Á stiga- pallinum sneru Rússamir sér við og veifuðu til sendiráðs- mannanna, sem eftir voru. Þau reyndu að sýnast glaðleg, en þó fór það ekki framhjá við- stöddum, að grátviprur mynd- uðust á andliti konu Kisilievs. Hvort þar var um að ræða mannlegan söknuð yfir að skiljast við fólkið, er hún hef- ur umgengizt síðastliðin ár, eða ótti við hið ókomna, fáum við víst aldrei svarað. DANIR UNNU Danir og Rúinenar léku landsleik I handknattleik á fimmtudaginn og sigruðu Danimiir heldur óvænt með 13:12, en Rúmenar eru elns og kunnugt er núverandi heimsmelstarar og þykir Dönum þetta því að' vonum afar stór sigur. Myndin að ofan er frá leiknum og sést einn hiinna rúmönsku leikmanna vera kominn í skotfæri — en danska vömin var þétt fyrir og náðu þelr Ole Sandhöj, Skovbakken, og Jörgen Skipper að verja skotlð. — (Liósm.: Poltiken). Rugluftust í „twistinu“ NTB—Varsjá, 28. febr. — Bóksalar i Wroclaw j Suð- ur-Pólland urðu heldur betur glaðir á dögunum yf- ir áhuga æskunnar á bók- menntum. Öll eintök, sem þar voru til af sögu Dickens Oliver Twist, seldust upp á fáeinum klukkutímum. En þegar farið var að athuga málið nánar kom í ljós, að þetta stafaði af misskiln j ingl. Unglingarnir héldu að, þarna væri um að ræði' kennslubók í twist-dansi. | Eins árs fangelsi Framhald af 16. siðu. lagi. Var hann dæmdur í fangelsi i 12 mánuði og sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í 2 ár. Frestað hafði verið ákæru á ákærða Einar árið 1961 og hlaut hann fangeisi í 7 mánuði. 2. Máli ákæruvaldsins gegn Birni Hallgrími Gíslasyni, Grett- isgötu 54 B, hér í borg. Sannað var með greiðri játningu ákærða og öðrum gögnum að í júlí og á- gústmánuði s.l. falsaði hann og fénýtti sér 5 tékka samtr,, að fjár hæð kr. 3.300,00. Ákærði hlaut 7 imánaða fangelsi. 3. Máli, sem af ákæruvaldsins hálfu hefur verið höfðað á hend- ur manni nokkrum, hér í borg, fyrir þjófnað. Upplýst var að nótt eina í maímánuði s.I. tók hann að ófrjálsu ásamt öðrum manni tvær sparisjóðsbækur í húsi einu í Vest urbænum, þar sem hann var gest ur. Ákærði, sem hefur eigi áður sætt refsidómi, var dæmdur í fang elsi í 8 mánuði skilorðsbundið í 3 ár og gert að greiða kostnað sakarinnar. Fjölmennir fundir Framsóknarmanna í Borgarfjarðarhéraði Framsóknarfélag Borgfirðinga efndi til tveggja funda s.l. suranu- dag. Að Brún f Bæjarsveit kl. 3, og á Akranesi kl. 8,30. Frummælendur á báðum fund- unum voru alþingismennirnir Hall dór E. Sigurðsson og Skúli Guð- mundsson. Ræddu þeir ítarlega þróun þjóðmálanna frá síðustu kosningum og þau vandamál, sem við blasa að loknu kjörtímabilinu. Einnig gáfu þeir yfirlit yfir helztu málin, sem Alþingi hefur haft til meðferðar í vetur. Var góður róm ur gerður að máli þeirra. Á eftir framsöguræðunum hófust almenn ar umræður og tóku þessir til máls í Brún: Daníel Ágústínusson, Akranesi; Þórir Steinþórsson Reykholti; Guðmundur Bjömsson, Akranesi og Björn Jakobsson Varmalæk. Fundurinn var fjöl- mennur og sóttur úr öllum hrepp um Borgarfjarðarsýslu. Eftir framsöguræðurnar á Akra nesi tóku þessir til máls: Guð- mundur Björnsson; Björn H. Björnsson; Ásgeir Guðmundsson; Þórhallur Sæmundsson og Krist- ján Jónsson. Fundurinn var einn- ig fjölmennur og munu á 2. hundr að manns hafa sótt báða fundina. Fundarstjóri á Brún var Þórir Steinþórsson en á Akranesi Daníel Ágústínusson. Guðmundur Bjöms son var ritari. Á báðum fundunum voru kjörn- ir fulltrúar á flokksþing Fram- sóknarmanna, samkvæmt því er lög flokksins mæla fyrir um. Fundir þessir í upphafi kosn- ingabaráttunnar sýndu ijóslega að Framsóknarmenn f Borgarfjarð- arhéraði eru staðráðnir í því að láta sinn hlut ekki eftir liggja og fylkja ótrauðir liði til mikillar sóknar og sigurs í næstu kosning- um. ÁREKSTUR Reykjavík, 1 marz. — Á tím- anum frá kl. 9 til 12 á hádegi í gær var ekið á Moskvitsbíl, R- 4044, sem stóð á Stakkholti, rétt austan við Stórholt Bíllinn er stór skemmdur, hefur komið mikið högg á hægri hlið og virðist sem bakkað hafi verið á hann. Eigand- ir.n hefur orðið fyrir miklu tjóni, og skorar rannsóknarlögreglan á ‘áðkomandi ökumann ag gefa sig fram, svo og þá sem kynnu að hafa' séð til, þegar hann ók á litla bílinn. T í M I N N, laugardagur 2. rnarz 1963. — Ráðstefna skóla- stjóra og yfir- kennara HF—Reykjavík, 28. febr. Ráðstefnu skólastjóra og yfir- kennara barna- og gagnfræðaskól- anna í Reykjavík, er nýlokið, en hún var haldin að tilhlutan fræðslustjóra og skólastjórafélags ins { Reykjavík. Gestur ráðstefn- unnar var Ola Laukli, fræðslustj. í Drammen í Noregi. Einnig er hér á vegum fræðsluskrifstofunn ar Kr. Thomsen Jensen, fræðslu- stjóri Kaupmannahafnar. Ola Laukli er á förum héðan eftir vel heppnaða ráðstefnu, en Kr. Thomsen Jensen á eftir að haida hér fjögur erindi fyrir kenn ara, og verða þau flutt nú um helg ina í samkomusal Hagaskólans, að undanskildu því fyrsta, sem flutt verður í samkomusal Mela- skólans. Vegna þessara erinda, mun kennsla í barna- og gagn- fræðaskólum faiia niður laugar- daginn 2. marz. Fræðslustjóri sagði blaðamönn- um { dag, að hinir margvíslegu þættir skólalífsins yxu sífellt og færi fjölgandi, og nauðsynlegt væri því að fylgjast með þróun þessara mála og framförum. Ný- yfirstaðin ráðstefna, sem áður er minnst á, vséri mikið spor í þessa átt. Annars voru hinir erlendu fræðslustjórar á einu máli um það að skólar hér á landi væru með þeim fullkomnustu og glæsileg- ustu, sem þeir hefðu séð, og auð sýnilega væri hér vel að skóla- málum búið. Hinn norski fræðslu stjóir, Ola Laukli sagði t.d. að skólamálin hér væru í betra horfi en í Drammen, hans eigin yfirráða svæði. Þessir góðu gestir hafa áreiðan lega lagt góðan skerf að mörkum til íslenzkra skólamála, og von- andi eigum við von á fleirum, sem svo gera. Kaupa meiri vopn NTB-Bonn, 27. febrúar.— Vestur-Þýzkaland mun auka hergagnakaup sín í Bret- landi um 200 milljðnir marka frá því, sem áður var ákveðið, og er þetta gert til að bæta upp þá minnkun á slíkum innkaupum, sem átt hefur sér stað á síðasta ári. TRIJLOFUNAR HRINGIR Lamtmannsstig 2 ÆSKULÝÐSDAGUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR 1 Hinn árlegi Æskulýðsdagur líinnar íslenzku Þjóðkirkju er n.k. sunnudag 3. marz. Verða þá æsku lýðsguðþjónustur með sérstöku sniði. Kvöldvökur i ýmsum söfn- uðum. Útvarpsdagskrá síðdegis og merki seid víða um land. Þetta er fimmta árið, sem kirkj an hefur sinn sérstaka æskulýðs- dag. Undanfarin ár hefur unga fólkið tekið í hina útréttu hönd safnaðarleiðtoganna og flykkst í sóknarkirkjurnar. Er fyrirkomu lag og meg þeim hætti, að öllum verður auðvelt og eðlilegt að vera virkari þátttakendur í guðsþjón- ustinni heldur en oft vill verða. Eru prentaðar messuskrár afhent ar hverjum kirkjugesti við kirkju dyr, en á þessum blöðum eru öll messusvörin. Er þess vænzt, að kirkjugestir fiytji svörin og syngi sálmana. Þá munu einnig ung- menni lesa pistil og guðspjall dags ins og biðja inngöngubænina. Verða þessar guðsþjónustur í flest um kirkjum landsins, annað hvort r.úna um helgina eða næstu sunnu daga, þar sem svo hagar til, að prestur getur ekki messag á öll- um kirkjum prestakallsins sama daginn. Síðdegis á æskulýðsdaginn verð- ur svo sérstök útvarpsdagskrá, þar sem m. a. kemur fram ungt fólk cg fjallar um ýmiss atriði hins kirkjulega starfs, sem það hefur verið þátttakendur í. Einnig verða víðs vegar um landig sórstakar kvöldvökur, sem unga fólkið býð- ur foreldrum og vinum að sækja. Merki munu einnig verða boð- ín til kaups, en allur ágóði af sölu þeirra rennur til byggingar sum- arbúða, sem kirkjan annag hvort er að reisa eða senn verður haf- izt handa um. Er mikil grózka í þeim málum og mjög margir á- hugasamir menn hafa lagt sinri skerf fram til þess, að þetta staril megi bera sem ríkulegastan ávöxf* Eru foreldrar hvattir til þess að leyfa börnum sínum að selja merk in. Æskuiýðsstarf kirkjunnar vill ekki breikka þá gjá, sem oft virð ist vera milli foreldra og barna þeirra, sérstaklega hinna stálp- aðri, heldur reynir kirkjan að brúa bilið milli kynslóðanna. Þess vegna er vonazt til þess, að æsku lýðsdagur kirkjunnar megi jafn- framt verða kirkjulegur fjölskyldu dagur, og í sem flestum kirkju- bekkjum megi sjá foreldra með rnglingunum. Verði sú raunin mun boðskapur kirkjunnar þenn an dag sem alla aðra, stuðla að traustari fjölskylduböndum og r ■ t1 1 : 11 11 , , •! •• i ii, ií. . 'M ÞAKKARÁVÖRP • .-■■■• — - • - - ■- ■ ;_ Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vin- arhug á sjötíu ára afmæli mmu hinn 12. febrúar 1963, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Óska ég þeim öllum farsældar. Stefán Jónsson, Ekru Eg undirritaður þakka af alhug stjórn og fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Skagfirðinga fyrir að heiðra mig með smekklegri og fallegri gjöf á sextugsafmæli mínu þ. 23. febrúar s.l. Jón Björnsson, Hafsteinsstöðum. Hjónln Anna ÞórSardóttir og Þorsteinn Brynjóltsson frá Nýjabæ f Flóa, verða jarðsungin frá Fossvogskirkju n. k. mánudag 4. þ. m. kl. 10,30 árd. Athöfninnl verður útvarpað. Guðrúrr Þorsteinsdóttlr Hans Þorsteinsson 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.