Tíminn - 03.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.03.1963, Blaðsíða 7
Utgofandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franikvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó'rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- liúsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingaslxni: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan. tands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Athyglisverð ummæli Einars og Hannesar Ef stéttarfélög eiga að ná tilætluðum árangri, veröa þau að setja hagsmuni félagsmanna sinna ofar pólitísk- «m sjónarmiðum. Þetta ræddi Einar Eysteinsson, for- inannsefni lýðræðissinnaðra vinstri manna í Iðju á fundi íélagsins síðastliðið fimmtudagskvöld. Einar sagði m. a.: „Það orkar varla tvímælis að hinn harði pólitíski f lokka- dráttur, sem orðinn er í nær öllum launþegasamtökum, er að '/»rða og er þegar orðinn stéttarfélagsskapnum yfir- sterkari. Þessa þróun mála álít ég til mikillar óþurftar fyrir launþegasamtökin. Eg hygg cð launþegasamtök- um sé bezt borgið með þeirri stjórn, sem metur félags- samtökin meir, en þann pólitíska flokk, sem stjórn félags- skaparins kann að fylgja. Og það hlýtur að vera frum- krafa Iðjufólks að stjórn þess, setji hagsmuni þess ofar hagsmunum einhvers stjórnmálaflokks. Það á ekkert skylt við það að stjórnarmeðlimir megi ekki hafa ákveðn- ar pólitískar skoðanir, heldur það eitt að.hagsmunir fé- fagsskaparins — hagsmunir Iðjufólks — eiga að sitja í fyrirrúmi hjá þeirir stjórn, sem Iðjufólk velur sér. En er þessu nú svo farið? Hefur núverandi stjórn Iðju látið hagsmuni okkar sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum núverandi ríkisstjórnar? Eg spyr ykkur öll, hér í þessum fundarsal, finnst ykkur stjórn Iðju hafa haldið þannig á málum, að þess gæti, að hagsmuna okkar hafi verið drengilega gætt? Eg svara þessu neitandi, ég álít að hagsmuna okkar hafi verið illa gætt, en hagsmunir nú- verandi ríkisstjórnar látnir sitja í fyrirrúmi. Eða hvern- ig stendur eiginlega á því að á árunum 1957—'58 hafði stjórn Iðju forgöngu um kjarabætur. en síðan er þessi sama stjórn orðinn taglhnýtingur annarra verkalýðsfé- laga." Hannes H. Jónsson, sem einnig talaði af hálfu lýðræð- issinnaðra vinstri manna, vék að þessu sama. Hann sagði: „En nú skulum við athuga hvaðan þær kjarabætur eru komnar, sem við höfum fengið nú á árunum 1961—'63. Eg hygg að enginn geti neitað, að þær eigum við að þakka samningum á milli Verkalýðsfélagsins Iðju á Akur- eyri annars vegpr og fyrirtækja samvinnumanna hins veg- ar. Þessir samningar urðu til þess, að mörg verkalýðsfé- lög fengu þessa kjarabót, en stjórn Iðju var ekkert að flýta sér að fá sömu samninga til handa sínum meðlim- um fyrr en flest önnur verkalýðsfélög höfðu komið þeim á áður. En hvaða ástæður geta verið fyrir því, að stjórn Iðju hefur látið undir höfuð leggjast að hafa á hendi frumkvæðið um þessar kjarabætur, sem henni ber að mínu áliti að hafa, vegna þess að þetta er stærsta stéttar- félag iðnverkafólks á landinu. Það hlýtur að stafa af því að sú stjórn, sem nú er við völd í Iðju, er hnýtt pólitísk- um böndum flestum þeim aðilum, sem hún á að semja við um kaup og kiör og það eru þeir sem ráða því raun- verulega hvenær samningar eru undirritaðir og hvenær ekki. Svo er hamrað á því í blöðum þeim, er styðja stjórn iðju, að þær kjarabætur sem iðnverkafólk hefur fengið séu „pólitísk skemmdarstarfsemi". Ekki hef ég séð að stjórn Iðju hafi mótmælt þessum ásökunum, en samt er erfitt að trúa, að þeir álíti þessar kiarabætur sem iðn- verkafólk hefur fengið ómaklegar því til handa." Þegar pólitísk sjónarmið eru þannig farin að ráða i verkalýðssamtökum. er vissulega komið í óefni. Því má hiklaust taka undir þessi lokaorð Hannesar H. Jónsson- ar á Iðiufundinum: „Það er ekki nokkur vafi að það er fjöldi af fólki sem hefur á uudanförnum árum orðið vitni að því að tog- Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:M Sí> vinna hinn mesta sigur, ef þeim tekst að leysa Kongómálið Eisenhower vantreysti Bandaríkjunum til að ieysa vandann. ÓLÍKLEGT er, að nokkur sé ánægður með ástand mála í Kongó. Ekki verður komið auga á neina fljótvirka lausn á þeim vanda, Sem þar er við að stríða. Ef leggja á dóm á það, seim Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar gert í Kongó og eins hitt, sem Bandaríkin hafa áunnið innan Sameinuðu þjóð- anna, verður fyrst að gera sér ljósa þá grundvallarstaðreynd, að Kongó er stórt, auðugt og óháð ríki, sem ekki er undir það búið að stjórna sér sjálft, nema með utanaðkomandi að- stoð. Þegar sagt er, að Sameinuðu þjóðirnar hafi í upphafi ekki gert ráð fyrir neinu svo um fangsmiklu fyrirtæki, hvork’ hernaðarlega né tæknilega, þá er það ekki nema satt. Höfund- ar stofnskrárinnar 1945 sáu ekki fyrir ástandið f Kongó 1960, né yfirleitt hvað gerðist, þegar nýlenduveldin yrðu upp hafin. Ef ég man rétt, þá voru á sveimi óljósar hugmyndir um, að nýlendunum yrði gef- ið frelsi smátt og smátt, þegar yfirdrottnarnir væru búnir að mennta þær til sjálfsstjórnar, eins og Bretar fóru að með Ind land, og Bandaríkin með Fi'lippseyjar. Þetta átti að vera fyrirmyndin að frelsun ný- lendnanna að svo miklu leyti sem um málið var yfirleitt hugsað. F,N SVO mikið er víst, að Belgar fylgdu ekki þessu for- dæmi í Kongó og Portúgalar fylgja því ekki í Angóla, sem líklega verður annað Kongó. — Gagnvart Kongó ræður það úr slitum, að ríkið fékk pólitískt frelsi án nægilegs undirbún- ings. í Kongó var enginn háskóli fyrr en árið 1954 og aðeins sára fáir Kongóbúar hlutu háskóla menntun í Evrópu. Þegar Kongó fékk sjálfstæði árið 1960 höfðu aðeins um 30 Kongóbúar lokið háskólanámi. Árið 1958 stunduðu enn aðeins 18 þúsund af 13 milljónum íbúa í landinu nám í fram haldsskólum. Belgar stærðu sig af undirbúningsmenntun og atvinnumenntun Kongóbúa og heilbrigðisþjónustunni í land- inu. Því var ekki að ástæðu- lausu haldið fram, að Kongó væri „sýningarnýlenda'1. En Kongó var nýlenda og ekkert nema nýlenda allt fram á þann dag, að þv; var gefið frelsi. ÞAÐ ER ekki nema eðlilegt KASAVUBU forseti Kongó ADOULA forsætisráðherra Kongó að spurt sé, hvort ekki hefðt verið hægt að fresta frelsis- veitingunni. Belgiska stjórnin leit ekki þannig á málið. Þegar óeirðirnar urðu i Leopoldville í janúar árið 1959, sættu Belg- ar sig við þá hugmynd, að Kongó fengi frelsi með tíman- um. Leiðtogar Kongó-búa fylgdu fast á eftir, Belgar létu undan síga og ákváðu, að frels ið skyldi veitt 30. júní 1960. Þetta var auðvitað allt of snemmt. Framkvæmdina brast allt öryggi, þar sem allan und- irbúning sjálfstjórnarinnar vantaði. Þverbresturinn varð aðeins sex dögum eftir að sjálfstæðið fékkst. Ómenntaðir Kongó-her- menn gerðu uppreisn gegn belgískum yfirmönnum sínum í kjölfar uppreisnarinnar fylgdu hryðjuverk. Evrópu- menn flýðu, og belgískar fall- hlífasveitir hertóku helztu borg irnar, gegn vilja landsstjórnar innar. f þetta öngþveiti var komið þegar stjórn Kongó leit aði til Bandaríkjanna um hern aðaraðstoð. Svar Eisenhowers forseta við þessari málaleitan réði úr slitum um það, sem á ef’.ir kom. Hann neitaði að sead x bandarískar hersveitir og révi Kongóstjórn til að biðja um aðstoð Sameinuðu þjóðanna. — Þannig gerðist það upphaglega að Sameinuðu þjóðirnar urðu aðili að Kongó. ÞAÐ VORU því ekki samiök R Afríku- og Asíuríkjanna, sem G ýttu Sameinuðu þjóðunum inn M í Kongó. Eisenhower forseti n sneri sér ekki til Samcmuðu a þjóðanna af því, að han.n vær; S yfir sig hrifinn af peim eða « Kongó, heldur af hinu, að ffl bandarísk afskipti blöstu við að öðrum kosti. Það hefði ver ið óhyggilegt, — svo að vægi- lega sé til orða tekið — með hliðsjón af öllum öðrum flækj um, sem við áttum í hvarvetna um heim. Algert afskiptaleysi befði alveg efalaust leitt til þess, að Rússum hefði verið boðið að hjálpa til við að hrekja hina óvelkomnu Belga á burt. Hverjum þeim, sem vill hugsa skýrt og óvilhallt um það, sem gert hefur verið í Kongó og gera þarf. er nauð- synlegt að minnast þessarar forsögu. Hún sýnir, að nú, þeg ar búið er að binda endi á að- skilnað Katanga, er meginvanú inn skortur emhættismanna. herforingja, tæknimenntaða manna og kennara. Úr þessari vöntun verður varla bætt með menntun Kongó-búa sjálfra fyrr en eftir heilan mannsald- ur. Þangað til verða aðkomu rnenn að skipa margar stöður, bæði á vegum einkaaðila og hins opinbera, og eitthvað vald utan Kongó verður að hjálpa til að halda uppi lögum og reglu. SAMBEINUÐU þjóðirnar og Belgar eru þegar byrjaðir í þessu verki, og þvi ættj aS miða vel fram, úr þvj að bo«; arastyrjöldinni er lokið. Ua 2000 Kongó-búa taka þátí 1 þjálfunaniámskeiðum umdir umsjá Sameinuðu þjóðanpj. Þær hafa útvegað þúsund av- Ienda kennara og tæknifræð inga Belgar leggja fram þjén ustu 2000 þjálfaðra manna. kennara, lækna og landbúnað arsérfræðinga. Alls eru 40 þús. Belgar í Kongó, einkum yj? starfrækslu fyrirtækja, og stuðla að framþróun landsrns. Geti Sameinuðu þjóðirrw lagt af mörkum það vald og vernd, sem Kongó þarfnast. tryggt áframhaldandi þjónustu útlendinganna og útvogað í við bót þá tækniaðsfoð. s»>ni ívauð synleg er til framþróunar vinna þær í málinu þann jojr- sigur, sem en-gu SJVru yfirwaJdi í heiminum hnffti sxifa- azt að ná. --------- - - streitan sem háð er innan margra félaga er á góðri leið að eyðileggja þau og heildarsamtök þeirra, Alþýðu- samband íslands. Og þetta fólk skilur nauðsyn þess að teynt sé að efla nýtt og hlutlausara afl innan verkalýðs- samtakanna til þess að forða þeim frá glötun. Og það er þetta fólk, sem mun fylkja sér um lista okkar í þessum kosningum og það mun sjá til þess að sá árangur sem við náum nú. verði því fólki hvatninq til að koma fram á svið verkalýðsmála sem skilur nauðsyn hess að kjara- barátta sé háð án óeðlilegrar íhlutunar stjórnmálaflokk- anna." Það er ekki sízt til að árétta þetta mikilsverða sjónar- mið, sem það er mikilvægt, að listi lýðræðissinnaðra vinstri manna nái góðum árangri í Iðjukosningunum. T í M I N K, srmnndagartnu 3. niarz 1963. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.