Tíminn - 03.03.1963, Síða 13

Tíminn - 03.03.1963, Síða 13
ÞORSTEINN JÓNSSON, Úlfsstöðum: SKILHINGUR A „SKYGGNI" OG ORSÖK HNIGNANA !• | Maður nokkur kom í hús í Reykjavík og hitti þar fyrir! „skyggna“ konu. „Mikið ertu líkur henni mömmu þ;nni“, sagði konan. „Hvemig getur þú sagt um það,“ j svaraði maðurinn. „Þú hefir aldrei séð móður mína.“ „Eg sé hana í fylgd með þér“, sagði þá konan. „Eg sá hana koma hér inn á undan þér“. „Það þykir mér skýtið“, svaraði maðurinn. ..Móðir mín er enn á lifi og hin brattasta“. Þá fór „skyggna“ konan að lýsa útliti móðurinnar, og kom sú lýs- ing heim við það sem var. Meðal annars sagði hún það, sem hún þá ekki vissi, að móðir umrædds manns væri hjúkrunarkona og klædd hjúkrunarbúningi. „Hún er smávaxin", sagði sú „skyggna", „og smáeyg. Augun í henni eru alveg eins og í mús“, og þótti manninum þetta síðasta sérstaklega skrýtið, því að' einhvern tíma áður hafði svona verið komizt að orði um augu móður hans. Þessi frásaga, sem ég held að ég hafi nokkurn veginn orðrétt eftir, ætti að geta brugðið ljósi á, hvað rauninni muni vera um að ræða, þegar einhver þykist sjá fylgjur eða huldufólk í námunda við sig, eða þegar miðlar tala um framlið- líí fólk, sem statt sé þar, sem mið- ilsamkoman er haldin. Eins og hver maður ætti að geta séð fram á, þá hefir hin umrædda móðir á engan hátt getað verið stödd hjá syni sínum, þegar hin „skyggna" kona þóttist sjá hana þar, og er þá ástæða til að ætla, að svo muni heldur ekki vera um svipi fram- liðins fólks eða álfa. Það sem hér er um ag ræða, er því einungis samvit eða samskynjan við ein- nverja þá, sem aðstöðu hafa til að sjá og vita am það, sem fyrir mið- ninn ber, og er ekkert fjær hinu rétta en að tala um sálfarir á þann hátt, sem dultrúarmenn gera, eða að „andi“ framliðins fari í líkama miðilsins eins og einhvers konar skjóðu. Það sem hér kemur til skilnings er að vita, að í svefni, sem miðilsástandið er aðeins af- Irigði af, á sér stað þátttaka sof- andans í lífi og skynjan annars eða annarra, og að sál og líkami eru eitt og óaðskiljanleg á sama hátt og skrifað orð er óaðskiljan- legt bókstöfum. II. Nýlega sá ég eitthvað um það í blaði, að framgangur hinnar frum slæðu og lítt göfugu negratónlistar muni stafa af því, að hin háþró- aða tónlist Vesturlanda á 18. og 1S. öld hafi verið farin að staðna líkt og lengra vrði ekki komizt og gæti þá verið ástæða til að spyrja, hvers vegna sú stöðnun hafi orðið. Og á sama hátt mætti einnig spyrja um svo margt annað, eins og t. d. það, hvers vegna hin svonefnda abstraktlist í litum, línum og jafn- vcl skáldskap skuli nú að miklu icyti vera komin i stað þeirrar, sem áður rikti — Einhvers stað- ar hefi ég lesið, að sams konar fyrirbæri og þessi nútímalist hafi í stað annarrar áðurríkjandi listar lromið fram í myndgerð hinnar merkilegu Kro-Magnonmanna, og að það hafi verið um það leyti sem menning þeirra leið undir lok og þeir sjálfir hurfu úr sög- unni. Hvað kom til þess, að þann- ig skyldi fara fyrir þessari mann- tegund, sem að heilabyggingu og öðru líkamlegu ágæti virðist ekki hafa verið síðri en nútímamenn, og hvaða samband var á milli sögu- loka þeirra og þessarar listtegund- ar? Og það er ástæða til að snyrja enn. Hvers vegna var það, að ýmsar aðrar menningaröldur, sem um stund stendur hátt. eins og t d hin forngríska, féllu og liðu undir lok? Er það lögmál. að svo hljóti ævinlega að fara, eða er hér að- cins um sjúkleika að ræða eða mistök? Eg get ekki betur séð en að svo hljóti að vera. Ástæðan til þess, að ekki varð haldið áfram þar sem alltaf hafði verið byrjað j og snilli hafði verið náð, hlýtur. að 1 vcra sú, að gefist hafi verið upp | við eitthvað það, sem komast þurfti yíir eða í gegn. Ástæðan hlýtur að ! vera sú, að gefizt hafi verið upp ekki verið náð, sem nauðsynlegt ! var að ná til þess að lengra yrði haldið. Ef litið er yfir sögu Vesturlanda, þá ber þar hátt í viðleitni til vitk unar aðeins örfáa menn. Kopernik- us ber þar hátt, Brúnó, Galilei, Kepler, Newton og síðar Lamark og Darwin. Þessir menn ásamt nokkrum öðrum hafa orðið til þess meðal annars að gera nútímamönn um það ljóst, að jörðin, sem þeir byggja, er ein meðal stjarna himins ins, og að aiit lýtur þar sama lög- j rnáli, hvað hreyfing snertir og á- j hrif hvað á annað. Og hvag varð- , ar skilning a lífinu var það mikið j afrek að gera sér það Ijóst, að þró- j un hafi þar átt sér stað frá ófull- kominni byrjun til þess, sem nú er { orðið. En með þessu er þó ástæðu-! iaust að ætla, að neinu fullnaðar- j takmarki hafi verið náð. Margt; er ag enn. sem ekki hefur verið skilið og ástæða er þó til að ætla, að nauðsynlegt væri að öðlast ! skilning á. pannig er t. d. um það, I hvað lífið > rauninni er, hvað að I þv; stendur og uppruna þess á Ijprðinni’og hvað tekur við hjá hverjum einum, þegar lífi hans lýkur hér. Hvað þetta snertir hafa menn, enn sem komið er, ekki haft annað en eitthvað sams konar því, sem menn höfðu í heimsfræði fyrr á öldum. En þó að menn viti sig hér ekki hafa annað en lítt- rökstuddar hugmyndir og trú, þá þarf það hins vegar ekki að vera alveg óhugsanlegt, að einnig í þessu efni hafi komið fram eitt- hvag það, sem telja mætti beint framhald þess, sem hér að framan hefur verið talið. Nú er ekki lengur deilt um það,; scm einu sinni var þó ekki vitað, að sólin en ekki jörðin er þunga- miðja þess, sem hlotið hefir heit- ið sólhverfi. Nú er ekki lenguri Víðivangur Mbl., að „íslenzk stjórnarvöld" séu þeirrar skoðunar, að hag kerfið hér hafi betri aðstöðu til þess að standa undir kaup- hækkunum frá 1962 en þeim, sem urðu á árinu 1961. Þetta minnir mig á skrýtl- una: „Dýrleif j Parti sagði mér. En ég hafði áður sa.gt henni.“ (Dagur). deilt um það, sem einu sinni var heldur ekki vitað, að fastastjörn- urnar eru sólir svífandi um geim- inn, og að hvað eina er þar háð öðru vegna ákveðinna kraftsam- banda. Það er jafnvel ekki deilt um það lengur, hvort plánetur eða jarðir muni yfirleitt fylgja hverri sól. Slíkt er nú talið alveg sjálf- sagt, og að tala byggilegra jarða muni því vera meiri en svo að nokkru tali taki. Menn eru jafn- vel farnir að telja það alveg sjálf- sagt, að líf hljóti að vera miklu víðar en á þessari einu jörð. En hvað mundi þá þeim, sem gert hafa sér þetta Ijóst og losað hefðu sig við fyrir fram hleypidóma, finnast um það að talað væri, og ekki án fullgildra raka, um beint lífsamband á milli allra hinna ótal mörgu lífheima stjarnanna? Mundi hann ekki geta séð, að slíkt væri beint framhald af skilningi Newtons á aðdráttarsambandi sljarnanna? Og ef þessum manni, sem laus væri við hleypidóma, væri að auki sagt frá því, að þetta heimsamband lífsins hefði staðið að lifnun hér á jörðu svo sem á óllum öðrum, og að það væri fyrir það samband að menn endurnærð- ust til lífs í svefni, — væri honum sagt, að lífið væri aðeins ákveðin efnaskipan, ákveðin samstilling efnis og magns til fullkomnari sambanda út á við en átt geta sér f.rað í hinu líflausa, hvort mundi hann þá ekki geta séð, að þar væri urr að ræða framhald af þeirri þekkingu, sem gerði mönnum kleift meðai annars það að finna upp útvarpið? Nú standa þannig sakir varðandi það, sem vikið var að hér í upphafi, að annaðhvort er það talið ekki viðlitsvert eða þá að tekið er á þvi algjörlega óframfarahæfum skilningstökum. Eins og hverjum manni ætti að geta verið ljðst, þá hafa í aðalátriðum erigar fram- farir orðið á skilningi manna varð- andi þessi efni allt frá því að sögur hófust fyrst, og stafar það auðvit- að af því, að þar hefir skilnings ekki verið leitað í framhaldi af hinni vísindalegu þekkingu, sem þegar hefir fengizt á heimi og lífi. Meðan byggt er á öðru en því, sem hægt er að sjá og þreifa á, gctur engin raunveruleg bygging orðið eða skilningur. En kæmi hins vegar í ljós, sem ekki ætti að þurfa að efast um, að bregða mætti hér á hinni vísindalegu birtu, og gerðu menn sér það meira að segja ljóst, að slíkri birtu hefði þar verið brugðið á, þá mundi bráðlega reynast á hinn veginn. Auðnaðist mönnum að losa sig svo við hleypidóma og kotungs- hátt gagnvart þvi, sem íslenzkt er -'■ða komið hefir fram á fslandi, Framh. á bls. 15. Skák Hvítt: Bobby Flscher. Svart: Blsguier. * F' ' Spánski lcikurinn 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, Rf6. (Þetta er eitt elzta afbrigði Spánska leiksins og heldur sjald- séð nú á dögum. Með því að velja þetta afbrigði hefur Bisguier vilj- að koma í veg fyrir, að Bobby gæti haft not af hinní geysimiklu. „teó- ríukunnáttu" sinni). 4. o-o, Rxe4. 5. d4, Rd6. 6. Bxc6, dxc6. 7.dxe5, Rf5. 8. DxDf. (í skák sinni við Neikird í Portoroz 1958 reyndi Bobby að komast hjá drottningar- kaupum hér og lék 8. De2, en hann hafði ekki af miklu að státa eftir —, Rd4. 9. Rxd4, Dxd4). 8. — KxD. 9. Rc3, Ke8. (Þessum leik verður svartur að leika fyrr eða síðar). 10. Re2, Be6. (Svartur hefur trausta stöðu og það kem- ur ekki mjög að sök,- þó að hann hafi glatag rétti sínum til að hrókera). 11. Rf4, Bd5. 12. Rxd5 exd5. 13. g4, Re7. 14. Bf4, c6 (Fram að þessu hafa báðir kepp endur farið troðnar slóðir, þ. e fylgt skák þeirra Gligoric og Nei kirch í Portoroz 1958. Hér lék Neikirch hins vegar 14. — c5 og er sá leikur vafalaust síðri en Bisguiers). 15. Hfel, Rg6. 16. Bg3, Bc5. 17. c3, Rf8. 18. b4, Bb6. 19. Kg2, Re6. 20. Rh4. (Svartur var þess albúinn að leika hér — g5 og koma þannig í veg fyrir fram- rás hvíta f-peðsins. Hvítur getur ag sjálfsögðu ekki hindrað þetta, en hann getur aftur á móti komið ' iddara sínum í ógnandi aðstöðu á f5, framkvæmi svartur áætlun sína. Eins og fram kemur, er svarti ekkert um þetta gefið og tekur þann kostinn að leyfa fram- rás f-peðsins). 20. — h5. 21. h3, hxg4. 22. hxg4, g6. 23. Hhl, Bd8?. (Svartur leyfir samt sem áður það, sem hann var ag reyna að koma í veg fyrir. Rétt var 23. — Kd7. 24. f4, Hag8 og staðan er i jafnvægi). 24. Rf5! Hxhl. 25 Rd6f. (Bisguier hefur bersýnilega yfir- sézt þessi millileikur Hvítur stendur nú sennilega til vinn- ings). 25. — Kf8. 26. Hxhl, b5. 27. f4, Kg8. 28. f5, Rf8. 29. e6!, f6. (Eftir 29. — fxe6. 30. Be5, þarf ekki að spyrja að leikslok- um). 30. Rf7, Be7. 31. Bf4, g5. 32. Bd6, He8. 33. BxB, HxB. 34. Rd8, He8. (Engu betra væri 34. — Hc7. 35. Hel ásamt 36. e7). 35. Rxc6, Rxe6. 36. fxc6, IIxe6. 37. Rxa7. Svartur gafst upp. Auglýsið í Tímanum Glært —POLYTEX— tll blöndunar í — POLYTEX-málningu, gefur meiri gljáa og auðveldar hrelngerningu. — POLYTEX— plastmálnlng er mjög auðveld í meðförum og ýrlst Iítiö úr rúllu. — Viðloðun er frábær á nýja sem gamla málningu. ('siöfrp RannsóknarráS (Framhaid af 9 dðu.) tilraunir og ýmis sérstök rannsókna- verkefni deilda Atvinnudoildar Há- skólans. Einnig hefur það í vaxandi mæli beitt sér fyrir könnun á þró- un rannsókna og tilrauna. Var ýt. arleg athugun gerð á fjármagni til rannsókna og tilrauna hér á landi árlð 1957, og þróun þelrra mála á tímabilinu 1950—1960 Mun slíkum indirstöðualhugunum verða haldið | áfram, enda eru þær undirstaða j fyrir mörkun heilbrigðrar vísinda- i stefnu, sem f vaxandi mæli hlýtur að verða verkefni Rannsóknaráðs ! ríkisins. Tilkynning Það tílkynnist viðskiptavinum okkar á Akureyri og ná- grenni a3 þar til öðru vísi verSur ákveðið verða tvö söluumboð, sem jafnframt annast viðgerðir á Volks- wagen og Land Rover bifreiðum á Akureyri. Þórshamar h.f. — Baugar h.f. Heildverzlunin Hekla h.f. nn AHD — -ROVt * WBmt T f M I N N, sunnudagurinn 3. marz 1963. — 13 LO I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.