Tíminn - 03.03.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.03.1963, Blaðsíða 6
Stjórnarkjörið í Iðju Nú um helgina fer fram stjórnarkjör í Iðju, félagi iðn- verkafólks í Reykjavík. Þessi kosning er frábrugðin fyrri stjórnarkosningum í félaginu að því leyti, að nú bjóða lýð- ræðissinnaðir vinstri menn fram í fyrsta sinn. Það getur ekki aðeins skipt miklu fyrir Iðju, heldur fyrir verkalýðs- hreyfinguna í heild, hvaða undirtektir listi þeirra fær. Við undanfarnar stjórnar- kosningar í Iðju hafa lýð- ræðissinnaðir vinstri menn staðið að lista með kommún- istum, en Sjálfstæðismenn fara með stjórn í félaginu og hafa stuðzt við mikinn meiri- j hluta. Það hefur ekki reynzt sigurvænlegt að sækja gegn \ þeim með kommúnista í for- j mannssæti og því settu lýð- i ræðissinnaðir vinstri menn það skilyrði nú, að formanns- efnið væri úr hópi þeirra. Því höfnuðu kommúnistar, og eft ir það kom samvinna við þá ekki til greina. Hinn ríflegi meirihluti, sem stjórn Iðju hefur stuðzt við undanfarið, hefur m.a. orðið þess valdandi, að hún hefur gerzt mjög værukær og lítt sinnt hagsmunamálum félags manna. Þannig hefur hún ekki hafizt handa um kjara- bætur, þrátt fyrir vaxandi dýrtíð, nema Iðja á Akureyri hafi áður verið búin að ryðja brautina með samningum við samvinnufélögin þar. Stjórn Iðju hefur og ekkert gert til þess að hnekkja þeim áróðri stjórnarblaðanna, að þær kauphækkanir, sem hafa fengizt fram fyrir forgöngu norðanmanna, væru skemmd arverk, heldur hefur hún raunverulega tekið undir hann með því að styðja ríkis- stjórnina áfram. Slik forusta í verkalýðsmálum er vissulega allt annað en heppileg. Þess vegna er það mikils- vert fyrir Iðjufólk, að ræki- lega verði ýtt við stjórn Iðju nú, þótt ekki takist að hnekkja henni að þessu sinni. Hún fái m.ö.o. aukið aðhald og verði þannig^ hvött til meiri starfa. Áreiðanlega mjmdi ekkert betur veita slíkt aðhald en að listi lýðræðis- sinnaðra vinstri manna, C- listinn, fengi góðan stuðning. Það væri viðvörun, sem hún kynni að meta. Tvö fordæmi Iðjukosningarnar rifja það upp, að hvergl 1 nálægum löndum, er verkalýðshreyfing in minna metin af valdhöf- unum en hér á íslandi. í ná- grannalöndunum eru laun- þegasamtökin svo öflug og viðurkennd, að þar taka stjórnarvöld fullt tillit til þeirra. Nýlega hefur danska ríkis- stjórnin lagt fyrir þingið víð- tækar tillögur um efnahags- ráðstafanir, m.a. um festingu kaups og verðlags, en Danir sjá nú fram á vaxandi erfið- leika í efnahagsmálunum. Áð ur en stjórnin lagði tillögur sínar fyrir þingi, lagði hún þær fyrir launþegasamtökin og fékk stuðning þeirra við þau. Ella hefði hún ekki lagt tillögurnar fram í þinginu. Brezka ríkisstjórnin hefur nýlega hafizt handa um eins konar framkvæmdaáætlun. Hún vinnur ekki að henni í pukri, eins og gert er hér, heldur hefur falið sérstakri nefnd að vinna að henni í megindráttum. Þar eiga full- trúar verkalýðshreyfingarinn ar sæti, enda segir stjórnin, að engin framkvæmdaáætl- un, er nái eitthvað fram í tímann, verði samin að gagni, nema efnahagsgrundvöllur- inn sé tryggður til álfka langs tíma, og siíkt verði ekki gert án samstárfs við verkalýðs- félögin. Slíkt tillit taka rikisstjórn- ir nágrannalandanna til verkalýðssamtaka, og er þó t.d. brezka stjórnin aftur- haldssöm íhaldsstjórn. Þar eru öfgaöflin áhrifalaus Hvað veldur þvi, að laun- þegasamtökin í nágranna- löndunum hafa náð slíkum áhrifum og viðurkenningu og lýst er hér að framan? Vit- anlega kemur þar margt til greina, en tvennt er það, sem er algerlega ólíkt með þeim og verkalýðssamtökunum hér á iandi. Annað, er það, að kommúnistar mega heita nær áhrifalausir í verkalýðsfélög- um nágrannalandanna. Hitt er það, að íhaldsfloV.karnir eru með öllu áhrifalausir í verka’ýðssamtökunum þar. Hér eru íhaldsmenn og kommúnistar hins vegar á- | hrifamestir í verkalýðssam- I tökunum og fara með völd í stærstu verkalýðsfélögunum. Þeir heyja svo hina harðvít- ugustu valdabaráttu innan hennar og lama með því starf hennar á flestan hátt. Þess vegna telur núv. ríkisstjórn sig geta sniðgengið hana og beitt hana hefndaraðgerðum, sem útilokað væri að beita gegn henni í nágrannalönd- unum, sbr. gengislækkunina 1961. Fátt sýnir betur, hvílík nauðsyn það væri', ef innart verkalýðsfélagan'na gæti risið upp nýtt afl ,sem gæti haft forustu um að koma henni inn á annan og heilbrigðari grundvöll en þann, að sífellt vofi yfir henni sundrung og klofning vegna hinna ofsa- fullu pólitisku átaka íhaldsins og kommúnista. Þríþætt verkefni Öflug launþegasamtök geta haft hér mikið verk að vinna og þurfa að vera hér svipað afl og I nágrannalöndum okk- ar. Það myndi tryggja jafn- vægi milli stétta og útiloka hættuleg átök i þjóðfélaginu. Það verkefni, sem launþega samtökin þurfa að geta unnið að, ef vel er, er í höfuðatrið- um þríþætt: f fyrsta lagi þurfa laun- þegasamtökin að geta tryggt það, að launþegar fái þann hluta þjóðarteknanna, er þeim réttilega ber. Til þess þurfa þau að hafa góða að- stöðu til að fylgjast með efna hagsþróuninni, t.d. eigin hag- stofu. í öðru lagi þurfa þau að vera svo sterk, að ríkisvaldið treystist ekki til þess að framkvæma ranglátar efna- hagsráðstafanir, er geri áunn ar kjarabætur að engu, sbr. gengislækkunina 1961. í þriðja lagi þurfa þau að leggja aukið kapp á að fá fram kjarabætur eftir öðrum leiðum en kauphækkunarleið inni, eins og t.d. aukna aðstoð við húsbyggingar, lækkun vaxta o.s.frv. Það kom ljóst fram í ræð- um fulltrúa lýðræðissinnaðra vinstri manna á Iðjufundin- um á fimmtudagskvöldið, að það er á framangreindum grundvelli, sem þeir vilja byggja starf launþegasamtak anna í framtíðinni. Hér er líka vissulega bent á hinn rétta grundvöll. Það er einmitt á þessum grundvelli, sem verkalýðssam tökin hafa starfað í nágranna löndum okkar og náð þeim mikla árangri, sem vikið er að hér að framan. Bjarni og Gylfi Þótt hlé hafi orðið á við- ræðum um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu vegna afstöðu de Gaulle, hef- ur engum ábyrgum stjórn- málamönnum dottið i hug að halda því fram, að þessi mál væru alveg úr sögunni. Þvert á móti er það nokkurn veginn sameiginlegt álit allra, sem um þessi mál hafa rætt, að hér geti ekki verið nema um hlé að ræða og fyrr en seinna muni ríkin í Evrópu, sem enn standa utan EBE, verða að taka afs.töðu til aðildar að þvi eða aðildar ekki. Rétt er þó að geta þess, að til eru tveir stjórnmálamenn, sem reynt hafa að halda öðru fram. Það eru þeir Gylfi Þ. Gíslason og Bjarni Benedikts son. Gylfi hélt því nýlega fram á Alþingi, að málið væri raunverulega úr sögunni, a. m.k. hvað ísland snerti, og Bjarni fullyrti, að búið væri að víkja þeim vanda frá ís- lendingum að þurfa að taka afstöðu til EBE. Þjóðin þyrfti ekki neitt um þessi mál að hugsa í náinni framtíð. Það er ljóst af þessu, að þeir Gylfi og Bjarni vilja fyrir alla muni fá þetta mál af dagskrá fram yfir kosningar. UM MENN OG ÁLEFNI Ávarpið á afmæli Þjóðminjasafnsins Þeir Bjarni og Gylfi eru hins vegar svo miklir fylgj- endur vissrar stefnu í afstöð- unni til EBE, að þeir geta ekki leynt henni, þegar þeim er mikið niðri fyrir. Þjóðminja- safn íslands átti nýlega 100 ára afmæli og var þar venju samkvæmt flutt ávarp af hálfu ríkisstjórnarinnar. í slikum ávörpum er oft minnzt á þau áhugamál, sem vald- hafarnir bera helzt fyrir brjósti, og þetta var líka dyggi lega gert að þessu sinnl. Á- hugamálið, sem ríkisstjórn- inni fannst rétt að . reifa á 100 ára afmæli Þjóðminja- safnsins, var hinn ákafasti á- róður fyrir því, að ísland tengdist erlendu efnahags- bandalagi, þvi að það væri öruggasti vegurlnn til að tryggja velmegun og öryggi þjóðarinnar. Rökin, sem voru notuð þessu til sðnnunar, voru m.a. þau, að bezta leið- in til að efla sjálfstæðið, væri að fóma því. Eftir þetta ávarp rikis- stjórnarinnar á 100 ára af- mæli Þjóðminjahasafnsins, þarf enginn lengur að efast um sjálfstæðisstefnu ríkis- stjórnarflokkanna né viðhorf þeirra til Efnahagsbandalags Evrópu, þótt þeir vilji láta það mál gleymast fram yfir kosningar. Ávarp ríkisstjómarinnar á 100 ára afmæli Þjóðminja- safnsins sýnir það svo ekki verður um villzt, að það er eindregin ákvörðun hennar að innlima ísland í EBE. Njósnir Rússa Það hefur að vonum vakið mikla athygli og andúð, að njósnir hafa sannazt á tvo sendiráðsmenn Rússa hér. Ríkisstjórnin hefur réttilega vikið þessum mönnum úr landi, þvi að ekki er hægt að þola það, að sendiráðsmenn misnoti þannig aðstöðu sína. í sambandi við þetta mál, hefur það ekki sízt vakið at- hygli, hveroig Þjóðviljinn og forvígismenn Sósíalistaflokks ins hafa snúizt við þessu máli.. í stað þess að fordæma njósnir Rússa, hafa þeir reynt að leiða athyglina frá þeim, en beint þeim mun meira örv- um gegn þeim manni, sem af- hjúpaði þær. Frá íslenzku sjónarmiði, er þetta næsta undarleg afstaða, en hún skýrist hins vegar bet- ur, þegar þess er gætt, að kommúnistaflokkarnir utan Sovétríkjanna, hvort sem þeir kalla sig sósíalistaflokka eða eitthvað annað, eru í nánu sambandi við rússneska kommúnistaflokkinn og líta á hann sem forustuflokk sinn. Meðal liðsmanna Sósíalista- fl. og Alþýðubandalagsins eru áreiðanlega margir menn, sem líta öðrum augum á þetta mál. Fyrir þá ætti það vissu- lega að vera lærdómsríkt, að sjá viðbrögð Þjóðviljans og foringja Sósíalistaflokksins við rússnesku njósnunum. 6 T f M I N N, sunnudagurinn 3. marz 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.