Tíminn - 03.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1963, Blaðsíða 8
Þó að finna megi nokkurn vísi að rannsóknarstarfsemi hér á landi alit frá síðustu aldamótum, verður að telja lög um rannsóknir í þáqu atvinnuveganna við Háskóla íslands, sem Alþingi samþykkti árið 1935, fyrstu tilraun löggjafavaldsins til þess að koma á fót innlendum vís- indarannsóknum. Þessum lögum var breytt lítillega ár- ið 1940 með lögum um náttúrurannsóknir, sem eru hin gildandi lög í dag um rannsóknir í þágu atvinnuveganna ésamt lögum um rannsóknir og tilraunir í þágu land- búnaðarins, sem samþykkt voru það sama ár. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið sagt, mætti telja eðlilegt að miða afmæli deildarinnar við samþykkt laganna frá 1940. En kunnugir menn vilja rekja uppruna Afvinnudeildar háskólans til þess tíma, er rannsóknir í þár#j atvinnuveganna fluttu í sitt eigið húsnæði á há- skólalóðinni, enda var þá nafnið Atvinnudeild háskólans tekið upp. Var snemma ákveðið að miða aldur deildar- innar við þennan atburð. Þetta gerðist 17. september, 1937, og er Atvinnudeildin því komin nokkuð á 26. ald- ursárið. Af ýmsum ástæðum var þó talið rétt að halda ekki upp á afmælið fyrr en nú. Rannsóknaráð rikisins varð ekki til fyrr én árið 1939. Því var falin yfirstjórn Atvinnudeildar háskólans og það fékk inni í húsi deildarinnar. Atvinnudeild háskólans hefur vaxið töluvert á þess- um tíma. Það sýnir t. d. fjölgun starfsliðs. Árið 1937 störfuðu við deildina samtals 18 sérfræðingar og aðstoð- armenn, 33 árið 1948 og 54 árið 1962. Þrátt fyrir þetta hefur vöxtur rannsóknarstarfsem- innar hér á landi verið minni en víðast á meðal nágranna- þjóða okkar. Fiármagn til rannsókna hefur staðið nokk- urn veginn í stað undanfarin ár, verið um það bil 0,3% af þjóðarframleiðslunni á meðan aðrar þjóðir telja sér nauðsynlegt að verja 2% af þjóðarframleiðslunni til raun- vísindarannsókna og tilrauna. Næstum því allt fjármagn- ið kemur frá ríkisvaldinu. Um húsnæðisástæður stofnunarinnar er það að segja, að hún hefur lagazt á sumum sviðum en ekki á öðrum. Fiskideildin er komin í glæsilegt húsnæði eftir nokkurra ára hrakninga í leiguhúsnæði. Hið raunverulega afmæl- isbarn, hús deildarinnar á háskólalóðinni, er nú þéttar setið en nokkru sinni fvrr óg byggingarefnarannsóknir Iðnaðardeildar eru í leiguhúsnæði, sem við getum misst nú á hverri stundu. Úr þessu verður að bæta hið bráð- asta. Framundan bíða verkefni mörg og stór. Uppbygging íslenzkra atvinnuvega og hagþróun landsins verður að byggjast á öruggum grundvelli vísinda og tækni, ekki síður en hjá öðrum þjóðum. Nú liggur fyrir Alþingi mik- ið frumvarp um endurskipulagningu rannsókna í þágu at- vinnuveganna. Þá verður að bæta húsnæði Búnaðardeildar og Iðn- aðardeildar. Hefur verið unnið nú á annað ár að teikn- ingum fyrir Rannsóknastofnun landbúnaðarins, og hafa þær verið sendar byggingarnefnd. Revkjavíkurbær hefur úthlutað fyrir ranrisóknarstarfsemina 48 hekturum lands i útjaðri Reykjavíkur, á Keldnaholti, og er ætlunin að byggja þar upp rannsóknahverfi framtíðarinnar. Við væntum þess að aeta nú í vor, með aðstoð ríkisstjórnar- innar hafið byggingu Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. En þetta er þó ekki nóg. Auka þarf stórkostlega fjármagn til rannsóknastarfseminnar og lofar ágætur skilningur ráðamanna, sem fram hefur komið í ræðu og riti undanfarið, góðu um það. Fjármagn þarf einnig að fá frá atvinnuvegunum sjálfum, enda þarf að auka og efla tengsl rannsóknastarfseminnar við þá. Við treystum því einnig, að svo muni verða, því allt bendir til vaxandi skilnings almennings á þjóðhagslegri þýðingu vísinda- starfseminnar. TUTTUGU 0G FIMM ÁRA AFMÆLIS ATVINMUDEILDAR HÁSKÖLANS HEFUR NÝLEGA VERIÐ MINNZT. FORRÁÐAMENN STOFNUNARINNAR HAFA LÁTIÐ BLAÐINU í TÉ GREINARGERÐ UM STARFSEMI HENNAR 0G VERKSVIÐ BÚNAÐARDEILDAR, IÐNAÐARDEILDAR 0G FISKIDEILDAR. HÉR BIRTIST ÚRDRÁTTUR ÚR ÞESSUM GREINARGERÐUM. ran imm lilllJJJJIIigjlljir aiaiinminui uuummiin m uunniuii Fiskirannsóknir hófust hér við land í byrjun aldarinnar á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar og í samráði við ALþjóðahafrannsókna ráðið. Stórvirkastur þeirra, er byggðu upp rannsóknirnar hér við land á í fyrstu áratugum aldarinnar, var þó dr. Bjarni Sæmundsson, sem telja má meðal helztu forvígis- J manna Evrópuþjóða í fiskirann- J sóknum. Kerfisbundnar rannsóknir hóf- ust, er dr. Arni Friðriksson réðst i þjónustu Fiskifélags íslands ár- ið 1931. og voru rannsóknirnar j framkvæmdar á þess vegum þar til Fiskideildin var stofnuð árið 1937. Veitti Árni henni forstöðu til árs íns 1954. er hann gerðist fram- kvæmdastjóri Alþjóðahafrann- sóknaráðsins kíðan hefitr Jón Jónsson. fiskifræðingur, veitt Fiskideiid forstöðu. Á 25 ára afmælisdegi stofnunar innar voru starfandi 9 sérfræðing- ar og 15 aðstoðarmenn í hinum ýmsu greinum sjó- og fiskirann- sóknanna. Meginverkefni stofnunarinnar er að afla þeirrar þekkingar, sem nauðsynleg er til skynsamlegrar nýtingar hinna einstöku fiski- stofna og annars dýralífs sjávar- ins. Þessi skynsamlega nýting byggist á þekkingu, sem aflað er rneð kerfisbundnum athugunum á eðlisháttum stofnsins sjálfs, áhrif um umhverfisins áhrifum veið- anna á stofninn, kerfisbundinni leit nýrra fiskimiða og fiskileit á þekktum veiðisvæðum. Rannsóknir á umhverfi fiskanna eru aðallega fólgnar f athugunum 3 eðlisfræðilegu og efnafræðilegu ástandi sjávarins, svo og svifver- um sjávarins, bæði plöntu- og dýra svifi. Farnir hafa verið margir sjó- annsóknarleiðangrar ” á vegum Fiskideildar, og hafa fengizt mik- ilsverðar upplýsingar um ástand og eðli sjávar og samband þessa við útbreiðslu og göngur fiska. t. d. sfldar Gerðar sru kerfisbundnar at- huganir á plöntu- og dýrasvifi. Framleiðni hinna ýmsu hafsvæða hefur t. d verið rannsökuð með ^ geislavirku kolefni og fyrirhugað- \ ar eru mjög auknar rannsóknir með aðstoð geislavirkra efna. Lifnaðarhættir rauðátunnar hafa verið ýtarlega rannsakaðir og sam hengi hennar við göngur síldar, og hefur þetta komið að hagnýtu eagni við sfldarleit. Merkingar á sfld, þorski, ýsu og sirarkola hafa frætt oss mikið um göngur þessara tegunda og gef-í ið ýmsar upplýsingar um áhrif veiðanna á þessa fiskistofna. Göng ur síldar milli íslands og Noregs hafa t. d. verið sannaðar á þenn- an hátt, og eins göngur þorsks milli íslands og Grænlands. Feng ízt hefur skýr mynd af göngum skarkola hér við land. Mjög yfirgripsmiklar rannsókn- ir á aldri fiska hafa sýnt, hve missterkir árgangar ráða miklu um árangur veiðanna, t. d. hjá þorski. ýsu og sfld. Áhrif veiðanna á hina ýmsu fiskistofna hafa verið ýtarlega at- huguð, t. d. er mjög náið sam- hengi milli heildardánartölunnar í þorskstofninum og sóknarinnar hverju sinni, og veitir sú vitneskja okkur afar mikilsverðar upplýsing ar um framtíð þorskveiðanna hér við land. Ástand fiskistofnanna fyrir og eftir friðunina hefur verið ýtar- lega athugað og gerðar athuganir um frekari friðun smáfisks, t d. með aukinni möskvastærð í botn- vörpum. Leit að nýjum fiskimiðum hefur borið góðan árangur, og má nefna sem dæmi ný karfamig við Austur Grænland og Nýfundnaland. Fiskideildin hafði forgöngu um notkun Asdic-tækja til síldarleitar, og hefur sú þjónusta komið að góðum notum fyrir síldveiðarnar. j Fiskideildin gefur út tvö rit: | Fjölrit Fiskideildar á íslenzku, er lýsir ýmsum bráðabirgðaniðurstöð um, og Rit Fiskideildar, sem að- allega er skrifað á ensku. Auk þess skrifa sórfræðingar stofn- unarinnar í hin einstöku rit sem Alþjóðahafrannsóknaráðig gefur út. ísland hefur verið aðili að Al- þjóðahafrannsóknaráðinu síðan 1937, og hefur þátttaka okkar þar j haft mikla þýðingu fyrir þróun hafrannsókna hér við land. Iðnaðardeild Atvinnudeildar var beint framhald af Efnarannsókna stofu ríkisins, sem lögg var niður um leið og Atvinnudeild tók til starfa. Upphaf iðnaðardeildar má því telja að sé á árinu 1906. Á því ári byrjar Efnarannsókna- stofan undir stjórn Ásgeirs Torfa- sonar, en hann . var fyrsti lærði efnafræðingurinn hér á landi. Deildarstióri Iðnaðardeildar er nú Óskar B. Bjarnason. Helztu verksvið, eins og iðnað- ardeild er nú skipulögð, eru þessi: ij Almennar efnarannsóknir. Ýms ar efnagreiningar á aðsendum sýnishornum af mismunandi tæi 2' Byggingarefnarannsóknir. Próf- anir steypuefna. Styrkleikaprófan- i1- steyputeninga. Mælingar á ein- angrunargildi. 3) Jarðfræði. Bergfræði- og stein ‘■fnarannsóknir. 4) Fóðurefnarannsóknir. Efna- greiningar á fiskimjöli, föðurblönd um, grasi og heyi. 5/ Matvælarannsóknir. — Þetta starfssvið er í endurskipulagningu Onnið verður að bættri nýtingu mjólkurafurða og annarra afurða landbúnaðarins. Nýtingu græn metis og framleiðslu úr gróður- húsum. 6) Feitirannsókn. hafa verið stund aðar öðru hvoru, jafnframt rann- sókn á aðsendum sýnishornum af feiti. 7) Olíurannsóknir. Eftirlit með eldsneytisoiíu, benzíni og smur- olíu. 8) Vatnsrannsóknir. Neyzluvatn. Heitar uppsprettur. Vatnsrann- sóknir vegna fiskaeldis. Deildarstjórar og þeir sem sjá um sérstök verksvið, gera áætl- ir fram í itmann. Þetta er sjálf- sögð regla og góð leiðbeining fyr- i.r starfið. Jafnvel þótt ekki reyn- íst unnt að fara eftir gerðum áætl unum að öllu leyti. þá verður það ætíð til tð skýra vandamálin fyrir þeim, sem við rannsóknir tast. Skýrslur þarf einnig að gera um unnin störf, ýmist bráðabirgða skýrslu eða fullnaðarskýrslu, eftir bví sem ástæða er til. Um rannsóknir iðnaðardeildar hafa komið út ársskýrslur fyrir ár- t 1938—1956. enn fremur nokk- or smárit. Einnig hafa sérfræð- ’ngar deildarinnar birt greinar um 'annsóknir sínar i Tímariti Verk aæðingafélags fslands og í erlend um tímaritum. a T f M I N N, sunnudagurinn 3. marz 1963. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.