Tíminn - 22.03.1963, Qupperneq 2
••
ASTIN HOFD TIL
ATVINNUBÓTA!
Það gerist með ýmsu
móti, aS kvikmyndafólk í
Hollywood Ijóstrar upp um
hug sinn. En eins og alkunna
er, þá varðar miklu hvernig
þessi eða hinn maðurinn
hugsar til einnar eða annarr
ar konu þar í borg eða öfugt.
Frægar slúðurkerlingar eins
og Hedda Hopper og Louella
Parson lifa nefnilega á því
að skýra lesendum blaða og
tímarita frá hinum ýmsu
hugrenningum, sem fara um
hina drjúggóðu heila í kvik-
myndaborginni.
Og mestu varðar ævinlega hver
ástarhugurinn er, því væri fólk
ekki í néinum ástarhugleiðing-
um eða makastússi í hinni frægu
borg, yrði eftirtekjan í kvik-
myndaheiminum stórum minni.
Gott dæmi um það, hvernig
ástafarig er rekið sem gróðafyr-
irtæki í kvikmyndaheiminum, er
tilstandið með Elizabeth Taylor
O'g Richárd Burton, nú þegár
kvikmyndun dýrustu myndar
allra tíma, Kleópötru, er að
ljúka. Til þess að vekja nógu
rækilega athygli á myndinni,
var ákveðið hneyksli sett á
svið, Taylor látin skilja við
Eddie Fisher og sýna sig í vafa
sömum faðmlögum við Burton.
Og til þess að græða enn meira
á þessu, var kvikmyndafélagið,
sem hefur látið gera Kleópötru,
helzt að hugsa um að gera ódýra
mynd meg Liz og Burton í aðal
. hlutverkunum, og láta þá mynd
borga eitthvað af kostnaðimun
við Kleo.
Þannig höndla kvikmyndafé-
lögin með fólk sitt, og þess gæt
ir jafnvel í brezkum blöðum af
léttara taginu, að þau eru upp-
veðruð og full af þjóðarstolti
yfir því hve Burton gengur vel
í stússinu við Liz: Dæmi um
þetta mátti sjá nýlega, þegar
kvikmyndin Arabíu-Lawrence
* var frumsýnd í París. Þá hélt
brezki ambassadorinn þar mikið
kvöldverðarboð, en brezk blöð
birtu mynd af honum þar sem
hann er á tali við Liz. Illgjarn-
ir gætu farig að halda að Burt-
on-Liz málið væri komið á æðri
plön, orðig eins konar öfug Mars
hall-aðstoð.
En það slá fleiri hjörtu í kvik
myndaheiminum en .þessi, og
það eru fleiri en Liz og Burton
sem standa í ströngu til að afla
fóðurs handa Hopper og Parson.
Jafnvel forsetafrúin í Hvíta hús-
inu í Washington hefur ekki
sloppið. Nú er skrifað um hana
í hvert blaðið á fætur öðru á
sömu síðum og áður hafa verið
helgaðar skilnaði og giftingum
og trúlofunum kvikmyndafólks-
ins. Þessi skrif um forsetafrúna
hafa valdið hneykslun í Banda-
ríkjunum, en hins vegar er eng
in leig að stöðva þau, og þess
vegna halda þau áfram óhindr-
að. Auðvitað er þetta allt í mjög
,vinsamlegum tón, en fyrirsagn-
irnar eru all glannalegar, og í
sömu tóntegund og þegar verið
er að lýsa fósturlátl hjá Deþbie
Reynolds, skilnaði Judy Garland,
örvæntingu Marilyn Monroe eða
hamingjuleit þeirra Frank Sin-
atra og Ava Gardner. Það er
raunar ekki ag furða þótt ýmsir
góðir og gegnir Bandaríkjamenn
telji forsetafrúna komna í glanna
legan félagsskap.
Miklar fréttir fara alltaf af
einhleypum í Hollywood, vegna
þess að alltaf er verið að velta
fyrir sér hvar þeir ætli að halla
þreyttu höfði næst. Tveir þeif
helztu um þessar mundir eru þeir
Gary Grant og Glenn Ford. —
Grant fékk sér einhver lyf gegn
elli í fyrra, en hann er kominn
á sjötugsaldur, og varð svo fír
ugur við það, að þær Hedda
Hopper og Louella Parson kross
uðu sig í bak og fyrir og báðu
hann að ofreyna sig ekki. Hann
var nefnilega á næturklúbbum
á hverju kvöldi og alltaf með
nýja og nýja dömu sér við hlið.
Þeim blöskraði þetta gömlu slúð
urkerlingunum. Nú hefur aftur
GLENN FORD
— hann hljóp af hólmi
á móti dregið eitthvað úr áhrif-
um yngingarlyfsins og Grant
sést nú helzt á ferli með þeirri
síðustu sem hann skildi við, en
hún er líka komin á efri ár. Og
fyrirsagnirnar um Grant þessa
mánuðina eru mest megnis ósk
um „fagurt sólarlag“.
Öðru máli gegnir um Glenn
Ford. Hann hefur verið orðað-
ur við hvern kvenmanninn á fæt
ur öðrum og virðist lítið þreyt-
ast, enda er aldurinn honum
ekki til trafala. Hann skildi árið
1961 við dansmeyna Elanore Pow
ell eftir þrettán ára hjónaband
og vissi enginn hvað kom til,
nema ef vera skvidi ag kvik-
myndafélaginu, sem hann vann
hjá, hafi þótt hann þurfa að
viðra sig, enda hafði lengi ekk-
ert fréttnæmt gerzt í hinu far-
sæla hjónabandi þeirra. En hvað
urrt það. Hann skildi við konu
sína og fór að halla sér að tvítug
um stúlkum. Hann var lengi vel
orðaður við einhverja Connie
Stevens. Fylgdu því mikil and-
köf í slúðurkerlingunum, sem
reyndu að gera þetta meira
spennandi með því að staðhæfa
að Connie Stevens væri gift á
.laun eða ekkja og margra barna
móðir, en börnin átti hún að
geyma einhvérs staðar á búgarði
Elizabeth Taylor og slr Pierson Dixon í París
— Þykjast Bretar hafa fundið nýjan imperialisma?
í Arizona. Um það leyti sem
Hollywood var að springa af æs-
ingi út af þessu, fékk Glenn
Ford sér annan kvenmann, en
þessi Connie Stevens hafði aldrei
verið gift og átti engin börn
geymd á búgarðí. Þetta hafði ver
ið enn ein púðurtunnan, sem
sprengd var til að vekja at-
hygli á ungri leikkonu. Síðan hef
ur Glenn Ford verið notaður til
að auglýsa upp einhverjar fleiri
leikkonur. Hins vegar virðist
honum ósýnt um að bjarga sér,
þegar hann fær sjálfur einhvern
áhuga fyrir kvenmanni, og er
nýjasta sagan frá Hollywood gott
dáemi um það.
Ein mikil valkyrja hefur leikið
lausum hala í kvikmyndaheimin-
um árum saman. Hún heitir
Linda Christian. Hún varð skyndi
lega fræg, þegar hún giftist Tyr
one Power. Ty kynntist hún á
fjallahóteli í Sviss, er hann
dvaldi þar sér til hvíldar ein-
hvern tima á árunum fyrir 1950.
Kynntust þau af tilviljun. Tyr-
one var þá farinn að hallast að
dulspeki, og hélt jafnvel að
Linda Christian væri send sér
af forlögunum. Henni fyrirgafst
því margt, eftir að hún fluttist
til Hollywood sem eiginkoma
hans. Tyrolie hafði látig reisa
líkneski í garði sínum, og þegar
eitthvað bjátaði á í hjónabandinu
fór hann og dvaldi hjá líknesk-
inu. Var hann um síðir svo oft
langdvölum hjá líkneskinu í dul
spekilegum hugleiðingum, að
Linda Christian gerði um það sér
lega kvörtun í skilnaðarréttinum.
Annars skildu þau út af því, að
innfluttur brezkur leikari Ed-
mond Puidom, hélt félag við
Lindu meðan stóð á tíðum fjar
vistum Powers, en hann var oft
við kvikmyndagerð í Evrópu á
þessum árum, lézt raunar úr
hjartaslagi á Spáni í mjðri
myndatöku. Lijida Christian gift
ist þessum Purdom ekki strax.
Hún ferðaðist um Evrópu í nokk
urn tíma eftir skilnaðinn og lenti
meðal annars í slagtogi með kapp
aksturskappa, en upp úr sam-
vistum þeirra slitnaði snögglega
í kappaksturskeppni á Ítalíu,
þegar Linda Christian heimtaði
að fá að kyssa hann meðan stóð
á dýrmætri hvíld, sem hann
yildi nota til að drekka kók og
þurrka framan úr sér vegarryk-
ið.
Fyrir nokkru skildi svo Linda
Christian við Purdom og er aftur
komin á mannaveiðar í Holly-
wood. Það er við þær aðstæður
sem Glenn Ford kemur til sög-
unnar. Einn morgun nú fyrir
skömmu kallaði Linda Christian
á blaðamenn heim til sín. Þeg-
ar blaðamenn komu þangað, sat
Glenn Ford þar eins og illa gerð
ur hlutur og hlustaði þegjandi
á, þegar Linda tilkynnti að þau
ætluð'u að giftast. Þetta þóttu
mikil og góð tíðindi. En þegar
leið á daginn kom áríðandi nóta
til fréttastofnanna frá blaðafull
trúa Glenn Ford, þar sem gift-
ingarfréttin var borin til baka.
Virðist sem Glenn Ford hafi ekki
beðig boðanna, eftir að hann var
sloppinn út úr húsinu þarna um
morguninn, og snúizt til varnar.
Þessu ævintýri þeirra lauk svo
mjög formlega og hátíðlega á
skemmtun í næturklúbb í Holly-
wood í síðustu viku. Eitt
skemmtiatriðanna var dáleiðsla.
Linda Christian var þarna að
skemmta sér og dávaldurinn dá-
leiddi hana eins og ýmsa aðra.
Á meðan hún var í dásvefmn-
um sagði dávaldurinn henni að
fá sér sæti, og tilkynnti henni
síðan að við hlið hennar sæti
enginnjannar en Glenn Ford. Þá
umhverfðist fegurðardísin og
sneri sér að hinum ímyndaða
sessunaut sínum og sagði; Rott-
an þín, hunzkastu burtu, ég vil
ekki sjá þig.
Meinið er, að þannig enda vel
flest ævintýri í Hollywood.
Þrílíða
Morgunblaðið segir það nú
dag eftir dag, að Sjálfstæðis-
flokkurinn uni því mjöig vel og
sé jafnvel mjöig ánægður með
þá spá Tímans, að stjómar-
flokkarnir rnuuru lialda sviþeð
á Efnahagsbanda'lagsmálinu og
landheligismálinu. Lofum þeim
að njóta ánægjunmar, og af því
að Mbl. stagast á þessu, er rétt
að setja þetta upp í þriJiðu, og
sí'ðan geta kjósertdur reiknað
hana út:
LANDHELGISMÁLIÐ:
1. Sjálfstæðisflokkurinn var
dragbítur árum saman á
alla útfærslu oig á móti út-
færslu 1958 í 12 mílur.
2. En af því að kosningar
nálguðust og þjóðin var
einhuga me'ð útfærslu,
snerist Sjálfstæðisflokkur-
inn á einni nóttu rétt áður
en brezku herskipin komu
inn í landhelgina, og þótt-
ist fylgjandi útfærslunni.
3. Eftir kosningarnar sneri
Sjálfstæðisflokkurinn við
blaðinu, hleypti Bretum
inn í landhelgina og hét að
spyrja þá álits, ef um frek-
ari útfærslu yrði að ræða.
EBE-MÁLIÐ:
1. Stjórn Sjálfstæðisflokksins
reri að þvi öllum árum að
fsland gengi í EBE en kom
ekki fram umsókn um aðild
á árinu 1962.
2. Kosningar nálgast, og Sjálf
stæðisflokkurinn snýr vlð
blaðinu, segist aldrei hafa
viljað aðild og málið sé
ekki lengur á dagskrá.
3. Eftir kosnhigamar . . . ?
Nií geta mciui reiknað út þrí-
liðuna. Hún er sett upp eftir
beinni forskrift MM. og yfirlýs-
ingu um að stjórnin vllji haga
sér eins í EBE-málinu og land-
helgismálinu.
Ekki sambærilegt
Ríkisstjórnin tönnlast á því
___ og þó oftast landbúnaðar-
ráðherrann — að launaskattur
sá, sem skellt var á bændastétt-
ina til fjárheimtu í lánasjóði
landbúnaðarins sé alveg hlið-
stæður lögboðnu gjaldi á sjáv-
arafurðir t.il Fiskimálasjóðs og
gjaídi, sem nú er verið að lög-
festa á iðnaðarframleiðslu til
iðnlánasjóða. Þetta er alger
fjarstæða og alveg ósambæri-
lejt. Gjald bænda er tekið
beint af launum þeirra og fæst
ekkl tekið með sem útgjöld bús
ins i verðlagsgrundvelli. Hins
vegar er gjald útvegsmanna út-
gerðarkostnaður og tekið af
fiskverðinu cn ckki beinum
launum útgerðarmanna. Hið
sama má segja um iðnaðar-
gjaldið. Það verður hluti af
rekstrarkostnaði fyrirtækj-
anna og kemur þanniig inn í
vöruverðið en er ekki tekið
af Iaununr iðnrekenda, eða iðn-
aðarmiaiuna. Hvers eiga bænd-
ur að gjalda?
Ekki nóg ræktun
Eitt af því alvarlegsta fyrir
íslenzkan landbúnað er það,
hve mikið hefur dregið úr
ræktun síðustu árin. Búin hafa
nokkuð stækkað hin síðustu
ár, en sú stækkun hvílir á
miklum ræktrnarframkvæmd-
um í tíð vinstri stjórnarinnar
1956—1958. Það ræktarland
hefur verið að komast í gagn
á síðustu sumrum og gert færa
nokkra bústækkun. Hins vegar
hefur mjög kippt úr ræktun
Frarnh. á bls. 15.
TÍMINN, föstudaginn 22. marz 1963 —