Tíminn - 22.03.1963, Side 9

Tíminn - 22.03.1963, Side 9
SJONVARPID GEKK M MÖRGU LEIKHÚSI DAUDI WALTER FIRNER MIKIÐ er að snúast á fjöl- um Þjóðleikhússins þessa dag- ana, margt orðið er mælt, marg ur svitadropinn hrekkur af enni. Þar eru þrjú leikrit „í gangi“ og verið að æfa hið fjórða af slí'ku kappi, að það er unnið tvöfalt dagsverk til þess að halda áætlun. Leikrit- ið Andorra, eftir Max Frisch á að frumsýna þar á Leikhúsdegi þjóðanna, sem er 27. marz. Æfingu var að ljúka, þegar ég kom til að hitta að máli leikstjórann, Walter Firner frá Vínarborg. Þau voru víst hvíld- inni fegin Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld, sem æfðu síðasta atriðið að þessu sinni og Firner sagði æfingu lokið. „Ósköp er gott að vera kom- inn aftur til fslands” sagði Firn er, kastaði mæðinni og slappaði af, þegar við vorum setztir inn í kaffistofu leikaranna bak- sviðs. „Hvílikt landslag", sagði hann og benti út um norður- gluggann á bláa Esjuna, sem baðaðist í gulhvítu góusólskin- inu. „Það er furðulegt að koma úr frosti og snjó sunnan úr Mlð-Evrópu hingað út til ís- lands, stíga hér allt í einu úr flugvélinni beint út í vorið“. — Kemur fsland yður öðru vísi fyrir sjónir nú en þegar þér komuð hingað í fyrsta sinn? — Það var fyrir jólin 1957 og ísland þá í vetrarham. Samt hreifst ég af því. — Farið þér oft utan til að taka yður leikstjórn? — Býsna oft. Utanlands byrj aði ég leikstjóm, það var í Berlín. komig á fjórða áratug síðan. Og margar utanferðir hef ég farið síðan, um lengri og skemmri tíma. — Hvað hafið þér verið lengst að heiman? — Því er fliótsvarað, sjö ár. Það var þegar ég neyddist til að flýja land og var í útlegð í Ameríku, árin 1938—1945. Já, þegar betur er að gáð, er af- mælisdagur í dag. Einmitt í dag fyrir 25 áram réðust nazistam- ir inn í Austurríki og rændu það sjálfstæði. Þá var ekki nema um tvennt a?j velia fvrir mig, anaðhvort að snúa mér að öðru starfi eða leita vistar í öðru landi. Leikhúsverk mín voru þess eðlis, að þag var úti- lokað fyrir mig að halda þeim áfram, nazistamir hefðu áreið- anlega fremur gert mig höfð- inu styttri en taka það í mál. að ég fengi að starfa óhindrað. Ég tók þann kost að flýja frem ur en láta kúga mig. Ég fór til New York og starfaði þar við leikhús til stríðsloka. eins og margir fleiri leikhúsmenn frá Austurríki og Þýzkalandi. Og mesti heiður, sem mér hefur hlotnazt um dagana, var þegar Austurríki losnaði aftur undan kúgurunum og ég var fyrsti austurríski listamaðurinn í út- legð, sem dr. Kömer borgar- stjóri í Vín bauð að koma heim til að byggja upp leikhúslífið í borginni. Ég varð samferða Al- bert Bassermann og Elsu konu hans, þeim miklu þýzku leik- snillingum, sem urðu að flýja land löngu á undan mér og leikið í mörg ár vestan hafs. Albert var á leiksviði og í kvikmyndum fram yfir áttræð- is aldur. Fyrst eftir heimkom- una vann ég að þvi að koma á fót Alþýðuleikhúsinu í Vin, en lengst hef ég verið við Theater an der Josefstadt. helzta leik- hús borgarinnar, sem sjálfur Max Reinhardt var við á sín- um tíma. — Og svo kennið þér við Listaháskólann, em margir út- lendir nemendur í skólanum? — Þeir koma alla leig aust- ast úr Asíu auk margra landa Evrópu, einna flestir frá Þýzka landi. Það eru sem sé svo fáir leiklistarskólar. sem bjóða upp á svo alhliða leikhúsmenntun sem þessi deild í Listaskólan- um í Vín. Það var t. d. ekki lííið eftirsóknarvert að njóta þar kennslu í leiksviðsútbúnaði hjá einum frægasta manni á því sviði, Caspar Neher, sem vann um tíma með Brecht. — Hvað um ungu leikskáld in í Vín, fá þau mikla uppörv un frá lei'khúsunum? — Því miður er alltof lítið um það að taka verk ungra höfunda til flutnings. Oft er efnt tii leikritasamkeppni með- al ungra höfunda og þeir gjarn an verðlaunaðir, en tiðast lát ið þar við sitja. Fáir verða spá menn í eigin föðurlandi. Þeim er oft vissara að halda til út landa og brjóta sér þar braut til frægðar. Og þegar þeir eru orðnir frægir, er þeim guðvei komið að snúa heim tii að sýn? listir sínar! Þá vantar ekki, að þeim séu veitt t.ækifæri. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. — En mér skilst þó. ag miklu sé kostað til að halda uppi lista lífinu í Vín. Em ieikhúsin nokk ur undantekning? — Nei, það er rétt, að ríki og bæir leggja fram gífurlegt fé til að styrkja bæði tónlist- ina og leiikhúsin. Það er enginn smápeningur, sem í þag fer. T. d. kostar 280 milliónir shill- inga á ári að halda Vínaróper- unni einni uppi. Og það er stuðningi hins opinbera að þakka. að sjónvarpið gekk ekki af leikhúsunum dauðum, þeg- ar þag kom til sögunnar. — Eru stjórnmálamennirnir sammála um að ríkið styrki listahúsin svo ríflega? — Nei, það er nú eitthvað annað. Þeir rífast um það á hverju þingi, og ég er að sumu Ieyti á sama máli og þeir, sem draga vilja úr styrkjum til list anna eða öllu heldur ag skipta jafnar milli vísinda og lista. Þeir eru margir, sem segja. að nær sé að veita meira fé til að byggja sjúkrahús t. d., því að ástandið í þeim málum sé okkur til skammar, og þar er ég á sama máli. Hinir halda því fram, að það sé ekki aðeins styrkur við listir í sjálfu sér. heldur svo þýðingarmikið til gjaldeyrisöflunar að halda líf- inu í tónlistarhöllunum og leik húsum, það séu pær stofnanir, sem laði útlenda ferðamenn tii landsins. Það er því víst hverju orði sannara, og það verður of- an á. okkur í hag, sem við þær stofnanir störfum. — En gerði sjónvarnið vkk- ur leikhúsmönnum lífið leitt? — Það er ekki ofsagt, að sjón varpið hafi verið að gera okk- ur leikhúsfólkið gráhært. Sjón varpið var alveg skelfileg plága fyrstu árin. Eins og ég sagði áðan, vildi leikhúsum okkar það til lífs. að ríkig hélt áfram að styrkja þau, þótt leiksýning- ar færu fram fyrir mikið til tómu húsi. Leikhús í öðrum löndum. þau sem ekki njóta ríkisstyrks, t. d. í Bandaríki- unum, urðu gjaldþrota unnvörp um við tilkomu sjónvarpsins Þag var svo sem ekki allt af betri endanum. sem þar birtist En fólkið fór ekki út úr húsi eftir að sjónvarpsdagskráin hvrjaði. heldur settist allt kringum tækið. glánti allt hvað af tók og hreyfði sig ekki fvr- cn að lokinni dagskrá, hvaða ófögnuður, sem þar var borinn á borð. Ekki var það allt barnp. fæffa, er. það kom fyrir ekki, því að engin leið var að koma börnunum í háttinn fyrr en eft ir dúk og disk. Margt gott var þó flutt í sjónvarpinu innan tíðar og hófst samkeppni við leikhúsin. T. d. hafa Bieder- mann og brennuvargarnir, eft- ir Frisch ekki komizt á svið í Vín og verður ekki formandi á næstu árum, sjónvarpið kom í veg fyrir þag með því að verða á undan. Sé leikrit flutt í sjón- varpinu, þýðir ekki fyrir leik- húsin að eiga við það næstu árin á eftir. Það þýðir reyndar ekki ag vanmeta sjónvarpið, þótt áhrifin verði yfirþyrmandi fyrst í stað, því að þetta er að sjálfsögðu dásamleg uppfinn- 'ng með ótæmandi möguleika. en verst hvað margt lélegt er látig fljóta með. Sjónvarpið .’erður á skömmum tíma það tórveldi, sem bvorki leikhús- um né kvikmynóum þýðir að keppa við, ef því er að skipta. Mest þykir mér til sjón- varpsins koma sem frétta- og fræðslutækis. Þar fáum við að sjá svo fjölmargt, sem mörgum okkar gefst ella seint eða aldr- ei tækifæri að sjá ljóslifandi, atburði gerast hvar sem er á hnettinum, og fólk, sem við Látum okkur dreyma um að sjá í eigin persónu en rætist fyrst í sjónvarpinu. Hugsið yður t.d. allar þær milljónir kaþólskra manna, sem langar til að sjá hinn heilaga föður páfann. Svo að ég taki þetta til dæmis, þá er það ekki þýðingarlítið, þeg- ar hinn heilagi faðir birtist allt í einu sjónvarpstjaldinu inni á heimilum kaþólskra. Eins er það um annað frægt fólk, og stjórnmálamennina nær og fjær, sem við lesum um í blöð- unum en ganga ekki um á meðal okkar. Vonandi hefur það líka bætandi áhrif á þá og dregur úr leynipukri þeirra, þegar þeir eru komnir undir smásjá þessa furðutækis. Það er hverju orði sannara. að sjón varpið hefur ótæmandi mögu- leika til skemmtunar og fróð- leiks, þegar það — eða aðstand endur þess — eru komnir af gelgjuskeiðinu. — Svo við snúum okkur að Andorra, er það erfitt verk viðfangs, hafið þér fengizt við það áður? — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég ræðst í að setja það á svið, og það er ánægjulegt að fá að gera það einmitt hér og sjá hvaða viðtökur það fær hér — í hlutlausu landi, því að ég býst við, að leikhúsgestir hér séu hvorki haldnir hleypidómum né of mikilli tilfinningasemi gagn- vart efninu, sem fólki hættir við í sumum löndum öðrum. Eg hef ekki stjómað verkinu áður en þykist þó íJlkunnugur því, bæði þekki ég höfundinn persónulega og verk hans. — Þetta leikrit er engin ráðgáta, miklu síður en mörg leikrit önn ur, sem leikstjórar tíðum telja sig þurfa að fullgera með því að vrkja f evðurnar, er þeir þykjast sjá. Andorra er þaul- hugsað verk að inntaki og bygg ingu. trúlega heilstevptasta Ieikrit- sem nokkur höfundur hefur látið frá sér fara um áratuga skeið. Það er svo fast- mótað og skýrt, að enginn þarf að fara í grafgötur um það, hvað fyrir skáldinu vakir. En það er víðtækara að merkingu en margir láta i veðri vaka, fjallar ekki einungis um Gyð- ingahatrið, heldur um margs konar hættuiegan heilaspuna mannanna og ímyndaðar ávirð- ingar, er þeir þykjast sjá hjá öðrum, hleypidóma, hræsni og lygi, um hina vondu samvduku heimsins. Sjaldan hafa leikhús fengið upp í hendurnar svo n-.ik ið, satt og tímabært l;stav«rk. Það á erindi til allra. r BERGMANN segii Walter Firner T í MIN N, föstudaginn 22. marz 1963 s

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.