Tíminn - 20.04.1963, Síða 16

Tíminn - 20.04.1963, Síða 16
HEIMIUSAÐSTOB VIÐ ALDRAÐ FÓLK í borgarstjórn Reykjavíkur í gær voru afgreiddar og samþykkt- ar tillögur þær, sem frestað var á næsrtsíðasta bæjarstjórnarfundi um aðstoð við aidrag fólk til þess að geta búið sem lengst í heima- húsum. Voru samþykktar nokkrar breytingartillögur frá Einari Ágústssyni við ályktunina. Borgarráð lagði þessa tillögu fyr ir næstsíðasta fund borgarstjóm- ar, en henni var þá frestað að tillögu borgarfulltrúa Framsóknar flokksins. Tillagan er um það, að borgarstjórn beini því til ríkis- stjómarinnar og Tryggingarstofn- unar ríkisins að stuðla að því, að aldrað fólk geti sem lengst búið í heimahúsum. Einnig skuli borg- arstjóm reyna að leysa húsnæðis- mál aldraðs fólks með sérstökum aðgerðum og byggja íbúðir, sem leigðar séu öldruðu fólki eða seld- ar með sérstökum kjörum. Þá er og gert ráð fyrir, að skrifstofa fé- lags- og framfærslumála annist Merkjasala Ijðsmæðra Ljósmæðraféiag Reykjavíkur hef nr hinn árlega merkjasöludag á morgun, sunnudag, til ágóða fyrir Hvildarheiniilið í Hveragerði, og einnig verður varið því sem hægt er til að varðveita hús Þorhjargar Sveinsdóttur, Ijósmóður, sem stend nr við Skólavörðustíg. Þorbjörg Sveinsdóttir var mjög meridleg kona á sinni tíð, ekki að- eins sem mikil og góð ljósmóðir, Framhald á 15. síðu. htimilishjálp fyrir aldrað fólk og sérstök ráðgefandi nefnd fjalli Framhald á 15. síðu. íbúðarhúslð á Stóra-Vatnsskarði, eins og það leit út fyrlr brunann. Nú eru þar rústir einar. Fólkið komst naumlega út á náttfötum einum klæða GÓ-Sauðárkróki, 19. apríl Bærinn á Stóra-Vatnsskarði brann til kaldra kola í nótt og varð engu bjargað af innanstokksmunum. — Fólk slapp naumlega út á náttföt- um og skarst Benedikt Benedikts- son illa á höndum, er hann braut glugga til að komast út. Þáð var á fjórða tímanum í nótt, sem eldsins varð vart. Er talið að kviknað hafi í út frá kolakyntri miðstöð. Húsið á Stóra-Vatnsskarði er ein hæð og ris. Hluti hússins var gamalt timburhús en við það hafði síðar verið byggt steinsteypt hús. Niðri svaf Kristín Pétursdóttir, en uppi fjórir karlmenn, bræðurnir Benedikt Pctursson og Árni Árna- son, Benedikt Benediktsson Péturs sonar og gestkomandi maður, Ólaf ur Pétursson frá Álftagerði. Húsið varð alelda á svipstundu og komst fólkið nauðuglega út á náttfötunum einum klæða og varð engu bjargað af innanstokksmun- um. Benedikt yngri skarst illa á handlegg við að brjótast út um glugga og hjálpa hinu fólkinu út. Var strax gengið í það að bjarga K.úm og hænsnum út úr húsum, ei voru áföst við íbúðarhúsið. Svo vel vildi til, að bíl bar að austan úr Húnavatnssýslu í þann mund er fólkið stóð á hlaðinu og tók bílstjórinn Benedikt yngri þeg ar upp í bílinn og ók með hann rakleitt út á Sauðárkrók, en hann hafði þá misst mikið blóð. Liggur j Benedikt þar enn. Hitt fólkið fór j að Álftagerði í jeppa, fáklætt sem fyrr segir, og þangað sótti læknir j þá Benedikt eldri og Áma í dag og liggja þeir nú einnig á sjúkra húsinu á Sauðárkróki, enda roskn ir menn og hedsulitlir. Slökkviliðinu hér á Sauðárkróki var einhverra hluta vegna ekki gert aðvart um eldsvoðann fyrr en klukkan hálf níu í morgun og fór það þá á staðinn og slökkti í rúst unum. ÞVERÁRVIRKJUN STÆKKUD MB-Reykjavik, 18. apríl Samkvænit upplýsingum Asgeirs Sæmundssonar á Raforkumálaskrif stofunni er nú verið að vinna að verulegri aukningu á Þverárvirkj- un við Hóltnavík. Verður rafstöð- in þar stækkuð úr 460 kw í um 1150 og fyrii hendi eru möguleik- ar til meiri stækkunar. Framkvæmdir við stækkunina hófust um mánaðamótin. Verður ný vélasamstæða, rúmlega 1150 kw sett þarna niður, en gamla sam Trúbadúrinn 17. söng- leikur Þjóðleikhússins GB-Reykjavík, 19. apríl. Sautjándi söngleikurinn, sem Þjóðleíkhúslð’ flytur og síðasta verkefnlð á leikárlnu, er Trúba dúrinn eftir Verdi, og fer frum sýning fram 11. eða 12. maí. Óperan verður sungiin á ítölsku, en söngvarar alHr islenzkir nema aðalsöngkonan kemur frá óperunni í Stokkhólmi. Leik- stjórinn er eirrnig þaðan og kom til landsins í fyrirkvöld, Lars Runsten. Hljómsveitarstjóni verður Gerhard Sehebeler frá Danmörku og kemur hann 28. apríl. Hlutverkaskipting verður sem hér segir: Luna greifi (Guð- mundur Jónsson); Leonora (Ingeborg Kjellgren); Azucena, sigaunakona (Sigurveig Hjalte- sted); Mancico, trúbadúrinn (Guðmundur Guðjónsson); — Lars Runsten. Ferrando (Jón Sigurbjörnsson) og Ines (Svala Nielsen). Þessi ópera var fyrst flutt í Róm árið 1853 og síðan' verið í tölu vinsælustu ópera hjá flest um óperuhúsum heims. Þetta er þriðja óperan eftir Verdi, sem hér er flutt, hinar voru Rigo- letto og La traviata. í haust verði liðin 150 ár frá fæðingu tónskáldsins. Sem áður segir er þetta 17. söngleikurinn, sem Þjóðleikhúsið flytur; áður flutt ar átta óperur og átta óperett- ur, en nokkrir útlendir óperu- flokkar hafa komið í heimsókn og flutt óperur hér. Lars Runsten er einn af helztu leikstjórum við Stokk- hólmsóperuna, þótt ungur sé. Ekki hefur hann áður sett Trúbadorinn á svið, en í haust kveðst hann eiga að stjórna Aida á afmælissýningum tón- skáldsins. Runsten hefur sett nokkrar óperur á svið í Kaup- Framhald á bls 15 stæðan látin vera kyrr, þannig að með meira vatnsmagni verður unnt að framleiða þarna enn meira raf- magn siðar meir. Gamla virkjun- ir. verður 10 ára nú í haust, en áætlað er að sú nýja verði komin í gagnið fyrir áramótin næstu. Ekki mun orkuveitusvæðið stækka að mun á næstunni, þó munu einhverjir bæir tengdir að sunnanverðu. Nú nær það norð- ur í Drangsnes, suður í Króks- fiarðarnes og vestur í Reykhóla. Ekki mun að sinni veitt meira vatni til virkjunarinnar, en áætl- að er að gera það síðar meir, m.a. með því að veita Húsadalsá í Þverá og jafnframt að hækka stífl- una, svo unnt sé að miðla vatni meir. Kemur þá gamla samstæðan í góðar þarfir. Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs hefur ekki verið rafmagnsskortur þama, en hins vegar staðið í járn- um undanfarið, þar eð notkun hef- ur farið mjög vaxandi s.l. tvö ár. F. í. SKIPULEGGUR 101FERÐ í SUMAR Ferðafélag Islands hefur gefið út áætlun sína fyrir vorið og silm a’ið 1963. Alls eru áætlaðar 101 íeið, og skiptast þær þannig: 1 fimm daga páskaferð (þegar af- stað'in). 3 tveggja og hálfs dags ferðir um hvítasunnuna, 18 fjög- urra til tólf daga sumarleyfisferð- ir. 37 fastar helgarferðir, 5 tveggja og hálfs dags ferðir um verzlunar- inannahelgina, og 37 aðrar helgar- ferðir. AuK þess verða alls sex skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum. E'ns og að undanförnu verður fólki gefinn kostur á ag dveljast i sæluhúsum félagsins milli helga, en þau eru nú orðin 8. Vegna rúmleysis er ekki unnt að nefna alla þá staði, sem Ferðafélagið Framhald á 15. síðu. Ærðu eldhúsdagsum ræðurnur hundinn ? HRT-Haganesvík, 19. apríl Nokkrir bændur komu hér í verzlun í gærkvöldi í smá erinda- gjörðum. Einn þeirra þurfti að skreppa inn á lagerinn og fylgdi h:nn ferfætti förunautur hans hon um fast á eítir. Þar dvaldist hund urinn eitthvað lerigur en efni 3'tóðu til og varð enginn hans var, begar verzlunin var yfirgefin. Um nóttina komst hundurinn svo fram í verzlunina og hefur látið ófrið- iega mjög. Það sem fyrst varg á vegi hans urðu útvarpstæki, sem voru útstillt i hillu, og ruddi hund urinn þeim niður á gólf. Verið getur, að hundurinn hafi verið að hlusta a stjórnmálaumræðurn- ar um kvöldig og annað hvort vilj að heyra meira, eða þá viljað ná í eitthvað léttara úr viðtækinu og þá væntanlega Luxemhurg. Þegar það hefur ekki tekizt, hefur runn- ið eitthvert æði á hundinn og hann farig í loftköstum um hillur verzl- unarinnar. Tók hann til að brjóta og ryðja ýmsu, er þar var geymi, um koll. Eftir slíkt erfiði sr eðli- iegt, að hundurinn gerðis'. svaeff- ur mjög og var því lán fyrir ha.'m. að einhver höfðingi hsfði skííið eftir kjötpakka fyrir framan bú'- arborðið og lá beint fyrir, *5 Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.