Tíminn - 23.04.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1963, Blaðsíða 2
Srafa þ-ir milfarS? Framhald af 16 síðu. manns. Þá er og gizkað á, að um 50 þeirra hafi komizt lifandi , land. Þar var vistin köld, eins og við er að' búast, og munu margir 'rafa króknað í kuldanum og far- izt í sandbleytum. Nokkrum þeirra varð þó bjargað. Heimildum ber ekki saman um, h'versu mikið bjargaðist af farmi. Telja má þó mjög sennilegt, að lítið sem ekkert hafi bjargazt af eðalsteinum og dýrum málmum, en vitað er, að allmikið rak af dýrum klæðum. Var á orði haft, að Öræfinaar hefðu notað silki í reiðinga og þess háttar á eftir, en annars var úrskurðað, að allt, er ræki úr skipinu, væri konungs- eign. Má teija ugglaust, að mestur hluti hins dýra farms só enn í flakinu, hv.ar svo sem það er nið- urkomið. Siðan þessi atburður varð, hafa aðstæður eystra breytzt mikið. Jökulvötnin hafa borið ógrynni sands fram til sjávar, og sá staður, er þá var skammt úti í sjó, er nú uppi í landi. „Het Wapen van Amsterdam” hefur vafalaust tekið niðri nokkuð utan flæðarmáls og þar sefur það grafizt í sand. Því hefur ekki verið unnt að bjarga neinni þungavöru úr því. Vafa- laust má hins vegar telja, að skips- flaksins sé nú aðleita uppi í sand inum. Undanfanð hafa nokkrir menn leitað flaksins á sandinum eystra. í fyrra fundu leitarmenn málm i jörð nálægc 15 kílómetrum vest- an Ingólfshöfða, með aðstoð mæli tækja. Staðurinn, sem mælirinn sýndi málminn á, mun vera um 600 r.ietra uppi í landi. Þessi staðar ákvörðun kemur mjög vel heim við munnmælasagnir um strand- staðinn. Ekki var þá unnt að rannsaka staðinn nánar, en fyrir nokkrum dögum hóldu þeir enn á vettvang, og þá með aðra tegund mælitækja en fyrr. Sýndu þessir málmar einn ig málm í jörðu á sama stað. í dag fóru þeir svo aftur á sand- inn og að þessu sinni með tæki til að bora niður i sandinn. Er ætlunin að ná kjarna úr þvi, sem þarna er að finna, til þess að ékvarða, hvort þar sé um að ræða íiak „Het Wapen van Amsterdam”. Má vera, að nokkur bið verði á því, að upp verði gefið, hvað þarna er að finna, ef líkur eru á þ<ví að hið dýrmæta flak sé íundið. Eins og fyrr segir, var farmur- inn talinn geysilega dýrmætur. Fornar heimildir telja, að hann hafi verið metinn á 43 tunnur gulls, en með núgildandi verðlagi vantar elcki ýkja mikið á, að það jafngildi einum milljarði íslenzkra króna. Þótt eitthvað hafi rekið úr farminum og annað skemmzt, bætist nú það við, að þarna er um mjög merkar fornminjar að ræða, og kunnugir telja, að líkur séu á, að flakið sé mjög lítið skemmt í sandinum, skipið sé þar jafnvel í svo gott sem heilu lagi. Reyndist svo, myndi hér um að ræða einhvern merkasta fund af slíku tagi á síðari árum og lítill vafi, að sú „fiskisaga” flygi út um allan heim. Sem fyrr segir, er staðurinn, sem þeir félagar leita nú á, um 15 kílómetrum vestan Ingólfs- höfða. Það er rétt austan óss Skeið arár, eins og hann er í dag. Er þarna mjög erfitt um vik og alls ekki fært á staðinn, nema á þelta- farartækjum. Þeir félagar hafa tvo beltisbíla staðsetta á Núpsstað og í þeim ösla þeir yfir vötn og sandbleytur. Mun td dæmis aljs ófært á hestum á staðinn. Verða þeir þapna því í ró og næði. Staðurinn er á Skaftafellsfjör- um. Landeigendur hafa sett það skilyrði, að leitarmenn séu ekki á þessum slóðum. um það leyti, er selurinn kæpir, og eru tímatak- mörkin um 20. apríl. Nýjar Gunnar Leistikow hefur skrifað okkur fréttabréf um kvikmyndir frá New York, og þær myndir, sem hann f jallar um að þessu sinni eru „The Birds", leikstjóri Al- fred Hitchcock og „The Great Escape", leikstjóri John Sturges. Hér á eftir fer bréf Gunnars í íslenzkri þýðingu. Mín persónulega skoBun er stt, að síðasta hrollvekja Alfreds Hitchcocks, Fuglarnir, sé heimskuleg kvikmynd. En sú skoðun skiptir kannski engu máli, þar sem ég hef ekkert vit á hrollvekjum. Þær hafa ekki hrollvekjandi áhrif, heldur þvert á móti, ég hlæ yfirleitt á öllum hræðilegustu stöðunum. En þessi kvikmynd fær alls staðar mjög góða dóma, þó að mér finnist það heimskulegt, að þúsundir fugla safnist saman, til að hefna sín á mannkyninu fyrir árásir og fjöldamorð á fuglum í fleiri hundruð ár, en þannig útskýrir Hitchcocó myndina. Eg vissi ekki að krákur og hrafnar væru svo vel að sér í mannkynssögunni að þeir vissu, hvað dunið hefði yfir forfeður þeirra! f sambandi við frumsýningu myndarinnar kom Hitchcock til New York, þar sem ég fékk tæki færi til að hitta hann, ásamt fleiri blaðamönnum. Eg hafði aldrei séð hann áður, og það kom mér á óvart, að hann skyldi vera elskulegur og vingjarnleg- ur eldri maður með ríka kímni- gáfu og spéglampa í augunum. Einn blaðamaðurinn vildi gjarnan víta, hvers vegna Hitch- occk gerði eingöngu hrollvekjur af þessu tagi, og því svaraði Hitchock til, að það væri það, sem hann bezt gæti gert. Hann hefði reynt margt annað á þess- um 63 árum, sem hann hefði lifr að, en ekkert gengið eins vel og þetta. Og þegar fólk vill endi- lega sjá hrollvekjandi myndir, því þá ekki að láta að óskum þess, bætti hann við. Síðan útskýrði hann fyrir okk- ur, hvermg farið væri að því að taka mynd, þar sem 1400 finkur, 300 spörvar, 50 endur, 125 krákur og þúsundir hrafna fara með helztu aðalhlutverkin. Eg spurði hann m. a. annars að því, hvern- ig hann færi að því að segja fuglunum fyrir verkum. Það haiði verið mjög auðvelt, sagði Hitchcock, í fyrsta lagi hefði hann haft mjög góðan fugla temjara dð nafni Ray Berwick sér til hjálpar. Og í öðru lagi, þá byggjast veigamestu atriðin á sjónhverfinum, en í þeim er Hitchcock hreinn meistari. Aðal- vandamálið í sambandi við þessar sjónhverfingar er að ná tveimur ólíkum upptökum á þriðju film- una. Eitt af óhugnanlegri atrið- unum er t. d. af hundruðum af krákum og hröfnum, sem ráðast á hóp skólabarna, sem reyna að flýja. Börnin voru kvikmynduð úti á götu, en fuglarnir í kvik- myndaverinu. En annurs staðar í myndinni er fólk og fuglar raunverulega í slagsmálum. Rod Taylor, sem fer með aðalhlutverkið, er tvisvar sinnum bitinn af mágum, og Tippi Hedren, hin nýja sænsk- —o-0-o— þeirra, sem ég hef reynt að lýsa. Myndin er löng, þ-2ggja tíma, en full af æsahdi, og sumum skemmtilegum atburðum, cn allt er þetta sannsögulegt og eðlilegt. Hlutverkin eru 45, og þar af 16 aðalhlutverk. Veður var mjög óhagstætt allan þann tíma, sem upptakan stóð yfir og olli það miklum erfiðleikum, en Sturges er ráðagóður maður, eins og eft- irfarandi saga sýnir. í einu áhrifamiklu atriði flýr einn liðsíoringinn yfir grýttan og illfæran veg á stolnu bifhjóli, og rétt á cftir honum er SS-mað- ur. Vandamálið var svo það, að ieikarinn, sem lék liðsforingjann var svo góður hjólreiðamaður, að Þjóðverjinn hafði alls ekki við honum. Eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir datt Sturges í hug, að klæða liðsfornigjann í SS-einkennisbúning og kvikmynd að'i svo leikarann í báðum gerv- unum. Síðan klippti hann film- una niður og límdi liðsforingjann og SS-manninn inn á til skiptis, þannig að engan áhorfenda renn- ir grun í að liðsforinginn er í rauninni að elta sjálfan sig. Stórkosaegasta flóttatilraunin, sem stríðsfangar' hafa nokkru sinni gert, átti sér stað árið 1944 í fangabúðum í Þýzkalandi, þeg- ar 68 brezkum, kanadiskum, amgrískum og pólskum liðsfor- ingjum tókst á einni nóttu að flýja eftir löngum göngum, sem þeir höfðu grafið undir gadda- vírsgirðinguna, sem umkringdi fangabúðimar, beint fyrir fram- an augun á Þjóðverjunum. í rúmlega ár höfðu 600 liðsfor- ingjar unnið að undirbúningi flóttans með mestu leynd, þeir höfðu falsað vegafréf og endur- nýjað venjuleg föt og þýzka ein- kennisklæðnaði, og loks hafði þeim tekizt að grafa, ekki ein, heldur þrjú göng til að flýja í gegnum. Ætlunin var að láta 250 manns flýja á einni nóttu, en þegar 68 voru komnir út, hrasaði sá 69 og gerði við það dálítinn hávaða. Þjóðverjarnir heyrðu til hans, fundu opið með ljóskösturum og byrjuðu að skjóta, þannig að þeir sem eftir voru komust ekki út. Af þeim 68, sem tókst ag flýja komust aðeins 3 aftur til föðurlands síns. Einn komst heilu og höldnu til Spánar, og tveir komust á sænskt skip eftir að hafa róið eftir þýzku ánum, alla leið frá Bay- ern niður að úthafinu. 15 af þeim sem náðust voru aftur fluttir í fangabúðirnar og hinir 50 voru ,.drepnir af Gestapo, til að sýna föngum fram á, hvað bi’ði þeirra, ef þeir reyndu að hafa sig í frammi. Flótta þessum hefur verið lýst : bók eftir einn af fyrrverandi föngum ' þessum fangabúðum, Paul Brickhill að nafni, og heit- ii bókin ,,The Great Escape”. Nú hcfur bók þessi verið kvikmynd- ug af Mirisch Company, en leik- stjóri er John Sturges. Þetta er nýjasta stóra kvikmyndafélagið í Ameríku, og leggur það heiður sinn í það, að gera góðar mynd- ir. Og ekki verður annað sagt. en ag „The Great Escape, sem frumsýnd verður í London þann 21. júni, sé mjög góð mynd. Leikstjónnn og framleðianrl mn, John Sturges, sagði blaða- mönnum, að flestir hefðu varað Leikarinn Steven McQueen fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni „The Great Escape" og sést hann hér að ofan. Á neðri myndinni er það einnig hann, sem verður fyrir árás SS-mannanna. kvikmyndir ættaða stjarna, sem Hitchcock uppgötvaði, verður fyrir árás af fuglum, sem einn af hjálparmönn unum hendir í höfuðið á henni, þar sem liann stendur bak við kvikmyndavélarnar. Áður en Hitchcock byrjaði á myndinni var honum ráðlagt, að hafa fuglavini og fuglafræðinga sér til hjáipar, og þag gerði hann með því, að láta þá leika með í myndinni. Á einum stað útskýrir fuglafræðingur það fyrir áhorf- endum, að það sem þeir hafi ver- ig að enda við að sjá, geti ekki komið fyrir í raunveruleikanum, þar sem óiíkir fuglar, eins og t. d. krákur go mágar sameinist aldrei um neitt. í næsta atriði sést svo í gegnum glugga, hvernig krák- ur og mágar ráðast sameiginlega á íbúa lítils sjávarþorps. En þetta er algjörlega óhugs- andi, skaut einn blaðamaðurinn inn í. Veit ég það, svaraði Hitch- cock, en það skiptir engu máli. Þag rökrétta er alltaf dálítið leiðinlegt, sérstaklega í kvik- myndum. hann vig því að gera stríðsmynd, þar sem svo mikið væri orðið af þeim. En hann sagði, að fyrir sér væri þetta alls ekki stríðsmynd, þó að hún gerist í stríðinu. Fyrir mér er þetta dæmi um hverju maðurinn getur áorkað við erfið- ustu aðstæður, ef hann bara legg ur sig fram. Það er nú einu sinni skylda hvers liðsforingja að reyna að fiýja, ef hann er tekinn til fanga, og ef hann sleppur ekki, að reyna að láta sem flesta leita ag sér til að veikja vörn óvinarins. Það er einmitt þelta, sem þessir liðsforingjar gerðu, og það er hið stórkostlega átak 2 T í M I N N, þriðjudagur 23. apríl. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.