Tíminn - 23.04.1963, Blaðsíða 15
og þeirra hugsanahátt hef ég rætt
áður.
Framsóknarmenn vilja móta
stefnu í utanríkismálum og full-
veldismálum landsins, sem beint er
afdráttarlaust gegn þessum háska
legu öfgum, sem byggð er á vest-
rænni samvinnu fyrst og fremst, en
hafnar innlimun og fullveldisaf-
sali í hvaða mynd sem er.
Um þessa stefnu verður að
fyíkja fjölmennu liði og láta eng-
an ágreining um þau efni, sem
minna varða jafnvel þótt mikils-
verti séu, dreifa þeim fjölda, sem
í þessu á samleið.
Uppgjörið í vor
Ég hika ekki við að fullyrða, að
íslenzka þjóðin stendur nú frammi
fyrir meiri vanda en oft áður.
Efnahagskerfi landsins hefur ver
ið irmrótað og er ekki of mikið
sagt, að þar stappi nærri fullkom
inni upplausn. Eru framundan mik
il umbrot í þeim efnum, og veltur
á miklu hvemig á þeim málum
öllum verður tekið.
Framundan bíður þag verkefni
að móta stöðu íslands í þeim
heimi, sem nú er að skapast. Móta
stöðu landsins til Efnahagsbanda
lags Evrópu og þess samruna þjóð
landanna, sem er að verða í Ev-
rópu. Ákvarðanir þær, sem teknar
verða í þeim efnum geta orðið
örlagarí'kari fyrir framtíð íslend-
inga, en flestar eða jafnvel allar
aðrar, sem gerðar hafa verið í mál
efnum þjóðarinnar frá fyrstu tíð.
Og ég fer ekkert dult með þá skoð
un mína, að ég tel það þýðingar-
meira en nokkuð annað, að Fram
sóknarflokkurinn verði efldur svo
við næstu alþingiskosningar, að
fram hjá honum verði ails ekki
komizt, þegar framtíðarstaða lands
ins_ verður mótuð á næstunni.
Ég veit að fjöldi landsmanna er
uggandi út af þessum málefnum
öllum saman, bæði varðandi hvern
ig fer með stefnuna í innanlands-
málunum og ekki síður um það
hvernig tekið verður á málefnum
landsins út á við. Ég vona, að
vaxandi fjöldi manna um allt land
geri sér Ijóst, ag það sé hyggilegt,
einmitt við þessar ástæður, að eria
og styrkja Framsóknarflokkinn,
þannig, að hann fái aðstöðu til
þess að leggja úrslitalóðið á vogar
skálina varðandi meðferð allra
þessara meginmála nú á næstunni.
Kröfur iýðræðisins
En einmitt vegna þess hversu
mikilsverð mál eru nú á döfinni,
er ástæða t‘l þess að rifja það
upp, að lýðræðið sem við búum
við, gerir miklar kröfur til manna
og flokka.
Lýðræðið byggist á því, að menn
kunni full skil á því að greiða ein
stök mál, þótt þýðingarmikil séu
frá meginstefnum.
Að menn skipi sér saman í
stjórnmálaflokka um meginstefnur
og grundvallarhugsjónir. Geri
flokkanna stóra og sterka, en láti
ekki ágreining um einstök mál eða
um aðferðir sundra þýðingarmikl
um samtökum unz ekki ræðst við
neitt og glundroði verður höfuð-
einkenni ástandsins. Þá er skammt
að endalokum lýðræðisins. Þá verð
ur einræðið ofan á. Eða stjórn-
málasamtök þeirra, sem peninga-
valdið bindur saman.
Menn verða því að geta verið
saman í flokki, þótt þá greini á
um einstök mál og aðferðir af og
til. Þetta verða menn að skilja
til hlítar. Verður þá allt að byggj
ast jöfnum höndum innan flokk-
anna á málamiðlunum um einstök
málcfni og ákvörðunum lýðræðis-
legs meirihluta innan flokkanna,
þegar þarf að skera úr.
Við höfum innan þessa flokks
langa reynslu í þnsum efnum.
Stundum hafa skapsmunir og kapp
leitt menn út af réttri leið, og þá
miður farnast. En bezt farnazt þeg
ar menn hafa haldið fast saman,
þrátt fyrir mismunandi viðhorf til
einstakra mála og aðferða, sem
jafnvel hafa sýrlzt svo óenaanlega
miklu máli skipta meðan á stóð,
en jafnan þegar frá leið, minnk-
að í samanburði við árangurinn
af því að halda fast saman, vera
síerkur, hafa áhrif á megin ákvarð
anir í stærstu málefnum landsins.
Lýðræð'ið byggist á þroska ein-
staklingsins, bæði skilningi á þjóð
málum, og ekki síður á þjálfaðri
skapgerð og félagslund. Hæfileik
um til málamiðlunar, en jafnframt
eidheitum baráftuhug og tryggð
við hugsjónir og meginstefnu.
Að byggja öll sín afskipti á því
að þoka í rétt horf á langri leið
ýmist í vörn eða sókn eftir því
hvernig aðstaðan er. Það er vinnu
aðferð lýðræðismannsins.
Menn verða að geta verið hvort
tveggja í senn, eldheitir baráttu-
menn og úthaldsgóðir, en þó mála
miðlunarmenn í flokkum sínum
og sömu eiginleika verða flokk-
arnir sjálfir að hafa. En allt
byggist á því að hafa glögga megin
stefnu og vera henni trúr þrátt
fyrir óhjákvæmilega málamiðlun
og tillit til annarra. En því er ég
að minna á þetta núna, að svo
mikið liggur við að umbótamenn
á íslandi komi auga á þessi megin
atriði og einbeiti sér að því að
efla einmitt sterkan og öflugan
flokk eins og Framsóknarflokkinn
til forustu í málum sínum. En láti
ekki sundrast í því efni, láti ekki
það ástand skapast í landi voru,
að þau stjórnmálasamtök ein, sem
peniingavaldið bindur saman, geti
orSið’ sterk, og að þau geti í skjóli
sundrungar ráðW áfram lögum og
Iof'um.
Það væri óheiðarlegt og blekkj-
andi að halda því fram, að Fram-
sóknarflokkurinn gæti ráðið hér
einn öllu, þótt hann ynni kosninga
sigur í þeim átökum, sem fram-
undan eru. Enda ekki ætlunin að
gefa slíkt í skyn. En samt sem
áður gæti það orðið harla örlaga-
ríkt hvernig fer, eins og ég hefi
sýnt fram á.
Það er alveg víst, að aukið fylgi
fiokksins veitir vaxandi áhrif á
gang og afgreiðslu hinna stærstu
mála, hvort sem hlutskiptið er
fólgið í stjórnarandstöðu eða
stjórnarþátttöku.
Og ástæða er til þess að rifja
það upp hér, að Framsóknarflokk
urinn hefur ætíð fundið leiðir og
skynsamlegar aðferðir til þess að
beita áhrifum sínum eins og hann
héfur haft þingstyrk til.
Mikil ástæða er til þess að vara
við þeim hugsunarhætti, ef hann
kynni að þekkjast, að allt geti orð
ið leiðrétt eða fært í æskilegt
horf í einu stóru stökki. Nauðsyn-
} legt er, að menn geri sér það
; ljóst, að í þýðingarmestu málunum
i verður ag færa til betri vegar í
I áföngum, en markvisst svo ætið
miði í rétta ált.
; Við erum nú reynslunni ríkari
i og sjáum hve snögg umskipti geta
‘ orðið samt ýmist til hins verra eða
hins betra, eftir því í hvaða stefnu
haldig er. Þetta um pennastrlkið
í íslenzkri pólitík, hefur aldret ver-
ið annað' en blekking, bæði varð-
andi verðbólguna og dýrtíðina,
sem átti að jafna lífskjörin og síð
an leiðrétta með einu pennastriki.
i Og það sama gildir nú um óða-
! dýrtíð og kjaraskerðingu og aðra
• þætti „viðreisnarinnar“ svonefndu
| og þá upplausn, sem hún hefur
| valdið, og á eftir að valda. Og ég
! legg áherzlu á, ag því fer alls
fjarri, að dýrtíðaralda „viðreisnar
innar“ hafi enn risið í fulla hæð.
Út úr vandanum verður ekki
stokkið, því síður komizt með einu
pennastriki fremur en áður. Allt
veltur hins vegar á því, að að-
staða fáist til að þoka málunum
á ný í rétt horf, og betra horf,
markvisst í áföngum, með þraut-
seigju og stefnufestu.
Gegn íhaldi og
tammúnisma
Margt bendir ttt þess, ag traust
manna' á Framsóknarflokknum
fari vaxandi. Og flein og fleiri telji
hyggilegt að auka áhrif hans. —
Glæsileg úrslit bæjarstjórnarkosn
inganna síðastliðið vor, benda ein
dregið í þessa átt. Þeim fjölgar
stöðugt, sem erú staðráðnir í að
stækka næststærsta flokk landsins
— Framsóknarflokkinn — til sókn
ar gegn íhaldi og peningavaldi, og
gegn kommúnisma. Þeim fjöigar
dag frá degi, er gera sér grein fyrir
þyí, að Framsóknarflokkurinn er
eini flokkurinn f landinu, sem hef
ur möguleika til að standa peninga
valdinu snúning, sem nú hefur tvo
fiokka á sínum snærum, og reynir
enn að fá meirihluta í landinu. —
Það er líka auðség á blöðum og
málflutningi hinna flokkanna að
þeir telja fylgi Framsóknarflokks-
ins fara vaxandi. Ótti hinna um
fylgistap kemur fram í hinum fá-
ránlegustu myndum, og mun ég
ekki ræða það hér.
Ég hef rætt hér all ýtarlega um
afstöðu stjórnarflokkanna og sýnt
fram á, að það er ekki árennilegt
fyrir landsnienn að fela þeim ein
um saman forræði mála sinna á
næsta kjörtímabili. Það er á allra
vitorði að þeim fer fækkandi í
landinu, sem vilja fela kommúnist
um forræði mála sinna. Mun það
ekki verða kommúnistum til fram
dráttar, að þeir munu hafa nú á
síðasta flokksþingi sínu séð það
helzt til bjargar að semja áætlun
um það, hvernig kommúnisman-
um verður komið í framkvæmd á
íslandi. Sannleikurinn er, að komm
únismann mega menn yfir höfuð
ekki heyra nefndan og því hrynur
Sumarfötin
Ný efni — margir litir
DRENGJAJAKKAFÖT
frá 6—14 ára
STAKiR
DRENGJAJAKKAR
ný efni
DRENGJABUXUR
allar stærðir
ÆÐARDÚNSÆNG
er nytsem fermingargjöf
VÖGGUSÆNGUR
DAMASKVER
KODDAR
DÚNHELTLÉREFT
Pattons-ullargarnið
fræga
LITEKTA — hleypur ekki
yfir 50 litir
Patons-crepgarn
í finor
KVENPEYSUR
Crep sokka-buxur
á börn og unglinga
NÆLONSOKKAR
án lykkjufalla.
Mikið af vörum með
gömlu verði.
Sendum gegn póstkröfu
Vesturgötu 12 Sími 13570
Auglýsið i
TÍMANUM
fylgið af Alþýðubandalaginu, þar
sem hver höndin er upp á móti
annarri. Það mun heldur ekki
forða kommúnistum frá fylgishruni
að nokkrir Þjóðvarnarmenn hafa
gripig til þess óyndisúrræðis að
hnýta sig aftan i vagn kommúnist
anna. Það mun fara um þá líkt og
aðra, sem valið hafa þá leið áður.
Þeir verða áhrifalausir bandingj-
ar á vegum Sósíalistaflokksins, þ.
e. kommúnista. En kommúnistar
eru þeir sömu og fyrr, þótt þeir
reyni að grípa til nýrra bragða til
að villa á sér heimildir.
Þá er það heldur ekki til
ag auka traust íhaldsandstæðinga
á kommúnistum, að formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur látið
málgagn sitt, sem óðast ráðleggja
mönnum að yfirgefa ekki kommún
ismann í þeim kosningum, sem
framundan eru. Það mun heidur
ekki auka álit Sjálfstæðismanna,
að formaður. kommúnista Einar
Olgeirsson heldur á lofti ágæti
Útboð
þeirra og samstarfi við þá. —
Allur þessi skrípaleikur sýnir á
hinn bóginn, að þessir flokkar ótt-
ast aðeins eitt, og það er fylgis-
aukning Framsóknarflokksins og
aukin áhrif hans.
Nú er hlutverk okkar Frams.m.
að herða sóknina og fylgja fast
fram málstað okkar í þeim örlaga
ríku kosningum, sem framundan
eru. Það er hlutverk þessa 13.
flokksþings Framsóknarmanna,
sem nú er að hefja störf sín, að
móta stefnuna. Síðan er það hlut-
verk okkar allra sem hér érum
saman komin og allra þeirra mörgu
þúsunda víðs vegar um landið, sem
vilja leggja hönd á plóginn, að
fylgja þeirri stefnu, sem hér verð
ur mótuð, fram til sigurs. Hefur
sjaldan meira í húfi verið, enda
vona ég að framganga okkar allra
í þelrri baráttu, sem framundan
er verði í fullu samræmi við það.
Mun þá sigur vinnast. Megi það
verða landi og þjóð til blessunar.
Tollvörugeymslan h.f. óskar eftir tilboði í að
byggja 160 ferm. skrifstofu- og vöruskoðunarhús
ásamt steyptri girðingu meðfram Héðinsgötu.
Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Bárðar
Daníelssonar, Laugavegi 105 gegn 1000 kr. skila-
tryggingu.
Bókamenn
Mumð handunna bandið að Framnesvegi 40.
Vönduð vinna. Fyrsta flokks efni.
Þýzkt kúnstskinn í mörgum litum.
AKKARÁVÖRP
Okkar beztu þakkir viljum við færa öllum þeim, sem
á einn eða annan hátt hafa veitt okkur hjálp í erfið-
leikum olckar á s.l. vetri er brann hjá okkur. Við vonum,
að Guð launi ykkur allt sem þið hafið til þeirra mála
gott lagt, hvort sem það hefir komið fram í vinnu,
peningum, fatagjöfum eða góðri aðhlynningu okkur
veittri.
Guð blessi ykkur öll og veiti ykkur hjálp og styrk í
öllum þrengingum lífsins.
Kristir.n Sveinsson og fjölskylda, Hólmavík,
Öllpm þeim sem sendu mér gjafir og góðar óskir
þann 6. apríl, sendi ég beztu kveðjur og þakkir.
Guðrún Magnúsdóttir, Mörk, Mosfellssveit
utför s
Margrétar BárSardóttur,
Maríu Jónsdóttur, flugfreyju.
Jóns Jónssonar, flugstjóra,
Ólafs Þ. Zoega, flugmanns, og
Inga G. Lárussonar, flugleiðsögumanns,
sem létu ntið, er flugvélin „Hrímfaxi" fórst vlð Osló á páskadag,
14. apríl, verður gerð frá Dómkirkjunni I Reykjavík miðvikudag.
inn 24. april kl. 1,30 eftir hádegi. — Aðstandendum og nánustu
vinum hinna látnu eru ættuð sæti í Dómkirkjunnl, en útvarpað
verður frá athöfnlnni í Fríklrkjunni fyrir aðra, sem óska eftir
að vera viðstaddir, auk þess sem útvarpað verður í Ríkisútvarpinu.
— Fyrir hönd aðstandenda
FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. '
-V
T f M I N N, þriðjudagur 23. apríl. 1963. —
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
Björns ívarssonar
frá Steðja.
Enn fremur þakkir til allra sem glöddu hann með helmsóknum
á Elli- og hjúkrunarhelmilið Grund meðan hann dvaldl þar.
Pálína Sveinsdóttir, fvar Bjðrnsson
Krlstinn Björnsson f
15
t i