Tíminn - 23.04.1963, Blaðsíða 8
stefmibreytingu. Eg nefni aðeins
örfá atriði í því sambandi. Taka
upp alveg nýja lánapólitík, allt
fjárfestingalánakarfig verður að
emlurskoða frá rótum og miða við
dí'rtíðarbyltinguna. Auka lánveit-
ingar til fjárfestingarframkvæmda
og þá ekki sízt til aukinnar vél-
væðingar og meiri framleiðni í
sem flestum efnum. Hafa spari-
fjárauknihguna £ umferð og hætta
að frysta hluta af aukningu spari-
fjárins í Seðlabankanum. Draga
saman fé af sparifjáraukningunni
þess í stað ög lána það dugmiklu
athafnafólki í atvinnurekstur og
til að auka afköst og afrakstur.
Gefur auga leið, að fáist þessi
stefnubreyting ekki fram, verður I
á næstunni að auka því meir er-
iendar lántökur í þessu skyni. Er-
lendar lántökur til arðbærra fram-/
kvæmda hljóta raunar alltaf að
verða einn liður í þeirri stefnu
til aukinnar framleiðslu og fram-
leiðni sem þarf að fylgja af mik-
illi festu.
Lækka þyrfti vextina, sem hafa
stóraukið dýrtíðina og hvíla eins
og mara á öllum atvinnurekstri.
Þag er ekki sízt unga fólkið í land
inu sem ber nú ógnarbyrði vaxt-
anna. Lánsfé venjulegt kostar nú
ekki undir 9%%. Það er unga fólk
ið í landinu, sem fyrst og fremst
þarf á lánsfé að halda til að byggja
upp. En við sjáum, að mjög háir
vextir eru ekki einhlítt gróða-
bragð fyrir sparifjáreigendur. Þeir
koma að litlu haldi til að bæta
hag þeirra, ef þeim fylgir óðadýr-
Þ'ð og önnur slík vandkvæði.
f landbúnaðarmálum verður að
gera margt í Senn, því öngþveitið ;
er þar orðið miklu meira en svo, að
ein ráðstöfun dugi. Eg nefni hér
aðeins að Tagfæra verðlagið, auka
beinan stuðning við að stækka bú-
In, ásamt ræktun og byggingum, og
auka og bæta stofnlán landbúnaðar
ins. Efla samvinnu og samstarf í
sveitum og auka tryggingar í þágu
landbúnaðarins hliðstætt við aðrar
preinar.
Varðandi sjávarútveginn nefni
ég fyrst og fremst aukinn stuðn-
ing við báta og skipakaup svo dug
miklir sjómenn geti aftur farið að
eignast báta og skip. Miklu meiri
átök í hafnarmálum. Stórauknar
rannsóknir í leit að fiski- og síld-
argöngum til aðstoðar fiskiflotan-
um. Öflugar nýjar ráðstafanir til
þess að auka fjölbreytni f fisk- og
sildarverkun og til að hagnýta sjáv
araflann sem' bezt og fá sem mest
verðmæti fyrir hann. Aukið fjár
magn til uppbyggingar í sjávar-
p’ássum. Og gleyma ekki að aukn-
ar íbúðabyggingar í sjávarplássum
er eitt þýðingarmesta málið þeim
til eflingar. Það stendur þeim sem
sé nú fyrir vexti mörgum, að þar
íæst ekki húsnæði á leigu meðan
menn eru ag koma undir sig eigin
fótum í byggðarlögunum.
Beina þári fjármagni til þeirra
framkvæmda í iðnaði, sem mestra
afkasta er af að vænta, að vel at-
huguðu máli, og gleyma ekki í því
sambandi úrvinnslu eigin hráefna
svo sem móttöku og vinnslu sildar
og vinnslu úr hráefnum landbún-
aðarins. Það þarf ag bæta úr stofn
lánaskorti og rekstrarfjárskorti
iðnaðarins, svo að iðnaðurinn geti
lagt út á nýjar brautir og haft eðli-
lega aðstöðu til þess að keppa
við erlendan iðnag í þjónustu við
landsmenn og flutt út iðnaðar-
vörur.
Virkja þarf vatns- og hitaorkuna
eftir þörfum og koma orkunni út
um landið..
Auka mjög lánveitingar
til fbúðabygginga til þess að al-
menningi verði aftur kleift
að eignast þak yfir höfuð sér.
En húsnæðismálin eru nú orðin
eitt hið mesta vandamál í mörg-
um byggðarlögum landsins.
Undansláttarlaust verður að
að fylgja þeirri stefnu að íslend-
ingar sitji að sinni landhelgi og
úflendir víki og komist ekki inn
aftur beint né óbeint/
Unnið verði að frekari útfærslu
landhelginnar. Við samninga verð-
ur að standa en leita allra löglegra
leiða til að losna við höftin í
brezka landhelgissamningnum,
enda er landgrunnið allt markmið
ísiendinga.
Hefja þarí nýja sókn í vega- og
brúarmálum, og þau mál úr því
öngþveiti, sem þau eru í. Miða
verður við þarfir atvinnurekstrar
ins í landinu eins og hann er nú
orðinn og gera kleift að lækka
flutningskostnaðinn.
ðyggfum landið
Gera verður öflugar ráðstafanir
til að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins meg því að veita fjár-
magni til uppbyggingar víðs vegar
um landið þar sem skilyrði eru
góð til atvmnureksturs, og fram-
leiðslu, en fjármagn lítið fyrir til
að hagnýta þau. Ekki sízt með því
ag efla þéttbýlissvæði sem víðast
um landið og þá um leið til stuðn-
ings dreifbýlinu umhverfis þau.
Verum minnug þess, að þvi aðeins
nýtast lands- og sjávargæðin til
nokkurrar hlítar, að allar megin-
byggðir landsins séu vel setnar.
Gerum okkur grein fyrir, ag því
aðeins fær þjóðin haldið landinu
fyrir sig og sína niðja, að hún
sýni þVí sóma og notfæri sér það
skynsamlega, svo sem efni standa
til.
Hér eru aðeins örfá atriði nefnd.
Menn verða að gera sér ljóst, að
efnahagskevfinu hefur verið rótað
svo gersamlega nú síðustu þrjú ár
ini að endurskoða verður alla þessa
meginþætti og aðra fleiri, ef hér á
að geta orðið sú framleiðsluaukn-
ing á vegum almennings í landinu,
sem nauðsynleg er. Og ef koma á
i veg fyrir að ýmsir aðalþættir at-
vinnu- og efnahagslífsins lendi í
höndum þeirra einna sem mestu
fjámagni ráða og það jafnvel út
lendinga.
Stuðningur ríkisvaldsins við
frámtak dugmikils vinnandi fólks
og félagsskap þess, hefur verið
aðalsmerki .slenzks þjóðarbúskap-
ar og eitt af séreinkennum hans,
þangað til núverandi þingmeirí-
hiuti tók sér fyrir hendur að
breyta þessu búskaparlagi i grund
vallaratriðum og stefna að aukn-
um yfirráðum þeirra fjársterkustu.
En íslenzka efnahagsmálastefnu
ber að miða við íslenzka staðhætti,
en ekki blint við það sem gerist
í öðrum löndum. Við eigum að
halda áfram eins og við gerðum í
áratugi fynr 1959, ag byggja upp
íslenzkt þjóðfélag með þeim hætti,
sem okkur hefur bezt gefizt. —
Við eigum hvorki að taka upp
konunúnisma né stór-kapitalisma
að erlendri fyrirmynd.
Landhelgismálið
Eg álít, að íslendingar hafi
mikla ástæðu til að vera bjart-
sýnir. fsland er t. d. ekki sama
land og þag var fyrir tiltölulega
fáum árum síðan. Því veldur m. a.
útfærsla landhelginnar. Árangur
hennar hefur orðið glæsilegri en
jafnvel þeir bjartsýnustu þorðu að
vona. Menn þora tæpast að hugsa
þá hugsun til enda, hvernig nú
værí orðið ástatt um íslenzkan
þjóðarbúskap, ef menn hefðu ekki
stigið þetta skref. Það fer um
menri hrollur, þegar þeir minnast
þess, hvemig ástatt var orðið hér
á fiskimiðunum fyrir styrjöldina
og raunar nokkrum árum eftir
slyrjöldina, þegar ákveðið var að
hefjást handa um útfærsluna.
Flokksfiingið steig
fyrsta skrefsS
Það er sannarlega ástæða til
þess að minnast þess með fögn-
uði hér á þessum stað núna, að
það var flokksþing Framsóknar-
manna, sem steig fyrsta raunhæfa
skrefið í þeirri bhráttu, sem leiddi
til útfærslu landhelginnar.
Á flokksþingi Framsóknamanna
1946 var samþykkt, að flokkurinn
beitti sér fyrir því, að segja taf-
arlaust upp landheígissamningn-
um við Breta, þriggja mílna samn-
ingnum frá 1901 og beita sér fyrir
því, ag setja ný lög um landhelg-
ina, og færa hana út. En uppsögn
þessa samnings við Breta var und
irstaða þess, að nokkuð væri unnt
að aðhafast í málinu.
Sú forusta, sem flokkurinn tók
meg þessu, er eitt hið mesta gæfu-
spor, sem flokkurinn hefur stigið.
Og framhaldið af afskiptum
flokksins í þessu efni varð í góðu
samræmi við upphafið. Því það var
þrautseigju Framsóknarflokksins
| að þakka fyrst og fremst, ag það
I tókst að lokum að sameina nægi-
i lega marga sumarið 1958 til þess
j að framkvæma útfærsluna.
| Það er iíka hægt að sjá það
nú, sem lagðist í okkur þá, að
ef þessi útiærsla hefði ekki ein-
mitt átt sér stað einhliða 1958, þá
hefði ekkert verið aðhafzt í mál-
inu fram á þennan dag.
Og það var einmitt sú sannfær-
íng okkar að málið væri tapað
ef ekki væri fært út þá, sem
gaf okkur xraft til að taka á okk-
ur þá áharttu sem útfærslunni
ívlgdi. Enda hefði það þá verið tap-
að.
í fyrsta lagi vegna þess, að þá
hefði Sjálfstæðisflokkiarinn náð
tökum á málinu. En hann hefði
erið gjörsamlega ófáanlegur til
þess að fæia út einhliða, því að
hans stefna í málinu var sú, að
gera ekkert, nema það sem Bretar
gætu fallizt á. Auk þess er það
nú orðið alveg ljóst, að ef mis-
tekizt hefði að hrinda í fram-
kvæmd útfærslunni 1958, þá hefði
málið komizt inn í alveg nýjan
og hættulegan farveg. Það sézt á
þvi, hvernig nú er orðið ástatt
í heiminum varðandi viðhorf ein-
stakra þjóða til erlendra aðila,
bæði í sambandi við afnot af nátt-
úrugæðum landanna og ekki síð-
ur fiskimiða og landhelgi. Sú
stefna er nú óðfluga að verða of-
an á, að löndin láti hvert öðru í
té og þegnum annarra jafnrétti
varðandi þessi efni. Getur hver
sagt sér sjálfur, hvernig gengið
hefði að fást við einhliða útfærslu
landhelginnar eftir að þessi stefna
hafði náð tökum, og við þau skil-
yrði, sem nú eru, þar sem óðfluga
cru uppi ráðagerðir, .jafnvel í land
inu sjálfu um að hleypa erlend-
um aðilum inn í sjávarútveginn
og raunar sjálfa landhelgina.
Um þessar mundir er/ full á-
jstæða fyrir þjóðina að minnast
þess, ag stærsta flokki landsins,
S’álfstæðisflokknum, er alls ekki
treystandi í þessu máli.
Sá flokkur vildi alls ekki taka á-
byrgð á útfærslunni með öðrum
flokkum, þótt upp á því væri
stungið 1958.
Þess í stað lagði hann alla stund '
á ag tortryggja stöðu íslenzku rík-
isstjómarinnar í málinu, einmitt á
þeim tíma, þegar Bretár voru að
gera það upp við sig, hvort þeir
ættu að sýna íslendingum ofbeldi
eða ekki.
Gekk Sjálfstæðisflokkurinn svo
langt í þessu, að halda því fram,
að útfærslan væri í raun og veru
málefni kommúnista. Kórónuna
setti Sjálfstæðisflokkurinn á af-
skipti sín með því að gera síðan
landhelgissamninginn við Breta,
þar sem þeim var hleypt inn í
landhelgina, enda þótt- þeir hefðu
tapað í fiskveiðideilunni.
Er ekki einu sinni hægt að
tryggja, ag útlendir aðilar verði
látnir fara ut úr landhelginni nema
með því að hnekkja þeim meiri-
hluta, sem stóð að því að gera
landhelgissamninginn við Breta.
Enn fremur er það upplýst, að nú-
verandi stjómarmeirihluti hefur
haft uppi í heyrandi hljóði, hvað
þá heldur innan fjögurra veggja,
ráðagerðir um að hleypa togurun-
um inn á bátamiðin í fiskýeiðiland
helginni, og svo bollaleggingar um
að hleypa útlendingum inn í sjáv-
arútveginn, fiskiðnaðinn og þar
meg landhelgina raunverulega.
Það er því engin. fær leið til
þess að tryggja þetta fjöregg þjóð-
arinnar, fiskveiðilandhelgina,
nema sú að efla Framsóknarflokk-
inn.
Með útfærslu fiskveiðilandhelg-
innar, sem raunar var gerð í áföng
um, en þó miklu mest 1958 var
sloppig úr bráðum háska og ættu
rnenn að stíga á stokk og strengja
þess heit að koma í veg fyrir, að
þióðin lendi nokkm sinni framar
í hann jafn krappan og þá vai
orðig og vinna að útfærslu henn
T f M I N N, þriðjudagur 23. aprfl. 1963. -
berjast fyrir á næstu áirum. En
ég vil minna á fáem atriði, sem
tekin hljóta að verða til athugunar
i þessu flokksþingi.
Ný viðhorf
Þá nefni ég fyrst, að ráðstafan-
ir séu gerðar til að tryggja, að
atvinnureksturinn í landþiU' verði
áfram eins og hingað til fyrst og
fremst í höndum íslendinga
sjálfra. Þar með er ekki sagt, að
ekki geti komið til greina, þegar
sérstaklega stendur á, að leyfa
erlendum aðilum að taka þátt í at-
vinnurekstri, en þá yrði slíkt að
vera með sérstökum samningum
hverju sinni og tryggilega um hnút
ana búið.
Til þess að tryggja, að ekki sé
grafið undan innlendum yfirráð-
um í íslenzkum atvinnurekstri,
þarf að hafa öruggt eftirlit með
fjármagnsflutningum inn í landið.
Endurskoða þarf löggjöfina um
réttindi útlendra til að eignast
fasteignir og atvinnufyrirtæki á
íslandi og setja um betri skorður
en nú eru í gildi. Við höfum í
þessum efnum ófullkomnari lög-
gjöf en margir aðrir, enda þessi
mál um lerigri hríð ekki verí.ð á
dagskrá, eða síðan ásókn í fossa-
afl var hnekkt, fyrr en nú, að
saman fara ný viðhorf hér í landi
og yfir gengur erlendis sú alda
að opna löndin upp á gátt fyrir
erlendum atvinnurekstri.
Sækja verður fram til réttlát-
ari tekjuskiptingar en nú er orðin.
Slíkt verður að gerast í áföngum
í sem beztn samvinnu vig almanna
samtökin í landinu og leggja verð-
ur'm. a. áherzlu á að finna leiðir
til kjarabóta, sem einnig auka fram
ieiðni og þjóðartekjur. Efla vinnu
hagræiðingu og ákvæðisvinnu í
samráði vig alþýðusamtökin og
létta með því sóknina til bættra
lífskjara og mannsæmandi vinnu-
tíma. Alijiannasamtökin til sjávar
og sveita þurfa að eignast fleiri
bandamenn á Alþingi. Efla þarf
almannatryggingar í öllum grein-
um.
Við verðum að setja markið hátt
um hagvöxtinn og markmiðið verð
ur að vera að íslendingar geti búig
- við hliðstæð kjör og þau tíðkast
. bezt með öðrum þjóðum.og gleym-
um því aldrei, að mennt er máttur
og því verðum við að endurskoða
og endurbæta allt okkar fræðslu-
kerfi í því ljósi.
Leggja verður áherzlu á að mæta
því dýrtíðarflóði, sem sýnilega er
framundan enn með aukinni fram
ieiðslu og framleiðni og taka þá
til hjálpar alla hugsanlega nyjustu
t.ækni í vélvæðingu og beztu að-
ferðir til þess ag auka þjóðartekj-
urnar.
Efla emstaklingsfram-
takið
Leysa þarf úr læðingi einstakl-
íngs- og félagsframtak hinna
mörgu sem stjórnarstefnan hefur
lamað með svo margvíslegu móti,
og sem ég hef lýst með nokkrum
orðum. En til þess þarf algera
8