Tíminn - 23.04.1963, Qupperneq 16

Tíminn - 23.04.1963, Qupperneq 16
I GRAFA ÞEIR MILUARÐ ÚR FLAKIÁ SKEIÐARÁRSANDI? ÞriSjydagur 23. apríl 1963 92. tbl. 47. árg. Jarðsungið á miðvikudag IGÞ-Reyicjavík, 22. apríl Ákveði'ð hefur verið að jarðar- för þeirra, sem fórust með Hrím- faxa fari fram n.k. miðvikudag kl. 1,30 e.h. Athöfnin fer fram í Dómkirkj- unni, en séra Jón Auðuns jarð- syngur. Þeir sem jarðsungnir JARÐ- HRÆR- INGAR NYRÐRA KHReykjavík, 22. apríl. Klukkan 21,13 í gærkvöldi varð jarðskjálfta vart á Norðurlandi, sem mun hafa átt upiptök sín í mynni Skagaíjarðar, eða á sömu slóðum og kippimir, sem urðu í síðustu viku marz- mánaðar. Fjarlægð jarð- skjálftans frá Reykjavík var 245 km., en hans varð frek- ast vart á Hrauni á Skaga, Grenivík og Siglunesi. Hér var aðeins um minni háttar kipp að ræða, og mun hvergi hafa orðið tjón af hans völd- um, eftir þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér í dag. Fréttaritari á Ólafs- fir'ði sagði þó að kippurinn hefði verið allsnarpur, en Framhald á 3. síðu. verða eru Jón Jónsson, flugstjóri, Ólafur Zoega, flugmaður, Ingi Lárusson, loftsiglingafæðingur, María Jónsdóttir, flugfreyja og Margrét Bárðardóttir. Jarðarför Helgu Henckel flugfreyju, hefur farið fram. Jarðneskar leifar Þorbjörns Ás- kelssonar, útgerðarmanns frá Grenivík verða fluttar Norður á morgun. Ekki verða aðrir í Dómkirkjunni en ættingjar hinna látnu og nán- asta samstarfsfólk. Komið verður fyrir hátölurum í Fríkirkjunni fyrir þá sem vilja. Auk þess verð- ur jarðarförinni útvarpað. Jarðneskar leifar áhafnar Hrím faxa og tveggja farþega voru flutt ar heim með vél frá Flugfélagi íslands. Lenti vélin hér á Reykja- víkurflugvelli kl. 11 f.h. á sunnu dagsmorgun. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flutti bæn á flug- vellinum. Viðstaddir voru vanda- menn hinna látnu, stjórn Flugfé- lagsins og nokkrir samstarfsmenn. Þær tvær íslenzku konur, sem fórust með vélinni, og búsettar voru í Kaupmannahöfn, voru flutt ar þangað til greftrunar. Jarðarför annarrar þeirrar, Önnu Borg, leik konu, fó fram í kyrnþey síðastlið- inn laugardag. Guðlaugur Rósin- kranz, þjóðleikhússtjóri, minnist hennar hér í blaðinu á morgun. Vélsetjari óskast ímimt MB-Reykjavik, 22. apríl Eins og Tíminn hefur áður skýrt frá, leita nokkrir menn gamals skipsflaks ,iustur á Skeiðarársandi. Er þar um að ræða flak hollenzka skipsins „Het Wapen van Amster- dam“, sem strandaði þar árið 1667. Farmur skipsins var geysilega verg mætur og myndi eftir núverandi gengi ekki langt frá EINUM MILL- JARÐI íslenzkra króna, samkvæmt fomu mati.i en þar við bætist vít- anlega gildi hugsanlegs fundar, sem fornminja. f dag hófu leitar- menn að bora niður á þeim stað, er þeir fundu málm í jörðu, og munu margir híða eftirvæntingar- fullir eftir því, hver árangurinn verður. Forsaga þessa máís er sú, að árið 1677 var hollenzka Indíafarið „Het Wpen van Amsterdam" á ieið heim til Hollands frá Austur-; Indíum, ásamt fleiri skipum. „Het! Wapen van Amsterdam" mun þá hafa verið flaggskip hollenzka flot- ans, enda mjög stórt á þeirra tíma visu, um 1600 lestir. Skipáð flutti mjög dýrmætan farm heim til Hollands frá nýlendunum. Þess ■ má til dæmis geta, að ballest skips- ins var talin ekta klukkukopar og ; á skipinu var aragrúi af kopar- I lallbyssum. í farmi skipsins var ! að finna gull, demanta og silfur auk allskyns dýr'mætrar álnavöru. Um þessar mundir var styrjöld milli Hollendinga og Englendinga og til þess að forðast ensk herskip Þessir beltúsbflar eru einu farartækin, sem komast að þeim stað, er flaks „gullskipslns" er leitað’ á. voru skipin látin sigla vestarlega norður fynr Bretlandseyjar, allt til Færeyja, en síðan suður að Hjaltlandi, þar sem ensk herskpi komu á móts við þau. Hinn 16. september var flotinn þó kominn iangleiðina norður undir ísland og nóttina eftir skall á aftakaveður. Reynt var að hleypa flestum skip- anna til Færeyja, og er vitað að þar fórust tvö þeirra. „Het Wapen van Amsterdam" hrakti hins veg- ar upp að ströndum íslands, og 19. september strandaði það á Skeið- arársandi. Ekki er vitað með neinni vissu um það, hversu marg- ir voru á skipinu, en talið er, að um borð hafi verið a. m. k. 200 Framhald á 2. síðu. Horfellir í Krísuvík BÓ-Reykjavík, 22. apríl Réttarhöld standa nú yfir við 1 sýslumaMnsembættið i Hafnarfirði vegna horfellis og vanfóðrunar á búinu í Krísuvík. Búið er rekið af ísólfi Guðmunds ' syni á ísólfsskála í Grindavík, sem ! ásamt fleirum keypti þar 400 fjár í og tók hús á leigu af Hafnarfjarð- ! arbæ s.l. haust. Blaðið hafði í dag • tal af Ásgeiri Einarssyni, héraðs- ; dýralækni, sem fór til Krísuvíkur i s.l. miðvikudag með fulltrúa sýslu : n.anns, heilbrigðisfulltrúa og yfir- ! lögregluþjóninum í Hafnarfirði til ; að rannsaka ástandið samkvæmt | framkominm kæru. Dýralæknir j sagði, að af 400 fjár væru nú 300 j eftir í Krísuvík og margt af því ; svo horað, að hann efaðist um, . að það mundi lifa #ram til burðar. Það itiundrað, Sem á vantar, er ýmist fallið eða flutt burt frá Krísuvík. A búinu eru allmikil hey, en féð virðist hafa gengið sjálfala fram að páskahretinu, en var þá tekið á hús. Annað enndi, dýralæknis var að kynna sér ástandið á holdahænsna búinu, sem var stofnað í Krísuvík í haust, en mun verða lagt niður. Yngstu ungarnir á búinu þoldu ekki kuldakastið um páskana, en lutaveitan , hænsnahúsinu brást. Þrír aldursflokkar voru þá fluttir mn í hús ráðsmannsins. Dýralækn- ir sagði öll hænsnin prýðileg út- lits, nema minnstu ungana, sem þoldu ekki kuldann. Verulegar skemmdir urðu í gróð urhúsum í Krísuvík í hretinu um ! páskana.. Okáhús ogslas- aSist alvarlega BÓ-Reykjavík, 22. apríl. Um klukkan 6 í morgun var Taunusbifreið ekið á hús'við gatna mót Kleppsvegar og Dalbrautar. Bifreiðin var á leið vestur Klepps- veginn. Hjólför sýndu, að hún hafi farið út af brautinni skammt custan við gatnamótin og skáhallt yíir endann á Dalbrautinni. Öku- maður var Skúli Magnússon, flug- stjóri hjá Flugfélagi íslands. — Hann var einn í bifreiðinni. Skúli var meðvitundarlaus og í fyrstu talinn mjög alvarlega slasaður. Gekk erfiðlega að ná honum úr flakinu. þar sem hann var klemmd ur undir stýri. Skúli var svo flutt- ur á slysavarðstofuna og síðan á Landspítalann, þar sem hann komst til meðvitundar. Líðan hans er mun betri en á horfðist. Mynd þessi var tekin af togaranum RöBli, þar sem hann sat fasfur á Torfuskeri við HafnarfjörS á laugardagskvöidið. Röðull átti að fara á veiðar á laugardagskvöidið, en þar sem áhöfnin mætti ekki öll til skips-á settum tíma, lónaði togarinn eftir þeim undan landl. Vildi þá þetfa óhapp til, að skipið festist á Torfuskeri og náðist ekki á flot, fyrr en með flóði á sunnudagsnótt. Botninn var athugaður, en engra skemmda varð vart, og fór Röðull út á sunnudag. (Ljós- ,, my.nd: LÚSvík Kaaber). m nd: Lý^V VAr V W'í'u i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.