Tíminn - 24.04.1963, Qupperneq 15
Minning
íFramliajd &f 9. síðn )
hjónanna Magnúsar Teitssonar og
Helgu Þorsteins. Eignuðust
þau Ólafur tvö börn, Halldór f.
14. maí 1958 og Dagnýju f. 28. jan.
1960. Voru þau hjón mjög samstæS
og samhent, enda eignuðust þau
eftirminnilegt og skemmtilegt
heimili.
Ólafur gerði flugmennsku sér
s? ævistarfi, enda höfðu viðfangs-
efni flugmála og flugtækni
snemma átt hug hans.. Vandaði
hann til undirbúnings að ævistarfi
sínu af mikilli alúð og samvizku-
semi, svo sem af honum mátti
vænta. Varð hann fljótlega talinn
í fremstu röð meðal flugmanna
okkar sökum ótvíræðra hæfileika
og staðgóðrar þekkingar. Eg dreg
.ekki í efa, að flugmannsstarfið
hafi fallið honum vel, sökum fjöl-
breytileika, vegna örrar þróunar
og sífellt nýrra verkefna á þessu
sviði.
Við Ólafur kynntumst á mennta
skólaárunum og mynduðum ásamt
öðrum hóp samrýndra vina, og
hefur sú vinátta haldizt æ síðan. |
Eg held, að á engan okkar sé hall-
að þótt fullyrt sé, að Ólafur hafi j
verið sá hlekkur sem tengdi okk-
ur fastast saman og sízt mátti1
missa. Hann var óvenjulega vel
gerður maður og persónuleiki hans
ofinn þeim þáttum, sem gera hann
serstæðan og ógleymanlegan. Yfir
Ólafi var jafnan léttur og ferskur
biær, sem ásamt snyrtimennsku
hans og fágaðri framkomu, gaf
glöggt til kynna, hvern mann hann
hafði að geyma. Háttvísi og fág-
un var honum sem ásköpuð. Réði
þar áreiðanlega mestu um skap-
gerð hans og gott vegarnesti frá
ágætum foreldrum. Fékk það eng-
um okkar vina þans dulizt, sem
svo oft sóttum Ólaf heim meðan
hann enn dvaldist í foreldrahús-
um að Öldugötu 14, hver andi
menningar og fágunar þar ríkti.
Skaphöfn hans var fágæt vegna
sjálfsögunar og jafnaðargeðs. Var
fátt sem honum gramdist meir én
óhefluð framkoma eða óhreinlyndi,'
enda honum sjálfum svo fjarstætt.
Honum gat þótt vig menn og hon-
um gat sámað. Aldrei sá ég þó á
honum reiði öll þau ár, sem við
áttum kynni saman.
Ólafur hafði til að bera sérstæða
kímnigáfu, sem mun verða okkur,
sem þekktum hann náið, sérlega
jninnisstæð. Mótaðist hún einkum
af hugmyndaauðgi og góðvild, en
kmni hans var oft blönduð kald-
hæðni án þess þó að vera hrjúf eða
særandi. Þessi mjúka kaldhæðni
hans kom oft með sérkennilegum j
og skemmtilegum hætti fram í
tilsvörum hans og þátttöku hans
í umræðum, sem oft var fólgin
í stuttum eilítið nöprum athuga-
semdum og fyrirspurnum. Komst
Ólafur oft með því móti nær
kjarna umræðuefnis en þeir, sem
fleira höfðu talað.
Ólafur var fremur seintekinn og
f.iarri var því að hann gæti orðið
íilra vinur Olli þar mestu um
hlédrægni hans, auk þess sem |
hann var uokkuð gagnryminn að
eðlisfari. Hins vegar var hann þeim
mun trygglyndari þeim. sem hann
hafði á annað borð bundizt vin-
attuböndum og engan þann. sem
stofnað hefði til kynna við Ólaf,
held ég hefði fýst að slíta við
hann vináttu, jafn ágætur dreng-
ur sem hann jafnan reyndist vin-
urn sínum. \
Ólafur var góðum gáfum gædd-
ur og lét sér ekki nægja yfirborðs
þekkingu á þeim efnum, sem hon-
um voru hugstæð. Hann hafði sér-
lega næmt eyra fyrir hljómlist og
málum, og var enskuþekking hans
t. d. frábær Hann var sérstaklega
hógvær í öllu dagfari sínu og
hlédrægur og vildi lítt halda sér
og þekkingu sinni fram. Jaðraði
það oft við óframfærni, svo að
okkur vinum hans þótti stundum
nóg um. Eigi bar á óframfærni
hans í kunningjahópi, en meðal i
ókunnugra lét honum bert að
draga sig í hlé og láta lítið á sér
bera.
Þau hjón Elísabet og Ólafur voru
emstök heim að sækja sökum
veglyndis sins og hlýs viðmóts.
Eru ótaldar þær gleðistundir, sem
mð vinir þeirra áttum á heimili
þcirra, svo oft sem þau voru sótt
heim, en tíðum þaulsetið. Gerast
cndurminningarnar frá hinum fjöl
nmrgu gleðistundum eðlilega á-
leitnar nú, þegar Ólafur er allur.
Það er mér þungbært að drepa
niður penna, til að rita minningar-
orð um Ólaf svo óvænt sem dauða
hans bar að höndum, þegar fram-
tíðin virtist brosa við. Engu að síð-
ur hefði það átt að vera mér auð-
velt, svo eft.irminnilegur sem Ólaf-
ur hlýtur að verða öllum þeim,
aem honum kynntust, og svo sér-
stæður sem persónuleiki hans var.
Þegar ég hins vegar lít yfir þessi
fátæklegu orð, er mér ljóst, að í
rnörgu er vansagt og að harla ófull
komlega er dregin sú mynd, sem
greypt er í huga mér af þessum
ásæta dreng. Tjáir ekki um það
að sakast. En víst er um það, að
minningin um hann hlýtur jafnan
að verða okkur vinum hans, sem
lifum hann, áminning um hófsemi
og fágun ytra sem innra manns.
Eg votta konu hans, börnum og
öðrum ástvinum hluttekningu mína
vegna hins sviplega fráfalls.
Gaukur Jörundsson
ijúpan
áhuiga á að stuðla að lausn þess-
arar ráðgátu, gefst mönnum nú
tilvalið tækifæri til að sýna áhuga
sinn í verki með því að taka að
sér m'erkingar. og útfyllingu hreið
urkorta. Þeir, sem hafa áhuga á
þessu máli, eru vinsaimle'gast beðn
ir að gera Dýrafræðideild Náttúru
gripasafœins (Pósthólf 532,
Reykjavík; sími 15487) aðvart
sem fyrst, ef þeir óska að fá send
merki og hreiðurkort."
U THANT
Framhald af 3. síðu.
að vera mál allrar þjóðarinnar.
Þessu svöruðu þeir Heckscher og
Ohlin, formaður þjóðflokksins, á
þá leið, að væri þetta mál allrar
þjóðarinnar, væri óviðeigandi að
fá U Thant til að tala á fundi, sem
sérstakur scjórnmálaflokkur stæð'i
íyrir. Þá véku þeir einnig að hinu
tvöfalda hlutverki Nilssons, sem
auk þess að vera utanríkisráðherra
væri formaður verkalýðsfélaganna
í Stokkhólmi. „Það er ekki alltaf
auðvelt að vita, hvor það er sem
talar“, sagði Ohlin.
Formaður Miðflokksins, Gunnar
Hedlund, snerist hins vegar á
sveif með stjórninni í umræðunum
og gagnrýndi Heckscher fyrir
skeyti hans til U Thants. Sagði Hed
lund, að formaður hægri flokksins
hefði með því reynt að gera stór-
mál úr smámunum.
Framhald af 16 sin^
iagi með athugunum á varphátt-
um rjúpunnar. Skal hér leitazt
'úð að gera nokkru nánari grein
lyrir þessum tveimur þáttum rann
róknanna.
Með merkingum er hægt að afla
mjög mikilvægs fróðleiks um lífs
hætti rjúpunnar. Með hjálp þeirra
íæst ekki aðeins vitneskja um ferð
ir rjúpunnar, heldur einig um ald-
ur hennar, dánarorsakir, áhrif
veiða á stofninn og margt fleira.
Hingað4il hefur mjög lítið verið
merkt af rjúpu hér á landi, en
þær merkingar hafa þegar leitt í
Ijós, að rjúpan er ekki nærri eins
siaðbundinn fugl og margur kann
að halda. Hún er miklu fremur
Dökkufugl, sem á það til að fljúga
landshornanna á milli. Enn sem
komið er vitum við þó sára lítið
um þessar lerðir rjúpunnar og or-
sakir þeirra, en eina leiðin til
að bæta úr þeim þekkingarskorti
er að merkja nógu mikið af rjúp-
um, bæði Cullorðnum fuglum og
ungum. Náttúrugripasafnið hefur
þegar keypt birgðir af fót- og
vængmerkjum á fullorðnar rjúp-
ur og rjúpuunga og verða merki
ásamt leiðbeiningum send öllum
þeim, sem vilja Ijá þessu máli lið-
sinni með því að taka þátt í merk-
mgastarfinu. Það skal þó tekið
fvam, að börnum og unglingum
innan 16 ara aldurs verða ekki
stnd merki.
Þá hefur Náttúrugripasafnið
ei'nnig látið prenba spjaldskrár-
kort, sem verða send öllum, sem
hafa áhuga á að styðja hinar fyrir-
huguðu rannsóknir með skipuleg-
um athugunum á varpháttum rjúp
unnar. Ætiast er til, að' eítt slíkt
kort verði útfyllt fyrir hvert
rjúpuhreiður, sem athugunarmað-
ur finnur eða fær vitneskju um.
Þessum hreiðurkortum fylgja leið
beininigar um notkun þeirra, en
á þau skal rneðal annars skrá upp
lý-ingar um eggjafjölda (eða unga
fjölda) í hreiðri, hreiðurstaðhætti
o. fl.
Hirnar reglubundnu sveiflur ís-
lenzka rjúpnastofnsins eru eitt af
þeiim fyrirbæum náttúrunnar,
sem jafnan hefur vakið mikla at-
hygli, og hin síðari ár hefur margt
verið um þær rætt og ritað. Rann
sóknir þær, sem nú eru að hefj-
ast, ber aðeins að skoða sem und
irbúning að enn viðtækari rann-
sóknum á þessu dularfulla fyrir-
bæri. Ef menn á anmað borð hafa
Hussein
Framhald á 15. síðu.
kyrrt, hætta lífi mínu og berjast
við hlig þjóðarinnar, ef ég finn,
að þjóðin þarfnast min“, sagði
hann og bætti því við, að Jórdanía
væri staðráðin í því að leysa vanda
mál sín af eigin ramml'eik, og
myndi ekki k®Ua effcir aðstoð
brezkra hersveita.
Konungurinn staðfesti einnig
fréttir um að hersveitir' ísraels-
miaimna hafi að umdanförmu verið
fluttar tii mágrenni Jerúsalems,
o-g taldi hann hugsamlegt, að ísrael
hygðist grípa tækifærið oig láta
skríða til skarar gegn Aröbum.
Vopnahlé?
i Framíi^ i a) 3 ,
Laes hershöfðingja hlutlausra.
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum í Washimigton í dag, að
Barriman hafi fengið umboð frá
Kennedy forseta til að fara til
Moskvu, ef hann tel'ji slíka för
geta miðað að því að bæta ástand
ið í Laos. Fréttamflður Reuters
bar þessa fregn undir Harriman
sjálfam í London í dag, og kvaðst
harun þá ekki sjá ástæðu til að
láta neitt uppi um það, hvað hann
hygðist fyrir næst.
Áburöarver
Framhald af 6 síðu.
þ. m. dálítið híákátleg en þar seg-
ir svo: „að hinn innflutti köfn-
unarefnisáburður er talsvert dýr-
ari en hinn íslenzki kjarni. En
verðjöfnun er síðan framkvæmd
á öllum köfnunarefnisáburði og
hefur hið háa verð á erlenda á-
burðinum það í för með sér, að
verðið á köfnunarefnisáburðinum
hækkar um 6%.“
Verðjöfnun sú, sem gerð hefur
verið á þessum áburðartegundum
er gagnstæð því, sem blaðið telur,
eins og áður er sagt, en þeirri
missögr, veldur vafalaust villandi
orðalag í „fréttatilkynningu" þeirri
sem meiri hluti verksmiðjustjórn-
arinnar gerði, og lét birta í blöð-
um.
En hvað er svo hið rétta og
raunverulega í frásögnum blað-
anna um hækkun eða lækkun á-
Frá flokksþinginu
Framhald al 1. síðu.
klukkan 2 síðdegis og var Þor-e
steinn Sigurðisison, Vatnsleysu,
fundarstjóri. Var þá tekið fyrir
álit menntamálanefndar, framsögu
maður Kristján Benediktsson.
Næst kom á da'gskrá álit efmahags-
málaefndar, og var Skúli Guð-
mundssoin fraimsögumaður. Þá var
tekið fyrir álit skipulags- og laga-
nefndar, og voru framisögumemn
Daníel Ágústínusson og Matthías
Imgibergsson, og loks álit iðnaðar-
og naforkumálanefndar, framsö.gu
maður Steingrímur Hermannsson.
Urðu allmiklar uimræður um al'l-
ar þessar tillögur. Fundi var frest-
að klukkan 7 síðdegis, ein hófst
að niýju klukkan 9 og var haldið
áfnam að ræða nefndarálit, síðast
álit stjórnmálanefndar, og stóðu
umræður um það tU fundarloka og
verður haldið áframi í dag, ásamt
umræðum um fleiri mál.
Auglýsið I íímanum
burðarverðsins? Lækkar það eins
og Alþ.bl. og Morgunbl. vfldu
vera láta, eða hækkar það, svo sem
Tíminn og Þjóðvfljinn greindu
frá?
Ráðgert er að selt kunni að vera
í vor og í sumar allt að 29.000 smál
köfnunarefnisáburðar, 9500 smál.
iþrífosfat, 4750 smál. kalí klórsúrt
og 2500 smál. blandaður áburður,
en auk þess lítils háttar af trölla-
mjöli, kalísaltpétri og brenni-
steinssúru kalí. Að sjálfsögðu get-
ur salan orðið eitthvað minni en
þetta og breytt þeim tölurn, sem
hér á eftir verða nefndar, en
varla eru meiri líkur til minni sölu
en ráðgert er á einni tegund frek-
ar en annarri og ætti því s-öluhlut
fall milli tegundanna að verða að
mestu leyti í samræmi við það
magn sem hér hefur verið til-
greint.
Köfnunarefnisáburðurinn hækk
ar í verði um 160 krónur hver
smál. sem nemur á öllu magninu
'um kr. 4.640,000,00, sem bændur
verða nú að greiða meira heldur en
ef- fyrra árs verðið hefði haldizt
óbreytt.
Aðrar áburðartegundir lækka
hins vegar lítfls háttar í yerði frá
fyrra ári. Þrífosfat um 80 krón-
ur. Blandaður áburður, kalí og
tröllamjöl um 60 krónur, allt mið-
að við smálest. Munu lækkanirn-
ar nema alls h. u. b. kr. 1.215.000,
sem greitt verður minna núna en
borgag hefði verið' í fyrra fyrir
sama magn hverrar tegundar.
Verðhækkanir áburðarins um-
fram lækkanir munu því verða um
kr. 3.425.000 eða fast að þremur
og hálfri milljón króna.
Þessi fjárhæð mun ýmsum ekki
þykja umtalsverð, en hún telst
þó svara til þess, að vera nærri
sex hundruð krónur á hvern bónda
landsins til jafnaðar og er ekki
úr vegi fyrir þá að hugleiða þau
’tengsl, sem eru milli hinna auknu
útgjalda og breytingarinnar, sem
gerð var á áburðaverzluninni fyr-
ir hálfu öðru ári.
Jón ívarsson.
Þökkum innilega öllum þeim er glöddu okkur með
heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli okk-
ar 3. og 11. apríl s.l.
Magnea Pétursdóttir,
Sigur jórr Einarsson, Selfossi
Allir á
cr» f
oí
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, og sérstaklega
hreppsnefnd Grímsneshrepps, fyrlr auðsýndan heiður við andlát
ofi ierðarför
Jóhannesar Einarssonar Eyvík
Vandamenn.
Beztu þakkir fyrlr samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
Bergþóru Magnúsdóttur
frá Halldórsstöðum.
Þóra Hallgrímsdóttir,
Valdimar Halldórsson og synir.
BO-Reykjavík, 23. a,i., .
HÖFRUNGUR II. kom tli Akra-
ness í morgun með 1100 tunnur
síldar og Skírnir með 600. Síldina
fengu þeir norðvestur af Skagan-
um í nótt. Þrír aðrir bátar á sömu
i slóðum fengu ekkert. Mestallur
1 síldveiðiflotinn er nú kominn á
þennan blett eða á leið þangað,
jafnvel austan frá Vestmannaeyj-
um. Síldin var stór og falleg og
alveg komin að gotum.
^uglýsinga
ssmi Tímans
er 19523
ÞAKKARÁVARP
t , / '
Hj i ns þakkir færum við öllum þeim, sem veitt hafa
aðsto? 1 sjó ocj i landi við leit að skipverjum af fiskibátnum Val og
' Hafþór f;á Dalvík, sem fórust í ofviðrinu 9. apríl s. I.
Ennfremur færum við innilegar þakkir öllum þelm fjöl.
mörgu nær og fjær, sem rétt hafa líknar. og hjálparhönd og veitt
okkur samúð og hluttekningu með kveðjum og minningargjöf-
um um hina látnu.
Dalvíkingum búsettum í Reykjavík og nágrenni þökkum
við hjartanlega fyrir fagra minningargjöf, sem er áletraður silfur.
skjöldur, er komið hefur veriö fyrir í Dalvíkurkirkju.
VANDAMENN.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
KArls S. Magnússona
Sigríður Magnúsdóttir,
Unnur Magnúsdóttir,
Steinun Skúladóttlr.
T í M I N N, miðvikudagurinn 24. apríl 1963.
15