Tíminn - 30.04.1963, Qupperneq 9
MINNING
Jón G. Úlafsson
E4gi fyrlr hefð né hrósl
hann að sinu starfi vann.
Hann að sannlelks leltaðl Ijósi
leltaði vel og margt hann fann.
OGrínmr Thomsen).
J.
!
ÞANN 25. fébrúar s.l. andaðist
að Elliheimilinu Grund, Jón G. Ól-
afsson fyrrverandi bóndi að Gemlu
falli í Dýrafirði. Var hann búinn
að dvelja á 3ja ár á vegum lækna
og sjúkrahúsa í Reykjavík.
Hann var fæddur að Hólum í
Dýrafirði 29. marz 1891. Foreldr-
ar 'hans voru þau Kristín Jónsdótt
ir ljósmóðir og Ólafur Guðmunds-
son búendur ag Hólum.
Jón var kominn af þekktum
bændaættum í Dýrafirði og Ön-
undarfirði. Og var móðir hans
einkum kunn fyrir Ijósmóðurstörf
og skáldskapargáfu. Gaf t. d. út
Ijóðabók á efri árum. Á yngri ár-
um dvaldi Jón við nám á skóla
sr. Sigtryggs að Núpi og mun þar
hafa tileinkað sér trausta undir-
stöðu lífsviðhorfa, eins og fleiri
nemendur þess djúpsæja skóla-
frömuðar. Nokkru síðar var hann
á námskeiði í Reykjavík til að
kynna sér kjötiðnað. Að því loknu
var hann kjötmatsmaður og
stjórnandi sláturhúss Kf. Dýrfirð-
ing á Þingeyri, meðan heilsan
leyfði.
Árið 1916 kvæntist Jón Ágústu
Guðmundsdóttur frá Brekku í
Þingeyrarhreppi, hinni mestu ágæt
is- og myndarkonu. Barnakennslu
stundaði hann tvo vetur í Þing-
eyrarhreppi og síðar 2 vetur í
Mýrahreppi. Prófdómari var hann
oftast við farskóla Mýrahrepps.
Safnaðnrmál lét hann til sín
taka, enda safnaðarfulltrúi og í
sóknarnefnd.
1917 fluttu þau hjón að Minna-
Garði í Mýrahreppi, er þau festu
kaup á. Nokkru siðar eða 1920
fluttu þau að Gemlufalli, sem
lengi hafði verig í eign ættmenna
konu Jóns, en þeirri jörð fylgdi
fiutningskvöð yfir Dýrafjörð, auk
bréfhirðingar og símstöðvarþjón-
ustu.
Fyrir einyrkjabónda fylgja þessu
miklar frátafir og truflanir við
bústörf, en léleg tekjugrein. Þau
hjón eignuðust 6 börn, 1 son og
5 dætur (1 stúlka dó í frum-
bernsku).
Öll eru börnin mesta myndar-
fólk eins og þau eiga kyn til, en
þau eru þessi: Kristín, gift sr.
Eiríki J. Eiríkssyni presti og þjóð-
garðsverði á Þingvöllum ogfyrrver
andi skólastjóra og presti að
Núpi í Dýrafirði; Jónína, gift
Pétri Sigurjónssyni (frá Þingeyri)
húsasmíðameistara, Reykjavík; —
Elín, gift Oddi Andréssyni bónda
að Neðri Hálsi í Kjós; Ingibjörg,
ljósmóðir, gift Gísla Andréssyni,
hreppstjóra að Hálsi (bróður
Odds); Guðmundur, húsasmíða-
meistari, Flateyri í Önundarfirði.
Kvæntur Sólveigu Jónsdóttur, —
(Eyjólfssonar kaupmanns).
Systurdóttir Jóns, Ragnheiður
ólst upp á heimili þeirra hjóna til
fullorðinsára, hin mesta myndar-
kona. Fósturson tóku þau hjón ný-
fæddan af bágstaddri móður, —
Skúla Sigurðsson, núverandi bóndi
að Gemlufalli, kvæntur Ragnhildi
Jónsdóttur prófasts að Holti í
Önundarfirði.
Jón Ólafsson var framúrskarandi
vel gefinn maður, opinn fyrir öllu
er gat létt ok stritsins og aukið
framleiðslustörfin.
Samanber: „Vísindin efla alla
dáð“, og „Meira vinnur vit en
strit“. Sýndi hann það í verki með
tæknilegum umbótum er bættu
honum upp veikt heilsufar.
Skal í því sambandi nefna, að
hann bjó út reykofn til upphitun-
ar, garðplóg og kartöflugref til
upptöku jarðepla, einnig mun
hann hafa verið sá fyrsti í sveit-
inni er ók allri sinni töðu í hey-
stæðu og setti ækið 1 samband
við færiband er dreifði úr því um
heystæðuna. Þannig losnaði hann'
við alla heybindingu upp á klakk.
Jón var heilsteyptur andans mað
ur, djúpsær og skyggn á vaxtar-
'mögn lífsins.
Ekki óllklega til getið, að „Andi
lampans” hafi gert honum heim-
sóknir ok krafið hann um erind-
islausnir, eins óg fram kemur í'
samnefndu kvæði Stephans G.1
er hann ályktar í kvæðislok og
segir:
AS elgnast lampa andans hvetur
áfýsn þlg með tælivonum
íslcndlngur, ef þú getur,
ofurselur þú þlg honum.
Með Ijósmagni samleiksleitarinn
ar tókst honum að færa út sjón-
arsvið sitt og verða ríkmannlega
búinn og víðsýnn á hta djúpu rök
lífsgátunnar.
Jarðarför Jóns fór fram í heima
högum hans að Þingeyri í Dýra
firði 10. marz að viðstöddu fjöl-
menni.
Nú, þegar þessi geðprúði og
raunsæi maður er genginn til
feðra sinna, er hann kvaddur af
sveitungum og samferðamönnnum
með alúðarþökk fyrir samfylgdina.
Eftirlifandi konu hans, bróður,
börnum og tengdafólki er færð
hin dýpsta samúðarkveðja, með
kærleiksóskum tíl hins farna fé-
laga, er hann gengur inn í.ljós
heim hinna „eilífu tjaldbúða".
Bjarni fvarsson.
HINN 25. febrúar síðastliðinn
andaðist á Elliheimilinu Grund í
Reykjavík, Jón Guðmundur Ólafs-
son fyrrum bóndi á Gemlu-
falli í Dýrafirði. Hann var jarð-
sunginn á Þingeyri 10. marz.
Jón var fæddur á Hólum í Dýra-
firði 29. marz 1891. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur Guðmundsson
og Sigríður Kristín Jónsdóttir, sem
lengi bjuggu á Hólum. Þar ólst
Jón upp í foreldrahúsum og vand-
ist þegar í æsku öllum algengum
störfum til lands og sjávar. Um
tvítugsaldur var hann tvo vetur
við nám í Núpsskóla undir hand-
leiðslu séra Sigtryggs. Vorið 1916
hóf hann búskap í Minna-Garöi i
Dýrafirði og 28. desember sama
.
■
Stakkur
sýnir
Lelkfélagig Stakkur í Keflavik
og Njarðvík sýnúr um þessar mund
lr sjónlelkinn Sjónvarpstækið eftir
Araold Ridley, og er leikstjóri
Sævar Helgason. Hér eru nokkrar
myndir frá sýningunnl: 1) Helgii
S. Jónsson sem Mr. Rignold. —
2) Sævar Heigason sem Lester
Harrington. 3) Helgi S. Jónsson
sem Henry Rignold; Sverrh- Jó-
liannsson sem Mr. Parklnson og
Haukur Ingason sem Jim Norton.
4) Haukur Ingason og Ema Sigur
bergsdóttiir sem JHl Norton. — I Rignold. — Næsta sýning er í
5) Jónína Kristjánsdóttir sem frú I kvöld. — (Ljósm.: Heimir Stígss.)
: '
■
: : '
ár kvæntist hann eftirlifandi konu I Fimm börn þeirra Gemlufalls-! eyri, kvæntur Steinunni Jónsdótt-
sinni Ágústu Guðmundsdóttur frá hjóna, Jóns og Agústu komust upp ur.
Brekku í Þingeyrarhreppi. Vorið og eru á lífi, en eina dóttur misstu Auk sinna barna ólu þau Gemlu-
1920 fluttu þau hjónin að Gemlu- þau unga. Þau, sem lifa eru þessi: fallshjón upp tvö fósturbörn. Þau
falli og bjuggu þar síðan allan Sigríður Kristín, gift séra Eirlki eru: Ragnheiður Stefánsdóttir,
sinn búskap, þangað til fósturson- J. Eiríkssyni, Þingvöllum. Jónína, systurdóttir Jóns, nú ekkjufrú á
ur þeirra tók við búinu nú fyrir gift Pétri Sigurjónssyni húsasmíða Þingeyri. Hún var gift Steinþóri
fáum árum. í júnímánuði 1960 fór meistara, Reykjavík. Elín, gift Árnasyni frá Brekku í Dýrafirði,
Jón til Reykjavíkur, til að leita Oddi Andréssyni, bónda á Hálsi í en hann var einn þeirra manna!
sér lækninga, þá þrotinn að heilsu, Kjós. Ingibjörg, gift Gísla Andrés- sem létu lífið, þegar árásin var
dvaldi hann þar í sjúkrahúsum síð- syni bónda á Hálsi í Kjós. Guð- gerð á línuveiðarann Fróða á styrj
an til dauðadags. I mundur, húsasmíðameistari á Flat- * Framhaid á 13. síðu.
TÍMINN, þniðjudaginn 30. aprfl 1963 —