Tíminn - 30.04.1963, Qupperneq 16

Tíminn - 30.04.1963, Qupperneq 16
1 tmr: Selflutningur á slysavaröstofuna BÓ-Reykjavik, 29. april Um hádegið í dag var sendiferða MU keyrður inn í hliðina á sjúkra Tvær flugvélar í Grænlandsflugi RÓ-Reykjavík, 29. apríl TJm kl. 13 í dag lögðu tvær vélar Fhigfélags íslands tll Græn- lands, Gljáfaxi með skíðin, og Skymastervélin Straumfaxi með 7 farþega og hlaðin vörum til Meistaravíkur. Gljáfaxi fer fyrst til Scoresby- sunds og þaðan til Meistaravíkur og tekur þar vörur, sem Straum- faxi kemur með og dreifir þeim tii Danmarkshavn, Daneborg og Scoresbysunds. Gljáfaxi verður 3 til 4 daga í þessum flutningum. Flugstjórar á honum eru Jóhann- es Snorrason og Jón R. Steindórs- son, vélstjóri Oddur Pálsson. KÓPAVOGUR Fundur verður haldinn í Freyju félagi Framsóknarkvenna, fimmtu daginn 2. maí n.k. kl. 8,30 að Álf- hólsvegi 4A. — Fundarefni: 1. Rætt um væntanlegan basar. 2. Sagðar fréttir af 13. flokksþingi Framsóknarflokksins. 3. Snyrtisér- fræðingur Ieiðbeinir um andlits- snyrtingu. — Stjómin. bíl á mótum Hverfisgötu og Bar- ónsstígs. Tvær konur voru aftur í sjúkrabílnum og varð að fá ann- an sjúkrabíl til að flytja þær síðasta spölinn á slysavarðstofuna. Önnur konan, Laufey Sigurjóns dóttir, Árbæjarbletti 60, hafði dott ið og fallið í öngvit á Nóatúni, þegar hún var nýstigin út úr stræt isvagni. Kristbjörg Magnúsdóttir, Höfðaborg 48, fylgdi henni í Framhald á 15. síðu. Myndin er tekin á árekstursstaðnum, Hverfisgötu—Barónsstfg, Laufey Sigurjónsdóttir var selflutt á tvehnur sjúkrabílum á slysavaröstofuna. (Ljósm.: TÍMINM,—SB) LYFSÖLULEYFIÐ í LAUGAVEGSAPÓTEKI VEITT Bjarni misbeitir veitinga valdi freklega oðru sinni TK-Reykjavfk, 29. apríl. Bjaml Benediktsson hefur nú í annay sinn á stuttum tima iruis- notað embættisveltingavald sltt á hinn freklegasta hátt sem ráðherra heilbrigðismála. Það hefur veri® i skýrt frá því í Morgunblaðinu, að SAGAN UM ÞAÐ, HVERNIG HINIR SÍÐUSTU VERÐA FYRSTIR Oddi Thorarensen hafl verig veltt ; lyfsöluleyfi í Laugavegsapóteki í Reykjavík, en i umsögn landlækn isembættisins um hæfni, starfsald ur, reynslu og menntun hinna sex umsækjenda, kemur fram, að embættiö telur Odd síztan um- sækjendanna og, þyí eiga minnstan rétt tll a® hljýtæ lyfsöluleyfið í umræddu apóteki. Eins og kunnugt er, setti siðasta lAHþingi ný lög um lyfsölu og j veitingu lyfsöluleyfa. Voru þessi lög afgreidd frá þinginu undir þinglokin. Lyfsöluleyfið í Lauga- vegsapóteki var auglýst laust til umsóknar áður en hin nýju lög taka gildi, og var leyfiff veitt sam kvæmt hinum eldri lögum. í hin- um nýju lögum eru ákvæði um það, að raða skuli umsækjendum eftir hæfni, reynslu og menntun i og hefur ráðherra aðeins heimild j til að skipa einhvern hinna þrjá efstu eftir slíka niðurröðun. Aðdragandi málsins er þannig, að Stefán Thorarensen hefur ætíð ætlað Oddi, syni sínum, að taka við lyfsöluleyfinu í Laugavegs- apóteki. Er frumvarpið að um- ræddum lögum kom fram á Al- þingi varð honum hins vegar ljóst, ag útilokað var að Oddur myndi hljóta leyfið. Skv. hinum nýju lög Framhald á 15. síðu. Boða verkbann á bátc Guðmundar KH-Reykjavík, 29. apríl. Deila Verkalýðs- og sjómanna- félagsins í Miðneslireppi við út- gerðarmianninn Guðmund Jónsson á Riafnkelsstöðum er nú komin á það stig, a® Verkalýðsfélagið hef- ur boðað verkbann á alla báta Guðmundar frá klukkan 12 á mið- nætti 3. maí n.k. Guðmundur sagði í viðhali við blaðið í dag, að hann teldi sig enn í fu'llum rétti otg að hann mundi bíða ró- legur síns dóms. Eins og fram hefur komið í fyrri fréttum af þessu máli, lét Guðmundur skrá á báta sína, Víðir II, Jón Garðar ög Sigurpál, skv. samningum frá 20. nóv. 1962. Framhald á 15. síðu. Það vantar leitarskip JG-Reykjavík, 26. apríl Til að sjá úti á Sviði, eða suður í Skerjadýpi, er síldarflotinn mikli eins og stórbær. Þúsund ljós, hvít, græn og rauð, og þau vagga til og frá, upp og niður. Borgarstjórmn í síldarbænum heitir Jón, Jón Einarsson, skip- stjóri á G P, en hann er leitar- skip, eins og það heitir til sjós. Jón Einarsson borgarstjóri í síld- arbænum úti í Faxaflóa er góður bongarstjóri. Hann finnur síld^ bölvar veðrinu og telur kjarkinn í borgarana, þegar þess er þörf. í raun og veru virðist manni, að síldarbærinn fari í rúst, ef Jóns nýtur ekki við. En nú hefur það gerzt. Jón spókar sig uppi á landi, þó 50—60 síldarbátar séu á veið- um. Skipstjórarnir bölva hrijða- lega í talstöðvarnar, því þeir fá ekki síld, nema Jón sé á sínum stað; eitthvað hefur kippt fótun- um undan síldarbænum. Hvað er þá að? Jú. Jón hefur ekkert skip til að leita á. Sama þó 60 bátar séu á sjó. Að vísu er Fanney í síldarleit, en það er ekki nóg, sagði skipstjórinn á Ólafi Magnússyni. Nei, það er ekki nóg, sagði skipstjórinn á Haf- rúnu. Þeir . eru aflakóngar þessir tveir og ættu því að hiafa gripsvit, eða minnsta kosti þingmanns- greind. Já, skrifaðu bara í Tím- ann og segðu þeim, að Jón þurfi að fá sitt skip, til að hressa upp á veiðina, sögðu þeir og stukku um borð í aflaskipin aftur, þegar við vorum búnir að taka mynd. Mennirnir á myndinni eru tal- ið frá vinstn Hörður Bjömsson, skipstjóri á Ólafi Magnússyni, Benedikt Ágústsson, skipstjóri á Hafrúnu, og Jón Einarsson, síld- arleitarskipstjóri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.