Tíminn - 03.05.1963, Side 2

Tíminn - 03.05.1963, Side 2
BARNAUPPELDI Nú er sumardagurinn fyrsti nýliðinn, en hátíðahöldin á þessum alíslenzka hátíðis- degi hafa á síðari tímum mestmegnis orðið fyrir börn. Stafar það aðallega af því, að Barnavinafélagið Sumargjöf hefur helgað sér þennan dag til eflingar og kynningar á ágætri sfarf- semi sinni. Þennan dag vilja allir láta allt eftir börnunum og gera þeim flest til skemmt unar, en aðra daga ársins velta margir foreldrar því fyrir sér, hvernig þau eigi að ala upp börnin sín og vilja helzt fá sígild og óbrigðul ráð til bess frá sálfræðing- um. Hingað til hefur ekki tekizt að búa til neinar algildar reglur um barnauppeldi, og er það að vonum, því að börnin eru eins misjöfn og þau eru mörg og upp- eldisskilyrðin æð'i ólík. Þó lang ar okkur til að benda hér á fjórar reglur, sem uppeldisfræðingar um allan heim virðast vera sam- .mála um og ættu ekki að vera neinum foreldrum ofviða að fylgja. 1. Öryggi og vissa um samband sitt við fjölskylduna er öllum bömum mikilvæg. Það er ekki aðeins ást, sem börnin þarfnast, heldur einnig styrkur og vin- gjarnleg ieiðbeining. Barn, sem fær að gera allt, sem það óskar eftir, finnst að foreldrarnir láti sig litlu skipta hvað það gerir og beri ekki umhyggju fyrir því. Það skapar öryggisleysi hjá bam inu. 2. Hjálp við að samlagast og sætta sig við umhverfið er hverju barni nauðsynleg. Barnið verður að geta lagað sig eftir umhverfinu öðiu hverju og geta tekið ósigrum. En það á ekki að beita það tilgangslausu vald- boði og það er ekki hægt að krefjast blindrar og skilyrðis- lausrar hlýðni af þvi. 3. Frelsi til að segja meiningu sína og þroska eigin skapgerð er nauðsynlegt fyrir þroska og framtíð barnsins. Öll börn verða iíka að fá tíma til að láta sig dreyma dagdrauma og nota ímyndunaraflið. Þau verða að fá að vera í friði öðru hverju. Það má ekki skipuleggja dag bams- ins of nákvæmlega, því að það verður að hafa tíma til að fram- fylgja sínum eigin hugmyndum sína eftir þeim leiðum, sem það iangar sjálft til. Leiðbeining er ekki það sama og að skipuleggja allan tíma barnsins, eða að ráð- leggja því stöðugt eitthvað frá eigin brjósti, án þess að hafa vilja barnsins í huga. 4. Það á að leyfa börnum að glíma sjáiíum við hlutina öðm hverju. Eilífar viðvaranir og ráð- ieggingar gera barnið ósjálf- stætt, en sé það látið treysta aðeins á sjálft sig öðru hverju, kemst það brátt að raun um getu sína og getuleysi. Hrós for- eldranna fyrir það sem vel er gert, er barninu mjög kærkomið og mikilsvert, en það verður að gæta þess, að þar sé rétt hlut- fall milli afreks og hróssins. Það er ekki hægt að blekkja barn með fölskum hrósyiðum. Þetta vom nú þessi fjögur at- riði, sem allir ættu að geta orð- ið sammála um — og allir foreldrar liafa kannski þegar gert sér Ijóst. En aldrei er góð vísa of oft kveðin. HÚSRÁÐ VIKUNNAR Hafið ekki mitti á telpnakjólunum. fyrr en þær hafa sjálfar fengið mittii Hér eru tveir kjólar og einn skokkur á litlar telpur, og eru allir mjög klæðilegir eins og þið sjáið. Sá til vinstri er tvílitur, doppóttur og einlitur í sama lit, lítur út eins og jakkakjóll, en er samt heill kjóll, enda mundi iakki strax aflagast á lítilli og fjörmikilli teípu. Kjóllinn í miðið er úr smáröndóttu efni með stórum vösum og skokkurinn er með skrautlegu léggíngábandi þar sem pífan er fest á. MEÐFERB KARLMANNSFATA Ný karlmannsföt á að pressa stuttu eftir að þau hafa verið keypt, þá krypplast þau síður og brotin haldas* betur. Einnig et ráðlegt að eiga fleiri föt og skipta því oftar. Það sparast mikill peningur með því að hvíla fötin. Forðast ætti að troða of miklu í vasana og sérstaklega ef það eru oddmjóir hlutir. Á hverju kvöldi ætti svo að iosa alla vasa. Notið stór og góð herðatré svo að fötin séu í eðlilegum skorðum, þegar þau eru geymd. Buxumar á annars alltaf að hengja í buxna- klemmu, þá sléttast betur úr öllum hrukkum Svo þarf að bursta og pressa karlmannstöt reglulega, og þess þarf einnig við, séu fötin lögð til hliðar dálitinn tíma. Mölur lifir nefnilega helzt í skítugum fötum. Rifur, saumsprettur og annað þess háttar á að gera strax við, annars verður skaðinn helmingi meiri. MATARUPPSKRIFTIR KÓKÓSKÖKUR 250 gr. hveiti, 250 gr. smjörlíki, 125 gr,- sykur, 125 gr. kókós- mjöl, Vz tsk. hjartasalt Smjörlíkið mulið niður í hveitið. sem hjartasaltinu hefur verið blandað í. Sykur -og kókósmjöl setr saman við og allt hnoðað laus- lega. Búnar til fingurlangar stengur, sem eru bakaðar við góðan hita (225 gráður) í 10—15 mín. Þunnum glassúr smurt á stengurn- ar meðan þær eru volgar, en síðan eru þær skornar í smástykki. Látnar kólna á plötunni. Munið einnig að aldrei má hræra í málningardósinni með sjálfum penslinum, heldur verð- ur að nota sérstakt prik til þess. Og að sjálfsögðu má ekki dýfa öllum penslinum ofan í dósina, heldur aðeins broddinum. ★ Hafi súpan eða eittliva'ð þess háttar orðið of sölt, er ágætt að setjá nokkrar sneiðar af kar- töflum út í. Sneiðamar eru svo fjarlægðar áður en maturinn er borinn fram. Og ef þið viljið koma í veg fyrir að saltið fari í kekki, vegna raka, er gott ráð að setja svolítið af hrísgrjónum í saltbaukinn, þau draga nefni- iega í sig ra'kann. ★ Ekki er rétt að fleygja sítrónu berkinum, þegar þið hafið notað sítrónu, það má t. d. nota hann til að ná kalkblettum af blóma- vösum. Þeir verða fallegir og glansandi langan tíma á eftir. ★ ÞURRA skósvertu má gera mjúka aftur með því að hella nokkrum dropum af terpentínu í dósina. hvíturnar stífþeyttar og þeim síðan blandað saman við allt hitt. — Nægir fyrir fjóra. C H U T N E Y . lVz kg. tómatar, Vz kg. græn epli, Vz kg. laukur, 250 gr. púðursykur, 250 gr. rúsínur og 250 gr. edik, 1 msk. salt, 10 piparkorn, nokkur stykki heilt engifer. — Tómatarnir eru flysjaðir og hakkaðir, eplin og laukurinn líka hakkaður og öll efnin soðin saman í klukkutíma. Það þarf að hræra oft í því, svo að þag brenni ekki við. Hellt á krukkur og bundið yfir með smjörpappír. — Gott og frískandi með kjötréttum, sérstaklega öllum austrænum réttum. Stundum er ekki komizt hjá ,því, að hreinsa málningar eða lakkpensilinn með höndunum, ef hann á að verða alveg hreinn. í því tilfelli er rétt að setja pens- í, þá má nudda hann eftir vild, án þess að hendurnar óhreinkist. APPELSÍNUFROÐA. LEGGIÐ 4 blöð af matarlími í svolítið kalt vatn. Þeytið síðan 3 eggja- rauður með % dl. af sykri og blandig rifnupi berki af 2 appelsínum í. Bræðið matarlímið við lítinn hita og hellið safa úr 2 appelsínum i Hellið vökvanum í eggja- og sykurblönduna. Ef til er afgangur aí sherry eða madeira, er gott að bæta því í, ca 1—2 matsk. Eggja- COURT BOUILLON ÞETTA er soð, sem notað er til þess ag sjóða fisk í. Lauksneið, ein gulrót, nokkur lauf af persilju, nokkur heil, hvít piparkorn, eitt lár- viðarlauf, eitt lauf úr hvítlauk, ein msk. edik og svolítið salt er soðið í vatni í ca. 15 mínútur, áður en fiskurinn er settur ofan í. KVENNASÍÐA TÍMANS VIDAVANGUR „Festa og varúð“ Að undianförnu hefur ekkert mál vakið eins almeruna og mikla athyigli hér á landi og Milwood-máli'ð svonefnda, og er það að vonum. Sýnt er nú, að brezkt herskip hefur beitt ofbeldi og skipherra þess und- irferli cg fláttskap, augljóslega að boði og ráðleggingum laga- refa í brezku stjórnarráði. Hefur með þessu samspili tek- izt að koma Smith skipstjóra og lögbrjóti undan til Bret- lands, og fer hann þar nú frjáls fer'ða sinna og hefur eindæmi um það, hvort hann skuli koma fyrir íslenzkan rétt. En ástæðan til þess, að Bret- um hefur tekizt að koma fram refjum sínum, er einfaldlega sú, að um einstakan undir- 'læigjuhátt og klaufaskaip er að ræða af hálfu æðstu manna landhelgisgæzlunnar, dóms- málaráðherrans og ríkisstjórn- arinnar. Hér er um beina af- leiðingu af afsláttarsamningn- um við Breta að ræða. Þar var afsialað íslenzkum rétti, ag svo er haldið áfram að framkvæma Iandhelgisgæzlu þannig að ekki sé staðið á íslenzkum rétfci. Laun fyrir is'líkan undanslátt eru auðvitað fyrirli'tninig og vald- beiting, refjar og músar-kattar. leikur á brezka vísu. Bjarni Benendiktsson segir í Mbl., að vel hafi tekizt og „haldið á málinu af festu ag varúð“. Með því á hann líklega við sitt eigið brot á 40 ára hefð og reglum um töku er- Iendria togara í íslenzkri land- heligi. Af þessu liggur næst að spyrja, hvort Bjarni hafi í hyggju að stíga sporið alveg og afvopma ísdenzku varðskipin, og mætti síðan fela Hunt skip- herra og Palliser að annast gæzluna, ewis og nú átti sér stað!! Öflug mófmæli Ekki verður annað sagt, en liátíðahöldin j .Reykjavík 1. maí hafi sýnt mjög öflug mót- mæli .gegn kjaraskerðingar- stefnu ríkisstjórniarinnar. Fund ur stjórnarsinna á Lækjartorgi var furðulega þunnskipaður, þegar tekið er tillát til þess, að að honum stóðu tveir stjórn. arflokkar, sem hafa haft siam- anlagt mikiun meirihluta at- kvæða í bænum. En fundar- sóknin sýndi, að talsmönnum stjórnarflokkanna tókst ekki að fá sitt fólk hvað þá meira til þess að fylkjia sér þaraa undir merki kjaraskerðingarinnar. Hins vegar varð fimdurinn, sem baldinn var við Miðbæjar- skólann miklu fjölmennari, og var nú enn meiri munur á þess um tveim fundum en í fyrra, og sýnir það vaxandi óánægju. Það er svo sem Ifldegt, að stjónnarblöðin vilj.i stimpla allia kommúnlsta, sem þar komu á fund, oig væri þá sá flokkur ærið fjölmennur. En hitt vita allir, að aðeins brot fundar- manna var úr þeim flokki, og þarna komu saman menn úr öllum flokkum til þess að sýna hug sinn tii kjaraskerðingar- stefnunnar og annarra gerræða ríkisstjóraarinnar gegn laun- þegum. Sá fundur var öflug, almenn mótmæli fólksins. Sérsfcaklega rennur mönnum 'til rifja ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksforkólfanna, sem nú fýlktu líði með ílialdinu á Lækjatorgi á 40 ára afmæli þessa hátíðis- og baráttudags Framhald á 13 síðu. 2 TÍMINN, föstudagiinn 3. mai 1963

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.