Tíminn - 03.05.1963, Síða 7
— Wfmkmm —
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif-
stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, —
íslendingum sýnd
einstæð óvirðing
Langt er síðan, að íslendingum hefur verið sýnd önnur
eins lítilsvirðing og sú, sem Bretar gerðu sig seka um
á dögunum, er þeir tóku landhelgisbr.iót, sem íslenzka
strandgætían var búin að klófesta, úr höndum hennar og
skutu honum undan til Bretlands, svo að hann þyrfti
ekki að mæta fyrir íslenzkum dómstoli og svara þar til
saka fyrir ásiglingu á íslenzkt varðskip.
Þess munu fá dæmi í milliríkjaskiptum, að herveldi eins
ríkis blandi sér þannig inn í löggæzlu annars ríkis, sem
það viðurkennir sjálfstætt og fullvalda. Þetta minnir
næstum á það, þegar Bandaríkin voru áður fyrr með viss-
um lögregluaðgerðum að blanda sér í innanríkismál Haiti
og Dominiska lýðveldisins, er þeim fannst óstjórn ganga
þar fram úr hófi.
Atburðir þessir sanna bezt hve fiarstaþðar eru þær
íullyrðingar, að vii’ðing Breta fyrir íslenzku þjóðinni og
íslenzkum stjórnarvöldum hafi» aukizt með nauðungar-
samningnum, sem gerður var veturinn 1961. Það má
þvert á móti rekja það meira til hans en nokkurs ann-
ars, að slíkur atburður hefur nú getað gerzt. Bretar svör-
uðu útfærslu fiskveiðilandhelginnar haustið 1958 með
hervaldi, en gáfust upp við að beita þvi. þegar þeir fundu
emhug íslendinga. Haustið 1960 var líka svo komið, að'
maður eins og Bjarni Benediktsson jácaði, að búið væri að
vinna sigur í landhelgismálinu. Þessum sigri var hins
vegar fylgt þannig eftir, að fáum mánuðum síðar, var
gerður undanhaldssamningur við Breta og þeim hleypt
inn í fiskveiðilandhelgina í þrjú ár til að byrja með og
jafnhliða afsalað einhliða rétti íslendinga til frekari út-
færslu á landgrunninum. Slíkur samningur var ömurleg
auglýsing þess, að íslendingar héldu ekki fast á rétti
sínum, heldur væru undanhaldssamir og lítilþægir í samn-
ingum við sér stærri þjóðir.
Enginn þarf að undrast, þótt í kjolfar slíks uppgjaf-
arsamnings fylgi atburðir svipaðn þeim og þegar
brezka herskipið tók hinn brotlega skipstjóra úr hönd-
um íslenzku strandgæzlunnar fyrir noKkrum dögum. Und-
uíægjuhátturinn býður lítilsvirðingunni heim.
Ef fylgt verður áfram þeirri stefnu undirlægjuskap-
arins, sem var mörkuð með samningnum frá 1961, er
aiveg víst, að slíkir atburðir eiga eftir að endurtaka sig.
Og þá er líka alveg augljóst, hver verð ir afstaða íslenzkra
stjórnarvalda til þeirra fiskveiðiráðstefnu. sem Bretar
hafa nú boðað til, en þar munu þeir m. a. leggja til að
þátttökuríkin semji um gagnkvæman rétt til fisklönd-
unar. en ef þeir fengju slíkan rétt her þyrftu þeir ekki
lengur að halda á undanþágunum innan fiskveiðiland-
helginnar. Löndunarrétturinn væri þeim miklu dýrmæt-
ari. Núverandi ráðherrar á ísland) haia óspart látið i ljós.
að það þyrfti ekki að vera neitt athugavert að veita út-
lendingum rétt til fisklöndunar.
íslendingum hleypur kapp í kinn, þegar þeir eru beittir
svipaðri lítilsvirðingu og felst í þvi að Bretar beittu
ofbeldi til að koma hinum brotlega skipstjóra undan.
En það er ekki nóg. Aðalatriðið er. að þannig sé haldið
á utanríkismálunum, að ekki sé litió á íslendinga sem
uppgjafarlýð, sem skaðlaust sé að lítilsvirða. Aðaiatriðið
er. að haldið sé fast á landsréttnidum og þeim ekki afsal-
að í þeirri fávísu trú. að þannig vinnum við okkur virð-
ingu annarra þjóða1 Ofbeldisverki Breta verður bezt
svarað með því að þjóðin marki slika stefnu skýrt og
i.ióst í kosningunum 9. júní.
ALEXANDER JÓHANNSSON frá Hlíð í Svarfaðardal:
Nýja sauðargæran
í NÝAFSTÖÐNUM eldhúsdags-
umræðum upplýsti kommúnistinn
Karl Guðjónsson, að samningar
hefðu nú tekizt milli Alþýðu-
bandalagsins (sem hann nefndi
svo) og Þjóðvarnarflokksins um
það, að þessir tveir flokkar hefðu
samstarf og stæðu að sameigin-
legum framboðum í öllum kjör-
dæmum landsins til Alþingiskosn
inganna, sem fram eiga að fara
9. júní n. k. Hefðu þeir samning-
ar nú verið undirritaðir.
Stuðningsmaður kommúnista,
Alþýðubandalagsmaðurinn Hanni
bal Valdimarsson, var einnig
mjög hreykinn af þessari samn-
ingsgerð og taldi að vinstra sam-
starf hefði aldrei fyrr átt sér
stað á jafn breiðum grundvelli
eins og nú væri framundan hjá
Alþýðubandalaginu og Þjóðvarn-
armönnum. Sagði hann, að nú
væri Alþýðubandalaginu ekki
lengur neitt að vanbúnaði með að
birta framboðslista, enda myndu
Alþýðubandalagsmenn nú um
land allt „spretta upp sem stál-
fjaðrir".
Eftir að hafa hlustað á upp-
S lýsingar þeirra Karls og Hanni-
bals um samningsgerð kommún-
ista og Þjóðvarnarmanna setti
mig hljóðan. Ég hélt satt að segja
að aðalbaráttumál þeirra Þjóð-
varnarmanna, þ. e. andstaða
Iþeirra gegn hersetu vesturveld-
anna á íslandi væri þeim helgara
en svo að þeir gætu farið að lúta
svo lágt að hefja samvinnu við
kommúnista, já og meira að
segja æskja þess af fyrra bragði
að gera bandalag vig þá í kom-
ahdi kosningum.
Kommúnistar eru að vísu and-
stæðingar bandarískrar hersetu á
I íslandi. Þeir eru andstæðingar
Atlantshafsbandalagsins og þeir
eru einnig andstæðir aðild ís-
lands að Efnahagsbandalagi Vest
ur-Evrópuríkja. Þetta vita allir
og að sjálfsögðu Þjóðvarnarmenn
líka. Lúðvík Jósefsson sagði líka
í eldhúsdagsumræðunum, að af-
staða kommúnista til herstöðvar-
málsins væri skýr, þeir væru eini
flokkurinn, sem vildi herinn burt
og svipuð væri afstaða þeirra til
Efnahagsbandalagsins. kommún-
istar vævu einu andstæðingar
þess. Þarf þá nokkurn að undra
það þótt Þjóðvarnarmenn vildu
ná samvinnu við kommúnista? —
mun þá ef til vill margur spyrja.
Rétt er að athuga það nánar
hver afstaða kommúnista í raun
og veru er til hersetu erlends
ríkis í öðru landi o. s. frv. Lúð-
vík Jósefsson talaði ekki um það
hvað hann hefði sagt, ef rúss-
neskur her hefði haft bækistöð
á íslandi. Ekki um það hver af-
staða hans hefði verið ef ísland
hefði verið í Varsjárbandalaginu,
ekki um það, ef austurblokk Evr-
ópu hefði verið að stofna efna-
hagssamsteypu austrænna ríkja
og ísland viljað gerast aðili þeirr
ar samsteypu. Nei, um þetta tal-
aði hann ekki. En allir geta
rennt grun í þag hvernig kom-
múnistar hefðu þá talað. Þeir
hefðu lagt blessun sína yfir allt
þetta af þvi að Rússar voru ann
ars vegar. Einhver kann ef tii
vill að telja þetta hæpna fullyrð-
ingu, en ég held samt að hún
geti staðizt. Nægir í því sam-
bandi aðeins að minna á það að
aldrei hafa íslenzkir kommúnist-
ar áfellzt hvorki Rússa né Kín-
verja, er þeir voru að undiroká
aðrar þjóðir Lögðu ekki komm
únistar hér á landi blessun sína
yfir aðfarir Rússa í Ungverja
landi? Lýsti ekki andstaða þeirra
á þingi í vetur gegn því, að ung-
versku flóttamennirnir fengju ís-
lenzkan ríkisborgararétt, bezt af-
stöðu þeirra til þess máls? Hvað
hafa þeir sagt um frelsissviptingu
Eystrasaltsríkjanna? Voru þeir
ekki samþykkir því er þjóðir
þessara landa voru lagðar undir
hinn rússneska járnhæi. Og
hvað sögðu þeir, er Kínverjar
sviptu Tíbetbúa því frelsi að
mega búa í sínu eigin landi sem
frjáls og fullvalda þjóð?
Margt fleira mætti nefna, en
kommúnistar hafa lagt blessun
sína yfir allt þetta og fyrst þeir
gerðu svo, er engin ástæða til
ag efast um það að þeir hefðu
verið hjartanlega ánægðir með
dvöl rússnesks hers á íslandi og
talið það vera gert í þágu friðar
og öryggis þótt sá her traðkaði
á frelsi og sjálfstæði íslenzku
þjóðarinnar. Til allra þessara
mála hafa nú þeir Þjóðvarnar-
menn, sem gerzt hafa meðreið-
arsveinar kommúnista, kunngert
alþjóð hug sinn með því að ljá
kommúnistum fyígi sitt í komandi
kosningum. Þeir eru ekki lengur
andstæðingar hersetu á íslandi
heldur aðeins bandarískrar her-
setu. Allt þeirra tal um andstöðu
þeirra „gegn her í landi“, hefur
því verið fals eitt og. fagurgali,
því að með því að styðja stefnu
kommúnista í utanríkispiálum,
vinna þeir gegn hagsmunum ís-
lands.
Eitt sinn var ég þeirrar skoð-
unar að Þjóðvarnarmönnum væri
treystandi til ag standa á rétti
fslands og vernda hann, hvort
sem árásin yrði gerð úr austri
eða vestri, en nú hafa þeir tekið
af sér grímuna og andlitsdrætt-
ir þeirrar ásjónu, sem þjóðin
fær nú að sjá túlka greinilega
stefnu austræns ofbeldis.
„Og nú munu Alþýðubandalags
menn spretta upp eins og stál-
fjöður“, sagði Hannibal. Og sjá!
Fyrsta ,,stálfj.öðrin“ er sprottin
upp.
í dag var birtur framboðslisti
Alþýðubandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra. Á þeim
lista er meðal annarra Þjóðvarn-
armaðurinn Hjalti Haraldsson.
bóndi ag Ytra-Garðshorni í Svarf
aðardal. Það hefur verið á allra
vitorði að Hjalti Haraldsson hef-
ur verið Þjóðvarnarmaður, enda
í framboði fyrir þann flokk á
meðan hann hét og var. Einnig
er það kunnugt að hann hefur
verið og er eldheitur andstæðing
ur bandariskrar hersetu á ís-
landi. En ég hélt að Hjalti Har-
aldsson myndi aldrei styðja né
styrkja þann flokk, sem vitað er
að ekkert myndi hafa á móti því.
þótt Rússar hefðu hér herstöð.
Og með því að styrkja kommún-
ista er hann að samþykkja allar
þeirra jákvæðu samþykktir á
gerðum Rússa við þær þjóðir.
sem þeir hafa undirokað. Ég
hélt og treysti því, að Hjalti Har-
aldsson væri það góður og sann-
ur ættjarðarvinur að hann af
þeim sökum gæti meg cngu móti
goldið rússneskri yfirráðastefnu
jáyrði sitt, en það gerir hann ó-
umdeilanlega með því að styðja
kommúnista. Með því gefur hann
í skyn, ag hann yrði ekki á móti
rússneskri hersetu á íslandi. Ekki
á móti því þótt ísland hefði verið
í Varsjárbandalaginu og ekki á
móti því að ísland væri aðili að
Efnahagsbandalagi Austur-Evr-
ópu, ef slíkt mál hefði verið á
döfinni.
En það er annar Svarfdælingur
í framboði í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, _sem er andstæðing-
ur hersetu á íslandi. Ég segi her-
setu, því ég veit að hann er jafnt
andstæðingur rússneskrar her-
setu á íslandi sem bandarískrar.
Þessi maður er Hjörtur E. Þór-
arinsson bóndi á Tjörn. Það ætti
því ekki að vera vandi fyrir alla
sanna hernámsandstæðinga í
Norðurl.kjördæmi, nema kommún
ista ag velja á milli þeirra
flokka, sem þessir tveir Svarf-
dælingar eru í framboði fyrir.
Ég hef alltaf verið andstæðing-
ur hersetu á íslandi og eins og
ég gat um hér að framan þá hélt
ég eitt sinn, að Þjóðvarnarflokkn
um væri bezt treystandi „gegn
her í landi“, þótt aldrei léði ég
þeim brautargengi til þess með
atkvæði mínu, en smátt og smátt
hefur mér orðið það ljóst að
stefna þeirra í herstöðvarmálinu
bar of mikinn keim af stefnu og
áróðri kommúnista og nú harma
ég það ekki að ég skyldi aldrei
ljá þeim fylgi mitt.
Kommúnistar eru lagnir að
leita eftir liðsinni frá öðrum
flokkum, þegar málstað'ur þeirra
stendur höllum fæti og þeir af
þeim sökum sjá fram á fylgis-
hrun. Þegar svo er komið þá er
það helzta bjargráð þeirra að fá
til fylgis við sig menn úr öðrum
flokkum, sem þeir nota svo sem
nokkurs konar hjúp svo hin raun
verule.ga stefna þeirra sjáist síð-
ur og gengur þessi hjúpur oftast
undir nafninu „sauðargæra", en
á me'ðan sá hjúpur er órotinn þá
dyjur hann svo vel úlfshárin.
Undanfarin ár hafa einkum
þeir Hannibal Valdimarssón og
Alfreð Gíslason gegnt þessu hlut
verki og með tilkomu þeirra í
það hlutverk varð nafnið Alþýðu
bandalag til. En nú er mesta ull-
in farin af gærunni og voru því
hin gráu úlfshár kommúnismans
mjög tekin að gægjast fram und-
an sauðargærunni: því var um að
gera fyrir kommúnisla að leita
eftir vel ullaðri gæru til þess að
hylja hin gráu hár. Og í þetta
sinn barst þeim óvænt li'ðsinni.
Þjóðvarnarmenn skrifuðu þeim
og buðust til að veita þeim sína
liðveizlu ef vissum skilyrðum yrði
fullnægt og auðvitag gripu kom
múnistar þetta tækifæri fegins
hendi þótt þeim ef til vill hefði
þótt betra að hin nýja sauðar-
gæra væri betur ulluð. En hvað
um það kommúnistar hafa nú tek
'ið Þjóðvarnarflokkinn og innbyrt
hann á skip sitt án þess ef til vill
að greiða þeim nokkuð í staðinn.
Sem sagt Þjóðvarnarflokkurinn
er ekki lengur tU sem sjálfstæð-
ur flokkur, heldur gegnir hann
nú hlutverki sauðargærunnar,
sem hylur úlfshár kommúnista.
Sem betur fer munu ekki allir
Þjóðvarnarmenn vera ánaigðir
mð þessi málalok og ég skora á
alla þá Þjóðvarnarmenn. sem óá-
nægðir eru með þessa samsteypu
að fylkja sér um Framsóknar-
flokkinn í kosningunum 9 júní
n. k. Sérstaklega skora ég á alla
sanna hernámsandstæðinga í
Norðurlandskjördæmi eystra að
fylkja sér um lista Framsóknar-
flokksins og sluðla með því að
koma Hirti á Tjörn á þing. Ég
skora einnig á alla þá fylgjendur
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins, sem eru óánægðir með
stefnu flokl^a sinna varðandi Efna
hagsbandalag Evrópu að fylkja
sér einnig um FramsóknarÚokk-
Framhald á 13 síSu,
T í MIN N, föstudagiinn 3. maí 1963 —
/