Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 8
INGÓLFUR OAVÍÐSSON Gengið um garða grunn og fjðrur PÁSKAHRETIÐ lét ekki að görðunum sunnanlands fyrir sér feæða að þessu sinni. ÞaS skírdag, en eftir hann var allt var hlómlegt um að litast í sviðið og lamið niður. Brum- 10 þúsund ára hörpudiskur meðhrúðurkarla á baki. knappar á reyniviði, víði, rósum, dvergmisplum, spíreum o. fl. ofþornuðu og visnuðu. Blóma- brum á ribsi hafa og allvíða eyðilagzt og þar með berja- tekjan í haust. Birkið fer sér •hægara á vorin og hefur slopp- ið betur. Barrnálar á sitkagreni o. fl. hafa sums staðar brúnvisn- að, a. m. k. í oddinr. áveðurs. Annars sést skaðinn á trjám og runnum ekki að fullu fyrr en síðar og í góðri tíð réttir trjá- gróðurinn oft furðanlega við aftur. Norðangarðurinn barði laukblómin til jarðar og braut mörg þeirra. En nú, þegar aft- ur hlýnar eru margar páskalilj- ur og stjörnuliljur að springa út liggjandi. Og ný blóm dverg liljanna (crocus) gægjast upp úr mölinni. Grasið heldur á- fram að gróa. Ömurlegt er samt í görðunum enn þá. Ég gekk þaðan og niður í fjöru. Þar er gróskulegt um að litast og eng- in merki hretsins að kalla. — Nokkuð af hrossaþara, beltis- þara og maríukjarna hafði þó rekið á land. Og hægt var að sjá skeljasöfn greypt inn í þöng ul'hausana. Sölin, frægu og rauðu lágu líka í fjörunni, en enginn Egill eða Þorgerður á ferli að hirða þau. Sums stað- ar lágu stórar flækjur af brún- gljáandi kerlingahári. Var far- ið að bregða daufgrænni slikju á sumar flækjurnar, vegna á- hrifa eplasýru, sem í þeim er að sögn. Blöðruþang og klóþang vaxa í félagi á skerjunum og lyftast og hníga með hægri öld- unni, enda útbúin með hagan- legum flotblöðrum. Blöðrurnar springa með dálitium smell, þegar gengið er á þanginu og þykir flestum krökkum gaman að ganga á „brestifjöru". Margt er fleira fagurt að sjá í fjör- um, fagurgrænar maríusvuntur, rautt kóralþang, ýmsa kuðunga o. fl. dýrakyns. Fjaran er sann arlega lifandi. Nýlega kom ég þó í „dauða“ fjöru um 10 þús- und ára gamla segja jarðfræð- ingarnir; það var í húsgrunni hjá Loftleiðum suður í Skerja- firði við flugvöllinn. Þarna í um tveggja metra dýpi er fullt af hörpudiskum, smyrslingum, rataskeljum, beitukóngum, hrúð urkörlum o.fl. i fornum sjáv- arlögum frá því í lok ísaldar. Það er einkennilegt að sjá 10 ' þúsund ára skeljasamloku í líf- stellingum rétt eins og það væri í fjörunni úti í Örfirisey, við bæjardyr Reykvíkinga. GRODUR OG GARDAR MINNING Kristján Einarsson, matreiðslumaður Okkur mönnunum hefur enn einu sinni verið sýnt að við erum háð dómi æðri valda, þess valds er engin mannleg vera fær and- mælt. 21. apríl varð Kristján Ein- arsson matreiðslumaður bráð- kvaddur, þar sem hann var að vinna að íermingarveizlu. Kristján Einarsson fæddisit í Hafnarfirði. Hann var sonur Ein- ars Dagfinnssonar og Ingibjarg- ar Guðjónsdóttur konu hans. Ein- ar faðir Kristiáns er bróðir Elias- ar Dagfinnssonar bryta. Ungur réðist Kristján til þjónustustarfa til Elíasar frænda síns á e.s. Súð- ma, og vann hann síðan að mestu við matreiðslustörf ýmist til sjós éða lands. Sveinspróf í matreiðslu iðn lauk Kristján 1946, á öðru sveinsprófi er fram hefur farið hér á landi. í um tvo áratugi var Kristján virkur ^élagi í stéttarfélagi mat- reiðslu- og framreiðslumanna, og skoraðist aldrei undan að gegna þar störfum, þegar félagar hans leituðu til hans. Kristján var yngstur sex syst- kina sinna, cg sá fyrsti þeirra er kveður þennan heim, á 43. aldurs ári. Móður sína missti Kristján fyrir tæpum áratugi. - Kristján var tvíkvæntur, hann skildi við fyiTi konu sina, en síð-; ari kona hans, Ingibjörg Sigurð-' ardóttir ættuð frá Torfastöðum í Grafningi, iiíir mann sinn. Hann eignaðist ekki börn, en ól upp tvö börn síðari konu sinnar. Fyrstu kynni mín af Kristjáni voru þegar við báðir vorum nem- endur í Mrðbæjarbarnaskólanum, Á þessu ári er talið að íbúðar- húsið á Nesi við Seltjöm, hin svo nefnda Nesstofa, sé tvö hundruð ára. Yfir útidyrum þess stendur ártalið 1763, sem minnir á það að konungur Dana lét byggja hús þetta það ár yfir fyrsta landlækni á íslandi. Nes við Seltjöm hefir í gegn- um aldimar verið höfuðból og höfðingjasetur. Síðasti bóndinn þar áður en landlæknirinn var sett ur þangað hét Vigfús Árnason og var lögréttumaður Kjalarnesþings. Fátt hefur hingað til verið um hann vitað eða afkomendur hans. Um síðustu aldamót var lítill siðan mættum við oft á æfingum á íþróttavellinum, en hann æfði þá hjá KR. Siðar lágu leiðir okkas saman í starfi við iðn okkar, og við unnum saman að félagsmálum. Á þessari stundu vil ég þakka s&mverustundirnar, allt frá fyrstu tlð. Fyrir hönd stéttarbræðra okk ar er hann kvaddur hinztu kveðj- um, og beztu þökkum. Eftirlifandi giginkonu og börnum hennar, sem og föður hans, systkinum og öðr- um ættingjum fæmm við okkar ilúðarfyllstu samúðarkveðjur. Hvíli hann í friði. Böðvar Steinþórsson drengur úr Reykjavík, 6—7 ára gamall, sendur í fóstur út á Sel- tjarnarnes til eins afkomanda Vigfúsar Árnasonar. Fóstri drengs ins var hinn kunni héraðshöfðingi Þórður Jónsson í Ráðagerði, næsta bæ við Nes. Drengurinn ólst þar u.pp og komst vel til manns og' minnist þessa æskuheimilis síns jafnan með ást og þakklæti. Hann heitir Jóhann Eiríksson, er bú- fræðingur að mennt og hefir unn- ið hin síðustu ár alllengi hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Hann er fróður um margt og glögg ur á menn og málefni. Undanfar- ir, ár hefir hann notað tómstundir sínar til að semja nokkur niðja- töi merkismanna. Nýlega er komin út bók eftir .Tóhann Eiríksson. Er það niðja- tal Vigfúsar Árnasonar lögréttu- ínanns. Vafalaust er það af rækt- arsemi við fóstra sinn, Þóitð í Ráða gerði, að Tóhann hefir farið að skrá niðja þessa forföður hans, en það er lika vel til fundið að gefa út á þessu tveggja alda af- mæli Nesstofu þessa bók um sið- asta bóndann er bjó þar, í hinum íorna íslgnzka torfbæ. Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri hefir gefið bókina út og virðist allur frágangur hennar vera góður og smekklegur. Mér er ljúft og skylt að gleðjast yfir og þakka útgáfu þessarar bók- ar. Vigfús Arnason var uppalinn hjá afa sínum á Fitjum í Skorra- dal og hefir menntazt þar og mann azt meira en almennt gerist. Hann var lögréttumaður Borgfirðinga áður en hann fór að Nesi og mun hafa búið uppi í Borgarfirði fram um fimmtugs aldur. Óvíst er hvar hann hefir búið, en talið að hann hafi búið á Leirá eða á hluta henn- ar eftir 1740. Hugsazt getur að hnn hafi Uka búið á Skarði í Lundarreykjadal, þvi þá jörð hefir hann átt. Systkini hans flest bjuggu uppi í Borgarfirði og dæt- uinar tvær er hann átti ólu þar ailan aldur sinn og jukp þar kyn sitt. Niðjatai þetta er því upprunn ið i Borgarfirði, en fólkið þar er mér af skiljanlegum ástæðum hug otæðara en annars staðar og bróðir Vigfúsar, Hákon á Hurðarbaki var forfaðir minn Við fljótan yfirlestur og sam- anburð við mín eigin blöð hefi ég fátt fundið athugavert við bók þessa, enda þekki ég Jóhann að þvi að vera vandvirkan og áreiðan- legan í hvívetna. Misritazt hefur þó móðuinafn Jóns Árnasonar skip stjóra á Geraldine á bls. 41. Hún hét Guðrún Oddsdóttir, var frænka Framhald á 13. síðu. 8 TÍMINN, föstudaginn 3. maí 1963 —.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.