Tíminn - 15.05.1963, Side 8

Tíminn - 15.05.1963, Side 8
Hægriakstur tek- inn upp í Svíþjóð ÞEGAR Karl VI. Svíakon- ungur kom úr herferð sinni til Tyrklands árið 1718 inn- leiddi hann hægriakstur í Sví þjóð, sem hélzt þar í 26 ár, eða fram til ársins 1734, er ákveðið var að tekinn skyldi upp vinstri handar akstur að nýju. Hann var þó ekki lög- festur fyrr en árið 1916, eftir að bíllinn kom til sögunnar. Nú hefur sænska þingið hins vegar ákveðið að horfið skuli aftur til daga Karls konungs og hægriaksturinn tekinn upp enn á ný árið 1967. — Þangað til verður unnið að ýmiss konar undirbúningi í sambandi við þessar stór- felldu breytingar, sem munu kosta hvorki meira né minna en 400 milljónir sænskra króna. Fram til þessa hafa einungis þrjú lönd í Evrópu haldiff sig við vinstri aksturinn: ísland, Eng land og Svíþjóð, en Austuriíki og Tékkóslóvakia beygðu sam- kvæant skipun Hitlers yfir á hægri kantinn árið 1938 og Ung- verjaland ári síðar. Hvers vegna vinstra megin? Sagan segir, að á íslandi hafi menn tekið upp vinstri um- ferð þegar, er „hetjur riðu um héruð“. f þá daga riðu konur í söðli, og vegimir voru enn mjórri en þeir eru nú. Það kom sér því illa fyrir vegfarendur, ef konurn- ar riðu á hægri kanti veg- arins, þar eð fætur þeirra rák- ust oft á tíðuim í þá, sem fram hjá fóru. Þetta mun þó ekki vera ástæðán i menningarlöndum Evr ópu. Þar voru það ræningjar og glæpamenn sem neyddu með- borgara sína til þess að halda sig á vinstra vegarhelmingnum. Oft varð það mönnum að fjör- tjóni, er hestvagnar fóru um, þar sem hætta var að þessi óaldar- lýður yrffi á vegi þeirra, og vagn stjóiinn þurfti skyndilega að grípa til byssu sinnar, að hann var hægra megin á veginum, þeg ar hann mætti ræningjahópnum. Hann varð þá að leggja hægri höndina, sem hélt á byssunni yf- ir þá vinstri, er um taumana hélt, og við þetta eyddust dýr- mætai sekúndur, er gátu hæg- lega kostað hann og farþega vagnsins lífið. Af þessum sökum sveigði hann yfir á vinstri vegar- kantinn og átti eftir það auðvelt með að grípa byssuna, um leið og hann varð þorparanna var og skjóta! Valda vandræðum í umferðinni. Það má ef til vill segja, að á íslandi og í Englandi skipti það ekki ýkja miklu máii á hvorum vegarfkantinum ekið sé, þar sem tiltölulega fáir aðrir en lands- mennirnir sjálfir ferðast um þessi tvö lönd í bílum. í Sví- þjóð gegnit þetta allt öðru máli, enda eru samgöngur við önnur lönd meginlandsins mjög góðar. Fjöldi útlendinga kemur árlega til Svíþjóðar, og sömuleiðis aka Svíar mjög gjarnan eigin bíl, er þeir skreppa út fyrir „landstein- ana“ í sumarleyfunum. Það tekur ætíð nokkum tíma fyrir þann, sem vanur er vinstri handar a'kstri að venja sig á hægrihand- ar akstur, og öfugt. Ferðamannastraumurinn fer stöðugt vaxandi, og árið 1970 er búizt við því, að milli tíu og fimm tán milljónir ökutækja muni fana yfir sænsku landamæiin, og milli 60 og 80 þúsund manns. Opinberar skýrslur sýna, að árið 1962 Iétu 10 útlendingar líf- ið í umferðarslysum í Svíþjóð, 29 meiddust alvarlega, en 52 heldur minna, og í öllum tilfellum var orsök slyssins talin vera óvaninn við að aka vinstra megin á veg- inum. Ekki eru það þó útlendingamir einir, sem valda vandræðum, — heldur kemur það ekki síður fyr- ir, að Svíar verði valdir að slys- um í öðmm löndum. Norðmenn hafa t. d reiknað út, að hægri- handaráksturinn sé orsök til 50— 60% allra slysa, sem Svíar lenda í í Noregi, og árið 1960 lentu 1822 Svíar í umferðarslysum er- lendis, og talan var komin upp í 2217 árið 1961. í þessu sambandi má einnig geta þess, að Finnar telja, að ferðamannastraumurinn til Finn- lands muni aukast að miklum mun, um leið og breytingin hef- ur átt sér stað í Svíþjóð, þar eð fjöldi útlendinga veigri sér við því, að akd yfir Svíþjóð til Finn- lands einmitt vegna vinstrihand- araksturs Svíanna. Ekkert er nýtt undir sólinni. En það er ekki í fyrsta sinn í vetur, sem Svíar hafa rætt um að koma á breytingum í umferðar málum sínum. Málið var reyndar rætt árið 1930, í tíð Ole nokk- urs Jeppsson, samgöngumálaráð- herra. Þá hefðu breytingarnar aðeins kostað 7—8 milljónir sænskra króna, en kostnaðurinn óx mönnum í augum, og ekkert var gert í mólinu. Nú heitir sam göngumálaráðherrann Gösta Skoglund, og menn hafa sagt, að hans verði getið í mannkynssög- unni fyrir það, að koma þessum margumræddu breytingum í kring, er kosta munu 400 milljón ir s. kr., þegar þær hafa verið gerðar 1967, en fjögurra ára und irbúningur er talinn nauðsynleg- ur. Fyrst var málið rætt af alvöru 1938, eftír að Austurríki og Tékkóslóvakía tóku upp hægri- akstur, samkvæmt skipun Hitl- ers. Árið eftir velti Dagens Ny- heter því fyrir sér í leiðara, hvort það gæti raunverulega ver ið 15 milljón s. kr. virði að inn- leiða hægri akstur, og blaðið komst að þeirri niðurstöðu, að vissulega væri það ekki svo. Sérfræðingarnir reikna. Alltaf annaff slagið hafa sér- fræðingarnir gert sér það til gamans að reikna út breytingar- kostnaðinn. og árið 1940 stungu þeir app á, að til skarar yrði lát- ið skríða einhvem góðviðrisdag í júní 1943 og sögðu kostnaðinn verða 16 milljónir s. kr. Ekkert gerðist. Næst va.: ákveðið að hinn stóri dagur yrði 22. september,1945; kostnaðurmn 27 milljónir. Ekk- ert gérðist. Málið lá niðri fram til ársins 1952, er sérfræðingarnir fóru enn einu sinni að fitla við tölur sín- ar, og nú varð útkoman 150 mill- jónir. Um þetta leyti lét hr. Rubbestad þingmaður þau orð falla: „... að það góða við vinstri aksturinn er, að hann heldur út- lendingunum í burtu, og því verð ur ekki ems þröngt á vegunum“. Útkoman úr reiknisdæmi sér- fræðinganna fór stöðugt hækk- andi, og árið 1954 var hún orðin 215 miUjónir s. kr., og breyting- arnar átti að gera árið 1958. Stjórnin þorði alls ekki að leggja tilögur um málið fyrir þingið, af hræðslu við, að hún yrði felld, heldur var stungið upp á, að þjóðaratkvæðagieiðsla færi fram, sem og varð 1955. Atkvæðagreiðslan kostar Svía milljónir! Aðeins 53 af hundraði þeirra, 9em atkvæðisrétt höfðu, neyttu réttiar síns í kosningunum. Tvær milljónir greiddu atkvæði á móti breytingunni (82,9%) og aðeins 387 000 (15,5%) með, en 1,6% skiluðú auðu. Skoglund samgöngumálaráð- herra stakk enn einu sinni upp á því, að kostnaðurinn yrði reikn aður út, og samkvæmt gengi sænsku krónunnar 1961 var hann talinn myndi verða 340 milljónir 1967, en nú þegar er vitað, að hann verðui ekki innan við 400 milljónir. Menn spyrja án efa, í hverju þessi gífuriegi kostnaður geti leg ið. Einn stæi’sti liðurinn er strætisvagnar og áætlunarbifreið ir, eða allt að því 180 milljónir. Lengi framan af var einnig tal- ið, að sporvagnarnir myndu valda vandræðum en nú er fullvíst, að árið 1967 verða þeir allir komnir úr umferð. og strætisvagnar tekn ir í notkun í þeirra stað, svo sá útgjaldaliður mun falla niður. — Það kostar 35,000 s. kr. að breyta nýtízku vagni, þar sem inngöngu- dymar er-i fyrir framan framöx- ulinn, og 11,000 að breyta vagni, séu dymar fyrir aftan öxulinn, svo auðski'ið er, að kostnaðurinn verður’ ekkert smáræði. Efcki nægir það eitt að breyta bílunum, heldur verður um leið að færa til umferðarskilti, um- íerðarljós og breyta merkingmn á akreinum auk alls annars, sem breyta þari, og er áætlað, að kostnaðurmn við þetta muni nema um 90 milljónum. Þá má til gamans geta, að breytingar á benzínsröðvum eiga eftir að kosta að minnsta kosti 7 milljón ir króna. Við allt þetta bætist svo kostnaðurinn af að uppfræða fólk um hinar nýju umferðarregl ur og þjálfa það í því að beiita þeim. Hét er um óhemju mikið starf að ræða, sem framkvæmt verður að nokkru leyti af blöð- um, útva-pi, sjónvarpi og í skól- um landsins, en að lokum verður fjöldi fólks ráðinn til þess að annasi þetta atriði. Að öllum lík- indum verður herinn látinn að nokkru leyti taka að sér umferðar eftirlitið á götum úti, til þess að hægt verði að spara útgjöldin. Stjórnin lét til skarar skríða. Sænska stjómin lagði að lok- um fyrir þingið tillöguna um breytingarnar á umferðinni, 8. rnarz s. 1. Þær skyldu eiga sér stað vorið 1967, og kostnaðurinn yrði greiddur með því að leggja sérstakan skatt á bifreiðir og bif- hjól í næstu fjögur ár, en að þeim tíma liðnum félli skatturinn niður. Segja má, að und'arlegt sé, hversu langan tíma það hefur tek iff Svía, að taka þessa þýðingar- miklu ákvörðim, þegar tillit er tekið til þess, að þeir eru eina þjóðin á meginlandinu, sem hald- ið hefur hinum gamla sið, og auk þess eru 98% allra bifreiða landsmanna gerðar fyrir hægri handar aKstur. Mörgu hefur ver- ið borið við, m. a. þvi, að ægilegt blóðbað muni fyrst í stað fylgja í kjölfar breytinganna, þar eð fólkið muni eiga erfitt með að venjast þessari nýjung, og þá sérstaklega hinir fótgangandi. — Sérfræðingar segja hins vegar, að fyrstu þrjá mánuðina fjölgi slysum ekKi, en síðan fari fólkið aff álíta sig fært í flestan sjó, og hætti að gæta að sér, en þá sé voðinn vís, og þörf á hvað mestri varkámi. Óttast fylgistap. Stjórnmalamenniinir hafa á hinn bóginn ekki getað komið sér saman um það, hver eigi að greiða kostnaðinn, og eru hrædd ir um, að tapa fylgi kjósenda sinna, ef þeir samþykkja eitt- hvað, sem þeim er á móti skapi. Allflestir þingmenn Sósíal- demókrata, sem sitja að völd- um, eru. fylgjandi hægria'kstri, og Strangs fjármálaráðherra lagði til í þinginu, að kostnaðurinn yrði greiddur með því að leggja skatt á öll vélknúin farartæki, og að lokum t.ókst Sósial-demókröt- unum að fá stjómarandstöðuna, þ. e. Hægri flokkinn og Mið- flokkinn til þess að fallast á þetta. Stjómarandstæðingar, sér í lagi Miðflokkurinn, vilja að kostnaðunnn verði settur inn á fjárlög, segja þeir, að hér sé ekki um að ræða mál, sem aðeins komi bilaeigendum við heldur sé þetta hagsmunamál allra landsmanna. Á föstudaginn, 10. maí, fór að lokum fram atkvæðagreiðsla í „förstakammer" sænska þingsins, þar sem 119 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni í „andet- kammer", en þar sitja 230 þing- menn, og margir þeirra eru enn fylgjandi vinstri akstri. Framkvæmdin sjálf. Sérfræðingar hafa verið fengn ir ti'l þess að athuga, hvernig bezt verði að iram'kvæma breyting- una. Þeir hafa valið vordag, — vegna þess að þá em skólar enn starfandi, og geta haldið uppi umferðarkennslu um það leyti, sem hægriaksturinn verður tek- inn upp. Bezt er að breytingin eigi sér siað í miðri viku, til þess að koma í veg fyrir, að um- ferðin verði óvenjulega mikil, vegna þess að fólk sé á leið út úr bænum, og síðast en ekki sízt, hinn mikli atbuiður á að gerast kl. 4 að r.óttu. Algjör stöðvun umferðarinnar mun verða í eina klukkustund, en eftir það verður ökuhraði takmarkaður við 50 km. á klukkustund fyrst um sinn. Breyting óþörf í einum sænskum bæ. I smábænum Björkvattnet viff norsku landamærin, í norðvestur horni Jamtalands verður ekki um neinar breytingar að ræða vor- morguninn 1967, þegar menn ann ars staðar í Svíþjóð beygja frá vinstri yfu til hægri, til þess, um ófyrirsjáanlegan tíma, að aka þeim megin á veginum. Orsökin er sú, að þeir i Björkvattnet hafa verið „hægnmenn“ frá því 1938. er vegur v?r lagður til bæjarins. Framhald á 13. sí8u. Ný mjólkur vinnslustöð í V.-Barð Al'lmikill áhugi hefur verið á því undanfarið að koma á fót mjólkurvinnslustöð iiér á Patreks- firði, sem gæti tekið við til sölu og vinnslu mjólk úr nálægum sveitum, em markaður neyzlu- mjólkur er fyrst og fremst þorpið Patreksfjörður. Við hér höfum alltaf búið við mjólikurihungur. Nú á seinustu ár- um ekki eins mikið og áður. Aftur á móti er hér mjög ófullkomin afgreiðsla neyzlumjólkur. Hún kemur úr sveitinni annan hvern dag og er þvi mjög á takmörkum með að vera sölu'hæf, þegar hún er afgreidd til neytenda. Engin gerilsneyðing er gerð á henni, svo að hollustuhættir eru vafasam ir. Það hefur því lengi verið áhuga mál samvinnumanna hér að fá þessu breytt í betra horf. Kaup- félagsstjóri okkar, Bogi Þórðarson, hefur undanfarið aflað upplýsinga um ýmislegt, sem varðar þessi mál, svo sem um vélakost og verð lag, sem til greina gæti komið. f janúar s. 1. l'agði hann fyrir. stj’órn Kaupfélags Patreksfjarðar þær athuganir, sem hann hafði gert og sem hann taldi að gagni mættu koma í þessu sambandi. Var á þeim fundi samþykkt, að Kaupfélag Patreksfjarðar beitti sér fyrir byggingu mjólkurvinnslu stöðvar, svo fljótt sem nofckur tök væru á. Þess skal getið, að Kaup- félag Patrefcsfjarðar hefur um all- mörg ár annazt sölu mjólkur hér í þorpinu fyrir framleiðendur í Rauðasandshreppi. Þegar leið á veturinn, barst þessari hugsjón, um byggingu mjól'kurvinnslustöðvar, nýr l'iðs- auki. Nokkrir menn á Barðaströnd tóku sér fyrir hendur að vinna málinu fylgi. Enda er það mikið áhugamál Barðstrendinga, sem gera sér von um að geta bætt bú- skaparaðstöðu sína með aukinni mjólkurframleiðslu. Tveir fundir hafa verið haldnir um málið, og boðið á þá forustumönnum sveit- arfélaganna í fjórum næstu hrepp um. Hefur tekizt á þessum fund- um að fá loforð fyrir verulegum fjárstuðningi, svo að fjárþröng ætti ekki að hindra framkvæmdir, ef áfram fer eins og nú horfir. Seinni fundurinn var haldinn hér á Patfeksfirði í gær. Var á þeim fundi ákveðið að stofna samvinnu- félag framleiðenda, sem stæði að byggingu og rekstri mjólkur- vinnslustöðvarinnar. Kosin var bráðabirgðastjórn fyr ir félagið, en það er ekki enn formlega stofnað. Stjórnarformað- ur var kjörinn Kristján Þórðar- son á Breiðalæk, en hann er einn þeirra Barðstrendinga, sem beitt hafa sér fyrir því, að hraða fram- kvæmd þessa máls. Framkvæmda- stjóri til þess að standa fyrir byggingarframkvæmdum var kjör- inn Bogi Þórðarson kaupfélags- stjóri á Patreksfirði. Var það að ýmsu leyti vel til fallið, þar sem hann hefur kynnt sér málið all rækilega vegna þess undirbúnings sem farið hafði fram á vegurn Kaupfélags Patreksfjarðar, sem áður er getið. Tálknafjarðarhreppur inur. verða þátttakandi í þessari franv kvæmd. En þar er nú á seinuw Framhald á 13. s(?u. 8 T í M I N N, miffvikudagurinn 15. maí 1963,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.