Tíminn - 15.05.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 15.05.1963, Qupperneq 9
Tura stundum afbrýðisöm út í myndir mðmmu sinnar fsraelska listakonan Bat Yosef kom hingaS fyrst fyrir tæpum sex árum, þá nýgift íslenzka listmálaranum GuSmundi Guð- mundssyni, sem kunnastur er undir listamannsnafninu Ferró. Þá hélt hún sýningu í Sýningar salnum viS Hverfisgötu, sem nú er ekki til sem slíkur. Hún kom hingað aftur árið 1960 og sýndi þá myndir sínar í Boga- salnum. Og nú þessa dagana heldur hún hina þriðju sýn- ingu hér á landi, í Listamanna skálanum, hina langstærstu, eins konar yfirlitssýningu mynda, sem hún hefur gert á þeim árum, sem liðin eru siðan hún kynntist fslandi fyrst. Þegar ég hitti frúna í Skálan u-m á dögunum og spurði hana, hvort þau Ferró og hún hefðu gengið saman í skóla, svaraði hún: „Nei, við kynntumst með dálítið einkennilegum hætti. Satt að segja var það á grímu- balli, sem listamenn í Flórens efndu til. Við vorum þar bæði um það leytí að vinna hvort í sínu lagi“. — Haldið þið ekki gjarna sýningar saman? — Nei, það kemur sjaldan fyrir. Og við höfum heldur ekki sömu vinnustofu, heldur hvort sína, með vegg á milli. Og í veggnum höfum við símann og grammofón. Við málum oft und ir músik, og þá oftast jazz, obk ur þykir gott að vinna með jazz rytma. En sem sagt, þótt marg ir haldi, að það sé sjálfsagt, að hjón, sem stunda bæði mynd list, hljóti að hafa samvinnu í list, þá erum við ekki á þeirri skoðun. Hjónaband eða fjöl- skyldulíf er tvennt, og bezt að halda því aðskildu. — En nú hafið þið eignazt dóttur. Hveraig gengur að vera húsfreyja, móðir og listakona í senn? — Það er að mínu áliti erfið- leikum háð, og hlýtur oftast annað að vera á kostnað hins, eiginkona eða móðir verður að líða fyrir listakonu, eða öfugt, og ég verð að segja sem er, að ég hef mikinn metnað sem Usta kona. Tura dóttir mín, sem nú er þriggja ára, er stundum af- brýðisöm út í málverkin mín. Það kemur fram í því, að þeg- ar vinir mínir koma stundum að skoða myndirnar mínar, reynir sú Utla að koma þar inn á milli og trufla. Þó er þetta ekki alltaf svo, heldur kemur það líka hitt veifið þannig út hjá þeirri litlu, að hún vill sjálf taka þátt í öllu, láta athygl- ina beinast meira að sér, þá rýkur hún til, þrífur sjálf fram myndir hverja á fætur annarri og stillir þeim um til sýnis. — Hvemig fellur ykkur að búa í París? — Það er mjög örvandi. Þar mætast allir nýir straumar eins og margar ár, sem stemma að einum ósi. París orkar einnig á mann líkt og áfengi. Maður vill sífellt meira af henni. Mér finnst ég verðl að heimsækja fsland með ekki löngu miHihili. Það er margt, sem dregur mig hingað. En svo fer það svo eftir nofckra hríð, að París dreg ur mann til sín aftur af engu minni krafti. Um fyrstu kynni sín af ís- landi kemst Ustakonan svo að orði; „Eitt hið fyrsta, sem greip athygli mína, þegar ég kom til íslands, var vindurinn, hið volduga, ósýnilega hvass- viðri, sem feykir þó ekki á und an sér laufum eða brýtur grem ar, eins og annars staðar, held- ur bítur sig inn í andlit manns og sál. Síðan ég kynntist þessu roki í fyrsta sinn, hefur það verið þáttur í 'öllum málverk- um mínum. Eg hef farið víða, en hvergi hef ég orðið fyrir eins djúpri reynslu hins raun- verulega frelsis og þegar ég hef þeyst á hestbaki um Kirkjubæj arheiðina á Síðu. Að geta horft yfir næstum því óendanlega víð áttiu landsins, þar 'sem engin tré þrengja að auganu. Að geta riðið aleinn í þessari frjálsu náttúru, á þessu sterkgræna grasi, án þess að rekast á nokkra mannveru á margra kíló metra leið, blæs manni ekki að eins í brjóst djúpri kennd frels is, heldur og tilfinningu þess að vera sjálfstæður einstakling ur á þessari jörð, en ekki að- eins dropi í mannihafi. Þessi dýrmæta reynsla á sinn þátt í .öllum verkum á þessaii sýningu minni“. Karlakór Reykjavíkur KABLAKÓR Reykjavíkur stend- ur nú á þeim merkilegu tímamót- um, á starfsferli sínum að hafa unnið í 36 ar undir stjórn Sigurð- ai Þórðarsonar söngstjóra, sem nú lætur af starfi og leggur hana í bendur ungum og dugandi manni, Jóni S. Jónssyni, sem nýlokið hef- ur námi og tekur nú við því mikla og umfaingsmikla starfi, sem Sig- urður hefur byggt upp, og lagt grundvöllinn að. Ef horft er um öxl og í huga baft, hversu margvís- legir erfiðlcikar hafa blasað' við í fyrstunni, begar bókstaflega ekk- ert var fyrir framan hendurnar, nema áhuginn og viljinn, er vart hægt annað en undrast hversu jafnt og þétt hefur skilaðí áttina tilþess sem vafalaust hefur verið fyrir- hugað í fyrstu, eða þess frambæri- lega kórs sem þorir að glíma við ólík verkefni. Svo sem eðiilegt er á svo löng- um sta.rfsferli, hafa framfarirn- ar oft komig í stökkum, en stund- um hægt á sér og í einstaka tilfell- nm brugðizt og allt er það sára mannlegt, enda mikið atriði við hvaða verkefni fengizt er. Og nú keir.ur til kasta hins unga söngstjóra a?> vinna úr því verk- efni, sem hrnum er fengið í hend- ur og skila áframhaldandi þróun i rétta átt. Kórstjórn hans á sam söngnum þann 6. maí s. 1. gefur fulla ástæðu til að vænta hins bezta frá hans hendi. Að vísu hafa tenórarnir oft verið blæfallegri en nú, og fyrsti bassi var á köfl- um hrjúfari en ella, en heildar- svipurinn víða ágætur. Efnisval söngstjórans, var um margt gott, og hluti efniskrárinnar, þræddi að mestu grcin karlakórsverk að undanteknum tveim dásamlegum þáttum úr ..Cantiones duarum voc- um“ eftir Orlando Di Lasso. Slik verk eru vandmeðfarin sem brot- hætt gler enda skorti nokkuð á þann háleita og einfalda blæ, sem þar útheimust. Tvö íslenzk verk munu hafa heyrzt þarna í fyrsta sinni, Harpa. indælt ljóð Jóns Thoroddsen vig lag Skúla HaHdórs sonar var ósamkvæmt sjálfu sér, og sundurieitt. Hitt lagið eftir söngstjórann Jón S. Jónsson nefn íst Líf við ljóð Stefáns frá Hvíta- I dal, var þokkalegt en ekki því lífi gætt, sem vænta hefði mátt. Lít- ið sænskt þjóðJag, raddsett af Hugo Alfén, var aftur á móti mjög fallegt og vel flutt. Seinni hluti samsöngsim voru eingöngu banda rísk verk. Tveir andlegir negra- söngvar og annar þeirra sunginn af Guðmundi Jónssyni, var mjög vel af hend: leyst, og þurfti Guð ii.undur þa: ag bjóða út öllum styrkleika smnar raddar án þess ag neitt vreri óhóflegt. Er vafa- samt að nokkur ísl. söngvari kæm ist nær því upprunalega, en Guð- mundur gerði að þessu sinni. Tónlist söngleiksins „West Side Story“ eftir Leonard Bernstein, er einföld, og létt, og felur í sér svo- Bat Yosef kom meS dóttur stna hlngað að þessu slnnl. Hún heltlr Tura og er þrlggja ára Á hverju sumrl er hún send einsömul austur til ísrael til ömmu sinnar, þar sem hún dvelst í sumarleyfinu. Hún er stundum dálítið afbrýðisöm út I málverk mömmu sinnar, þegar gestirnir horfa allir á þau og enginn á hana. Þessa mynd tók Ijós- myndari Tlmans, GE, af þeim mæðgum niðri í Llstamannaskála, þeg- ar þær voru svo niðursokknar I samræður, að þær tóku ekki eftir Ijósmyndaranum. GUNNAR BERGMANN kallaðan „iértan" músíkkjaraa, en þegar búið er að fjarlægja hana frá sínu rétta „Elementi“ vill margt riðlasi þegar bakhjallinum sleppir. Fimm lög úr þessu verki voru sungin af kórnum og ein- söngvurum, Eygló Viktorsdóttur og Guðmundi Jónssyni. Það er eng an veginn svo einfalt sem i fljótu hragði kann að virðast, að gera hinni svonefndu léttu tónlist þau skil, sem hún þarfnast. Raddsvið söngkonunnar, var þarna í það þrengsta og ekki sá létti blær yf- ir samsöngvunum, er ákjósanleg- ur hefði vsnð. Við píanóið var Guð jón Pálssou, en Hilmar A. Hilm- arsson, gítar, Finnur Eydal bassi, Guðmundur R. Einarsson og Gunn- ar Sveinssou slagverk, aðstoðuðu vel og „rytmiskt", það sem þeir inntu af hendi. U. A. Reykjavík - Akranes Á FIMMTUDAGINN fer fram bæjarkeppní í knattspyrnu milli Reykjavíkut og Akraness og fer ieikurinn fram á Melavellinum. — Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefur valið lið Reykjavíkur og er það skipað eftirtöldum mönnum: Gísli Þorkelsson, KR; Hreiðar Ársælsson, KR; Bjarni Felixson, KR; Ormar Skeggjason, Val; Jón Björgvinsson Þrótti; Guðjón Jóns- son, Fram; Ásgeir Sigurðsson, Fram; Jens Karlsson, Þrótti; Ell- ert Schram KR; Gunnar Guð- ni-annsson, KR; Axel Axelsson, Þrótti. I Frá skólaslítum á Hallormsstað: Systur efstar í báðum deildunum HÚSMÆÐRASKÓLANUM að Hallormsstað var sHtið 28. f. m. að viðstöddum um 150 gestum, uuk nemenda og starfsfólks skól- ans. Athöfnin hófst með guðsþjón- ustu og pvédikun og prédikaði sóknarpresturinn, sr. Maiinó Kiistinsson. Forstöðukona skól- ans, Guðrún Ásgeirsdóttir, flutti skólaslitaræðu. Lýsti hún starfs- háttum skólans og afhenti nem- endum prófskírteini. Jóhannes Stefánsson skólanefndarmaður flutti ávarp og Sigurður Blöndal, skógarvörður, afhenti gjöf frá 20 ára nemendum, látlausan og fagr- an kertastjaka með áletruninni: Til minninggr um Sigrúnu P. Blön aal, Hallormsstað. Að lokum var opnuð myndarleg og fjölbreytr handavinnusýning, og gestir þáðu rausnarlegar veiting- ar. í haust hóíu 30 stúlkur nám við .-.kólann, og luku nú 14 prófum yngri deildar, en 14 frá eldri deild, þar af tveir gagnfræðingar, sem luku prófi eftir eins árs nám við skólanu Hæstu einkunn við burtfararprói eldri deildar hlaut Kristbjörg Jenný Sigurðardóttir, Húsey, 9,32 næst varð Guðrún Ljósbrá Björnsdóttir, Ketilsstöð- um, Hjaltastaðaþinghá, 8,98 — báðar gagnfræðingar — en þriðja í röðinni varð Kolbrún Vigfús- aóttir, Borgarfelli, Skaftártungu, 8,59. Kolbrún hafði stundað nám tvo vetur við skólann. Af yngri deUdar stúikum hlaut Guðrún Sig- urðardóttir, Húsey, hæstu einkunn, 8,95, næst varð Guðlaug Kröyer, Unialæk, 8,50, þá Auður Jónsdótt- ir, Múla. Álftafirði, 8,48. Dvalarkostnaður eldri deildar stúlkna varð kr. 9.900,00 skólaár- ;ð, en yngri deildar kr. 8.900,00 og er þá handavinnuefni meðtalið. í orlofsleyfi Ásdísar Sveinsdótt- ur stýrði Guðrún Ásgeirsdóttir skólanum Aðrir fastir kennarar voru: Þórunn Þórhallsdóttir, Egils- stöðum, sem kenndi handavinnu, cg Marsibii Jónsdóttir, Reykjaví’k, sem kenndi matreiðslu. Stunda- kennarar voru þeir sömu og áð- ur, Þóraý Frið'riksdóttir og Sig- '.irður Blönrtai. Margar umsóknir um skólavist íyrir næsta sr hafa þegar borizt. Sumargisf;hús verð'ur starfrækt á Hailormssfað' í sumar. Þar verða a. m. k. þrjár orlofsvikur hús- mæðra og begar hafa verið ákveðn ir þar ýmsL' fundir fjórðungssam- taka. T í M I N N, miðVikudagurhin 15. maí 1963. 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.