Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 7
Útgefííiöt. RtAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323 Auglýsingar, sími 19523 — Aðrar skrif- stofur, sími 18300. - Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Höfuðmálin, sem kosið er um Það hefur s.ialdan eða aldrei verið eins auðvelt að átta sig á því, sem kosið er um, og að þessu sinni. í fyrsta lagi er kosið um það, hvort opna skuli landið fyrir erlendu auðmagni og vinnuafli, eins og verða myndi, ef stjórnarflokkarnh’ fengju því ráðið, að ísland gérðist aukaaðili að Efnahagsbandalagi Evrópu. Framsóknar- flokkurinn berst eindregið gegn þessu og vill aðeins láta gera við bandalagið venjulegan tolla- og viðskipta- samning. Sjálfstæði þjóðarinnar getur oltið á því, hvor þessara stefna verður sigursælli. í öðru lagi er kosið um það, hvort hér skuli endurreisa þjóðfélag hinna „gömlu, góðu daga“, þegar fáir voru iikir og allir aðrir fátækir, eins og stefnt er að imeð „viðreisninni“ og myndi þó enn frekar g©rt 1 framtíð- inni, ef stjórnarflokkarnir héldu v«ili. Framsóknarflokk- urinn berst gegn þessu úrelta þjóðfélagi nú sem fyrr og vjII taka upp að nýju stefnuna, sem var fylgt á árunum 1927—’58, þ. e. að byggja hér upp þjóðfélag sem allra fjsstra ©fnalega sjálfstæðra einstaklinga. í í»riðja lagi er kosið um, hvort ílialdsandstæðingar og. anbótamenn eigi áfram að vera kiofnir og efla aftur- haldið og auðvaldið í landinu á þann hátt. íhaldið hefur á engu grætt meira en þessum klofningi íhaldsandstæð inga, sem hófst með stofnun þess flokks, en nú kallar sig Aiþýðubandalag og er raunar ekkert annað en grímu- klæddur kommúnistaflokkur. Fleiri og fleiri hafa gert sér ljóst að undanförnu að eina leiðin til að hnekkja íhaldinu er að fylkja liði um iangöflugasta andstöðu- flokk íhaldsins, Framsóknarflokkinn, eins og gleggsl sýndi sig í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í fyrra- vor. Það er um þessi þrjú höfuðmál, sem kosningarnar snúast fyrst og fremst. Öll liggja þessi mál ljós fyrir. Val kjósenda er því óvenjulega auðvelt að þessu sinni. lliaMið skelíur Skrif stjórnarblaðanna sýna, að íhaldið skelfur á báð- um beinum, eins og Gvendur smali forðum. Ástæðan er ekki sízt sú andúð, sem það hefur mætt á framboðs- fundunum víða um landið. Af hverju fær stjórnarliðið slíkar móttökur? Það er af því, að fólkið finnur, að dýrtíðin er að eyða eignum þess og lífsafkomu. í mörgum sveitum leggst byggðin í auðn, ef verð- bolgustefnan fær að ráða öðru sinni Enginn ungur efna- lítiil maður getur lengur reist bú, húsað jörð sína og ræktað tún. Allt þetta kostar nú milljónir. Með gengis- íöllunum tveimur auk hrikalegra tolla og söluskatta hefur allt vöruverð tvöfaldazt. Þessar aðgerðir hafa lokað dyr- unum fyrir ungu fólki að reisa bú í sveit, því að lán íngólfs eru eins og dropi í þessu dýrtíðarhafi. í kaup- stöðum er ástandið sama. Þriggja herbergja íbúð er kom- j.T upp í 500—600 þús. kr. Leiguhúsnæði er hvergi að fá. nema á svörtum markaði með okurverði og eins til tveggja ára fyrirfram greiðslu. Dæmi eru til að tveggja herbergja íbúð er leigð á 3—3500 kr. á mán. og ársleiga greidd fyrir fram. Þetta er myndin af því þjóðfélagi sem kjósandinn hef ur fyrir augum þegar hann gengur að kjörborðinu næsta sunnudag. Það er ekki að furða þótt hrollur sé í stjórnarflokkun um við syndagjöldin, sem þeir fá ekki umflúið. Glundroðínn í efnahagsmálunum: ,Vi5reisnin‘ iiefur leitt til hreinnar uppiausnar Allir kjarasamningar lausir og óttinn við nýtt gengisfall fer dagvaxandi ÞEGAR stjórnarflokkarnir lögðu fyrir Alþingi tillögur sínar um „viðreisnina", lýsfu þeir þvi sem aðaltakmarki hennar að koma á jafnvægi í efnahagsmálum, stöðugu verð lagi oig stö'ðuigu verðgildi krónunnar. Allir vita, hvernig það hef- ur tekizt. Hver verðhækkunin annarri meiri hefur einkennt allt stjórnartímabilið, þrátt fyrir (það að engar launahækkanir yirðu fyrstu 18 mánuði þess og vinnufriður ríkti. Stórkostlegar verðhækkanir. Vísitala fyrir vörur og þjón- ustu sem í marz 1959 var 100 stig, var í aprílmánuði sl. 149 stig. Þetta þýðir, að algenga»tu matvörur, fatnaður, hiti og raf- magn, sem í marz kostaði kr. 1000 kosta í apríl sL kr. 1490. Meðalíbúð, 370 rúmmetr- ar, kostaði 417 þús. kr. haustið 1958, en kostar nú 619 þús. kr., báðar tölurnar byggðar á bygg- ingarvísitölu Hagstofunnar Hækkun þessi gleypir ekki að- eins allt lán húsnæðismála- stjórnar, 150 þús. kr., heldur 52 þús. krónum betur. Húsgögn, sem 1959 kostuðu um 10.000 kr. kosta í dag um 18.000 kr. Ödýr bifreið kostaði 1959 um 90.000 kr. en kostar nú um 130 þús. kr. Ferguson-dráttarvél kostaði 1958 kr. 53.597, en nú kr. 88.522. Eikarskip smíðað erlendi.3, 72 rúmlestir, kostaði 1958 kr. 1.530.000, en 1962 kr. 3.912.000, og þannig mætti áfram telja. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að óðadýrtíð hefur, öðru fremur, einkennt yfirstandandi kjörtímabil. Þessi meinsemd er nú svo alvarleg, að sjálfur for- sætisráðherra Ólafur Thórs varð í gamlárskvöldsræðu sinni' síðustu, að viðurkenna hana. Hann sagði þá m.a.: „Hins vegar játa ég hisp- ursliaust, að enn hefur ekki tekizt að ráða niðurlögum verðbólgunnar. En takist ekki að sigrast á henni, gleypir hún ávexti þess, er bezt liefur tek- izt. Er þá unnið fyrir gíg og beinn voði fyrir höndum.“ Hvar er nú pennastrikið, sem sami Ólafur þóttist svo auðveld lega geta læknað verðbólguna meíi fyrir nokkrum árum? Endurteknar gengisfellingar. Þá hefur ekki betur tekizt til is® að tryggja verðgildi pen- ifcganna. Tvennar gangisfellifcgar haía verið frainkvæmdar á yfir- standandi kjörtímabili. Á þreinur árum hefur þann- ig verðgildi krónunnar minnk. að um helming. Með gengisfell- ingunni 1961 voru sparifjár- eigendur sviptir, með einu pennastriki, um 450 millj. kr„ ef miðað er við erlendan gjald- eyri. Og enn þá liggur í loft- inu, að þörf sé nýrrar gengis- fellingar að óbreyttri stjórnar- stefnu. Það tekur nú yfir allt, þegar gengisfellingarvopninu er beitt sem hefndarráðstöfun í garð launastéttanna eins og gert var 1961. Það mun algert einsdæmi að gongi gjaldmiðils sé fellt í met- aflaári við batnandi gjaldeyris- aðstöðu og þegar verðmæti út- flutningsafurða eykist, skv. skýrslum þjóðbankans um rúm 14% frá árinu áður eins og gert var 1961. Slík fjármálapólitík þekkist livergi í vfðri veröld nema hér. Sú spurninig hlýtur að vakna, hvernjg efnahags. ástand þurfi að vera í landinu, til þess að ekki sé þörf gengis- lækkunar a@ mati núverandi ríkiisstjórnar. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Þótt mörgum hrjósi hugur við ástandinu eins og það er í dag, eru fleiri þó kvíðnari yfir framtíðinni. Nálega öll launþegafélög eru með lausa samninga og undir- búa launahækkunarbaráttu. AI- gjört uplausnarástand ríkir nú í launamálum landsins og raun. ar á fleiri sviðum. Allt hjal um stórbætta gjaldeyrisstöðu og meira sparifé er svo óend- anlega lítilmótlegt móti þessari staðreynd, enda reyndin sú, að staðan í þessum efnum er sízt betri en þegar stjórnarflokk- arnir tóku við fyrir 4% ári. Óttinn við nýja gengisfell- ingu, ef ekki verður breytt um stefnu, er svo mikill, að segja má að hreint kaupaæði ríki í landinu íbúðir stórhækka dag- lega í verði og annað eítir því Allir keppast við að Ijúka framkvæmdum, eins fljótt og þeir geta, og ríkir því hreint uppboð á vinnumarkaðinum. Glundroðinn getur ekki ver- ið meiri en hann er. Efnahags- mál þjóðarinnar eru í fullkomn inni upplausn. Þannig hefur „viðreisnin" reynzt. Og hver trúir því, að þetta muni batna, ef sömu flokkar stjórna áfram? Þeir, sem hlustuðu á eldhúsum ræðurnar, og heyrðu ræðu Bene- dikts Gröndal, um spor Alþýðu- flokksins í núverandi stjóm, hljóta að staldra við og spyrja, heldur þessi maður að almenningur sé dómgreindarlaus? Hverjir hafa brugðizt stefnu sinni eins og Alþýðuflokkurinn? Eg býst ekki við að Jón heitinn Baldvinsson væri með hýrri brá ef hann mætti líta upp, og sjá hvemig þeir halda uppi merki því, er hann bar til heilla fyrir hinn vinnandi lýð. Mikið talaði Benedikt um alþýðutryggingarnar og hve réttlátar þær væm. T.d. áttu þær að sporna við ótta við skort; við sjúkleika, elli og örorku. Nú ætla ég að vitna um réttlæti þeirra. Ég er 65—70% öryrki, fór út í það „glæfrafyrirtæki" að byggja íbúð 1960; lenti í tveimur gengis- lækkunum, fæ svo ekki lán nema kr. 100.000,00 út á íbúðina, svo ég hef verið neyddur til að vinna alla algenga erfiðisvinnu, meðan hægt er að starida uppi, til þess að reyna að halda íbúðinni, sem þó era ekki miklar líkur til að mér takist. Því nú kémur það fram, að Gröndal og maður hefur lagt meira að sér en orkan hefur leyft eða var. — 1956 hafði ég kr. 2000,00 í örorku styrk á ári. Af því varð ég að greiða almannatryggingargj aldið. 1958 komst ég í rúmar kr. 30.000,00 árstekjur, en þá var styrkurinn af mér tekinn. Nú þegar tryggingar lögunum var breytt, datt mér í hug að sækja nú á ný um hinn horfna styrk, en ekki stóð á svarinu. Nei, góði, þú hefur of miklar tekjur, þú þarft ekki styrk. Sem sagt, þú skalt bara þræla þar til þú getur ekki metra, þá getur verið að þú fáir nokkrar krónur. Þannig er viðhorfið frá mínum bæjardyram séð. En nú er spurn- ingin, hvað tekur við, fyrir það fólk sem reynt hefur að bjarga sér, og vill ekki vera upp á aðra komn ir? Þegar vinnuþrekið þverr, og það getur ekki einu sinni unnið 8 stunda vinnu á dag, en þyrfti að vinna 16 stundir til þess að kom- ast skammlaust af. Vill Benedikt Gröndal svara einni spurningu? öryrkjarnlr Hvað á sá maður að gera, sem er 70% öryrki, og búinn er að slíta sér út um aldur fram? Varð svo bjartsýnn við komu hinnax frægu „Viðreisnar“-stjórnar, sem lofaði stöðvun á verðbólgu, og bættum lífskjörum, að hann byggði sér hús og skuldar kr. 100.000,00 hjá Hús r.æðismálastjórn, með 1. veðrétti kr. 50.000,00 á öðram veðrétti, og kr. 50.000,00 á víxli? Og sé tekið tillit til þess, að mað urinn hefur ekki þrek til að vinna nema 8 stunda vinnu á dag, helzt létta, og hætta á heilsubilun alveg ef út af er brugðið. Hvernig á hann að standa skil á vöxtum og afborg- unum með því að sjá jafnframt fyrir nauðsynjum til daglegs lífs- viðurværis? Ég vona að ekki standi á Bene- dikt Gröndal að gefa fullnægjandi svar við því hvernig slíkt er hægt? Ef hann getur það ekki, þá eru það spor Alþýðuflokksins, sem ógna og hræða, cn ekki leiða né lýsa. Verkamaður. T í M I N N, miðVikudagur 5. júní 1963. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.