Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 15
V MINNING Sigrún Sigurðardóttir Fædd 21. júní 1892 I>áin 26. maí 1963 „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast það er lífsins saga“. Það var í maí 1943. Við vorum tvær skólasystur staddar í ibúð skólastjóra Samvinnuskólans í Sambandshúsinu. Samvinnuskól- inn var þá þar til húsa. Við vorum að æfa okkur fyrir hjúkrunar- próf í Kvennaskólanum. Okkui' vantaS; sjúkling til þess að æfa okkur ít Eg fór fram í skóla og spurði konuna, sem var að gera þar hreint, hvort hún mætti sjá af ofurlitiíli stund handa okkur og leika sjúkling. Hún fór að hlæja, lagði frá sér afþurrkunar klútinn með það sama og kom inn til okkar. Við komum henm fyrir á legubekk og þar með hafði hún á samri stundu skipt um úr annríkinu í að verða sjúklingur, sem við gætum æft okkur á ómjúk um höndum. Þetta var Sigrún Sig- urðardóttir Viðimel 21, sem nú hefur lagt frá sér verkefnin hérna mggin tjaldsins mikla, og efalaust tekið brosandi við þeim, sem biðu hennar hinum megin við það. Vin átta okkar hefur haldizt alltaf síð an. Það var gæfa hvers og eins, sem kynntist henni það var alltaf sólskin þar sem hún var. Sigrún stóð ætíð mitt í önn dagsins, en gaf sér jafnframt ævinlega tíma til þess að sinna því, sem hún var beð'in að gera náunganum til geðs, hvort sem það var að leika sjúk- ling ofurlitla stund fyrir kvíða- fullar skólastúlkur, eða hún þurfti að ganga til móts við veigameiri viðfangsefni, hún taldi sér jafn skylt að verða við bóninni hver sem hún var, og innti hana af höndum með kostgæfni og skyldu- rækni og slakaði aldrei á samvizku seminni. Hún bjó sér, manni sín- um og dóttur óvenju fallegt heim- ili, þar voru vinir hennar og ætt- ingjar ætíð velkomnir og tekið með kostum og kynjum á hvaða tíma dags sem var. Það var alltaf jafn mikið' tilhlökkunarefnii að heimsækja hana. Hún og maður hennar voru svo samvalin í gest- risninni, þau voru sérstaklega bamgóð og nutu ekki sízt systkina börn hennar góðs af því. Hún var þeim alltaf eins og sönn móðir, hjálpaði þeim þegar þau þurftu á að halda og agaði þau þegar henni þótti þess þurfa með, en gaf þeim samt alltaf beztu ráðin sem hún kunni, betri vin getur enginn kosið sér. Hún var hreinlynd og trygglynd ÁVARP TIL KJÓSENDA Kramha.r " H ,-iðu Þess vegna berjumst við Framsóknarmenn gegn ehiræði og ófrelsi kommúnismans í hvaða dulklæðum sem haem reynir að leynast. Þess vegna berjumst við Framsóknarmenn gegn ófrelsl stórkapítalismans og alvaldi fá- mennrar sérhagsmunaklíku, sem ætlar, til þess að styrkja vald sitt, að innlima fsland i Efnahagsbandalagið. Við berjiimst fyrir umbóta- bióðTélagi frjálsra þegna í frjálsu landi. Þjóðfélagi þar sem hver einstaklingur fær tækifæri tll menntunar og þroska og jafnrétti til að nota hæfileika sfna. íslendlngur! Þetta er þitt framtíðarþjóðfé- lag. — Vilji í verki og elnihg nægilega margra er allt sem þarf. og vildi alltaf bera klæði á vopn- in og sætta ef eitthvað bar á milli, hún vildi hafa friðsemd og gleði í kringum sig. Hún var greiðug og hjálpsöm en vildi ekki láta mikið' á því bera. Systursonur hennar sagði eitt sinn um hana svo ég heyrði: „Það var eitt, sem við bræðurnir viss- um að mundi aldrei bregðast á jólunum, þegar við' vorum litlir heima og ekki úr miklu að moða, en það var jólapakkinn frá Rúnu frænku" Þessar örfáu línur eru ofurlítið þakklæti tii hennar fyrir ómetanlega vináttu í tuttugu ár. Hún átti í miklum veikindum síð ustu áiin, og var alveg rúmföst á sjúkrahúsi síðustu 14 mánuðina. En henni var það' svo meðfætt að taka vel á móti vinum sínum og gleðja aðra, að jafnvel á bana- sænginni var hún veitandinn hvað það snerti, hún barðist eins og hetja fram á síðustu stund. Eg bið góðan guð að blessa henni heimkomuna hinum megin tjalds- ins, þar sem efalaust bíða henn- ar ný og betri viðfangsefni. Guðrún Þorvaldsdóttir. íl>róttir Framhald af 5. síðu. hans mesta afrek. Rétt á eftir varð Gunnar Fel, að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla, og þá leystist raunverulega KR-liðið upp, og fleiri urð'u ekki upphlaup liðsins. Og rétt fyrir leikslok skoraði út- herjinn Koll annað mark Holstein Kiel úr vítaspyrnu, sem Magnús dómari Pélursson dæmdi á hinn unga, efnilega framvörð KR, Þórð Jónsson, fyrir meinta hendi inn- an vítateig. Mjög strangur dómur svo ekki sé meira sagt, og mistök hjá Magnúsi, sem annars dæmdi af miklum myndugleik. Þýzka liðið er nokkuð jafnt og ekki hægt að segja að nokkur skari verutega fram úr nema markvörðurinn. Vörnin virðist tals vert opin, og miðvörðurinn réði ekki við Gunnar Felixson, og með betri útherjum hefð'i KR-liðið á- reiðanlega getað gert meiri usla þar, en þess má geta, að bæði Sigurþór og Ellert Schram vantaði að þessu sinni hjá KR. Og þrátt íyrir tapið mega KR-ingar vera ánægðir með leikinn. Þeir eru á réttri leið og verða áreiðanlega erfiður keppinautur í sumar, þó byrjunin í vor hafi verið sérlega slæm. Nokkrir efnilegir nýliðar hafa byrjað að leika með liðinu, og hinir eldri og reyndari eru að ná sér á strih á ný. — hsím. VIÐTAUÐ VIÐ EYSTEIN Framhald af 1. síðu. Mér virðist hvergi talið til stórtíðinda, þótt nú komi í ljós, að kommúnistar eru búnir að slíta út úr Finnboga Rút og hafi náð Gils í staðinn. Hann kom víst þaðan um árið. Menn eru líka orðnir svo vanir þess- um endalausu samfylkingar- „kúnstum" kommúnista, að þær vekja ekki mikla athygli len.g- ur. Eg held að Þjóðvarnarmönn um þyki það yfirleitt ekki lík- leg þjóðvörn að kjósa komm- úmista á þing. Enn fremur tel ég að þeim fari fækkandi en ekki fjölgandi, sem álíta að sá flokkur geti haft forustu um utanríkismál íslands, og sé fyrir þeim trú- andi, sem vill innlima ísland í Sovétblokkina og myndi leiða þjóðina inn í Efnahagsbandalag Á EINUðA HREYFLI Framhald af 8. síðu. Nú kom ábyrgðartilfinningin að nýju upp i flugumferðarstjórun- um. — Hvernig gat þér dottið í hug að gera þetta? Ef eitthvað hefði komið fyrir þig, hefð'i eng- inn vitað að þú varst á ferðinni og engin leit verið hafin að þér fyrr en aílt of seint. — Til hvers hefði það verið? Eg hefði ekki lifað lengi í köldum sjónum hvort eð var. Nei, ann- ars veit ég það, ég hefði ált að láta vita. — Hefurðu farið í slíkar ferðir áður? — Ekki þessa leið, en ég hefi áður ferjað eins hreyfils flugvcl- ar yfir hafið, þá frá Nýfundna- íandi til Shannon með viðkomu á Azoreyjum Það' er aðeins um hálf ur mánuður síðan ég fór mcð þá síðustu. — Ertu kvæntur? — Já, og á þrjú börn, 19, 16 og 8 ára. — Hvað segir fjölskyldan vi'ð þessum ferðum þínum? — Eg hef það fyrir vana, að' segja henni ekki frá þeim, fyrr en þeim er lokið. — Ekki er ég hissa á því, skaui einn flugumferðarstjórinn inn í. — Hvar heldur þitt fólk að þú sért núna? — í Nevv York. Konan og börn- in eru í Svíþjóð, svo þau verða undrandi á því að sjá mig. — Hvers vegna í ósköpunum flytjið þið' svona flugvélar ekki með skipi yfir hafið? — Það er dálítið dýrara. — Og dáHtið öruggara líka, er það ekki? — Jú. — Hvað ertu búinn að fljúga lengi? Austur-Evrópu, ef hann mætti ráða. Margir gera sér ljóst, að úrslitaákvarðanir um afstöðuna til EBE og utanríkismálanna yfir leitt verða á hinn bóginn teknar í Framsóknarflokknum, ef stjómarflokkarnir missa meirihlutann. Þangað snúa því þeir sér, sem vilja hafa áhrif á þau mál og treysta ekki stjórnarflokkunum. Nokkra athygli hefur vakið, að Brynjólfur Bja.mason er kominn á oddinn aftur og ráð- leggur mönnum að ganga í Sósíalistaflokkinn til að vera þar sem úrslitin eru ráðin, eims og hann rökstyður það. Þetta sýnir dálítið hvað Alþýðubanda lagið er. Kjaramál og kommúnismi Telja kommúnistar sig ekki dugmikla í kjaramálum? Jú, þeir telja það sjálfir. —- En mér finnst ég verða var við fleiri og fleiri, sem sjá stór- felld missmíði á því að hnýta kjaramálin aftan í kommúnism- ann, eins og þeir gera í Alþýðu bandalaginu. Hafa ekki síðustu atburðir í landhelgismálinu vaklð mikla athygli? Mjög mikla og áreiðanlega rifjað rækilega upp, að stjórnar flokkunum er ekki trúandi fyr- ir lamdhelgismálinu. Menn vænta ekki góðs í því mikla máli frá þeirra hendi, sem ekki vildu vera með útfærslunni 1958 og kölluðu hana mál kommúnista, stóðu fyrir undan- sláttarsamningum við Breta og nú síðast Milwood-stefnunni í landhelgismálinu. Gleyma hvor öðrum af ótta við Framsóknarflokkinn Hvað finnst þér um horfurn- ar? Bezt er að spá sem minnstu En mér dylst ekki fremur en öðrum, að alHr hinir búast við, að Framsóknarflokkurinn vinni mikið á. Það .sýnir málflutning- ur þeirra. í ósköpunum út af þessu hafa kommúnistar sem næst gleymt íhaldinu o.g stjórn arstefnunni ogíhaldið nær alveg gleymt kommúnistum, enda vilja þeir nú ekki meiða þá um of fremur en endranær á ör- lagastundum. Eg vona að hug- boð manna um ávinning Fram- sóknarflokksins rætist og okk- ur auðni'St að beita vaxandi á- hrifum til góðs fyrir land og þjóð. Að lokum vil ég nota þetta tækifæri til að minna menn á, að enginn kosningasigur vinnst án mikillar vinnu, og enginn vinnur kosningasigur á bjart- sýninni einni, þótt hún sé góð, því enginn stekkur lengur en hann hugsar; eins og þar stend ur. Þess vegna vil ég nú eggja rnenn lögeggjan að ganga fast fram og spara sig í engu til að vinna að glæsilegum sigri Fram sóknarflokksins um allt land við þessa.r kosningar. Menn verða að minnast þess, að til mikils er að vinna, því takist Framsóknarmönnum að sækja enn rösklega fram í fram haldj af glæsilegum sigri í bæj arstjórnarkosningunum fyrir einu ári, þá erum við á góðum vegi með að gerbreyta flokka- skipun landsins og þar með öllu stjórnmálalífi þjóðarinnar í heppilegra og heilbrigðara horf. í LÉTTUM TÖN fT í'mIjí af h siftu Gunnar um ágæti sjálfs sín, on ef til vill óttast hann, að þurra- fúi sé kominn í Ólaf, Bjarna og Ingólf. „Áróður Framsóknari( Það sést á viðtalinu við Gunnar, að íhaldsforkólfarnir hafa raunar ekkert séð í þess- ari kosningabaráttu en „áróð- ur Framsóknar", og ótbast hann eins og heitan eldinn. Blaðamaður Vísis spyr: „Hvað vilt þú að lokum segja um áróður Fram'sóknarflokks- ins og kosningahorfumar?" Og Gunnar svarnr: „Famsóknarforystan rekur magnaðan, fjármagnaðan blekk ingaáróður. Ilún er lævís og lipur. Það er eins og hún berj- ist fyrir lífi sínu. Það má vel vera, að Iíf henniar liiggi við. En líf Framsóknarforystunnar er of dýru verði keypt, ef það á að kosta líf viðreisnarinnar". Þarna skilur og skynjar Gunnar réttilegia það, sem kosn ingarnar snúast um, þó að hann oúði það á sinn hátt. Það er kosið um það núna, hvort Framsóknarflokkurinn sigrar, cða „viðrelsnin“ heldur áfram. Það er ekki hægt að kveða nið- ur „viðreisnina" nema með sigri Framsóknarflokksins. ÞAKKARÁVÖRP — Síðan 1939, þá gekk ég i sænska flugherinn. Nú rek ég mitt eigið fyrirtæki úti í New York. Það heitir Goestas Aviation Ser- vice og við tökum ag okkur að' ferja flugvélar, eins og ég er að gera núna. — Flaugstu ekki lágt? — Jú, það gerði ég, enda varð 6g að gera það, þar sem ég hafði ekki tilkynnt um ferðir mínar. — Ertu með afísingartæki? — Nei, engin. — Hvað sagðist þú hafa viljað borga tíu dollara fyrir, þegar þú komst hingað inn, spurði flugum- ferðarstjórirm. — Ha, hvað, það man ég ekki, lú uss nei, við sleppum því. — Hann sagðist hafa viljað borga 10 dollara fyrir það eitt að komast á klósettið, en hann þrætir nú fyrir að það hafi verið hin raunverulega ástæða. Kaffið var búið úr bollanum og Mogginn og Vísir komnir á vett- vang og öll hersingin fór út og Sten Englund stillti sér upp í dyr unum á vélinni, svo unnt væri að taka af honum mynd. Innilegt þakklæti til barna minna og tengdabarna, ásamt til frænda og vina, fyrir góðar gjafir og hlýjar kveðjur á 70 ára afmæli mínu, 13. maí s.l. Bergþór Bergþórsson, Laugavegi 49 Hjartanlegar þakkir færi ég börnum mínum og barna- börnum svo og öllum þeim vinum mínum og kunningj- um, sem minntust mín á 70 ára afmælinu 2. júní s.l. með heimsóknum, kveðjum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Sigursteinn Þorsteinsson Djúpadal Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðar- ’ ■ oH<ar og fósturmóður Halldóru Jónsdóttur Gunniaugur Pétursson, Lára Þórðardóttir, Ásvegi 10 Móðir mín Sigurborg Geirmundsdóttir lézt 25. f. m. Jarðarförin hefur farið fram. Þakka auðsýnda sair‘l"J Sigurður Jónasson. 11 1 111 ......I II i i i i ■ ' ...... ........ T I M I N N, miðvikudagiir 5. jú«í 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.