Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 14
 WILLIAM L. SHIRER erfðaskrá, og tilmælin um að ein- veldinu yrði lcomið á aftur, mundi hann bera fram í persónulegu bréfi til Hitlers, sem sína sfðustu ósk. Þetta iþýddi að sjálfsögðu, að aðalatriðið í minni upphaflegu uppásfungu var orðið að engu, þar eð tilmælin varðandi einveldið voru ekki lengur stíluð til þjóðar- innar, og þetta var staðreynd, sem Hitler notfærði sér til hins ýtr- asta síðar meir. Enginn Þjóðverji hafði jafngóða aðstöðu og Papen til þess að fylgj ast með því, hvernig Hitler not- færði sér þetta. —. Þegar ég kom til Berlínar eftir jarðarför Hindenburgs í Tannenberg, hringdi Hitler til mín. Hann spurði mig, hvort fyrir lægi pólitísk erfðaskrá Hinden- burgs, og hvort ég vissi, hvar hana væri að finna. Ég kvaðst skyldi spyrja Oskar von Hinden- burg. „Ég myndi vera þakklátur'1, sagði Hitl'er, „ef þér sæjuð til þess, að skjal þetta bærist mér í hendur hið allra fyrsta.“ Því bað ég Kageneck, einkaritara minn, að fara til Neudeck og spyrja son Hindenburgs, hvort' erfðaskráin væri enn til, og hvort ég gæti feng ið hana til þess að færa Hitler. Þar sem ég hafði ekki sérð Hind- enburg, cftir að hann fór frá Berlín í endaðan cnaí, hafði ég ekki hugmynd um það, hvort hann hefði eyðilagt erfðaskrána eða ekki. Óskar, sem ekki hafði getað fundið þetta mikilvæga skjal, strax eftir dauða föður síns, fann það nú allt í einu. Von der Schulen burg greifi, aðstoðarmaður Hind- enburgs, staðfesti í framburði sín- um við réttarhöldin yfir Papen, eftir striðið, að það hefði varla getað verið miklum erfiðleikum bundið að finna skjal.ið. Hann skýrði frá því, að f'orsetinn hefði undirritað tvö skjöl 11. maí, erfða- skrána og síðustu óskir hans. Hið fyrrnefnda var stílað til „þýzku þjóðarinnar“ og seinna skjalið til „ríkiskanslarans". Þegar Hinden- burg yfirgaf Berlín í síðasta 'Sinn og hélt til Neudeck, tók Schul'en- burg skjölin með sér. Papen segist ekki hafa vitað um þetta þá, en einkaritari hans kom aftur fá Neu- deck eins og lög gera ráð fyrir og fl'utti með sér tvö innsigiuð umslög, sem Oskar von Hindcn- burg hafði fengið honum. Papen afhenti Hitler þau í Berchtesgaden 15. ágúst. — Hitler las bæði skjölin mjög nákvæmlega og ræddi innihald þeirra við okkur. Greinilegt var, að tilmæli Hindenburgs, sem fram komu í skjalinu um síðustu óskir hans, voru gagnstæð áætlunum Hitlers. Því notfærði hann sér þá staðreynd, að ut'an á bæði bréfin var skifað til „Ríkiskanslarans Adolfs Hitlers." „Þessi tilmæli hins látna forseta eru til mín per- sónulega," sagði hann. „Síðar mun ég t'aka ákvörðun um, hvort eða hvenær ég leyfi birtingu þeirra.“ Ég bað hann árangurslaust um að birta bæði skjölin. Það eina, sem blaðafulltrúa hans var afhent til birtingar, var skrá Hindenburgs um störf hans, og þar komu einnig fram lofsyrði um Hitler. Papen segir ekkert um það, hvað orðið hafi af hinu skjalinu, þar sem til þess var mælzt, að einn af Hohenzollern-unum yrði gerður æðsti maður ríkisins, en ekki Hitler, og ef til vill hefur Papen ekki vitað það. Líklegt er, að Hitler hafi ekki beðið boðanna heldur eyðilagt það þegar í stað, þar eð það 'hefur ekki komið fram í þeim hundruðum Testa leyni- skjala nazista, sem tekin voru að stríðinu loknu. Það hefði ef til vill skipt litlu máli, þótt HitTer hefði verið nægi- lega kjarkmikill og ’heiðarlegur til þess að birta skjalið. Hann hafði látið stjórnina setja lög, áður en Hindenburg lézt, sem veittu hon- um völd forsetans. Þetta gerðist 1. ágúst, daginn áður en marskálkur- inn dó. Það, að „lögin“ voru einmig ólögleg, breytti engu í því Þýzka- landi, þar sem liðþjálfinn fyrrver- andi frá Austurríki var sjálfur lög- in. Það var augljóst, að þau voru ólögleg. Hinn 17. desember 1932 í stjórnartíð Schleichers, hafði þing ið samþykkt með hinum nauðsyn- lega tveggja þriðju hluta-imeiri- hluta viðbætur við stjómarskrána, þar sem ákveðið var, að forseti hæstaréttar í stað kanslarans skyldi fara með embætti forseta þar til nýjar kosningar hefðu farið' fram, og meðan alræðislögin, sem voru „lögleg“ undirstaða að ein- ræði Hitlers gáfu kanslaranum rét't til þess að setja lög, sem ekki voru samhljóða stjómarskránni, þá bönnuðu þau honum sérstaklega að fást við embætti forsetans. En hverju skiptu lögin nú? Þau skiptu Papen engu, sem glaður í bragði hélt til Vínar til þess að þjóna þar sem sendiherra Hitlers og breiða yfir vandræðin, sem morð Dolfuss kanslara, er nazistar höfðu framið, hafði orsakað. Þau skiptu hershöfðingjan'a engu, sem hófust kappsamlega handa um að byggja upp her Hi.tlers. Þau skiptu iðnjöfrana engu, sem sneru sér fullir áhuga að hinni ábatasömu framleiðslu til endurhervæðingar- innar. íhaldsmennimir af gamla skólanum, '„heiðvirðir" Þjóðverjar eins og von Neurath barón í utan ríkisráðuneytinu og dr. Schacht í ríkisbankanum, sögðu ekki af sér. Enginn sagði af sér. Staðreyndin var sú, að dr. Schacht tók til við- bótar að sér störf efnahagsmála- ráðherrans 2. ágúst, daginn, sem Hitler tók í sínar hendur völd hins deyjandi forseta. Og þýzka þjóðin? Hinn 19. ágúst fóru um það bil 9 af hundraði þeirra, sem voru á kjörskrá, á kjörstað og 90%, — meira en þrjá- tíu og átta milljónir, — greiddu atkvæði heimildarlausu valdaráni Hitlers. Aðeins fjórar og einn fjórði úr milljón Þjóðverja höfðu kjark — eða löngun — til þess að segja „Nei“. Það er ekki að furða, að Hitler skuli hafa verið fullur öryggis, þeg ar Nazistaflokkurinn hélt flokks- þing sitt í Núrnberg 4. september. Eg fylgdist með honum næsta morg 105 un, þar sem hann skálmaði eins og sigursæll keisari fram eftir gólf. inu í hinum flöggum prýdda Luitpold HalT, á meðan hljómsveit lék af miklum móð „Badenweiler- marsinn", og þrjátíu þúsund hend- ur voru útréttar í nazista-kv'eðj- unni. Fáeinum augnabHkum síða.r sat hann stoltur á miðju stóru sviðinu, með krosslagða arma og glampa í augum, á meðan Gauleiter Adolf Wagner frá Bayem las yfir- lýsingu foringjans. — Lífskjör og framtíð þýzku þjóðarinnar hefur verið örugg- lega tryggt í næstu þúsund árin. Óróatímabili nítjándu aldarinnar er lokið með okkur. Það verða ekki fleiri byl.tingar í Þýzkalandi í næstu þúsund ár! Þar sem hann var dauðleg ver», áti hann ekki sjálfur eftir að lifa í þúsund ár, en svo lengi sem hann lifði, stjórnaði hann þessari stórþjóð, sem valdamesti og misk- unnarlausasti einræðisherrann, sem hún hafði nokkru sinni kom- izt' í kynni við. Hindenburg var ekki lengur nálægt til þess að stetja sig upp á móti völdum hans, herinn var í höndum hans, bund- inn til hlýðni með eiði, sem eng- inn þýzkur hermaður myndi rjúfa að gamni sínu. í rauninni var aUt Þýzkaland og allir Þjóðverjar í hinum blóði drifnu höndum hans nú þegar síðustu mótþróaseggjun- um hefði verið rutt úr vegi eða voru horfnir fyrir fullt og allt. „Þetta er dásamlegt!“ sagði hann fagnandi við erlenda frétta- menn í NUrnberg í lok þreytandi viku stanzlausra fjöldagangna, ræðuhalda, heiðinna skrautsýn- inga og tryll'ingslegustu perSónu- dýrkunar manns í opinberri stöðu, sem þessi höfundur hefur nokkru sinni orðið vitni að. Adolf Hitler hafði komið langan veg frá götu- 15 aði vel hverju við annað. Þau| voru jafnaldrar og sjálfum fannst, honum sér vera ofaukið. Samræð-j ur þeirra voru léttar og óþarfaj kurteisi var þegar skotið til hlið- ar, eins og þau hefðu þekkzt alla | ævi. | „Afsakið mig andartak", sagði ( hann. Hann gekk yfir að' barnum ^ og settist. Honum fannst hann vera þreyttur og gamall. írinn sagði: „Hvað viitu fá, Mike?“ „Ekkert, þakka þér fyrir. Eg er með glas við borðið.“ „Yndisleg stúlka. Eg hef ekki séð hana fyrr.“ „Hún er nýkomin hingað og fer fljótlega aftur.“ „Hvaða vandræði. Þetta er fal- ieg stúlka“. írinn hét Donald O-Brien. Hann var grannur maður, laglegur, með orúnt liðað hár, vingjarnlegí augnaráð, en andlitsdrættirnir voru skarpir. Framkoma hans var hæglát, og vingjarnleg. Hann var stöð'ugt efni f bæjarslúðrinu. Þar . sem aðrir raddu úr sér ævisög- unni og persónulegum játningum var hann þögull sem gröfin og lét ekkert uppi um sjálfan sig og sína hagi. Og þegar engar nýjar hneykslissögur frískuðu upp á um ræður þorpsins varð að sjálfsögðu að skálda inn í, það sem á vant- aði. Það var sagt, að hann væri á kafi í smygli upp fyrir bæði eyru — að hann ætti launson, sem sígldi hraðbyri upp í lávarðadeild ina í enska þinginu. Og smám saman tóku sögur þessar á sig þjóð'sagnablæ, og ekki nokkui sála trúði orði af því, sem sagt var um hann. En auðvitað þurfti fólk íð að tala, og sem söguefni var frinn kærlcominn þáttur í bæjar- iífinu._ Og írinn hélt áfram að þegja. Kvöld eitt hafði Beecher fallið í svefn á ströndinni um tuttugu rilómetra frá bænum. Hann vakn- aði upp við áraglamur og lágvær- ar samræður. Um leið og hann reis \ fætur sá hann í rökkrinu marka tyrir skútu út á hafinu. Beecher hafði ekki í hyggju, að blanda séi \ hluti, sem honum komu ekki við en um leið og hann klæddist, varð hann séður og andartaki síð- ar stóð yfir honum hópur af Spán- verjum ásamt íranum. „Báturinn þinn?“ hafði Beecher spurt af jafnmiklu kæruleysi og ef þeir hcfðu verið í kokdillissam kvæmi. „Raunar Hann á heimahöfn i Tangier. Vélarbilun, segir skip stjórinn. Hann sigldi hingað, svo að ég gæti athugað hvað væri að“. I um tíu metra fjarlægð frá þeim lágu staflar af kössum og öskjum í fjörusandinum. „Já, einmitt", sagði Beecher, af því að honum datt ekki í hug neitt betra að segja. „Það gæti orðið óþægilegt, ef einhver sæi mann hér. Fólk talar svo mikið ‘ Beecher velti fyrir sér, hvern enda þetta mundi taka. Varla skytu þeir hann niður hér á ströndinni. „Það er varla unnt að álasa því fyrir það“, sagði hann. „Fólk vill hafa hlutina spennandi og flókna. Hins vegar tek ég persónulega hlutunum eins og þeir koma fyrir. Eg nenni ekki að skipta mér af annarra högum“. „Það er hið eina rétta“. Það varð stutt þögn, en írinn tók skyndilega ákvörðun. „Góða nótt, Mike. Líttu inn á barinn, þegar þú hefur tíma. Eg fæ fljót- iega sendingu af ágætu viskíi.“ Þetta var fyrir ári, og þeir höfðu aldrei minnzt á þennan at- FORUNAUTAR OTTANS W. P. Mc Givern burð síðan. Og þeir voru stöð- ugt sömu vinirnir. írinn hellti nokkrum Bushmill i tvö glös, bætti í ísmolum og ör- litlu af. vatni, formsins vegna. „Skál, kall minn“, sagð'i hann og rétti Beecher annað glasið. „Hvað varstu að segja? Æ, já, var Don Willie að bjóða þér ’aitvinnu.“ Hann hrukkaði ennið. „Það var einkennileg tilviljun. Eg ætlaði einmitt að bjóða þér samstarf. Mig vantar einhvern í fyrirtækið, sem kann málið og getur baldið aga á þjónunum. Þeir eru eins og börn og hafa gjarnan tilhneigingu til að láta pesetana renna í eigin vasa. Hefuiðu áhuga, Mike?“ Beecher brosti. „Enga lygi, Don- ald“. „Svo satt, sem ég stend hér. Eg var einmitt að hugsa um þetta ; gærkvöldi.“ „Þú átt við, að það sé eitthvað gruggugt við tilboð Don Willies. Er það ekki það sem þú átt við?“ „Ekki sagði ég það beinlínis, Mike. En það neyðir þig enginn til að talca því. Mundu það.“ Beecher brosti aftur. „Nú get ég sofið á tveimur góðum tilboð- um í nótt. Ég er að verða alleftir- sóttur, Donald.“ Það rann skyndi- lega upp fyrir honum, að þetta var ekki svo fjarri sanni. Það voru furðulega margir, sem höfðu und- anfarið sýnt honum áhuga, sem hann átti ekki að venjast áður. Hann hafði nú búið í þessu þorpi, án þess að mikið hefði farið fyrir honum, verið la-tur, alls ómerkur maður, heldur tilkomulítil per- sóna. Nú fór hins vegar eitthvað að gerast og vissulega þótti hon- um nokkuð til um það. En hann gat ekki séð nokkra viðhlítandi ástæðu til þess og það olli honum áhyggjum. „Þakka þér fyrir, Donald", sagði hann, og brosti ekki lengur. „Við hitt'umst á morgun.“ Laura og Trumbull voru niður- sokkin í innilegum samræðum, en stóll Nelsons var auður. „Hvar er hann?“ spurði Bee- cher. „Hann fór út eftir Burton“, sagði Laura og horfði á hann bros- andi. „Eftir hverju?", spurði Trum- bull. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir. Þetta er eins konar orðtak, notað þegar einhver kemur of seint á stefnumót eða hverfur skyndnega á burt.‘ „Já, en það hlýtúr að eiga sér einhverja dýpri merkingu." sagði Trumbull, uppfullur af heim- spekilegum þönkum og koníaki. „Við getum tekið orðið „Bless“, sem dæmi. Upphaflega var' það: „Vertu blessaður af Guði“, síðan „blessaður" og loks bara „bless“. Sem sagt stytzt í báða enda með tímanum.“ „Engar málfræðilegar bollalegg- ingar. Er ekki Burton heiti á enskri öltegund?“ Þau virtust una sér vel, hugsaði Beecher, og dreypti á glasinu. Ræddu frjálslega saman, án þess að þurfa að reyna að vera skemmtileg. Þannig var það, þeg- ar ungt fólk kom saman. „Þetta er orðtak úr enska flug- hernum“, sagði hann. „Farinn eftir Burton. Þegar flugvél var skotin niður stóðu sætin í mat- salnum auð eftir. Flugmenn, sem lcomu aftur úr leyfi, spurðu að sjálfsögðu eftir fyrri félögum. Og oft var svarið: Hann er farinn út eftir Burton.“ Beecher slökkti í sígarettunni í öskubakkanum. „Kannske dálítið langsótt, en sagði allt, sem segja varð, og menn losnuðu við óþarfa hátíðl'eik." Þau þögnuðu andartak. Laura horfði í gaupnir sér. „Ég_ hagaði mér víst eins og bjáni. Ég vissi ekki, hvað þetta þýddi, Mike.“ Hegðun þeirra gagnvart Beech- er fór í taugarnar á honum. Þau komu fram gagnvart honum eins og hann væri viðkvæmt gamal- menni í hjól'ast'ól með hvítt skegg niður á bringu. Hann var fulltrúi eldri og virðulegri kyn- slóðar, en þau voru ung, ung, kyn- slóð, sem byggði á sandi og höfðu ekki öðTazt dýrkeypta reynslu und- angenginna ára. Beecher kveikti sér í sígarettu og barði fingrunum í borðið. „Don Willie var að bjóða mér atvinnu, Donald. Hlutabréfasala í Rabat. Hvernig lízt þér á? „Hmmm, það gæti verið álit- legt.“ „Fyrir mig eða hann?“ „Já, Mike, það er erfitt að 14 TÍMINN. miSvikudagur 5. júnf 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.