Tíminn - 13.06.1963, Blaðsíða 6
MINNING
Friðrik Stefánsson
bóndi, Hóli, Fljótsdal
Fæddur 6. janúar 1886.
Dáinn 7. febrúar 1963.
MARGIR könnuðust við hjónin
á Hóli í Fljótsdal, íngíbjörgu Bene
diktsdóttir og Friðrik Stefánsson,
og kom þar margt til. Eftir að
Austurland komst í vegasamband
um Möðrudalsöræfi árið 1926 tóku
íbúar kaupstaðanna, aðallega
Reykjavíkur og Akureyrar, að
fiykkjast hingað austur á Hérað á
bilum sínum. Frá Egilsstöðum og
víða á leiðinni upp með Lagarfljóti
til Haliormsstaðar gnæfir fjallið
Snæfell fyrir botni Norðurdalsins.
Ókunnutgum sýnist ekki nema
snertispölur inn að SnæfeJli úr
byggð séð.
Á hlaðinu á Hóli var oftast num
ið staðar o>g haft tal af Friðriki
bónda. Ókúinnugir gerðu þetba að
tilvísun annarra. Briátt varð þetta
að hefð. Friðrik var sjálfkjörinn
fylgdarmaður hinna mörgu fjall-
ferðalaniga. Þótti ölluim sem nutu
fylgdar hans, að för sín hefði vel
skipazt. Þetta kom af sjálfu sér.
Frfðrik var þaulkunnugur inni á
fjöllum. Vamdist hann snemma
fe.rðalögum og slarki á fjárleitdm
og refaveiðum. Friðrik er fæddur
í Norðurdiatoum og átrti þar heima
til dauðadags.
Bærinn Hóil stendur litlu utar
en í miðjum detaum. Hefur dal-
búum jiaifnao orðið spordrjúgt við
fjá.rleitir og ýmis ferðalög fram á
fjöliin. Kringum 1930 var Friðrik
skipaður eftirlitsmaður með hrein
dýrastofninum. Bæt'tist nú nýtt-
'v ' taf við, og var þó ærið nóg fyr-
f 'Eftir að farið var að skjóta
ei.’rin, var Friðrik ei'nnig skytta
h.iá veið'iflokkum. Hann var skytta
góð, svo að allt var feigt sem
hann miðaði byssu sinni á. Ekki
réðist hann á garðinn læ.gstan.
Felldi Friði'ik margan konung ör-
æfainna á þessum árum. Vandlátur
var Friðrik að hreindýiiaiskyttum.
Þeim etoum gaf haon leyfi að
skjóta, sem hann gjörþekkti að
hæfni og manidómi.
Fegurð náttúrunnar — ekki sizt
öræfanna — lireif huga Friðriks.
Heyrði hann þar* unaðsraddii-
hljóma og blátærar borgvatnsbun-
ur hjala, sem móðir við barn sitt.
Dásamdeg eru síðsumarkvöldin
í þeim hljóða sal, og þar tekur
opinn mannshugurinin við margvís
legum áhrifum frá hljpmkviðu nátf
'úru'nnárf Fyrir rnörgú ýu'rfti að sjá
til fjallferða. Lána þarf fólkinu
hesta, oft að leita þeirra fyrst og
járna, águr en upp er lagt. Reið-
tygi þurfa oft að fyligja, sjá þarf
fyrir nesti og hitunartækjum. —
Hólsfólkið varð allt að láta marg-
vís-lega fyripgreiðslu í té. Um allt
slikt ríkti úndantekningarlaus
samheldni.
Sem fyrr getur, fæddist Friðrik
í Norðurdal, að Grímsstöðum,
sonur Stefáns bónda þar og Guð-
finnu Pétursdóttur konu hans. Var
Friðrik eina af átta börnurn þeirra
bjóna, sem öll komust til fullorð-
insára, nema einn sonur, sem dó
ungur. Voru bræður fjórir og syst
ur fjórar. Friðrik var annar bróð
irton síðastur á lífi. Af öllum
systkinunum er nú bara yngsti
bróðirinn á lífi, Þórarinn, bóndi
á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal.
. Til náms dvaldi Friðrik aðeins
einn vetur, hjá Hákoni Finnssyni
á Borgum. Minntist Friðrik oft Há-
konar, þessa gagnmerka fróðara
cg bónda.
Vorið 1910 réðist Friðrik vinnu-
maður til Jónasar Kristjánssonar
ihéraðsilæFnis, en hann sat á
Brekku í n'tjótsdal. Þetta ár rnark-
aði djúp spor í æviferli Friðriks,
því þá gekk hann að eiga mág-
konu læknisins á Brekku, Ingi-
björgu Benediktsdóttur prests á
Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu. —
Árið eftir losnaði jörðin Hóll úr
ábúð. Sóttu þau Friðrik og Ingi-
björg þá um jörðina, fluttu þangað
og hófu búskap, fátæk af fé en
samhuig'a og bjartsýn á framtið-
ina. Á þessu dalakoti skvldu þau
lifa upp á sínar eigin spýtur.
Fljótlaga húsuðu þau jörðina
upp- og bættu á ýmsa vegu. Löngu
síðar bættu þau vi® húsið og
byggðu upp sem nýtt — þó rmeð
hjálp barna sinna.
Ingi'björig og Friðrik eignuðust
tvö böm, son og dóttur. Sonur
þeirra, Benedikt, er nú oddviti
sveitarinnar. Dóttirin, Guðfinna,
var um tíma Ijósmóðir í Fljóts-
dal. Hún er gift Benedikt Péturs-
syni. Búa þeir mágar nú báðir á
IIóli. Ingibjörg, kona Friðriks var
mjög fínleg og vel gerð kona. —
Missti hún snemma heilsuna, og
það hági., henni. .n)j(ig.,riðiútu ár
aByinnar, Hún; ej;>ídMn iíyr§ 7 átí-' 'iníví’
Nú er Friðrik horfinn sjónum
okkar. Hann hefur nú hafið nýtt
ferðalag í óþekktum heimi, en það
vitum við, að þar er undirbúning-
ur hans góður.
Hallgrímur Helgason.
BALLETTSKÓLA Þjóöleikhússins var slitið síðasta dag mafmánaðar, og stóðust lokapróf tólf af átján nemend-
um úr úrvalsflokki skólans. Nemendur voru um 170 á skólaárlnu. — Þetta er í fyrsta sinn, sem slfkt próf er
haldið við skólann, og er það samsvarandi við próf f enskum ballettskólum. Á þessu skólaárl var skólinn
endurskipulagður að hættl erlendra ballettskóla. Inntökupróf voru þyngd að mun og nemendum var skipt í
deildir. Þreyftu 70 nemendur inntökupróf í vor, og stóðust það 14 þeirra. — Aðalkennari skólans I vetur var
Ellzabeth Hodgson frá Konunglega dansskólsnum í London on verður áfram í þvf starfi næsta skólaár.
Aðstoðarkennari hennar í vetur var Þórhildur Þorleifsdóttir, — Á MYNDINNI eru nokkrir nemendur ballett-
skólans á æfingu.
GERI9 BETRI KAUP EF ÞIÐ GETIÐ
VREDESTEIN HOLLENZKIHJÚLRARÐINN
FLUGSÝN SIMI 18823
6
T í MIN N , fimmtudaginn 13. júní 1963