Tíminn - 13.06.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1963, Blaðsíða 9
Gieyptir T f MIN N , finuntudaginn 13. júní 1963 — Það er ofur táknrænt að sjá, hvemig Þjóðviljj.nn segir frá kosningiaúrslitunum í fyrradag og minnir á ferhendulínur Omars1 Khayam um þá, sem ekki gerast svo gullin mold, a'ð grafi nokkur maður eftir þeim. FRÆDASKÚLA KÚPAVOGS S.L VETUR Á nýliðnum vetri veitti Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri forstöðu starfsfræðslunám- skeiði í Gagnfræðaskóla Kópavogs, og er þetta fyrsta starfsfræðslunámskeið, sem efnt hefur verið til í íslenzk- um skóla, en margir telja brýna þörf á því að færa starfs fræðsluna með virkum hætti inn á vettvang skólanna. Hjálmar Ölafsson, sem lengi hef ur starfað sem gagnfræðaskóla- kennari, kynnti sér starfsfræðslu aliýtarlega j Danmörku. Sama dag og prófum lauk í 3. tekk gagnfræðaskólans í vor, kom námskeiðafólkið saman í félags- heimili Kópavogs ásamt Hjálmari og Oddi Sigurjónssyni, skólastjóra. Einnig voru þar staddir ýmsir fleiri gestir. Andrés Kristjánsson, formaður fræðsluráðs Kópavogs, gat þess i inngangsorðum, hvernig til þessa námskeiðs væri stofnað, þakkaði Hjálmari Óiafssyni góða forgöngu um námskeiðið, svo og skólastjóia gagnfræðaskólans góðan stuðning við það og nemendum fyrir áhuga sama þátttöku. Kvað hann hér hafa verið stigið merkilegt spor til nýs þáttar i skólastarfinu, er verða mætti vísir að meiru síðar Hjálmar Ólafsson gerði síðan grein fyrir aðdraganda námskeiðs íns, tilhögun og starfsárangri Kvað'st hann hafa kosið að gera þessa fyrstu tilraun með tvær bekkjardeildir almenns þriðja bekkjar. Hefði þátttaka verið frjáls en mjög almenn, eða alls 44 nem endur. Þó fór svo, að allir 3. bekk ingarnir tóku þátt í því. Var málið fyrst rætt með foreldrum á fundi eftir að það hafði verið skýrt fyr- ir nemendum. Síðan var dreift spurningalistum, sem nemendur utfylltu í samráði við foreldra um það, hvað þá langaði helzt til að verða. Var námskeiðíð síðan skipu lagt á grundvelli þessara upplýs- inga, og kom í ljós, að heppilegast myndi að skipta hópnum í flokka eftir kynjum. Fór fræðslan svo fram einu sinni í viku í hvorum flokki og náði til 12 staifsgreina. Stúlkur voru fræddar um hár- greiðslu, hjúkrun, flugfreyjustörf, skrifstofustörf, fóstrustörf og gluggaskreytingu, en piltamir um sjómennsku og skipstjórn, flug- virkjun, landbúnaðarstörf, flug- mennsku, útvarpsvirkjun og garð- yrkju. Fenginn var starfandi mað'ur úr hverrí grein til heimsóknar og fluttu fyrst 10 mínútna erindi um starfið, en síðan var nemendum skipt í 5 manna hópa, sem ræddu málið með sér og bjuggu til spurn ingar, sem bomar voru fram við framsögumenn. Eftir að spurning- um hafði verið svarað tók leiðbein andinn saman í stuttu máli helztu atriði, sem fram höfðu komið. Gafst þetta fyrirkomulag vel. Brugðust starfsmenn greina, sem leitað var til, hið bezta vlð og veittu lið sitt endurgjaldslaust. í lok námskeiðsins fór svo fram ný könnun á því, hverjar starfsóskir væru og kom þá í Ijós að óskalistinn hafði breytzt og meiri yfirsýn fengizt Á vorprofi bar svo við’, að ís- lenzkukennarar þessara deilda höfðu starfsfræðsluna meðal rit- gerðarefna og valdi um þriðjung- ur nemenda það efni, og voru ýms- ót ritgerðirnar hinar athyglis- verðustu. Hjálmar Ólafsson þakkaði síðan öllum þeim sem á einhvern hátt hefðu stutt þessa tilraun og kvaðst vonast til, að þessu starfi yrði haldið áfram. Einnig tók Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, sem er brautryðj- andi starfsfræðslunnar hér á landi til máls og kvað þetta fyrsta nám- skeið 1 starffræðslu við skóla hér á landi vera merkan áfanga, sem vonandi yrði vísir að meiru og þakkað; þeim, sem að þessu hefðu staðið Orgelkaupasfóðyr Hér a landi er nú yfirleitt mik- ill áhugi fyrir að fegra og prýða kirkjurnar sem bezt. Einn þáttur- mn i því, er að búa þær betri og stæm kijcðfærum. Þau eru að ”ísu dýr en þrátt fyrir það hafa margir söfnuðir eignazt þau og með því lyit stórum grettistökum með hjálp ýmissa velunnara sina Þar eiga átlhagafélögin sinn stóra þátt. Á Stokkseyri er nú mikil hreyf ing til þess að afla nýs og veglegs hljóðfæris i kirkjuna, pipuorgels. sem í senn yrði sönglifi og menn- ingu staðarins til upplyftingar og veglegur minnisvarði hins mikla sönglífs og fagurs kirkjusöngs, sem þróazt hefur fyrir áhrif þeirra orgelleikara, sem Stokkseyri hef- ur alið og lagt hafa fram sinn irjúga skerf til sönglífs allrar þjóðarinnar Óþarft er að rekja þá sögu, hun er öllum vel kunnug. Um íeið og þessar línur eiga að nrinna Stokkseyringa heima og heiman á orgelkaupasjóð Stokks- eyrarkirkju og hvetja þá -til þess að sameinast um þetta mikla fram faramál heimabyggðarinnar, eíga þær að flytja hinum ýmsu gef- endum þakkir þeirra, sem starfa að þessum málum heima fyrir. Þegar hafa margir einstaklingar og félagssamtök lagt fram sinn stóra skerf. Stokkseyringafélagið i Reykja- vik hefur haft á stefnuskrá sinni m. a. að etna til Stokkseyringa- móts heima á fimm ára fresti. Þau mót hafa ávailt verið fjölsótt bæði af heímamonnum og hinum, sem flutzt hafa brott og verið til mikill ar fynrmyndar, styrkt taugina, sem bindur við átthagann og stofn að til nýrra kynna með Stokkseyr- -ngum. Og síðast en ekki sízt hefur fjárhagslegum hagnaði þessara móta ávallt verið varið til einhvers tramfaramais heima í héraði. Slíkt mót var siðast haldið 1959 og akvað þá stjórn Stokkseyringafé- lagsins með formann sinn frú Guð Framhald á 13. siSu, Og ,nú er að vita, hvað Frjáls þjóð segir. Eftir sömu reglu og Þjóðviljinn notar, gæti Frjáls þjóð látið, sem Alþýðu- bandalagið hefði engar at- kvæðatölur haft í síðustu kosn. ingum, og því væri útkoman nú hrein aukning hjá Þjóð- varnarflokknum. En sé öllu gamni sleppt, sýnir þetta gerla, hvað kommúnistar voru að gera með samkomulaginu við Gils og Berg. Þetta viar ekkert venjulegt kosningabandalag flokka, heldur voru kommún- isfcar aðeins að reyna að gleypa eins miki'ð og þeir gátu af Þjóð- varnarflokknum, en úrslitin sýna, að það hefur ekki verið mjög stór biti, sem þeir fengu, endia hafa Þjóðvarnarmenn yfir leitt neitiað að fylgja kommún- istum. En þegar eftir kosning- arnar kemur mnrætið og til- gangurinn grímulaus fram, og eftir því er vert a'ð menn taki. Þá Iáta kommúnistar, sem Þjóð varnarmenn hafi alls ekki ver- ið með, leldur hafi þarna ver- ið um hreina kommúnistakjós- endur að ræða — þeir hafi bara g'leypt Berg og Gils. Skakkur Vísír „Sjálfstæðisflokkurinn jók verulega fylgi sitt i þessum kosningum, úr 39,7% í 41,1%“, segir í Vísi í fyrradag. Einnig segir þar: „Framsóknarflokk- urinn hefur einnig fengið nokkru fleiri atkvæði en síð- ast.“ Það verður varia annað sagt, en koisningavisirinn hjá Vísi sé svolítið sbakkur með svona orðalagi. Tölurnar segja þetta: Sjálfstæðisflokkurinn jók hlutfall sitt í heildaratkvæða- maigni úr- 39,7% í 41,1% eða um 1,4%. Þa'ð heitir á máli Vísis að „auka verulega fylgi sitt“. Framisóknarflokkurinn jók fylgi sitt úr 25,7% í 28,2% eðia um 2,5% eða nær helmingi meira en Sjálfstæðisflokkur- inn. Það heitir á máli Visis bara: „nokkru fleiri atkvæði en f: síðast“. Fyrir kosningarnar var sagt fullum fetum í Þjóðviljianum og Frjálsri þjóð, að Alþýðu- bandalaigið og Þjóðvarnarflokk- urinn byðu fram saman, en þegar Þjóðviljinn segir frá úr- slitum, er hvengi minnzt á það, að Þjóðvarnarflokkurinn hiafi verið me'ð, og ekki miðað við atkvæðamagn hans í fyrri kosningum, þegar samanburð- ur er gerður, heldur miðia þeir í Þjóðviljanum atkvæffiatölur nú við það, sem Alþýðubanda- lagið fékk eitt í síðustu kosin- ingum og komast þaunig aw þeirri niðurstöðu, að þeir hiafi haldið sínu í þessum kosnng- um, þó a'ð augljóst sé, að komm únistar hafa- tapað úr eigin flokki sem svanar því, sem þeir fengu nú hjá Þjóðvörn, hvað sem það hefur verið mikið. Hva9 segir Frjáls þjóð? ÞESSI MYND var tekin við slit starfsfræðslunámskeiðsins meðal gagnfræðaskólanemenda í Kópavogl. Ásamt námskeiðsfólklnu eru á myndinni skólastjórinn, Oddur A. Sigurjónsson, Hjálmar Ólasson, bæjarstjóri, for stöðumaður námskelðsins, Ólafur Gurwiarsson, sálfræðingur, forgöngu- maður starfsfræðslunnar hér á landi, og Andrés Kristjánsson, formaður fræðsluráðs Kópavogs. (Ljósm.: G.O.). STARFSFRÆÐSIUHAMSKHÐ í GAGH I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.