Tíminn - 13.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.06.1963, Blaðsíða 7
Útgefsndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323 Auglýsingar, sími 19523 — Aðrar skrif. stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Sanngirni verður að ráða í kjaramálunum Um margra mánaða skeið hafa nær allir kjarasamn- ingar verið lausir og verkföll því getað blossað upp þá og þegar. Þetta er algerlega óviðunandi ástand og sýnir glöggt það öngþveiti, sem ,viðreisnarstefnan‘ hefur valdið. Þessi mál eru nú loks að komasr. á það stig, að viðræður eru að hefjast milli nokkurra verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda. Það eru félögin norðanlands, sem ríða á vaðið að þessu sinni. Einhver drungi og deyfð er komin í verka- Jýðssamtökin í Reykjavík, svo að þau sinna orðið kjara- haráttunni miklu minna en áður. Það skiptir þjóðina miklu máli, að báðir aðilar, verka- lýösfélögin og atvinnurekendur, sýni sanngirni í þeim viðræðum, sem nú eru að hefjast. Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins, benti rétti- lega á það í útvarpsumræðum fyrir kosningarnar, „aó það dyldist engum hugsandi manni að kaupgjald og af- urðaverð yrði að hækka eftir þá dýrtiðarbylgju, sem orð- in er, og hlyti að hækka“. Sem betur fer, er líka afkoma atvinnuveganna þannig, að þeir eiga að geta borið tals- verða hækkun, einkum þó, ef vexUrnir yrðu lækkaðir. Atvinnurekendur geta því komið verulega til móts við verkalýðssamtökin og þeir eiga að gera það strax eða áður en kapp og stífni kemst í viðræðurnar. Hér borgar sig ekkert nurl, líkt og hin illræmdu 3%, sem atvinnu- rekendur buðu vorið 1961. Jafn eðlilegt og nauðsynlegt og það er, að atvinnu- rekendur sýni þannig sanngirni, þurfa verkalýðssamtök- in einnig að halda á málum á sama hátt. Þau mega t. d. ekki halda fast í kröfur, sem hægt. er að sýna fram á, aö eru atvinnuvegunum ofvaxnar að svo stöddu. Afstaða ríkisstjórnarinnar getur að sjálfsögðu ráðið mestu um það, hvort þær viðræður. sem nú eru að hefjast, bera skjótan árangur eða leiða til verkfalla. Það mvndi t. d. bæta mjög aðstöðu atvinnurekenda tiJ samn- mga, ef ríkisstjórnin léti nú koma til framkvæmda ba vaxtalækun, sem hún boðaði fvrir meira en án Það myndi hins vegar torvelda miög samkomuiag. ef rík isstjórnin fylgdi nú sömu stefnu og vorið 1961, þegai hún hvatti atvinnurekendur til sem mestrar óbilgirni. Lausn þessa máls veltur vissulega öðru fremur á bví, ao i ikisstjórnin sýni sanngirni og hjálp ul að leysa vandann Farísear Það er vissulega að bæta grau otan á svart, þega/ Mbl. fer að hæla sér af því í forustugrein i gær, að stjórnarblöðin hafi ástundað miklu heiðarlegri málflutn jng en blöð Framsóknarmanna í kosnmgabaráttunni. Blöð Eramsóknarmanna hafi beitt fölsunum og hagað sé) ósæmilega á annan hátt. Hér birtist enn einu sinni fariseinn, sem þykist betn en aðrir menn. þó hann sé brotlegastur sjálfur. Mbl. hefur oxt komizt langt í ósæmilegum og ósmekklegum málflutn ingi en þó aldrei líkt, því og nú Eiti dæmi þess er þaö hvernig það réðist á skömmtunarkerfið, sem var hér s árunum 1947—’49, og reyndi að eigna það Framsóknai mönnum, þótt það væru Sjálfstæðismenn, er veittu þv. forstöðu, og það vær' bein afleiðine af stjórnarháttum Óiafs Thors og kommúnista á nýsköpunarárunum. Ritstjórum Mbl nægir auðsjáan'eea ekki að falsa stáð reyndir. Þeir eru einnig farisear. Sú manntegund hefur réttilega verið mest fordæmd bæði fyrr og síðar. Stórmerk yfirlýsing Kennedys RáÖstefnu þríveldanna í Moskvu vertfur veitt mikil athygli. KENNEDY SÍÐAST LIÐINN mánudag flutti Kennedy forseti, við há- skóla'hátíð í Washington, ein- hverja þá snjöllustu ræðu, sem hann hefur haldið síðan hann varð forseti. Ræðan var ekki aðeins vel samin, heldur bar augljóst vitni um mikinn og hugrakkan stjórnmál'amann. Eftir þessa ræðu má Kennedy vænta þess, að hann verði fyrir miklum árásum af hálfu stjórn- arandstæðinga og einnig muni hann sæta gagnrýni margra á- hrifamikilla flokksbræðra sinna. Hitt vei'ður hins vegar að vona, að honum takist að fylkja bæði meirihluta þings og þjóðar að baki sér. RÆÐAN, sem Kennedy flutti, fjallaði um viðræðurnar um bann við kjarnorkusprenging- um. Viðræður um þessi mál hafa nú staðið yfir í marga mánuði á ráðstefnu, sem hefur verið haldin í Genf á vegum Sameinuðu þjóðanna. Frá því ráðstefnan hófst, hefur talsvert miðað í samkomulagsátt, en seinustu mánuðina hefur þó lítið þokað áleiðis. Einkum hef- ur verið deilt um hvernig hátta skuli eftirliti með því, að bann- ið við kjarnorkusprengingum verði haldið. Rússar hafa helzt ekki viljað neitt eftirlit, en Bandaríkjamenn og Bretar hafa viljað hafa það sem strang ast. Það hefur hins vegar gert Bandaríkjamönnum mögulegt að sláka til, að stöðugt hafa verið að koma til sögunnar nýj ar aðferðir og tæki til að auð- velda umrætt eftirlit. Eftir langt og mikið þóf, tókst að fá Rússa t:l að fallast á, að farnar væru þrjár eftirlitsferðir á ári ti.l að fylgjast með því, hvort sprengingar hefðu átt sér stað. Bandaríkjamenn hafa hins veg ar talið nauðsynlegi, að eftir- litsferðirnar yrðu sjö á ári, en voru upphaflega með 20—30 Margt bendir til, að auðið verði að ná samkomulagi um bann við kjarnorkuspienging um, ef hægt verður að jafna þetta bil milli þriggja og sjö eftirlitsferða. Þetta bil getur hins vega) orðið örðugt að jafna. Rússar eru sagðir eiga erfitt með all ar tilslakanir, því að þær geti bætt áróðursaðstöðu Kínverja, er munu telja þær undanláts- semi við kapítalistísku ríkin. Hins vegar er talið vafasamt. að Kennedy fái samþykktan samning í öldungadeildinni, el gert verður ráð fyrir færri en sjö eftirlitsferðum. Líklegt þykir, að republikanar og all margir flokksmenn Kennedy .myndu greiða atkvæði gegn slíkum samningi. Sú skoðun virðist jafnvel vera að magn ast í öldungadeildinni, að bezt sé að komast hjá öllum samn- ingum við Rússa um þessi mál. því þeir muni reyna að svíkja gerða samninga, ef til komi. ÞAÐ sem hér hefur verið rakið, skýrir nokkuð aðstöð una eins og hún var, þegar Kennedy flutti áðurnefnda ræðu sína. Frá þvj sjónarmiði verður að vega og meta efm hennar. Meginefni ræðu Kennedys var á þá leið, að hann hefði i íyrsta lagi ákveðið, að Banda- ríkin lýstu yfir því, að þau myndu ekki framar fram- kvæma kjarnorkusprengingar, sem hefðu áhrif á andrúmsloft- ið, nema önnur ríki hefðu orð- ið uppvis að slíkum sprenging- um. í öðru lagi lýsti Kennedy svo yfir því, að fyrir frum- kvæði stjórna Bandaríkjanna og Bretlands, hefði náðst sam- komulag um það við stjórn 'Sovétríkjanna, að þessi þrjú ríki efndu til ráðstefnu, er yrðj haldin í Moskvu j næsta mán- uði, þar sem reynt yrði til þrautar að ná samkomulagi milli þessara ríkja um algert bann við kjarnorkusprenging um. Meðal stjórnarandstæðinga i Bandaríkjunum, hafa þessar yfirlýsingar Kennedys þegar sætt verulegri gagnrýni, og ýmsir flokksbræður hans hafa látið í ljós, að hann sæki þetta mál of fast, því að Rússum sé illa að treysta. Margir landar hans hafa hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við hina ein- dregnu viðleitni hans í því að reyna að afstýra þeirri hættu, sem felst í áframhaldandi kjarnorkusprengingum. KENNEDY hefur auðsjáan- lega gert sér vel ljóst fyrir fram, að afstaða hans myndi sæta gagnrýni heima fyrir. í ræðu sinni vék hann fyrst að þeirri hættu, sem fýlgt gæti á- framhaldandi kjarnorkuspreng ingum, og hve nauðsynlegt væri því að ná samkomulagi um bann við þeim. Síðan vék hann að því, hvort hægt yrði að ná samkomulagi við Rússa um slíkt bann. Hann lýsti sig eindregið mótfallinn hinu kommúnistiska skipulagi þeirra, en sú andstaða gerði hann ekki blindan fyrir hæfi- leikum rússnesku þjóðarinnar, hinum miklu framförum, sem hefðu orðið í Sovétríkjunum á ýmsum sviðum, og þeim mann- dómi, sem Rússar hefðu svo oft sýnt. Engin þjóð hefði verið eins illa leikin i seinustu styrj- öld og Rússar, en þéir hefðu misst um 20 milljónir manna og þriðjungnum af byggilegu landi þeirra hefði verið breytt í eins konar eyðimörk. Annað tjón varð eftir þessu. Engin þjóð hefði því betri skilyrði til að gera sér ljósar hættur kjarnorkustyrjaldar en Rúsar. því að þeir þekktu hörmungar styrjaldar svo vel af eigin raun. Valdhafar þeirra myndu gera sér þess fulla grein, að eyði- legging kjarnorkustyrjaldar yrði margfalt meiri en eyðilegg ing seinustu styrjaldar var. Hér skipti það ekki mestu máli hvaða stjórnmálaskipulagi menn fylgdu, því að það væri sameiginlegt hagsmunamál allra, að komið yrði í veg fyrir eyðilegging kjarnorkustyrjald- ar. Það væri kommúnistum sama hagsmunamál og kapi- talistum — það væn hagsmuna mál allra, sem vildu lifa. Því mætti vantrú eða ótrú á stjórn- skipulagi eins lands ekki úti- loka það, að reynt yrði að ná samkomulagi um að hindra kjarnorkustyrjöld, en fyrsta sporið í þá átt væri að ná sam- komulagi um bann við kjarn- orkusprengingum. KENNEDY rakti stórum ýt arlegar nauðsyn þess, að stór- veldin reyndu að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið Sam komulag um það þyrfti engu að breyta um stjórnskipulag landanna og samkeppnjn milli kommúnismans og lýðræðisins gæti eftir sem áður haldizt á- fram á friðsamlegum grund Framhaln 13 <iðu TIMIN N, fimmtudaginn 13. júní 1963 — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.