Tíminn - 13.06.1963, Blaðsíða 2
Hafið meira af grænmeti á
Á bessum tíma árs höfum
við tækifæri til að veita okk-
ur þann munað að borða
grænmeti og það ættum við
að nota okkur til fulls. En
oft vill brenna við hjá ís-
lenzkum húsmæðrum, að
þær noti sér ekki grænmet-
ið nógu mikið. Ástæðan fyrir
því er kannski vani eða þá
hugsunarleysi, og þá ætti
þetta að vera tímabær hug-
vekja.
Fyrir utan alls konar salöt, sem
alltaf eru sígild, má framleiða
fjölda rétta úr grænmeti og nota
það' mikið í allan mat, eða sem
álegg. — Við höfum auðvitað
ekki úr eins miklu að velja og ná
grannaþjóðir okkar, en úrvalið
fer síbatnandi.
Þær tegundir af islenzku græn
meti sem nú eru á markaðnum
eru: Gúrkur, tómatar, salathöf-
uð', gulrætur, grænkál, næpur,
steinselja og hreðkur. En nokkr-
ir annmarkar eru þó á græn-
metissölunni hér, sem húsmæð-
ur hljóta að reka sig á. Einn er
sá, að stundum kemur lítið af
hverri tegund í einu á markað-
inn og er hún þá fljót að seljast
upp og fæst svo ekki í nokkurn
tíma. í saihbandi við það' má
geta þess, að næpur komu ekki
í búðirnar fyir en í gær, svo
að ekki er víst að þær fáist orðið
aljs staðar. Annar galli er svo
sá, að' mjög erfiðlega gengur að
samræma verð á islenzku græn-
meti í smásölu.
Við hringdum í þó nokkrar
verzlanir í dag og fengum mjög
fróðlegar upplýsingar. Kílóið af
tómötunum var t. d. lægst 44 kr.
og 20 aurar, en hæst 50 krónur.
Gúrkan var hæst á 16,30 en
lægst á 13,30. salathöfuðið kost-
aði yfirleitt um 9 krónur, en þó
munaði þar einni til tveimur
krónum. Gulrætur voru frá
16,80 búntið' niður í 11,50, og
hreðkur fengust ekki nerna í
einni af þeim verzlunum, sem
við hringdum í, og kostuðu 7
krónur búntið. Ekki verður ann-
að sagt, en að full þörf sé á
verðsamræmingu þessara græn-
metisafurða, og það sem fyrst.
Mjög gutt er að nota gúrkuna
sem álegg og smakkast hún
óvenjulega vel á ýmsu kjötáleggi,
með tómati og eggjum, eða ofan
á osti. Það er t. d. mjqg ódýr
brauðsneið, en þó tilbreytinga-
rík, ef hún er smurð með' góðum
osti og gúrkusneiðum. Einnig er
gott að satja niðurrifna gúrku út
í góðost eða eitthvað þess háttar
og gúrkan gefur flestum salat-
tegundum mjög ferskt bragð.
Niðurriíin gurka er t. d. not-
uð í eftirfarandi salat; sem í
þTBrf að nota % gúrku, 1 lauk,
tvð salathöfuð, 3 tómata, tvö
harðsoðin egg og salatsósu, sem
búin er til úr hálfri matskeið af
sinpepi, 3 matskeiðum af salat-
olíu, 1 matskeið af sítrónusafa,
salti og pipar. Gúrkan er skor-
in í litla ferninga, salathöfuðin
skorin í lengjur og eggin og
tómatarnir skornir í sneiðar.
Þessu er öllu blandað vel saman
og salatsósunni hellt yfir. Þetta
má nota með fiski eða kíöti og
er alveg óhætt að sleppa kartöfl-
unum í það skipti eða úppbök:
uðu sósunni, og þarf ekki að
efast um, hvort er hollara.
Annað svolítið sætara salat og
ódýrara er svo þetta. Jafnmiklu
magni af gulrótum, salatlengjum
og niðurrifnum eplum er blandað
,Lærið að sauma'
Það er ótrúlegt, hve mik-
inn tíma og fyrirhöfn er
hægt að spara sér með því að
kunna rétt handtök við verk
in, og á það ekki sízt við
um saumaskap.
Eitt rétt handtak getur
gjörbreytt flíkinni, en gald-
urinn er bara sá, að vita
hvað það á að vera og hvar.
Fyrir nokkru barst okkur
bók upp í hendurnar, sem
kom út í vetur og heitir „Lær
ið að sauma“ og er eftir Sig-
ríði Arnlaugsdóttur. Okkur
fannst hún mjög fróðleg og
skýr og trúum ekki öðru en
að allir geti eitthvað af henni
lært, eða a. m. k. er hún þeim
ómetanleg, sem ekki eru allt
of vel að sér í þessum efn-
um. Það væri freistandi að
taka margt upp úr henni hér
á síðuna, en þar er um fjöl-
breytt efni að velja, svo sem
hvernig á að gera snið og
það sem kemur sér e. t. v.
enn betur nú á tímum, hvern
ig á að lagfæra tilbúin snið,
um falda, rennilása, klauf-
ir og kraga, svo eitthvað sé
nefnt. Við grípum niður í
kaflann um mátun og tök-
um hér nokkur atriði af því,
sem þar stendur.
STUNDUM myndast þver-
hrukka á bakinu við ofan-
verðar axlir, sjá teikn. Þess-
ari hrukku er hægt að eyða
annaðhvort með því að
grynnka axlarsauminn á
baki yzt á öxlinni eða næla
fallið úr, taka sams konar
fall í pappírssniðið og sníða
bakiö upp, þegar búið er að
máta,tsjá teikn. 1
Athugið mittissauminn, að
hann liggi lárétt og fylgi
mittinu. Ef blússan er of víð
í mitti, getur verig álitamál,
hvort betra er að taka þá
vídd úr í hliðarsaum eða
sniðsaumnum, sem gengur
upp undir brjóstið.
Ef skáhrukkur myndast
frá hliðarsaum upp undir
brjóstið, sjá teikn. a, bendir
það til þess. að of mikið hafi
verið tekið úr hliðarsaum.
Þá er betra að dýpka snið-
sauminn.
Hliðarnar eiga að falla lóð-
réttar niður. Vilj i hliðar-
saumur á pilsi sækja fram,
sjá teikn. a, þarf að lyfta
pilsinu í mittissaum að aft-
an, þangað til saumurinn
fellur rétt.
Á þröngum pilsum með bein-
um hliðarsaumum, eða án
hiiðarsauma, á faldur að
vera þráðréttur. Verði það
missítt þannig, verður að
lagfæra það í mittissaumi.
Stundum virðist blússan vilja
sækja aftur, axlarsaumarn-
ir vera of aftarlega, og háls-
málið húsa frá að aftan. Það
er vegna þess, að handveg-
urinn á bakinu er of stuttur
í hlutfalli við handveginn
að framan. Þá nægir ekki
að breyta axlarsaumunum,
en verður að taka upp hlið-
arsaumana, færa bakið up«p
í hliðarsaum, og kringja þá
handveginn sem því svarar
Um. en Iqta qxlársqu,ma
verq óbreyttq.
M
W
KVENNASÍDA TÍMANS
saman og yfir það er hellt salat
sósu, sem búin er til úr sítrónu-
safa, sem sættur hefur verið
með hakkaðri steinselju.
Og hér er önnur uppskrift,
sem hægt er ag nota, þegar hvít-
kálið kemur á markaðinn. Þrem-
ur stórum og niðuriifnum gul-
rótum, 150 gr. af niðurrifnu hvit
káli og tveimur til þremur söx-
uðum eplum er blandað saman
í salatsósu, sem búin er til úr 3
dl. af súrmjólk, salti og sítrónu-
safa, hakkaðri steinselju er
dreift yfir.
Þetta voru ekki nema örfáar
uppskriftir, en auðséð er að
möguleikarnir eru óteljandi.
Þetta er ungfrú Theodóra
Þórðardóttir, er varð önnur
í fegurðarsamkeppninni, sem
haldin var um daginn. Þarna
spókar hún sig í sundbol frá
Kanters é bökkum Vestur-
bæjarsundlaugarinnar. Til-
efnið er afmælissundmót KR
sem þa,r var haldið fyrir
skömmu og myndir af Thelmu
Ingvarsdóttur, fegurðardrottn
ingunni, einnig í Kanterssund
bol, eru á íþróttasíðunni í dag.
☆
Vafalaust hefur margri hús-
móðurinni runnið í skap, þegar
einhver fjölskyldumeðlimurinn
gleymir að loka ísskápnum, og
hún er óðara þotin til áð skella
hurðinni aftur, svo ag vörumar
í frystinum eyðileggist ekki, eða
mjólkin og smjörið. En hús-
mæðrum ætti að vera alveg ó-
hætt að taka létt á þessari yfir-
sjón fjölskyldunnar samkvæmt
nýjustu upplýsingum frá
Ameríku. Þegar hitinn í ísskápn
um eykst vegna þess að hurðin
er opin hefur það áhrif á hita-
stfflinn (líklega kuldastillinn í
þessu tilfelli) og frekari kæling
Framhald á 13. síðu.
2
TIMINN, fimmtudaginn 13. júní 1963