Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 6
Aðalfiindur SÍS Eins og títt er um þetta leyti, halda nú mörg félags- samtök hina venjulegu árs- fundi sína Þannig hélt Sam- band íslenzkra samvinnufé- laga aðalfund sinn að Bifröst í vikunni, sem leið. Skýrslur þær, sem þar voru fluttar af forstjóra og framkvæmda- stjórum SÍS., gáfu það glöggt til kynna, að samvinnuhreyfr- ingin heldur áfram að vera vaxandi félagsskapur. Um- setning SÍS og kaupfélag- anna hefur aukizt talsvert á liðna árinu, þótt tekið sé tillit til að krónurnar eru nú fleiri og verðminni en áður. Þetta er ánægjulegur árangur, þeg- «r þess er jafnframt gætt, að talsvert hefur verið gert að því af hálfu hins opinbera að þrengja kjör samvinnu- hrey f ingar innar. Af hálfu S.lS, og kaupfé- lagaripp, hefur verið ráðizt í ýmsar nýjar framkvæmdir á árinu. Þannig hefur skipa- deild S.Í.S. haldið áfram að færa út kvíarnar og véladeild S.Í.S. er að koma sér upp fullnægjandi húsnæði. Kaup- félögin hafa víða ráðizt í nýj- ár byggingaframkvæmdir. Þessar frariikvæmdir hefðu þó orðið stórum meiri', ef láns fjárskortur hefði ekki staðið i veginum. Það sýnir dug og aitoirku samvinnumanna að láta ekki bugast, þótt hið op- inbera vald reyni að þrengja aðstöðu 'sámvinnufélaganna á margan hátt. Vínnufriðurinn Þótt forustumenn sam- vinnufélaganna hafi gert margt vel á undanförnum ár- um, verður það að telja lang- samlega mikilvægast. að þeir hafa átt meginþátt í þvi að tryggja vinnufriðinn, sem óréttsýn og óbilgjörn rikis- stjóm hefur hvað eftir annað teflt í tvisýnu. Þannig áttu samvinnufélögin drýgstan þátt í því að hin miklu verk- föll, sem voru hér vorið 1961, eyðilegðu ekki alveg sildar- vertlðina að því sinni. Samn- ingurinn, sem þau gerðu þá við verkalýðsfélögin, hefði a. m.k. tryggt vinnufriðinn til tveggja ára, ef rikisstjórnin hefði ekki gripið til þess ó- heillaráðs ag fella gengið. Aftur í fyrravor tryggðu sam- vinnufélögin vinnufriðinn með samningum sinum við verkalýðsfélögin. Stórverkföll voru þá aðeins í þeim atvinnu greinum, þar sem áhrifa þeirra naut ekki neitt (tog- araverkfallið og sildvelðistöðv anirnar), Að nýju hafa sam- vinnufélögin svo átt góðan þátt í þvi að tryggja vinnu- friðinn með aðild sinni að þeim kjarasamningum, sem Frá aðalfund! Sambands islenzkra Samvinnufélaga að Bifröst { síðastlið innl vlku. nýlega hafa verið gerðir norð anlands. Hótanir Það furðulega hefur gerzt, að samvinnufélögin hafa | sætt séirstöku aðkasti fyrir þátt sinn i því að tryggja vinnufriðinn. Nú seinast hafa þau sætt sérstökum hótunum í einu stjórnarblaðinu, Al- þýðublaðinu, fyrir starf sitt í I þessum efnum. Þvi mun veitt ! mikil athygli, hvort þessum | hótunum verður framfylgt. íÞví verður ekki trúað að ó- reyndu, að reynt verði að hegna samvinnufélögunum fyrir góðan þátt þeirra í því að tryggja vinnufriðinn. Fyr- ir samvinnumenri. e;r s.amti hyggilegast að vera vel á verði og vera reiðubúnir-'til ag mæta ofsóknum, ef þörf verður. Það er ekki víst hverj ir sigra að lokum, ef stjórnar- flokkamir hyggja á ofbeldis- aðgerðir í þessum efnum og reyna m.a. að nota vald sitt yfir ríkisbönkunum. til að koma áformum sínum í fram- kvæmd. í lengstu lög verður þvi trúað, að hinir hyggnari menn stjórnarflokkanna láti ekki öfgamenn taka við stjórninni í þessum efnum. Þrátt fyrir það s'kaðar ekki að vera við öllu búinn. Verðlagshöft Stjórnarflokkarnir hömp- uðu því mjög fyrir kosning- arnar, að þeir væru á móti hvers konar höftum og vildu leyfa sem mest frjálsræði. Það stlngur nokkuð i stúf við þennan áróður, að nær strax eftir kosningarnar boðar Al- þýðublaðið aukin verðlags- höft og aukið starfslið verð- lagseftirlitsins. í nágrannalöndum okkar ríkir sú trú, að samkeppni kaupfélaga og kaupmanna skapi hellbrigðast og sann- gjamast verðlag. Nokkuð er og það, að dýrtíð er meiri hér en þar, þrátt fyrir hið mikla verðlagseftirlit hér. Verðlags- höft vilja oft standa heil- brigðri samkeppnisverðmynd un fyrir þrifum. Þau eiga líka þátt sinn í því almennings- áliti ,að verðlagið sé alls stað- að hið sama. Neytendur kynna sér því síður hvar þeir geta gert hagstæðust kaup. Verðlagshöft geta eigi að síður átt rétt á sér meðan skortur er á vörum eða eftirspnrnin er meiri en framboðið. Á þeim rökum hafa þau verið byggð hérlendis. Nú segja stjórnar- flokkamir að vöruframboðið sé nóg og því byggjast verð- lagshöftin ekki lengur á þeim rökum. Hver eru þá rök stjórnar- sinna fyrir áframhaldandi og .auknum ver^lagshöftrfm? Á kannske að þjarma svo að samvinnufélögupuni,H að þa,u; verði ekki lengur samkeppnis fær? Loftleiðir Það er athyglisverð stað- reynd, að Loftleiðir h.f. ern hæsti útsvarsgreiðandinn í Reykjavík að þessu sinni. Fáir munu hafa búizt við þessu, þegar hinir efnalitlu flugmenn, sem stóðu að því, voru að bjarga flugvélinni á Vatnajökli forðum. Þetta er ánægjulegt dæmi um fram- tak og skipulagshæfni ís- lenzkra manna, þegar þeir fá tækifæri til að njóta sin. Þetta styrkir vlssulega þá trú, að íslendingar þurfa ekki er- lent framtak inn í landið, heldur búi þeir yfir nægu framtaki sjálfir. Það er sann- arlega engin einangrunar- stefna að trúa á íslenzkt framtak. íslendingum má vera það mikið metnaðarmál, að hin ungu flugfélög þeirra haldi áfram að eflast og auglýsi ís- land og islenzkt framtak víða um heim. Þess vegna þarf að hlynna að starfsemi þelrra og halda vel á rétti þeirra er- lendis, þar sem þess þarf með. Þá virðist það með öllu óeðli- legt að vera að skattleggja starfsemi þeirra erlendis með því að leggja aðstöðugjald á hana, eins og bent var á á að- alfundi Loftleiða, sem hald- inn var nýlega. Vestur-íslendingar Margt er nú hér góðra gesta frá öðrum löndum, en engir eru þó eins velkomnir og Vestur-íslendingarnir, sem hafa dvalizt hér nm skeið. Þeir aðilar, sem hafa unnig að því, að Vestur-ís- lendingar gætu farið í hóp- ferðir hingað, eiga skildar góðar þakkir. Það er báðum aðilum, Vestur-íslendingum og heimamönnum, nauðsyn- legt að tengslin rofni ekki, og þeim verður að halda við, þótt svo fari, að íslenzk tunga niissi fótf estu vestanhaf s. Tryggð niðja hinna fyrstu Vestur-íslendinga getur hald izt samt og verið bæði þeim og okkur til margvíslegs styrks. Það eitt hefur t.d. mikið gildi, að halda lifandi sögunni um hið merkilega landnám íslendinga vestan- hafs. Hún sýnir ekki sizt dug hins íslenzka kynstofns, og er gott dæmi um íslenzkar menningarerfðir. Þau enda- lok, að íslenzkan týnist brátt vestanhafs, má hins vegar vera okkur viðvörun um, hvað hér væri 1 vændum, ef landið yrði alveg opnað útlending- unum, eins og t.d. myndi verða, ef við gengjum í Efna hagsbandalag Evrópu. Hve lengi myndi íslenzkan stand- ast þá raun? Það er vissulega engin einangrunarstefna að vilja hafa íslahd fyrir ís- lendinga. Það er nauðsynleg landvarnarstefna, sem ekki þarf á neinn hátt að útiloka okkur frá eðlilegum samskipt um við aðrar þjóðir. Fyrstu efndirnar Eitt af áróðursefnum stjórn arblaðanna fyrir þingkosn- ingarnar var að benda á, að heildarupphæð útsvaranna í Reykjavík væri ekki áætluð neitt verulega hærri í fjár- hagsáætluninni fyrir 1963 en 1962. Þetta sýndi hve höfuð- borginni væri vel stjómað af stjómarflokkunum. Það gerðist svo strax eftir kosningarnar, að boðaðir voru fyrirvaralítið fundir í borgarráði og borgarstjórn, þar sem borgarstjóri lagði til að hækka útsvörin um 30 millj. kr. Rökin voru þau, að laun borgarstarfsmanna myndu hækka, en það var strax vitanlegt, er fjárhags- áætlunin var samin á síðastl. vetri, eins og fulltrúar Fram- sóknarflokksins bentu á þá. Á það var hins vegar ekkl hlustað, heldur hugsað um það eitt að búa til hagstæða fjárhagsáætlun fyrir kosn- ingarnar. Útsvarsskráin var svo birt, daginn eftir að umræddir fundir voru haldnir í borgar- ráði og borgarstjórn. Það sýndi, að búið var að leggja 30 milljónirnar á, löngu áður en það var formlega sam- þykkt í borgarráði og borg- arstjórn. En kjósendur máttu ekki neitt vita fyrr en eftir kosningar. Þetta mun fyrsta dæmið um það hvernig stjórnar- flokkarnir ætla að efla hinar fögru áætlanir og fyrirheit, sem stjórnarliðið gaf þeim yrir kosningamar. Stúdentsnámið Fleiri stúdentar hafa út- skrifazt frá menntaskólunum á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Það er ánægjuleg þróun, því að alltaf eykst þörfin fyr- ir fólk, sem verður að ganga langskólaveginn til að afla sér sérmenntunar. Hitt er hins vegar umhugs- unarefni, hvort stúdentsnám inu er nú háttað á hinn æskilegasta hátt. Er ekki nám ið of þungt og of mikið af alls konar itroðslu, sem aldr- ei kemur að haldi? Margt bendir til, að menntaskól- arnir hafi ekki fylgzt með tímanum og séu miðaðir að verulegu leyti við úreltar að- stæður. Þetta er áreiðanlega mál, sem þarfnast athugun- UM MENN OG MÁLEFNI ar hinna beztu og frððustu manna, þvi að mikið veltur á, að vel sé sinnt þessum mikil- væga þætti uppeldismálanna. 6 T í M I N N, suiuiudagurinn 23. júní 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.