Tíminn - 25.06.1963, Síða 7
Útgefi ndl: FRAMSÓKNARFLCKKURINN
Framkvæmdastjóri Tómas Árnason _ Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón DavíESsson.
Ritstjómarskrifstofur í Eddii húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7 Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, '!mi 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán, innan-
lands f iausasöiu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Ný yfirlýsing Ólafs
um aukaaðild
Hinn 21. þ.m. birtist í danska blaðinu „Politiken“ við-
lal við Ólaf Thors, er hann hafði átt við norrænu blaða-
riennina, sem voru hér um það leyti, er kosningarnar fóru
fram. Viðtal þetta fór fram eftir að úrslit kosninganna
voru kunn.
Meðal spurninga, sem blaðamennirnir lögðu fyrir Ólaf
var sú, hvort ísland ætli að standa utan markaðsbanda-
laganna í Evrópu (uden for de europæiske markedsdann-
elser).
Svar Ólafs er það, að ísland hafi ekkert að gera í Frí-
verzlunarbandalagið, og viss ákvæði Rómarsáttmálans
séu þannig, að full aðild að EBE sé útilokuð. Ólafur segir
síðan orðrétt:
„Vi vil derfor undersöge muligheden af en eller
anden form for associering, saaledes at vi bliver med-
lem, uden at vi tiltræder de betingelser, som máske
for andre nationer synes at være ret naturiig . . ."
Hér segir Ólafur það umbúðalaust, að ísland ætli að
athuga möguleika fyrir einhvers konar aukaaðild, þannig
að það verði meðlimur bandalagsins. Þó vilji það fá und-
anþágur frá vissum kvöðum, er hann tilgreinir síðar í
viðtalinu. Undanþágurnar, sem hann nefnir, eru þær.
að útlendingar fái ekki aðgang að fiskveiðilandhelginm
né ótakmarkaðan rétt til atvinnurekstrar og atvinnu i
landinu.
í viðtalinu kemur hvergi fram, að ríkisstjórnin telji
það annan möguleika að gera aðeins tolla- og viðskipta-
samning við EBE, eins og hún hélt fram í skýrslu sinni
til Alþingis og áréttaði mjög sterklega í kosningabarátt-
unni. Ólafur virðist nú ekki sjá annað eða stefna að
öðru en aukaaðild.
Af þessu má bezt ráða, að það var rétt, sem Fram-
sóknarmenn héldu fram í kosningabaráttunni, að stjórn-
arflokkarnir stefndu að aukaaðild íslands að EBE, en
væru í rauninni andvígh’ tolla- og viðskiptasamningi, þótt
þeir nefndu þá leið til málamyndar, til að draga athygli
frá meginstefnu sinni.
Þessi yfirlýsing Ólafs sýnir enn fremur, að stjórnar-
ílokkarnir munu nú eftir kosningar ieggja aukið kapp á
ínnlimun íslands í EBE í aukaaðildarformi. Því þarf þjóð-
in að vera betur á verði nú en nokkru sinni fyrr.
Farið í slóðina
Fjögur launþegafélög hér syðra, Dagsbrún, Iðja, Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur og Hlíf í Hafnarfirði hafa
nú gert samning við atvinnurekendur um svipaða kaup-
Jiækkun og hliðstæð félög á Akureyri og á Siglufirði voru
búin að semja um við atvinnurekendur áður.
Þetta er í fjórða sinn á rúmum tveimur árum, er félög-
in hér syðra fylgja þannig í slóð norðanfélaganna.
Ástæðan til þess, að norðanfélögin hafa þannig rutt
brautina, er ekki fyrst og fremst sú að þau séu vem
lega árvakrari en sunnanfélögin. Ástæðan er sú, að sam-
vinnufélögin eru i hópi sterkustu atvinnurekenda norð-
anlands og hafa beitt áhrifum smum til að veita laun
þegum réttmætar kauphækkanir
Launþegum má vissulega vera þetta sönnun þess, hve
mikilvægt það er. að tii sé öflug samvinnuhreyfing i land
nu. Þvi þurfa þeir að fylgjast vel með ef reynt verður
að beita hana hefndaraðgerðum fyrir réttsýni hennar og
n-jálslyndi í kaupgjaldsmálum.
Mikilvæg Evrópuför Kennedys
Verður gerð róitæk tilraun tíl að draga úr kalda stríðinu?
KENNEDY
KENNEDY forseti lét það
ekki hafa nein áhrif á sig, þótt
ýmsir áhrifamiklir aðilar —,
þar á meðal stórblöðn „The
New York Times“ og „The
Times“, — hvettu hann til að
fresta hinni fyrirhuguðu Evr-
ópuferð sinni um óákveðinn
tíma. Rök þessara aðila voru
þau, að Kennedy myndi aðal-
lega hitta ; ferðalagi sínu for-
ustumenn, sem væru á förum
eins og Adenauer og Macmill-
an, eða rétt til bráðabirgða,
líkt og hinn nýi forsætisráð-
herra í ítalíu. Þessum mót-
bárum vék Kceö£% tð hliðar
og hóf Evrópuferð sína um
helgina, eins og ráðgert hafði
verið. Hann dvelur nú j Vest-
ur-Þýzkalandi, en mun síðar
heimsækja ftalíu, Bretland og
írland. Á morgun mun hann
heimsækja Vestur-Berlín.
Ástæðan til þess, að Kenn-
edy frestaði ekki för sinni, er
vafalaust sú, að hann er ekki
aðeins að heimsækja forustu-
menn þessara landa, heldur
engu síður fólkið þar. För hans
er ekki aðeins farin til að ræða
við stjórnmálamennina, held-
ur einnig til að fá liðveizlu al-
menningsálitsins í Evrópu. At-
hugulir blaðamenn hafa jafn-
vel líkt þessu ferðalagi Kenn-
edys við kosnjngaferð.
EJ’JNDl Kennedys til Evr
ópu er að fá bæði stuðning
stjórnmálamanna og almenn-
ings þar við þá stefnu. sem
hann beitir sér nú fyrir j al-
þjóðamálum. Með verulegum
rétti má segja, að erindi hans
sé tvíþætt.
í fyrsta lagi er það erindi
Kennedys að reyna að treysta
samvinnu Atlantshafsríkjanna.
sem hefur gliðnað mjög að und-
undanförnu, svo að ekki sé
sterkara til orða tekið. Undir
forustu de Gaulle er að skapast
ný hreyfing í Evrópu. sem
leggur fyrst og fremst áherzlu
á samvinnu meginlandsþjóð-
anna í Vestur-Evrópu og lítur
á Efnahagsbandalap Evrópu
sem kjarna nýrrar rík.iasam
steypu, sem verði óháð Banda
ríkjunum með tíð og tíma. Ef
þessi hreyfing næði því marki.
sem hún stefnir að, myndi Atl-
antshafsbandalagið brátt verða
hvorki fugl né fiskur og sam-
vinna Atlantshafsríkjanna leys-
ast upp. í stað tollasamvinnu
gæti skapazt tollastríð milli
Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
anna. Þessi hreyfing hefur þeg-
ar stórlamað Atlantshafsbanda
lagið, sem m.a. kemur fram í
því, að sum Evrópumálin krefj-
ast þátttöku kjarnorkuvörn-
um þess, en neita jafnframt
að leggja nægilegt af mörkum
til hinna venjulegu varna. Ef
svo heldur áfram, getur Atl-
antshafsbandalagið bráðlega
orðið lítið annað en nafnið eitt
ANNAR aðaltilgangurinn
með Evrópuferð Kennedys er
því að reyna að treysta sam-
vinnu Atlantshafsríkjanna að
nýju. Þess vegna heimsækir
hann Vestur-Þýzkaland og ítal
íu, því að þessi tvö riki hafa
nú eins konar lyklavöld j þess
um málum, einkum þó Vestur
Þýzkaland. Ef það gengur til
fylgis við stefnu de Gaulle, er
vestrænt samstarf raunveru-
iega úr sögunni í þeirri mynd,
sem það hefur verið hugsað
Því mun ekki sízt veitt at-
hygli í sambkndi við ferð
Kennedys, hvaða móttökur
hann fær í Vestur-Þýzkalandi
eða réttara sagt, hvort hann
verði hylltur þar af almenningj
meira eða minna en de Gaulle.
er hann heimsótti Vestur
Þýzkaland í fyrra. De Gaulle
hlaut þá mjög glæsilegar mót
tökur. Fyrir Kennedy skiptir
það höfuðmáli, að honum verði
ekki lakara tekið. Treyst hefur
verið á, að hann verði sérstak-
lega hylltur af yngri kynslóð
inni j Vestur-Þýzkalandi.
Viðkoma Kennedys í Bret-
landi er miklu þýðingarminni
en heimsókn hans til Ítalíu og
Vestur-Þýzkalands. í Ítalíu
skiptir það ekki sízt máli, að
Kennedy hafi góð áhrif á hinn
nýja páfa. í þeim efnum er
það honum mikill styrkur, að
hann er katólskur.
EFLING Atlantshafssam
starfsins er ekki nema annað
aðalerindi Kennedys til Ev-
rópu. Hitt erindi hans er að
fá liðveizlu stjórnmálamanna
og almennings þar við nýja
tilraun til að bæta sambúðina
milli austurs og vesturs í Evr-
ópu eða réttara sagt, reyna að
draga úr kalda stríðinu milli
vesturveldanna og Sovétríkj
anna.
Eins og nýlega var rætt um
þessum þáttum, flutti Kennedy
snemma i þessum mánuði ein-
hverja hina beztu ræðu, sem
hann hefur nokkru sinni hald-
ið um utanríkismál í ræðu
þeirri tilkynnti hann ekki að-
eins hina fyrirhuguðu þrívelda
ráðstefnu í Moskvu, þar sem
ræða á til þrautar um bann
gegn kjamorkuspreng;ngum.
Kennedy boðaði jafnframt
nýja sókn fyrir bættri sambúð
Sovétríkjanna og vesturveld-
anna. Hann fór viðurkenningar-
orðum um Rússa og viður-
kenndi ýmis sjónarmið þeirra,
þótt hann tæki ákveðna afstöðu
gegn kommúnisma. Hvað sem
ollurn stjórnarfonnum l.iði.
væri það þó sameiginlegt hags-
munamál vestrænu ríkjanna og
Sovétríkjanna, að ekki kæmi
til styrjaldar, og að dregið yrði
úr vígbúnaðarkapphlaupinu
Þess vegna ætti að herða sókn-
ina fyrir samkomulagi um af-
vopnun.
FÖR Kennedys til Evrópu er g
ekki sízt farin til að afla fylgis n
við þessa stefnu hans í þeim R
efnum er þýðingarmikið. að S
hann fái stuðning Þjóðverja R
Undirstaða þess, að spennan fi
milli vesturveldanna og Sovét- 1
rikjanna mmnki, er samkomu- |
lag um Þýzkalandsmáljn Fyrir |
Kennedy skiptir miklu að hann S
geti fengið Adenauer til liðs »
við sig, því að hann verður á- ja
hrifaríkur áfram. þótt hann Pj
láti af stjórnarstörfum Þvi «
var rétt ráðið af Kennedy að P
fara í þessa för áður en Aden í
auer hætti, svo að hann móðg I
aðist ekki.
Margt bendir til, að Vestur )
Framhald á 13 siðu.
r í M I N N, þnðjudaginn 25. júní 1963. —
1