Tíminn - 25.06.1963, Qupperneq 9
Guðbrandur Magnússon:
Arbækur Ferða
félags Islands
Ferðafélag íslands var stofn
að 27. nóvember 1927, og voru
stofnendurnir 63 að tölu. Fyrir
fundarboðum hafði gengizt
Björn Ólafsson stórkaupmaður
og nokkrir menn með honum en
fyrsti forseti félagsins var kjör
inn Jón Þorláksson verkfræð-
ingur, síðar ráðherra, en með
honum í stjórn ellefu menn.
Fyrsta árgjald var 5 krónur en
er nú 100 krónur. Félag þetta
hefir komið miklu í verk. Það
hefur lagt megináherzlu á
kynnisferðir um landið, og er
það mikill manngrúi samtals
sem tekið hefir þátt í þessum
ferðalögum. En einnig hefur
félagið gefið' út Árbók, eitt hið
merkasta rit. Kom hin fyrsta
út 1928 og var helguð Þjórsár-
dal. En bókin hófst að sjálf-
sögðu með því að formaður
þess, Jón Þorláksson gerði
grein fyrir stofnun og tilgangi
þessa nýstofnaða félags. En síð
ar er í þessari fyrstu árbók
lýsing á Þjórsárdal eftir Jón
Ófeigsson og vandaður upp-
dráttur af dalnum eftir Jóhann
Briem ásamt 45 örnefnum, eft
ir skrá sem með tölumerkjum,
eru staðsett á sjálfan uppdrátt
inn. Þá er í þessari fyrstu ár-
bók þáttur eftir Sigurð Nor-
dal sem hann kallar „Gestrisni
byggða og óbyggða". Einnig
þættir um útbúnað á ferðalög-
um og annar um Hjálp í við-
lögum.
Árbókin 1929 er helguð Kjal-
vegi, 1930 Þingvöllum. Árbók-
in 1931 Fljótshlíð og Eyjafjöll-
um. Árbók 1932 fjallar um Snæ-
fellsnes. 1933 um Leiðir að
fjallabaki þ. e. milli Rangár-
vallasýsiu og Skaftártungu.
Einnig eru í því riti tvær grein
ar um Hvannalindiir. Árbók
1934 er leiðalýsing um Þing-
eyjarsýslu, en bókin 1935 er
um lönd og leiðir í Vestur-
Skaftafellssýslu. Árbók 1926 er
helguð nágrenni Reykjavíkur
og landnámi Ingólfs Arnarson-
ar, en bókin 1937 Austur-Skafta
fellssýslu, bók 1938 Eyjafjarð-
arsýslu Að upphafi þessarar
bókar er minnzt 150 ára afmæl-
is Bjöms Gunnlaugssonar snill
ingsins mikla, sem gjörði upp-
drátt af íslandi af furðumik-
illi nákvæmni, henni hafði ekki
verið fyrir að fara neitt þvílíkri,
í eldri uppdráttum. Aftast í
þessum árgangi eru vandaðar
landslagsmyndir á tólf heil-
síðum. Árbókin 1939
er hin merkasta, og heitir fugla
bók Ferðafélags íslands, eftir
Magnús Björnsson, fuglafræð-
ing 216 bls. að stærð. Árbókin
1940 fjallar um Veiðivötn á
Landmannaafrétti og sæluhús
sem þá voru til í landinu. 1941
er helguð Kelduhverfi og Tjör
nesi Arbók 1942 er um Kerling
arfjöll. Bókin 1943 Ferðaþættir
eftir átta höfunda með mynd-
um eftii enn fleiri ferðalanga
Árbók 1944 er öll um Fljóts-
dalshérað. Bókin 1945 öll um
Heklu, sem þakkaði þá heldur
en ekki fyrir sig, um það leyti
sem landsmenn höfðu lokið við
að lesa þessa mestu árbók sem
Ferðafélagið til þess tíma, hafði
gefið út. Árbók 1946 ein hin
fyriríerðarmesta er öll helguð
Skagafirði. Bókin 1947 er ein-
vörðungu um Dalasýslu. Bókin
1948 með sama hætti öll helg-
uð Vestmannaeyjum, sem ein-
hver sagði um, að mundu vera
orðnar frægar fyrir feguiðar-
sakir, væru þær í Ameríku. Bók
in 1949 er um Norður-ísafjarð-
arsýslu Þessar tvær árbækur
eru hvor um sig á þriðja hundr-
að blaðsíður. Árbók 1950 er
helguð Boi'garfjarðarsýslu. Bók
in 1951 Vestur-ísafjarðarsýslu,
en árbók 1952 er öll um Stranda
sýslu. Árbók 1953 er um Mýra-
sýslu en bókin 1954 um Borg-
arf jarðarsýslu. Árbókin 1955 er
Framhalú a bls 15
Jökulháls á Snæfellsnesl
Landmannalaugar á FiallabaksleiS.
Skálinn I Langadal á Þórsmörk.
Hvftárnes vlS Hvltárvatn, Fyrsti skálinn.
Hveravellir á Kjalvegl.
Hagavatn á Biskupstungnaafrétti
Þjófadalir á Langjökll
T í M I N N, þrtðjudagimn 25. júní 1963. —
9
I