Tíminn - 29.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.06.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- j stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnax'skrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. f lausasölu kr. 4.00 einL — Prentsmiðjan EDDA h.f, — Hættulegur undir- lægjuháttur Morgunblaðið ræðir í ritstjórnargrein í gær um það brot Hunts skipherra á Palliser að skjóta Smith skipstjóra á Milwood undan íslenzkri löggæzlu. M. a. rekur blaðið afskipti ríkisstjórnarinnar af máliriu. Sú frásögn Mbl. er á þessa leið: „Til glöggvunar er rétt a3 rifja stuttlega upp gang þessa máls og aðgerSir íslenzkra stjórnvalda. Hinn 4. maí s.l. kallaði utanrikisráðherra brezka sendiherrann í Reykjavík á fund sinn og afhenti hon- um harðorða mótmælaorðsendingu, þar sem framferði Hunts skipherra var harðlega mótmælt, og þess krafizt, að brezka ríkisstjórnin bætti fslandi að fullu þetta aug- Ijósa grófa brot og komi fram viðeigandi refsingu gegn þeim, sem ábyrgðina bæru. 11. maí gekk íslenzki sendiherrann í London á fund brezka utanríkisráðherrans og ítrekað: mótmælin frá 4. maí. Auðvitað hafa jafnframt farið fram óformlegar viðræður ríkisstjórnanna.* 17. maí afhendir svo brezki utanríkisráðherrann svar stjórnar sinnar. Er þar harmað mjög, hvað gerzt hafi, og sagt, að brezka ríkisstjórnin líti þennan atburð mjög alvarlegum augum. Þá er reynt að afsaka framkomu Hunts skipherra, en tekið fram að brezka ríkisstjórnin taki á sig fulla ábyrgð á atburðunum." Mbl. heldur því svo fram, að ríkisstjórnin hafi með þessu gert allt, sem hún gat til þess að fá hlut íslands leiðréttan og varpar fram þeirri spurningu, hvað Tíminn telji ríkisstjórnina hafi vangert í málinu. Þessu er fljótsvarað: Ríkisstjórnin átti strax að svara orðsendingu brezku stjórnarinnar frá 17. maí og telja hana, eins og hún er. a.jgerlega ófullnægjandi og endurnýja kröfu sína í orð- sendingunni frá 4. maí um að Hunt eða þeim, sem bera ábyrgð á broti hans gagnvart íslandi. verði refsað. Þetta befur ríkisstjórnin látið ógert enn þann dag í dag. Ef brezka stjórnin þrjózkast áfram, eftir að íslenzka stjórnin hefur endurnýjað kröfur sinar, verður að taka til athugunar, hvað næst skuli gert eins og t. d. heim- köllun sendiherrans eða aflýsingu á fyrirhugaðri Bret- iandsför forsetans. Ríkisstjórnin verður að gera sér ljóst, eins og hún segir líka í orðsendingu sinni 4. maí að Hunt skipherra hefur framið „gróft brot“ gagnvart íslandi. Ef ekki er hegnt fyrir þetta brot, eins og ríkisstjórnin réttilega krefst í orðsendingu sinni 4. maí, er fleiri slíkum brotum boðið heim. Þess vegna er höfuðnauðsyn. að ríkisstjórnin lýsi svar brezku stjórnarinnar frá 17 maí algerlega ófull- nægjandi og láti ótvírætt í Ijós, að það geti haft alvar- leg áhrif á sambúð landanna, ef kröfum hennar frá 4. mai verði ekki sinnt. Með því að þegia við svarorðsendingu brezku stjórnar- innar frá 17. maí er íslenzka ríkisst’órnin raunverulega að falla frá réttmætum kröfum, sem hún gerði í orðsend ''ngunni 4. maí Hún er raunverulega með því að kyssa á vöndinn og bjóða heim fleiri slíkum „grófum brot- um“ og Hunt skioherra gerði sig sekan um. Það er hættulegur undirlægjuhártur. fJgsásaSlSSjSE! ír..Si>-jSí''vi ifeý Þótt Kennedy hafi verið vel tekið í Evrópuförinni, fer fjarri því að keppinautur hans, de Gaulle, hafi fatlið í skuggann. Skopteiknarar blaðanna hafa m.a. séð um það, elns og sjá má á meðfylgjandi mvndum. Sú efsta er úr vestur-þýzku blaði; miðmyndin úr ensku blaði og sú neðsta úr frönsku blaði, en með heir.il er gefið til kynna, að de Gaulle ætli ekki að una því, að geimfarar séu aðeins rússneskir og basidarískir. T í M I N N, laugardagurinn 29. júní 1963. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.