Tíminn - 29.06.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.06.1963, Blaðsíða 9
Á föstadag f vikunni, sem leið, gat að lfta svohljóðandi fréttatilkynningu í Kaupmanna hafnarblöðunum: Sankthansfest i Tivoli S0ndag aften fejres der sankthansfest i Tivoli. Offer- skálene vil lue fra koncertsal- en, og kgl. kammersanger Lauritz Melchior, der er hjemme pá bespg, vii synge „Midsommervisen" og „Flag- et“ akkompagneret af Tivolá- gardens musikkorps pS Plæn- en kl. 21. I koncertsalen er den is- landske sanger Olafur Thor- stein Jpnsson solist kl. 21. Han har pá vej hjem til Island fra et studieophold i Wien gjort ophold í Kpbenhavn, og ved koncerten spndag aften synger han með Eifred Eck- Hansen som dirigent ari- er af PonchielM, Giordano og Lehar. Kl. 23,15 tændes bái pá s0- en, og Tivoligardere blæser pá de gamle liu-er. Aftenen slutter kl. 23,45 med festfyr- værkeri og heksefart. Hafnarbúar halda sem sagt upp á Jónsmessuna, sem þeir nefna Sankt Hans-dag. Þeir eru ekki vanir ag velja skemmtiat- riðin af verri endanum, þegar þeir efna til þessa fagnaðar. En það sem athygli vekur að þessu sinni, er að þeir tveir tónlistarmenn, sem fengnir voru til að láta ljós sitt skína á þessum minningardegi Jó- hannesar skírara voru frægasti söngvari Dana, sjálfur Lauritz Melchior, og íslenzkur tenór- söngvari, sem Hafnarbúar fengu nú að kynnast í fyrsta sinn, Ólafur Þorsteinn Jónsson. Þeir upphófu raust sina báðir á slaginu níu, Melchior úti á palli, en Ólafur inni í konsert- salnum fína með undirleik allr ar hljómsveitarinnar. Er ekki að orðlengja það, að tónlistar- gagnrýnendur Hafnarblaðanna hófu Ólaf pp til skýjanna, settu hann sem stjörnu á himin sinn, og lét einn þeirra sig ekki muna um að líkja honum við Jussi Björling, þegar hann var að byrja frægðarferil sinn. Ólafur hefur stundað söng- nám í Vín þrjú síðustu árin, hélt fyrstu sértónleika sína í haust á vegum Tónlistarfélags- ins í Reykjavík með und- irleik Rögnvaldar Sigurjónsson- ar og í vetur var hann ráðinn sem söngvari að óperunni í Heidelberg á Þýzkalandi næsta óperuár Ólafur er fæddur Reykvíkingur, móðir hans, Auð björg Jónsdóttir, er búsett hér í bæ, ea föður sinn missti Ólaf ur ársgamall. Hann hét Jón Pétursson og starfaði síðustu æviárin sem strætisvagnastjóri hér f bænum, ók vagninum í Sogamýri. Óiafur er kominn heim úr frægðarför sinni til Kaup- mannahafnar, og hitti ég hann að máli á heimili móður hans í gær. — Hver var aðdragandinn að því, að þú varðst valinn til að syngja á hátíðinni í Tivoli þetta kvöld? — í fyrsta lagi fór ég til að syngja þar við annað tækifæri og gerði það nokkrum dögum áður í Ráðhúsveizlunni, sem haldin er þar ár hvert um þetta leyti, en þar eru aðeins boðs- gestir saman komnir. Aðdrag- andi þess er sá, að í fyrrasum- ar var ég fenginn til að syngja hér í Ráðherrabústaðnum í fyrra í veizlu, sem haldin var borgarstjórum frá Norðurlönd- um, en þeir voru þá hér á fundi. Þegar ég hafði lokið söng mín- um þar, kom að máli við mig borgarstjórinn frá Kaupmanna- höfn og spurði, hvort ég mundi þiggja boð um að koma að sumri til Kaupmannahafnar og syngja i hinni árlegu Ráðhús- veizlu. Þegar ég hafði íhugað málið, tók ég boðinu. Síðan þá höfðu raðamenn í Tivoli kom- izt á snoðir um þetta og barst mér þá líka boð frá þeim um að koma og syngja í konsert- salnum á Jónsmessuhátíðinni þeirra, Sankthansfest. Það varð úr, að ég þáði líka boð þeirra. Og út fór ég rétt eftir þjóð- hátíðina hér, hafði þá dvalizt hér nokkrar vikur frá því að ég kom heim að loknu námi i Vín. — Komu fleiri söngvatar fram I Ráðhúsveizlunni í Höfn, eða hvemig fór hún fram? — Þetta var feiknarmikil veizla' fyrir 16—1700 boðsgesti og dansað að lokum. Eg var eini söngvarinn, sem kom fram þarna, söng nokkur lög úti í Ráðhúsgarðinum. — Svo tók Tivoli við rétt á eftir, hvemig lagðist þetta í þig? — Blessaður vertu, heldurðu að maður hafi ekki verið á nál- um, jú ég var skrambi ragur við þetta. En það var annað hvort að hrökkva eða stökkva, það þýðir ekki annað en að nota þá möguleika, sem bjóðast í þessari iist. Og þetta fór betur en á horfðist. — Féll þér vel viö áheyr- endur? — Já, það var ákaflega gott andrúmsloft í salnum. -- Hvaða lög söngstu? — Fyrst söng ég tvær óperu- aríur, úr La Gioconda og Fed- ora og síðan 3 óperettulög, úr Paganini og Giudette eftir Le- hár. Loks komst ég ekki hjá að gefa aukalag og það var var „Dein ist mein ganzes Herz“. — Hvernig varð þér við að ÓLAFUR JÓNSSON óperusöngvari. sjá það í blaðinu daginn eft- ir, að þér var líkt við Jussi Björling? -— Eg get varla hugsað mér meíra hrós, því að Jussi Björ ling hefur alltaf verig einn af eftirlætissöngvurum mínum. En það er auðvitað full djúp: tekið í árinni að líkja mér við hann. — Kynntist þú mörgum kol- legum í ferðinni, t. d. Melchi- or? — Hrjnn var að syngja í garð inum á sama tíma, en ég hitti hann ekki. Það var ýmiss kon- ar fólk að koma og heilsa mér eftii konsertinn. Þeirra á með- al var kona ein amerísk, sem er formaður tónlistarfélags í Florida Hún hældi mér þessi lifandi ósköp, bauðst til að koma mér í samband við tón- listarmiðiara og stuðla að því, ef ég hefði áhugá á að fara í tónleikaför um Bandaríkin. — Heíurðu máske hug á því? — Þáð get ég ekki sagt um að svo stöddu. Fyrst er að snúa sér að því, sem þegar er um samið Eg hef gert samning við óperuna í Heidelberg og þang- að íer cg seint í ágúst, óperan byriar 1. september. Eg hef GUNNAR BERGMANN tveggja ára samning, sem ég get þó sagt upp eftir eitt ár, ef mér sýnist svo. — Hvernig byrjaði það, að þú varst ráðinn að Heidelberg- óperunni? — Þeir eru alltaf á höttun- um út um hvippinn og hvapp- irin í leit ag nýju söngfólki, og það var m. a. einn frá Heidel- berg-óperunni staddur í Vín í fyrravetur, sem hafði heyrt mig syngja og bauð mér að koma til Heidelberg til prófunar. Eg lét verða af því, og þá var þar saman kominn fjöldi söngstú- denta hvaðanæva að, og var hver látinn syngja parta úr ó- líkum hlutverkum svo hægt væri að glöggva sig á söngstíln- um. Úr þessum hóp voru svo valdir nokkrir til ag koma i lokapróíun, við vorum víst fjög ur, sem komust í þau úrslit og að því loknu voru okkur þrem gerð tilboð og við síðan ráðin. Hin voru amerískur baritón- söngvan og þýzk sópransöng- kona. Við byrjum svo þar í haust. — Hvenær byrjaðir þú að læra að syngja? — Mér finnst vera mörg ár síðan. Fyrst fór ég að sækja tíma hjá Sigurði Skagfield 18 ára gamall, var hjá honum einn vetur, en þá fór Sigurður út. Hann réð mér að halda áfram að sækja ekki aðeins söngtíma, heldur taka Ifka píanóleik og leiklist. sem betra væri fyrr en síðar að kynnast fyrir hvern þann, sem ætlaði að verða sr söngvari og Iffsnauðsyn fyrir 8 verðandi óperusöngvara. Næsta ffl vetur lærði ég söng hjá Demetz 0 píanóleik hjá dr. Urbancic og fi settist í leikskóla Þ.ióðleikhúss- u ins, útskrifaðlst þaðan 21 árs, {] komst þar á samning, en nokkru síðar fór ég utan til náms. — Fórstu þá til Vínar? — Nei, fyrst hélt ég til Salz- burg, var þar vetrartíma en féll ekki alls kostar vel, svo að ég flutti mig til Vínar, hóf nám hjá músíkhjónunum Lilly og Marx Kundegraber, hún var áð ur söngkona og hann hljóm- sveitarstjóri. Frúin var síðan kennari minn þangað til ég lauK námi nú í vor. — Þú hefur þá unað þér vel í Vín? — Hún hefur farið ósköp vel með mig, ég get ekki hugsað mér yndislegri músik-borg. — Óperan þar er virkilega heims- ópera, þar sem beztu kraftar, sem völ er á, koma fram alls staðar úr heiminum. Þar er alltaf fullt hús á hverju kvöldi ailan veturinn fram á mitt sum ar, tíðast uppselt löngu fyrir g fram. Auðvitað reyndi ég að 1 fara þangað eins oft og ég gat, i en auraráðin leyfðu það ekki g alltaf, og varg maður að gera U sér að góðu að fá stæði. g Framhald á 13 siðu 1 T í M I N N, iaugardagurinn 29. júní 1963. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.